Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 1
KRUMMI
SJUKRALIÐAR eiga nú kost
á allt aö sex mánaða framhaldsnámi í
sérhæföumgreinum, eftirað Ragnhild-
ur Helgadóttir heilbrigðisráðherra
samþykkti nýja reglugerð þann 17.
mars fyrir Sjúkraliðaskóla íslands.
Þetta hefur verið baráttumál sjúkraliða
og bókanir þar að lútandi verið gerðar
í tengslum við kjarasamninga. Gert er
ráð fyrir að reglugerð þessi verði
endurskoðuð að þremur árum liðnum.
FULLTRUUM stjórnmálaflokk-
anna er ætlað að útskýra afstöðu
flokka sinna til ferðaþjónustu á fslandi
áferðamálaráðstefnu sem haldin verð-
ur á Hótel Sögu dagana 26. og 27.
mars n.k. Fultrúar flokkanna verða:
Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hanni-
balsson, Steingrímur Hermannsson,
Kristín Halldórsdóttir og Friðrik Sop-
husson.
Á ráðstefnunni mun Jóhann Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Flugleiða
í London hafa framsöguerindi um
landkynningarmál og Þorleifur Einars-
son, jarðfræðingur um umhverfis- og
náttúruverndarmál.
| UM HELGINA er gert ráð fyrir
norðan- og norðaustan átt um allt land, |
| með snjókomu eða éljagangi á jl
norðanverðu landinu frá Vestfjörðum
I til Austfjarða. Þurrt og bjart verður á
I Suður- og Vesturlandi.
Frost verður um allt land, sennilega |
I á bilinu 5-10 stig.
I GÆR vígðu nemendur Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti nýja hljóð-
stofu Útrásar, útvarps framhaldsskól-
anna. Var þessum merku tímamótum
fagnað með léttum guðaveigum sem
hæfa tilefninu. Á myndinni sjást ánægir
útvarpsmenn fagna áfanganum.
Tímamynd Pjetur
DANSKA varðskipið Beskytteren
verður í Reykjavíkurhöfn fram yfir
helgi. Skipið kom til Reykjavíkur á
þriðjudag, eftir langa oa stranga útivist
á Dorn-banka vestur af Islandi. Ástæð-
ur þess að skipið kom til hafnar, eru
þær að viðgerða er þörf á ýmsu
lauslegu og einnig mun mannskapur-
inn vera orðinn langeygður eftir land-
legu. Beskýtteren er af svipaðri gerð
og varðskipin Vædderen og Ingolf.
Tímamynd Pjetur
ráðherra. viki af lista í Reykjavík
og hætti jafnvel þingmennsku.
Kvað Albert þvert nei við að
Þorsteinn hafi farið fram á nokkurt
þessara atriði við sig.
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra hélt í gær biaðamannafund í
tilefni upplýsinga skattrannsóknar-
stjóra um að fyrirtæki Alberts
Guðmundssonar hcfði fengið tvær
afsláttargreiðslur á farmgjöldum
frá Hafskip árin 1984 og 1985, án
þess að það hefði komið fram í
bókhaldi fyrirtækisins. Kom fram
á fundinum að Þorsteinn liti
„mistök" Alberts Guðmundssonar
alvarlegum augum, þarsem Albert
hefði gegnt embætti fjármálaráö-
herra á umræddu tímabili og þar
með veriö yfirmaður skattamála.
Hins vegar hefði ekki verið rætt við
Albcrt um hugsanlega afsögn hans
vegna málsins. Endanleg afstaða
skattrannsóknarstjóra liggur hins
vegar ekki enn fyrir.
Um stöðu sína sem fjármálaráð-
herra í þessu máli sagði Albert:
„Fjármálaráðherra hlýtur að mega
eiga eignir og fyrirtæki og þá
verður hann að hafa einhverja til
að reka fyrirtækið fyrir sig. Svona
mál geta alltaf komið upp hjá
hverjum sem er og leiðréttingar
eru gerðar í tugatali á hverju ári.
Fjármálaráðherra hver sem hann
er, ef hann á í fyrirtækjum þá
fylgist hann ekkert með þeim,
hann hefur nóg annað að gera.“
Aðspurður um rannsókn skatt-
rannsóknarstjóra á framtali hans,
sagði Albert: „Hann er nú að
skoða og skoðar á hverju ári mál
fjölda einstaklinga. Skattrann-
sóknarstjóri leiðréttir það sem leið-
rétta þarf, en það er yfirleitt ekki
ákæruefni. En þar fyrir utan hef ég
ekki starfað í þessu fyrirtæki á
fjórtánda ár, þó ég eigi það og það
sé á mínu nafni. Og ég skipti mér
ekkert af rekstrinum."
Aðspurður hvort rannsóknin
sneri þá eingöngu að fyrirtækinu,
en ekki persónulegu framtali hans
sjálfs, sagði Albert: „Það hefur
alltaf verið sameiginlegt uppgjör
fyrir mig og fyrirtækið, alveg frá
byrjun.“
En telur Albert að eitthvað at-
hugavert hafi verið við skattafram-
tölin? „Ja, mér er sagt að það séu
tvær færslur fyrir samtals rúmlega
200 þúsund krónur sem að ekki
voru færðar. Það voru þrjár afslátt-
argreiðslur sem fyrirtækið fékk og
var fyrsta greiðslan færð, en með
hinum fylgdu ekki fylgiskjöl og
mér skilst að það sé ástæðan fyrir
að þær hafi ekki verið færðar.“
Það er þá ekki á döfinni að þú sért
á leiðinni út og situr allt við það
sama varðandi framboð, ráðherra-
og þingmannssetu þína ? „Já, ég
hef ekki minnsta grun um að gera
eigi breytingu þar á,“ sagði Albert
Guðmundsson. -phh
„Það er enginn þrýstingur af
hálfu forystu Sjálfstæðisflokksins
að ég segi af mér neinum trúnaðar-
störfum. Ég vil að þú hafir það eftir
mér, af því það er rétt að ég hef
ekki, síðan égbyrjaði í Sjálfstæðis-
flokknum búið við betra samstart'
en ég hef gert núna undanfarið og
ég finn engan bilbug á því," sagði
Albert Guðmundsson, iðnaðarráð-
herra þegarTtminn ræddi við hann
í Kaupmannahöfn í gær.
Var Albert inntur cftir hvort rétt
væri með farið í síðasta tölublaði
Helgarpóstsins, að Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins hefði farið þcss á leit við
hann að hann scgði af sér sem
Borgin semur ekki
á undan ríkinu
Ingvar
kvaddur
Alþingi var slitið í gær og mátti
víða sjá þingmenn kveðjast.
Nokkrir þeirra munu láta af
þingstörfum eftir næstu kosning-
ar, þ.á m. Ingvar Gíslason, for-
seti neðri deildar, sem setið
hefur á Alþingi sl. 26 ár.
Hér sjást þeir kveðjast Ingvar
og Gunnar G. Schram og fer vel
á með þeini félögum. A mynd-
inni má einnig sjá Friðjón Þórð-
arson, Valdimar Indriðason,
Halldór Blöndal og Ragnar
Arnalds.
Tímamynd Pjetur
„Borgin mun ekki semja fyrr
en ríkið hefur gengið frá sínum
samningum, fari svo sem horfir
að Starfsmannafélag Reykjavík-
urborgar felli nýgerða samn-
inga,“ sagði Davíð Oddsson
borgarstjóri í umræðum í borgar-
stjórn í gær. Fulltrúar minnihlut-
ans lögðu fram bókun þar sem
segir m.a. að komið hafi í ljós að
nýgerður kjarasamningur væri
ekki þess eðlis að hann kæmi í
veg fyrir að fjölmargir starfshóp-
ar s.s. fóstrur og sjúkraliðar
standi við fyrri uppsagnir sínar.
Því sjái fulltrúar minnihlutans sér
ekki fært að styðja þennan
samntng.
Borgarstjóri kvað það ekki
hafa verið ætlan sína að ræða
kjarasamninginn á þessum
borgarstjórnarfundi þar sem
Starfsmannafélag Reykjavíkur
ætti enn eftir að greiða atkvæði
um hann. Hins vegar væri hann
sannfærður um að þessi samning-
ur væri betri fyrir fólk en það
hefði mátt búast við. Samningur-
inn var samþykktur með 8 atkv.
Sjálfstæðisflokks. Þrír voru á
móti, en fulltrúi Framsóknar og 2
fulltrúar Alþýðubandalags sátu
hjá. -HM
Albert Guömundsson, iðnaðarráðherra:
Hefur ekki verið
þrýst á um afsögn
- samstarfið aldrei betra við Sjálfstæðisflokkinn - Staða mín óbreytt og Þorsteinn
hefur ekki farið fram á annað - Fjármálaráðherrar geta ekki fylgst með rekstri
fyrirtækja sinna sjálfir