Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 16
alll—lllt Reykjavík Reykvíkingar Finnur Ingólfsson veröurtil viötalsföstudaginn 20. mars n.k. kl. 10.00-12.00. Verið velkomin. Framsóknarfélögin í Reykjavík 9B § IBm Reykjanes Aðalfundur „Framnes hf.“ verður haldinn laugardaginn 21. mars 19Ö7 kl. 2 e.h. í húsi félagsins Hamraborg 5, Kópavogi. Hluthafar vinsamlega mætið vel og stundvís- lega. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin Norðurland vestra Páll, Stefán, Elín og Sverrir boða til fundar sem hér segir: Mánudaginn 23. mars kl. 13.30, Félagsheimilinu Ásgarði. kl. 16.30, Félagsheimilinu Héðinsminni. Þriðjudaginn 24. mars kl. 13.30, Félagsheimili Skeflingsstaðahrepps. kl. 20.30, Félagsheimilinu Rípurhreppi. Miðvikudaginn 25. mars kl. 13.30, Féiagsheimilinu Flóðvangi. kl. 20.30, Hótel Varmahlíð. Fimmtudaginn 26. mars kl. 15.00, Grunnskólanum Sólgörðum. kl. 20.30, Grunnskólanum Hólum. Föstudaginn 27. mars kl. 13.30, Félagsheimilinu Húnaveri. kl. 16.30, Húnavöllum. Laugardaginn 28. mars kl. 15.00, Félagsheimilinu Skagaströnd. Sunnudaginn 29. mars kl. 15.00, Laugarbakka Miðfirði. Þriðjudaginn 31. mars kl. 17.00, Aðalgötu 14, Siglufirði. kl. 20.30, Félagsheimilinu Hofsósi. Komið og spjallið um pólitík og komandi kosningar. Frambjóðendur Norðurland-eystra Husvíkingar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins á Húsavík verður opin laugardaga kl. 13.00 - 16.00 og mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17.00- 19.00. Kosningastjóri er Sigurgeir Aðalgeirsson. Framsóknarfélagið Austurland Kosningaskrifstofa Höfn Hornafirði Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð að Skólabrú 1, sími 81415 og verður hún opin fyrst um sinn á þriðjudags og fimmtudagskvöldum frá kl. 20.00 til 22.00. ‘4 DAGBÓK Föstudagur 20. mars 1987 Vetrarfagnaður Ferðafélagsins Feröafélagiö efnir til vetrarfagnaðar í Risinu, Hverfisgötu 105. í kvöld föstud. 20. mars. Fordrykkur veröur borinn frant kl. 19.30. Borðhald liefst kl. 20.00. Til skcmmtunar veröur „Glens og grín". sem fclagsmenn sjá um. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Aögöngumiöar eru um leiö happdrættismiöar. Veislustjóri veröur Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Vetrarfagnaöur Ferðafclagsins er fyrir alla aldurshópa. Miðar eru seldir á skrif- stofu félagsins, Öldugötu 3 (1.500 kr.). Myndlistarsýning á Norðfirði Menningarnefnd Neskaupstaðar stend- ur fyrir sýningu á verkum eftir Öldu Sveinsdóttur myndlistarmann og verður aðgangur að sýningunni ókeypis fyrir alla. Alda Sveinsdóttir er fædd á Norðfirði. Hún hefur stundað nám í Myndlista- skólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla fslands. Einnig sótt nám- skeið Myndlistafélags Neskaupstaðar og tók stúdcntspróf frá MH 1984. Alda hefur tekiö þátt í mörgum sam- sýningum og haldið einkasýningar, bæði í Gallerí Landlyst í Vestmannaeyjum og einkasýningu hélt hún í Reykjavík í ágúst 1986. Á sýningunni í Neskaupstað verða sýndar 25 olíukrítar- og akvarellmyndir, sein hafa verið unnar á s.l. ári. HÍuti af þcssari sýningu fer með samsýningu fjögurra kvenna frá Norðfirði til vinabæja Neskaupstaðar á Norðurlöndum. Alda Sveinsdóttir. Háskólafyrirlestur Dr. phil. Bent Sóndergaard, prófessor í dönsku við Padagogisch Hochschule í Flensburg í Vestur-Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands á morgun, laugar- daginn 21. mars 1987 kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlcsturinn nefnist „Sprogforskydn- ingen í det dansk-tyske grænseland i et diakront og synkront perspektiv", og verður fluttur á dönsku. Prófessor Söndergaard er sérfræðingur í dönsku sem minnihlutamáli og ntun hann í fyrirlestrinum veita yfirlit yfir hina flóknu og áhugaverðu málþróun norðan og sunnan landamæra Danmerkur og Þýskalands en þar hafa menn fimm mis- munandi tungumál að móðurmáli: dönsku, þýsku, suðurjóska mállýsku, lág- þýska mállýsku og frísnesku, Fyrirlesturinn er öllum opinn. Náttúruskoðunarferð austur fyrir fjall Á morgun, laugard. 21. mars, fer Áhugahópur um byggingu náttúrufræði- Itúss kynnisferð um Árncssýslu til að gefa fólki kost á að skoða þar nokkra áhuga- verða staði scm stuðla að náttúrufræðslu. Farið vcrður frá Norræna húsinu kl. 09.00, frá Náttúrugripasafninu. Hverfis- götu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 09.15 og Árbæjarsafni kl. 09.30. Komið veröur til baka kl. 18.00. Allir eru velkomnir. Fargjald verður 700 kr. en frítt fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með lullorðnum. Leiðsögumenn verða þeir Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur. Jóhann Guðj- ónsson líffræðingur o.fl. „Opið hús“ hjá MÍR „Opið hús" verður í félagsheimili MÍR. Menningartengsla íslands og Ráðstjórn- arríkjanna. Vatnsstíg 10. nk. laugard. 21. mars kl. 15-18. Sérstakur gestur félagsins þennan dag verður Miroslava Bézrúkova, listfræðingur frá Moskvu, en hún er komin til Islands til að afla efnis í rit unt íslcnska myndlist. Bezrúkova ræðir á laugardaginn í bíósal MÍR um nýjar hræringar í sovésku listalífi og sýnir litskyggnur. Fyrirlestur hennar verður lúlkaður á íslensku. Á „opnu húsi" MlR veröur einnig fjallað unt fyrirhugaðar hópferðir félagsins til Sovétríkjanna á þessu ári. Kaffiveitingar verða á boðstól- um. Allir eru velkomnir meðan húsrúm ’ leyfir. Kvikmyndasýningin á sunnudaginn 22. ' mars, fellur niður, en næsta kvikmynd verður sýnd 29. mars kl. 16.00. Fjáröflunarkaffi og merkjasala í Langholtssókn Fjáröflunarkaffi og merkjasala til ágóða fyrir Langholtskírkju í Reykjavík verður sunnudaginn 22. mars í safnaðar- heintilinu cftir messu kl. 15.00. Bjóðum fjölskyldunni í kirkju og styrkjum starf hennar með því aö drekka þar síðdcgiskaffi. Kvenfélag I.angholtssóknar Gallerí SKIP í síðustu viku opnaði Sigurrós Bald- vinsdóttir sýningu í Gallerí SKIP, Skip- holti 50C (sama húsi og Pítan). Á sýning- unni eru 38 olíumálverk. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurrósar, og eru flest verk- in til sölu. Sýningin er opin frá kl. 13.00-17.00 virka daga en 15.00-17.00 unt helgar. Fyrirlestur á vegum Mímis: „Líkön í bókmenntafræði“ Á morgun, laugard 21. mars, heldur Arni Sigurjónsson bókmenntafræðingur fyrirlestur á vegum Mímis, félags stúd- enta í íslenskum fræðunt. Fyrirlesturinn nefnist „Líkön í bók- menntafræði" og hefst kl. 14.00 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla fslands. Öllum er hcimill aðgangur svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðalfundur Fuglaverndarfélagsins Fuglaverndarfélag íslands heldur aðal- fund í Norræna húsinu á morgun laugar- daginn 28. mars kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 21. ntars. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Boðið er upp á molakaffi og allir eru velkomnir í laugardagsgöngu undirhækk- andi sól. Sýning Kristjönu Samper Kristjana Samper opnar sýningu á teikningum og skúlptúr laugardaginn 21. mars kl. 15.00 í Gallcrí Gangskör, Amt- mannsstig 1. Sýningin stendur yfir til 3. apríl og opið er alla virka daga kl. 12.00-18.00, en um helgarkl. 14.00-18.00. AIDA á föstudag- og sunnudagskvöld Ópera Verdis, AIDA, verður sýnd hjá fslensku óperunni á föstudags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.00. Óperan gerist í Egyptalandi íkringum 1200 f. Krist. Aida (Olöf K. Harðardóttir) er dóttir Amonas- ros Eþíópíukonungs (Kristins Sigmunds- sonar) og er ambátt egypskrar prinsessu, Amnerisar (Önnu Júlíönu Sveinsdóttur). Báðar elska þær Radames (Garðar Cortes). Hann elskar ambáttina og svíkur föðurlandið fyrir hana og saman eru þau grafin lifandi. Söguþráðurinn ereinfaldur en tónlistin hrífandi, kórinn er stór og áhrifamikill, dansararnir ungu þokkafull- ir og allt hjálpast að við að skapa ógleymanlega sýningu. Kristinn Sigmundsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir i hlutverkum sínutn í óper- unni AIDA Vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins 1 dag, laugard. 21. mars hcldur Lúðra- sveit verkalýðsins sína árlegu vortón- leika. Verða þeir að þessu sinni haldnir í Langholtskirkju og hefjast kl. 17:00 (Kl. fimm síðd.). Efnisskrá er að vanda fjölbreytt, má nefna tónverkið „Finlandia" eftir Sibelius og „Consert Rondo" eftir Mozart, sem er verk fyrir hljómsveit og einleikshom. Einleikari verður Emil Friðfinnsson, sem er að ljúka einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Auk þess verða svo ýmis þckkt lúðrasveitarverk á dagskrá. Stórsveit L.V. mun á þessum tónleikum flytja nokkrar þekktar sveiflu- melódíur. Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins cr Ellert Karlsson. Formaður er Torfi Karl Antonsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis aö venju og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir í Langholtskirkju í dag kl. 17:00. Listasafn islands Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar Laugardaginn 21. mars kl. 15:00 opnar Sverrir Hermannsson í Listasafni fslands yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Sig- urðssonar listmálara. Sýningin spannar listferil hans, allt frá skólaárum og þar til á þessu ári. Á sýningunni eru alls 98 verk, olíumyndir og pastelmyndir. Sigurður fæddist 1916 á ísafirði, en fluttist ásamt foreldrum sínum til Sauðár- króks. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akurcyri 1937. Síðan hélt hann til Kapmannahafnar og innritaðist í Listaakademíuna þar sem hann var við nám á stríðsárunum 1940-'45. Er heim kom hóf Sigurður kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum. Gegndi hann því starfi allt til ársins 1980. Sigurður var í forystu fyrir myndlistarmenn um langt skeið, og var m.a. formaður FÍM 1958-’68. í tilefni sýningarinnar hefurverið gefin út vönduð sýningarskrá með fjölda mynda. í hanaritar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur grein um Sigurð, sem nefnist „Landslag í Ijósi" og birt er brot úr viðtali Hannesar Péturssonar við listamanninn úr bókinni Steinar og sterkir litir, sem kom út 1965. Einnig Itefur verið gefið út plakat í lit. Sýningin stendur til 20. apríl, og er opin virka daga kl. 13:30-16:00, en kl. 13:30-19:00 um helgar. Bíllinn 5. tbl. 1987 af tímaritinu Bíllinn er nýkomið út. Blaðið hefst með Ritstjóra- spjalli, „Góðar breytingar" nefnist það. Ökumaðurinn er lykillinn að fararheill í umferðinni nefnist viðtal við Sigurð Helgason, sem er undir yfirtitlinum „Far- arheill". Texti er eftir Þorstein G. Gunn- arsson. Sigurður Helgason er starfsmaður tryggingafélaganna í átakinu „Fararheill ’87“. Að huga meira að gæðum en magni heitir frásögn af ráðstefnu um öryggismál í umferðinni sem bifreiðatryggingafélögin héldu á Hótel Loftleiðum 12. nóv. s.l. Jón B. Gunnlaugsson skrifar um Citroen-bílinn, „Franskasti bíll sem fram- leiddur hefur verið" nefnist greinin. Þá eru fréttir af bílum, þátturinn Tæknimál, . en þar er m.a. rætt um brettakanta. Þá er viðtal við Víði Þorsteinsson tölvuforritara um bílamál fatlaðra. Hann segir frá slysinu, sem varð til þess að hann lamaðist og er bundinn hjólastól, og segir m.a. - að ef hann hefði verið í bílbelti væri ekki komið þannig fyrir honum í dag. Viðtal er við Matthías Helgason, aðal- eiganda Bílanausts, sem nýflutt er í húsnæði við Borgartún 26. Þá er kafli um „Gæðabíla" og grein um vélsleða. Skrá er í blaðinu um verð á nýjum og notuðum bílum og síðan fréttir um nýja og aukna þjónustu fyrir félagsmenn FIB. Ritstjóri er Jóhannes Tómasson en útgefandi Frjálst framtak hf.. VIKAN Á forsíðu 11. tbl. Vikunnar er mynd af Katrínu Fjeldsted, lækni og borgarfull- trúa, sem Jónína Michaelsdóttir tekur tali í „Vikuviðtali". Myndir hefur Valdís Óskarsdóttir tekið. Viðtalið heitir: Óróa- seggur eða mannúðlegur menningarpólit- íkus. Tvífætlingar við Tjörnina nefnist Ijós- myndaopna Valdísar, en næst koma tískumyndir af vordrögtum. Viðtal er við Bergþóru Árnadóttur söngkonu: Er af- skaplega jákvæð manneskja. Einnig birt- ist hér fyrsta smásaga Bergþóru: 1 tilefni dagsins. Þýddar greinar, poppsíður, matreiðsluþættir og handavinnusíður eru í þessu blaði. Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona er kynnt og birtar nokkr- ar myndir af verkum hennar. Útgefandi er Frjáls fjölmiðlun hf. en ritstjóri er Þórunn Gestsdóttir. ■ . 19. mars 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar „39,080 39,200 Sterlingspund „62,704 62,8960 Kanadadollar „29,736 29,827 Dönsk króna .. 5,6652 5,6826 Norsk króna .. 5,6445 5,6619 Sænsk króna .. 6,1034 6,1221 Finnskt mark .. 8,6999 8,7266 Franskur franki .. 6,4045 6Í4241 Belgískur franki BEC .. 1,0277 1,0309 Svissneskur franki .... „25,4676 25,5458 Hollenskt gyllini „18,8592 18,9171 Vestur-þýskt mark „21,3138 21,3793 ítölsk líra „ 0,02999 0,03008 Austurrlskur sch .. 3,0345 3,0438 Portúg. escudo „ 0,2764 0,2772 Spánskur peseti .. 0,3045 0,3054 Japanskt yen .. 0,25753 0,25832 Irskt pund „57,082 57,257 SDRþann 13.03 „49,5895 49,7418 Evrópumynt „44,2894 44,4254 Belgískur fr. fin .. 1,0217 1,0248 Samt. gengis 001-018 „291,69072 292,58520

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.