Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. mars 1987 Tíminn 3 Örn Pálsson formaður Félags smábátaeigenda: Smábátakaupendur heldur bjartsýnir „Þeir sem eru að ráðast í kaup á smábátum fyrir kannski allt upp í 7-9 milljónir held ég að séu sumir heldur bjartsýnir. Ég sé ekki fram á að þessir bátar geti borið sig jafnvel með hámarks aflaverðmæti, sem tæplega fer mikið yfir 6 milljónir á ári (rúmlega 200 tonn) og er þó miðað við tvö síðustu aflaár. Þar við bætist að menn eru misjafnlega góðir fiskimenn og ýmsir átta sig kannski ekki á því að fyrstu 1-2 árin geta farið í að læra á miðin og fiskinn og því um líkt,“ sagði Örn Pálsson, form. Félags smábátaeigenda m.a. í samtali við Tímann um þá feiknar- legu eftirspurn sem nú er eftir bátum undir 10 tonnum. í útreikningum sem gerðir hafa verið sagði Örn hafa komið fram að það verði mjög strangt að borga af svona dýrum bátum með ekki meira aflaverðmæti, ekki síst vegna þess að þau lán sem menn eiga helst kost á séu bæði dýr og til skamms tíma. Fæstir eigi væntanlega peninga til að borga þá á borðið og Fiskveiðasjóð- ur lánar ekki vegna þessara báta. Margir eigi því ekki annarra kosta völ en að fjármagna kaupin að meira eða minna leyti í gegn um fjárfest- ingafélögin, „og allir þekkja nú vext- Vegageröin: Astand vega gott miðað við veður - fært um mest allt land Ástandið verður að teljast nokk- uð gott miðað við veðrið sem geisað hefur upp á síðkastið. Að sögn Vegagerðarinnar er fært með suðurströndinni og alveg austur á Djúpavog. Austfirðirnir eru sæmi- legir, en þó tæplega fólksbíla-fært í Berufirðinum, en þess utan er þokkaleg færð á vegum á Héraði og nýbúið er að moka Fagradal og til Seyðisfjarðar. Hins vegar er Oddsskarð ófært. Sömu sögu er að segja á Vestur- landi. Vestan Heydala í Dali, eins og í Svínadal og í Gilsfirði er ekki fært fólksbílum. Hálsar eru enn ófærir. Á vegum í nágrenni Patr- eksfjarðar er þokkaleg færð. Jepp- um og stórum bílum er fært yfir Kleifaheiði og suður á Barðaströnd og sömuleiðis vegurinn yfir Hálfdán. Á norðanverðum Vestfjörðum er verið að vinna að snjómokstri, t.d. á leiðinni milli Þingeyrar og Flateyrar og sömuleiðis um Botns- heiðar. Vegurinn um Steingríms- fjarðarheiði erófær, en fært norður um Holtavörðuheiði til Akureyrar, sömuleiðis norður Strandir til Hólmavíkur. Allgóð færð er á vegum um Norðausturland .’ Fært er um vegi í Eyjafirði og í Þingeyj- arsýslum. Áð sögn Sigurðar Haukssonar hjá Vegagerðinni, virðist sem von- skuveðrið í fyrradag hafi ekki skilið jafn mikinn snjó eftir og menn hefðu getað ímyndað sér, þannig að vegir reyndust tiltölulega greið- færir. -SÓL ina á svoleiðis fjármagni," sagði Örn. Hann kvaðst t.d. nýlega hafa reiknað út dæmi hjá manni sem keypti 3 handfærarúllur með fjár- mögnunarleigu. Rúllurnar kosti 390 þúsund kr. en þegar upp verði staðið eftir 3 ár hafi maðurinn þurft að borga 520 þúsund kr. auk gengis- eða verðtryggingar. Hina miklu eftirspurn sem nú er eftir þessum bátum sagði Örn fyrst og fremst stafa af því að seljendurnir hafi að undanförnu alið á því að nú verði farið að stoppa alla nýsmíði smábáta og því sé vissara fyrir menn að fara að drífa í hlutunum. Margir gamlir sjómenn hefðu t.d. lengi haft í huga að fá sér kænu en frestað því í mörg ár. Þegar þeir heyri þetta þori þeir ekki að bíða lengur af ótta við að fá þá engan bát. Annar hópur séu svo menn sem eigi kannski 10-50 tonna báta með kvóta, sem þeir klári snemma árs og vilji þvf fásérsmábát til að hafa eithvað að gera síðari hluta ársins. Þá er Örn afar óhress með það hvernig menn komast upp með að notfæra sér mælingareglurnar þann- ig að þeir láti smíða báta sem raunverulega séu allt upp í 15-16 tonn en eru svo mældir undir 10 tonnum. Svo virðist sem menn séu nú farnir að velta fyrir sér stórútgerð smábáta. Nokkrir Suðurnesjamenn liafa rælt við skipasmíðastöðina Stálvík um smíði um 10 slíkra báta sem gerðir yrðu út af félagi sem í undirbúningi er að stofna. Miðað við þann afla sem Örn nefndi hér að framan gætu menn með þessum hætti náð í helm- ings afla góðs togara án þess að vera nokkuð bundnir af kvóta. -HEl Að gefnu til- efni vegna strands Barðans GK Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir skipverjar af Barðan- um GK 475 koma eftirfarandi á framfæri vegna strands Barðans þann 14/3 síðastliðinn. Okkur þykja blaðaskrif síðustu daga ekki gefa rétta mynd af því sem gerðist. Til að byrja með, Barðinn sigldi ekki í strand, heldur rak hann á land. Málið er það að skipstjórinn taldi sig vera á öðr- um stað en raun bar vitni. Svo einfalt er málið vegna ástæðna sem kunnar eru. Viljum við því vísa á bug ásökunum á hendur skipstjóranum um kæruleysi og klaufaskap, eins og borið hefur verið á hann í sumum blöðum. Við undirritaðir berum fullt traust til Eðvalds Eðvaldssonar sem skipstjóra og höfum flestir verið með honum til sjós í árarað- ir, þar á meðal stýrimaðurinn meira og minna síðustu 10 ár. Við treystum okkur allir fullkom- lega til að sigla undir hans stjórn um ókomna framtíð. Með vinsemd og virðingu, áhöfnin Barðanum GK 475 MK hættir samstarfi viö Félag framhaldsskóla: „Látum ekki draga okkur á asnaeyrum,<( Finnur Ingólfsson, 2. maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og Halla Eiríksdóttir, 4. maður á sama lista sjást hér á vinnustaðafundi í kaffisal Rafmagnsveitu ríkisins við Grensásveg í gær. Fór vel á með þeim og starfsmönnum Rafmagnsveitunnar, enda boðskapurinn allt annað en slæmur. - segir formaöur nemendafélagsins „Strax og kom að verkfalli kennara myndaðist pólítísk streita innan Félags framhaldsskóla," segir Haukur Guðmundsson, formaður nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi. Fulltrúar MK komust fljótt í andstöðu við stóran hluta þeirra sem móta stefnu félagsins og tóku því þá ákvörðun að draga sig í hlé úr félaginu að sinni og mæta reif til leiks á næstu önn. „í félaginu kom að því að sam- þykkt var ályktun annars vegar með 16 greiddum atkvæðum gegn 1 þar sem lýst var yfir stuðningi við kröfur kennara. Hinsvegar var samþykktur undirskriftalisti sem látinn var ganga um skóla.“ Á fimmta þúsund nemendur skrifuðu undir að þeir vildu að samningsaðilar leystu verk- fallið sem fyrst. „Þegar undirskriftalistinn var svo afhentur viðkomandi ráðherrum og aðilum fannst mér sem um nokkurs konar einleik væri að ræða, því að ekki var lesið hvað nemendur höfðu skrifað undir, heldur ályktunin, sem MK hafði verið á móti. Þar á ofan hafði þetta tækifæri sem við áttum til að koma sameiginlegum sjónarmið- um okkar á framfæri verið notað til að lýsa yfir áliti Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskóla Akur- eyrar,“ segir Haukur ennfremur. „Þegar svo bættist ofan á þetta útifundurinn á Lækjartorgi, með þeirri ræðu sem þar var flutt og sagt að ekki væri tilviljun að þrjú verkföll hefðu verið á þremur árum, að „stjórnir undanfarinna ára væru fjandsamlegar menntun" og að at- kvæðisréttur okkar kæmi sér vel núna, fannst mér komið aftan að okkur. MK tók þá þessa ákvörðun, að draga sig í hlé á friðsamlegan hátt, án þess að vera með vítur, segja sig úr félaginu eða leggja fram vantrauststillögur og með þvf sundra félaginu.“ þj Mótmæla f rumvarpi Fimmtudaginn 12. mars s.l. hclt Landssamband lögreglumanna þing sitt og sam-þykkti þingið ein- róma ályktun varðandi lífeyrismál opinberra starfsmanna. í ályktuninni segir að Landssam- band lögreglumanna mótmæli ein- dregið þeirri aðför að kjörum og réttindum opinberra starfsmanna, sem felist í frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða, sem lífeyr- isnefnd Alþýðusambandsins, Vinnu-veitendasambandsins og fleiri hafa lagt fram í endurskoðun- arnefn lífeyrismála. Lögreglumenn segja að fruin- varpiö geri ráð fyrir verulegri skerðingu á þeim réttindum sem opinberir starfsmenn hafi áunnið sér með áratuga baráttu og þurft að greiða fyrir með lakari launa- kjörum. Skorar þingið á alla launamenn landsins og samtök þeirra að hefja sókn til framfara í lífeyrismálum landsmanna og samræma lífeyris- kjör alls launafólks. - SÓL m Ég undirritaður/uð óska eftir að gerast áskrifandi að TÍMANUM. ASKRIFT TIMANUM Nafn Nafnnr. Heimili Sýsla Sími Póstnr. y Einnigertekiö viöáskriftum í síma 91-686300 liiTTliin Siðumula 15, 105 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.