Tíminn - 20.03.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 20.03.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn ■:ili!!i!|;l|i|l!!ii!!li''|i ÁRNAÐ HEILLA " 90 ára Karitas Engilráð Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum Þann 5. mars,varðvinkona mín Karitas Engilráð Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum 90 ára. - Af því tilefni langar mig til að setja nokkur orð á blað og tileinka henni í kveðju og vináttuskyni og þökk fyrir áratuga vinsemd hennar í minn garð og minna. Karitas Engilráð heitir hún fullu nafni, en meðal ættingja og vina gengur hún undir nafninu Kara, og svo mun ég nefna hana í þessum línum. Hún er fædd á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, 5. mars 1897, eins og áður segir. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin, Guðmundur Guð- mundsson, bóndi á Finnbogastöð- um, formaður á hákarlaskipum og oddviti Árneshrepps um 20 ára skeið, með fl. og kona hans Þuríður Eiríksdóttir, frá Bjargi í Miðfirði. Eiríkur faðir Þurfðar var frá Hreða- vatni og Hraunsnefi í Norðurárdal, en móðir hennar, Helga Þorleifs- dóttir, systir Þorsteins á Kjörvogi Þorleifssonar. Af börnum þeirra Finnbogastaða- hjóna, Guðmundar og Þuríðar náðu 6 fullorðinsaldri, þrír synir og þrjár dætur. Var Kara fjórða í aldursröð þeirra systkina. Yngri voru þau Guðrún Melsteð og Þorsteinn, bóndi á Finnbogastöðum, dáinn 13/1 1983. Elstur þeirra var Guðmundur Þ. skólastjóri og stofnandi skólans á Finnbogastöðum, f. 7/6 1892 d. 2/7 1938. - Hin systkinin eru nú á Akureyri í háöldruð. Finnbogastaðaheimilið bar um margt af öðrum heimilum í sveitinni. Þar voru bæjarhús stærri og reisu- legri en á öðrum bæjum og um meira að vera en víðast annarsstaðar í sveitinni. Meðal annars var hákarla- útgerð þaðan, fyrst á opnum skipum (áttæringum) en síðan á þilskipum, Voninni og Heklu, fram á þriðja áratug þessarar aldar. Var sú útgerð að nokkru sameign þeirra bræðr- anna Finnboga og Magnúsar, föður- bræðra þeirra systkina. - Engu síður kom það til að þau Finnbogastaða- systkinin báru snemma með sér þá reisn í framkomu að eftirtekt vakti. Þeir bræðurnir, Guðmundur Þ. og Þórarinn höfðu báðir leitað sér menntunar, Guðmundur á Kennara- skólanum og Þórarinn á búnaðar- skólanum á Hólum. Báðir völdust þeir í forustusveit ungra manna í hreppnum og höfðu nýjungar á prjónunum hver á sínu sviði og mörkuð spor sem ekki gleymst. Það sama var um þær systurnar. Þær voru um margt framar sínum stall- systrum svo að nokkra eftirtekt vakti bæði heima og á mannafundum þar sem ungt fólk kom saman til leikja, og þá ekki síður við kirkju á messu- dögum. Þau systkinin stóðu í farar- broddi við kirkjusöng þar sem stall- bræður og stallsystur hliðruðu sér heldur við þátttöku. Öll lærðu þau að spila á hljóðfæri, orgel, og var Guðmundur Þ. organleikari kirkj- unnar frá ungum aldri og Þórarinn varamaður hans þegar svo bar undir. Við því starfi tók svo systir þeirra Guðfinna og hafði á hendi um margra ára skeið. Ekki var um auð að ræða á Finnbogastöðum. Þar eins og ann- arsstaðar, á þeim árum, varð hver og einn að verja sér öllum til öflunar brýnustu lífsnauðsynja og sýna sjálfsafneitun langana sinna til gæða lífsins, en áttu þó bjarta og gleðiríka æskudaga, sem bjarma slær á fram í háa elli. Ung að árum varð Kara þekkt að dugnaði og gekk að verki til jafns við bræður sína og aðra karlmenn þegar þörf var á. „Þú hefðir átt að vera strákur Kara mín“ voru viðurkenn- ingarorð Guðmundar Magnússonar, afa hennar um dugnað hennar. Ung fór hún að ganga að slætti á sumrin og skilaði síst minna dagsverki en karlmaður. Þeirri iðju hélt hún langt frameftir aldri, eða þar til véitæknin var komin svo til sögunnar að nánast heyrði undir forneskju að slá gras með því lagi. Svo vel féll henni það starf að mér er næst að halda að hún hafi ekki fyllilega sætt sig við að vera dæmd úr leik. Lengi sló hún þó kringum hús og skanka, sem urðu útundan við vélslátt. Þótti ljótt að sjá það ónytjað. Þegar þær systur voru að verða fullorðnar stúlkur voru kvenna- skólarnir að ryðja sér til rúms. Það var þá draumur margra ungra meyja að komast á kvennaskóla og afla sér þar lærdóms, sem hverri konu kom að haldi í væntanlegu hlutverki sínu og lífsstarfi. En erfiðleikar gátu verið á að láta þann draum rætast sökum skorts á peningum til að leggja út fyrir þeim kostnaði. Því urðu margar mætar stúlkur að leggja þann draum á hilluna, en leita í þess stað vista á góðum heimilum í sveit og kaupstað til að bæta úr með þeim hætti. Sá draumur bjó þeim Finn- bogastaðasystrum í brjósti, en þrátt fyrir lítil efni tókst þeim að láta hann rætast og komast í Kvennaskólann í Reykjavík. Þætti mér ekki ólíklegt að þær hefðu notið afa síns, að einhverju leyti, í þeim efnum. Mér er minnisstætt þegar Kara var að undirbúa för sína suður á Kvennaskólann. Ég var þá viðloð- andi á Finnbogastöðum, kom þang- að sem smali 12 ára. - Það var um hávetur. Engar samgöngur voru þá og því ekki nema um tvennt að gera, að sitja heima og verða af skólanum, eða leggja land undir fót þó leiðin væri löng, dagar stuttir, í byrjun janúar, snjór á jörð og færi misjafnt. En það átti ekki við Köru að setja það fyrir sig. Hún bjó sig hiklaus og ákveðin undir ferðina, saumaði sér ferðafatnað við hæfi í þá erfiðu ferð, sem fyrir lá. Lagði síðan land undir fót í samfylgd með Þórarni bróður sínum sem þá var að fara til Hóla, inn alla Strandasýslu til Hrútafjarð- ar. Þar skildu leiðir. Hann hélt austur til Hóla en hún suðuryfir Holtavörðuheiði sem leið liggur til Reykjavíkur. - Það var ekki lítið lagt fyrir unga stúlku sem ekki hafði áður að heiman farið, að leggja í svo langa og stranga ferð um hávetur í misjöfnu veðri. En Köru brást hvorki áræði eða þrek til að komast þessa löngu leið klakklaust. Þó fólk væri þá vant ferðum fótgangandi held ég að mörg stúlkan hefði hikað við slíka ferð, en það var ekki Köru líkt að setja það fyrir sig. - Ég dreg þennan atburð fram úr minningu minni sem tákn, því segja má að sömu viðbrögð og dugnaður hafi einkennt hana alla tíð. Aræði, kapp og dugnaður hefur verið hennar aðalsmerki: - Að loknu námi kom hún heim og gekk að störfum sem áður. Árin 1921-1926 var hún ráðs- kona hjá bræðrum sínum meðan þeir bjuggu í Reykjarfirði. Þegar Þórarinn bróðir hennar gerðist bú- stjóri, 1929, sandgræðslunnar í Gunnarsholti fluttist hún með hon- um suður og var ráðskona hjá hon- um næstu árin. Þaðan lá leið hennar til Akureyrar og þar hefur hún átt heima óslitið síðan. Þar hefur hún lagt gjörva hönd á margt, en aðal- starf hennar hefur verið við sauma- skap á Saumastofu KEA og annars- staðar. Veit ég að sami dugnaður og heiðarleiki í starfi hefur fylgt henni þar sem annarsstaðar. Minnist ég þess, sem vinur minn, Sigmundur frá Melum sagði, er hann minntist hennar á merkum afmælisdegi hennar; að henni hefði látið jafn vel fínn saumaskapur hefðarklæða og hversdagsfatnaðar. Á Akureyri hafði hún Iengstum, ef ekki alltaf, heimili hjá systur sinni, Guðrúnu Melsteð og manni hennar, Eggert Melsteð, meðan hann lifði. Og enn búa þær saman systurnar. Um Köru má með sanni segja, að hún sé eins og tröllin trygg. Enginn er svikin á vináttu hennar. Það hafa fleiri en ég reynt. Hún tók miklu ástfóstri við systurbörn sín, sýndi þeim umönnun og kærleika og fórn- aði sér fyrir þau. Systursonur hennar, Grétar átti í veikleika sínum þar þann hauk í horni, sem aldrei brást hvað sem yfir gekk. Sú sama umhyggja færðist yfir á börn hans þegar þau komu til og hefur verið St. Jósefsspítali Landakoti Ársstaða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. júlí 1987. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Umsóknir meö upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirvalda lyflækningadeildar. Reykjavík 17. mars 1987. Laust embætti sem forseti íslands veitir Við læknadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar prófessorsemb- ætti í augnsjúkdómafræði. Prófessorinn mun fá starfsaðstöðu við St. Jósefsspítala, Landakoti. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. mars 1987. þeim ómetanlegur styrkur. Veit ég að þau unna henni og þakka alla þá umönnun og ástúð, sem hún hefur veitt þeim af heilum hug og heitu hjarta. Vissan um það er nú hennar mesta gleði á ævikvöldinu þegar kraftarnir eru á þrotum og litið er yfir farinn veg. Þó það ætti ekki fyrir henni að liggja, að eiga heima á Finnboga- stöðum þá hefur hugur hennar og starfsþrá verið bundin æskuheimil- inu og foreldraranni, og það notið þess í ríkum mæli. Á hverju sumri kom hún heim að Finnbogastöðum og gekk að heyskap og öðrum verk- um með bróður sínum, Þorsteini, og fyrir hann. - Það munaði um minna en handtökin hennar Köru. Þeirra var gott að njóta og kom sér vel meðan allt varð að vinna með hand- verkfærum áður en vélar og tæki komu til sögu. Þessu hélt hún fram meðan heilsa og kraftar leyfðu. Og heim kom hún þó um styttri tíma væri að ræða framyfir áttræðisaldur og naut þess að vera heima og fylgjast með því sem var að gerast. - Það var haft á orði, þar og eins meðal okkar nágrannanna, að sumarið væri í raun og veru ekki komið fyrr en Kara var komin heim. Ég varð þess aðnjótandi sem krakki innan við fermingu, að hlotn- ast vinátta Köru minnar, eins og ég oftast nefni hana. Sú vinátta hefur haldist milli okkar gegnum fullorð- insárin, og elli kerlingu hefur ekki tekist að breyta þar um. Þar kemur meira til trölla tryggð hennar, en verðleikar mínir. Fyrir þá vináttu, sem hún hefur sýnt mér og minni fjölskyldu, er ég óumræðilega þakk- látur og færi henni þær þakkir með íátæklegum orðum á þessu stóra afmæli hennar. - Ég minnist fjöl- margra ánægjustunda frá samfund- um okkar og spjalli í gamni og alvöru á liðnum árum. Seint gleymi ég þeirri fagnaðarkennd, sem um mig fór, þegar svo bar til að ég var fáliðaður og seinn fyrir með upp- rakstur á heyi, þegar ég sá Finnboga- staðafólkið, Steina, Pálínu o.fl. með Köru í broddi fylkingar koma mér til hjálpar. Þar naut ég þess sem oftar, að stutt er milli bæjanna. Þess var gott að njóta. Þá var ekki ónýtt að eiga hana að, ef til mannfagnaðar kom og skyndi- lega þurfti til að taka. Alltaf var hún reiðubúin til hjálpar og hafði þá forustu um undirbúning. Hún vissi hvers við þurfti og kunni lag á því að allt færi sómasamlega úr hendi. Engu var að kvíða þegar liðsinni hennar var fengið. Svo sem eðlilegt er með svo há- aldraða manneskju er Kara farin að Föstudagur 20. mars 1987 láta mikið undan. Hún hefur búið við hjartabilun mörg síðustu árin og orðið að hafa hægt um sig, en þó reynt að verða vinum sínum og vandamönnum að því liði er hún megnar. Segja má að hún hafi lagt upp árar og bíði þess að „bát hennar“ beri í lendingu. Hún þarf ekki að kvíða landtökunni. Það var siður á Finnbogastöðum að taka á móti bát í lendingu hver sem áhöfnin var. Ég vona að sá siður sé engu síðu’r ræktur í þeirri lendingu, sem hana ber að, hjálparhendur verði þar til staðar og kippi fari hennar farsæl-' lega á land þegar þar að kemur. Veit ég líka að hún bfður þess ókvíðin. Að lokum langar mig að segja frá atviki, sem Kara trúði mér fyrir sem einkamáli. - Þegar Kara fór fyrst að heiman úr föðurgarði kvaddi faðir hennar hana með svofelldum orðum: „Þú ert nú að fara að heim- an dóttir mín. Fátækur er ég og ekki get ég gefið þér farareyri, sem þér komi að gagni. En eitt hefi ég og móðir þín gefið þér. Við höfum gefið þér nafn. Það nafn fylgir þér hvar sem leiðir þínar liggja. Nú er það þitt hverju það nafn tengist. Undir þér sjálfri og manndómi þín- um verður það komið. Ég treysti þér til að gæta þeirrar gjafar. Og vertu svo Guði falin barnið mitt.“ Mér hefur oft orðið hugsað til þessara gullfallegu kveðjuorða og fundist þau geta átt erindi til fleiri en hinnar ungu stúlku, sem þau voru töluð til. Ég veit að Karageymdi þau eins og dýrmætan fjársjóð í huga og sál sinni, og þau hafa verið sem ljós á lífsvegi hennar, og borið ávöxt. Það er stutt á milli bæjanna, Finnbogastaða og Bæjar. - Aðeins örskot, eins og segir í sögu Finnboga ramma. Bær, það býli, sem hefur verið mitt „heima“ í nær 60 ár er þar sem ör Finnboga kom niður og hann lét byggja kirkju sína og fornleifar segja til um. Góð tengsl hafa haldist í milli þann tíma. Margir áttu sinn þátt í því. Þáttur Köru minnar í því var ærinn, eins og ég hefi verið að leitast við að rekja í þessari afmælis- kveðju minni til hins níræða afmælis- barns, sem með heiðríkju í huga lítur yfir farinn veg. Þau tengsl eru ekki líkleg til að rofna, því þangað sótti Hjalti minn konu sína Guðbjörgu, bróðurdóttur hennar. Þess njótum við hjónin nú í elli okkar. Fyrir mína hönd, konu minnar og barna þakka ég henni af alhug og bið henni blessunar Guðs þann tíma, sem hún á eftir að dvelja meðal vina (og vandamanna. og um eilífð. Með vinar kveðju, Guðmundur P. Valgeirsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.