Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 10
Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg26 641195 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883 Sandgerði JónasG. Jónsson Klapparstíg 4 92-7641 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-7740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu43 Ólafsvík Guðný H. Árnadóttir Grundarbraut24 93-6131 Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629 isafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bíldudalur ToneSolbakk Tjarnarbraut 1 94-2268 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbrautö 95-3132 Hvammstangi BaldurJessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður FriðfinnaSimonardóttir Aðalgötu21 96-71208 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson 96-25016 Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavík ÆvarÁkason Garðarsbraut45 96-41853 Kópasker Þóra Hjördís Pétursdóttir Duggugerði9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Sigríður K. Júlíusdóttir Botnahlið28 97-2365 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiöarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Ingvar Júliusson Túngata11B 97-6190 Fáskrúösfjörður JóhannaEiríksdóttir Hlíðargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194 Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni7 99-3961 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198 Stokkseyri Steinar Hjaltason Heiðarbrún 22 99-3483 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vík PéturHalldórsson Sunnubraut 5 99-7124 Vestmannaeyjar ÁsdísGísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419 Tíminn I • l II m DJÚÐVILIINN S. 686300 S. 681866 Blaðburður BESTA TRIMMIÐ og borgar LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: Tangahverfi Mosfellssveit Hafðu samband við okkur {'IWÍW Síðumúla 15 ‘S 68 63 00 VÉLSLEÐAMENN! Allar viðgerðir og stillingar á vélsleðum. Kerti, olíur o.fl. Tangarhöföa 7 130 Rvk Sími 681135 Sveitavinna Ungur maður óskar eftir sveitavinnu sem fyrst. Er vanur. Upplýsingar í síma 32777 eftir kl. 18.00 á kvöldin. 10 Tíminn Föstudagur 20. mars 1987 VETTVANGUR llllll Gamall hundur fer í verkfall í verkf aU *S (a« ‘ vetkí*" I | ™,""u “JSití E&* 1 Hcldot nttnnc 1 .etbUU ‘ belot kcnnata 1 iTSZ ***?$£ Tóp” on>“'tui* M“ I bari«u Borgum tyn' unninn tima Vlndtmuöót ct^, ,au(1 UtltU'l'',,um.rt.ióí - A fn‘"uft“finuftif. pennan I-----'TTrTMmyndu mín- íyn' unn,n"‘tr^sem ekki huga a& aðatUun þmn verfta vefu'«&- endurmcnntun unmnn .ima^ lenftju yJJ he{ðu hug * »ð Kennararsemek {englö tít endutmennia «8 * einhvet)u vinnuísumtmfJfi^ndut^Sj"1: sem hu*u J* cíit Kcnnutum kost 4 sagt væn a» 4Í cn um »e.ö setia á eítitnt p tlma Botrikw»»‘»,ísihí*,n‘ • ('“Í?,p,Sc,cif|"‘» JSSS&íia* ,u„«m.cm , loti'an 1'" , .. peitcttibun- em..e*”ll'h“” ”l lyttt 1 i, *0 k"“* natntcín.ó ___.i.uio um. kum -,Afin Síðastliðinn föstudag birtist í þessu blaði grein með yfirskriftinni „Uppalendur fara í verkfall". Greinin er undirrituð með skamm- stöfuninni ES. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum er ES einn af fréttastjórum Tímans. Þess vegna mætti túlka grein hans sem afstöðu Tímans til kennarastéttarinnar og þeirra átaka sem nú standa yfir milli ríkisvaldsins og Hins íslenskra kennarafélags. Af samræðum sem ég hef átt við ritstjóra blaðsins, Níels Árna Lund, másem beturfer marka að svo er ekki. Níels Árni hefur í mín eyru harmað umrædda grein. Grein ES fjallar um kennara, kjör þeirra og verkfall HÍK. Greinin er atvinnurógur af verstu gerð. ES hefur ekki gert sér far um að kynna sér málin heldur lætur hann for- dóma og fávisku ráða ferðinni. Gefum ES orðið: „Undirritaður er þeirrar skoðun- ar að sjálfsagt sé að hækka laun kennara en það verður að gera á raunhæfan hátt.“ (ieturbreytingar H.G.) Hvað ES á við með „raunhæfan hátt“ skýrir hann ekki og er það í stíl við annað í grein hans. Ætla má að ES sé ekki kunnugt um það að HÍK hefur verkfallsrétt og að við boðuðum til verkfalls vegna þess að ríkið virti ekki kröfur okkar sem skyldi. Hvað sem þessu líður telur ES „sjálfsagt að hækka laun“ okkar. Samt bregður hann síðar í grein- inni upp fyrirsögninni „Betri kennsla með hærra kaupi?“ og svarar að bragði: „Það held ég ekki.“ Ég verð að játa að þótt að ég sé „gamall hundur“ í kennarastétt (svo ég noti orð fréttastjórans), þá skil ég ekki almennilega hvert ES er að fara. Ef hann trúir því að hærra kaup skipti annaðhvort engu máli varðandi gæði kennslunnar eða jafnvel rýri hana, hvers vegna telur hann þá „sjálfsagt að hækka laun kennara“? Næst víkur ES að margumræddu sumarleyfi kennara. „Hinn dæmi- gerði kennari fær frí í fjóra mánuði á ári“ (leturbreyting H.G.). Ekki veit ég hvaðan fréttastjórinn hefur þessar upplýsingar. Fyrst datt mér í hug að heimild hans hefði verið fræg ræða Alberts Guðmundssonar þá er hann var fjármálaráðherra og býsnaðist yfirfrekjugangi kennara- stéttarinnar. Við nánari athugun komst ég að því að svo gat ekki verið því jafnvel Albert var ekki svona fáfróður um samninga kenn- arastéttarinnar og ríkisins. Með fullri virðingu fyrir stétt blaða- manna neyðist ég til að varpa fram þeirri fullyrðingu að einn úr þeirra hópi, sem sé umræddur fréttastjóri Tímans, sé svo skyni skroppinn að hann áttar sig ekki á því, að júní, júli og ágúst eru þrír mánuðir en ekki fjórir! Og hvað erum við kennarar að „dandalast“ á sumrin að mati fréttastjórans? ES segir: „Þennan tíma eiga kennarar að nota til endurmenntunar..(leturbreyt- ing H.G.) Hvaðan í ósköpunum hefur ES þessa vitneskju? Ekki stendur þetta í sérkjarasamningum Hins íslenska kennarafélags. Hef ég kannski misskilið ES? Er hann að segja við mig og mína líka, að við eigum að fara á námskeið af því að honum finnst að við eigum að fara á námskeið? Var einhver að tala um þörf á endurmenntun? Mér þykir rétt að upplýsa hinn almcnna lesanda Tímans um það að endurmenntunarnámskeið þau sem staðið hafa framhaldsskóla- kennurum til boða, hafa í flestum tilvikum verið haldin að frumkvæði kennaranna sjálfra og að margir þeirra hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa þessi námskeið. Á sama tíma og ýmis fyrirtæki og einstakl- ingar taka tugi þúsunda fyrir að undirbúa námskeið af ýmsu tagi hafa kennarar ekki þegið krónu fyrir þetta framlag sitt enda er ekki stoð fyrir slíku í kjarasamningum. Einnig má upplýsa það að þessi námskeið hafa í flestum tilvikum verið mjög vel sótt þó það standi hvergi að kennarar eigi að sækja þau. Meira að segja „gömlu hund- amir“ hafa komið, já og verið með í undirbúningnum og haft gagn og gaman að. Hvort sem ES trúir því eður ei: Kennarar hafa almennt mikinn áhuga á endurmenntun enda finna þeir meiri tilgang og ánægju í starfi sínu eftir því sem þeim vex sjálfum ásmegin í þroska og þekkingu. Á hinn bóginn skal ei dregið í efa að það eru misjafnir sauðir í kennarastétt. Allar stéttir þurfa að glíma við heimsku, fá- fræði og fordóma innan eigin raða. Þetta er slæmt þegar kennarastétt á í hlut vegna þess að henni er falið mikilvægt uppeldishlutverk en þetta er ekki síður slæmt þegar blaðamannastéttin á í hlut því hún á líka mikinn þátt í því að móta viðhorf fólks. Eða finnst þér, les- andi góður, eftirfarandi þankar ES til þess fallnir að auka virðingu blaðamannastéttarinnar? „Einhverjir kennarar notfæra sér sjálfsagt þennan tíma til þeirra hluta sem hann er ætlaður. Hins vegar læöist sá grunur að undirrit- uðum að þeir séu fleiri sem ekki notfæra sér hann, heldur leiti uppi vel borgaða vinnu og eyði þar tíma sínum í stað þess að sækja nám- skeið og liggja yfir fræðibókum.“ (Leturbreytingar H.G.) Auðvitað er fólki frjálst að hafa grun um alla skapaða hluti. Líka fréttastjóranum. Hins vegar er það allt annað mál að festa þennan grun á blað og birta hann almenn- ingi. Einkum þegar inntakgrunsins er soraleg vanvirðing við heila starfsstétt manna. Látum vera þó svona lagað birtist í lesendadálki dagblaðs. Miklu verra er það þegar blaðamaður stendur fyrir slíkum óþverra, einkum þegar sá hinn sami er í stöðu fréttastjóra því þá hefur hann meiri ábyrgð en undir- sátarnir. Samkvæmt sérkjarasamningum HÍK er vinnutími kennara í fullu starfi 40 klukkustundir á viku til jafnaðar yfir árið. Kennari innir þennan tíma af hendi með 28 klukkustunda viðveru í skólanum á viku hverri, 20 klukkustundum og 26 mín. vegna undirbúnings undir kennslu á viku og 153 klukkustund- um utan árlegs starfstíma til að undirbúa kennslu næsta námsárs. Langflestir kennarar vinna miklu meir en það sem telst vera fullt starf. Kennsluskylda kennara í HÍK er 26 kennslustundir á viku miðað við fullt starf. Algengt er að menn kenni yfir 30 kennslustundir. Ekki nóg með það. Um heimingur kennara í HÍK stundar aðra vinnu en kennslu. Hvers vegna? Er það vegna þess að í kennarastétt hefur valist fólk sem er fégráðugra en gerist og gengur? Er þetta skoðun ES? ES gefur einmitt í skyn að kennarar séu eilíft að moka inn peningum með alls kyns auka- vinnu. „í stað þess að sækja nám- skeið og liggja yfir fræðibókum.“ Ef kennsla er soddan „seðlabanki" eins og ES gefur í skyn, hvemig má þá skýra að fólk flýr þennan „banka“ í svo ríkum mæli að til auðnar horfir í skólum landsins? Það er til fólk sem ekki tekur mark á upplýsingum af því tagi sem koma fram í klausunni hér næst á undan. Meira að segja fólk sem hefur vermt ráðherrastóla. Þetta fólk þykist vita betur. Þetta fólk virðist gagntekið af tortryggni um náungann og leyfir sér jafnvel að úthúða heilli starfsstétt. Stund- um ratar þetta fólk í þá ógæfu að opinbera hug sinn, opna gáttir sálartetursins sem líður svo fjand- ans illa yfir því að aðrir eru einatt að svíkjast um. Það kemur óþefur út um soddan gáttir. Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að vitna meir í grein ES. Ég get þó ekki stillt mig um að gefa lesendum örlítinn ábæti. „Margir af þeim kennurum sem eru í forsvari í kjarabaráttunni eru „gamlir hundar“. Þeir eru búnir að koma sér vel fyrir í sínum kennslu- stofum, kunna námsefnið utan bókar, nota gömlu prófin reglulega og vinnutíminn gengur þægilega fyrir sig. Myndu þeir rífa sig upp úr værðinni fyrir fimm þúsund króna hækkun á mánuði, eða þyrfti tíu þúsund krónur til þess?“ Ég vona bara fyrir hönd kenn- arastéttarinnar og nemenda að ES taki ekki upp á því að afla sér kennararéttinda. Ég er „£amall hundur“ í kenn- arastétt. Eg er líka einn af þeim sem er í forsvari í kjarabaráttunni. Ég er í verkfallsstjórn. Ég er stoltur yfir því að félagar mínir skuli fela mér trúnaðarstarf. Ég er stoltur yfir því að vera þátttakandi í baráttu sem hefur það að megin- markmiði að hindra upplausn kennarastéttarinnar og stuðla að bættu skólastarfi í framtíðinni. Hafþór Guðjónsson, Kennari. Vegna þeirra orða greinarhöfund- ar að undirritaður hafi harmað grein E.S. sem vitnað er til í meðfylgjandi grein vil ég taka það fram að E.S. skrífaði grein sína á eigin ábyrgð. Ég sagðist harma ef hún væri skilin sem stefna blaðsins en gaf ekki upp frekari skoðanir mínar á efni greinarínnar. Níels Árni Lund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.