Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT — Sendimenn Am- ins Gemayel Líbanonsforseta flugu til Damascus til frekari viöræðna um breytingar á stjórnarskrá Líbanons. Breyt- ingarnar yröu þáttur í að reyna að binda enda á borgarastríðið í landinu sem staðið hefur í tólf ár. BAGUIO, Filippseyjar - Embættismenn innan hersins á Filippseyjum lofuðu ná- kvæmri rannsókn á sprengjutil- ræðinu í herskóla landsins sem varð fjórum mönnum að bana og slasaði um fjörutíu aðra. Sögur voru á kreiki um að óánægðir hermenn hefðu komið sprengjunni fyrir en ríkisfréttastofan hafði eftir blaðafulltrúa Corazonar Aq- uino forseta að sprengjan hefði verið gerð úr sovéskum eld- flaugum sem væru ekki til í vopnabúri hersins. BELGRAD — Ný verkföll og aukin gagnrýni króatískra verkalýðsforingja á umdeilda ákvörðun ríkisstjórnarinnarum að frysta laun sannaði að ó- ánægja er enn mikil meðal launþega í landinu. RÓM — Líkumar á að þing- kosningar verði haldnar innan tíðar á Ítalíu jukust eftir að Sósíalistaflokkurinn hafnaðitil- lögum um leiðir út úr stjórn- málakreppunni. JERÚSALEM — Símon Peres utanríkisráðherra ísra- els sagði að þrír ísraelskir stjórnarerindrekar, sem allir tengdust Pollard njósna- hneykslinu í Bandaríkjunum, myndu mæta fyrir sórstaka rannsóknarnefnd í ísrael. DJIBOUTI — Sprengja sem sprakk á kaffistað í Djibouti, höfuðborg Chad, banaði ellefu mönnum, þar á meðal nokkr- um Frökkum og Vestur-Þjóð- verjum. VARSJÁ — Pólsk verka- lýðssamtök vöruðu ríkisstjórn- ina við að þau myndu jafnvel styðja verkföll ef stjórnin gripi til þess ráðs að hækka vöru- verð of mikið. Föstudagur 20. mars 1987v ÚTLÖND Jimmy Carter í Egyptalandi: Forsetinn fyrrverandi vill enn leika hlutverk í friðarviðræðum Kairó-Reuter Jimmy Carter fyrrum forscti Bandaríkjtinna, sem aðstoðaði viö að koma á friði milli ísraels og Egyptalands fyrir níu árum, hvatti í gær stjórnina í Washington til að láta mcira að sér kvcða í friðarum- ræðum í Mið-Austurlöndum. Cartcr sagði að hann gæti jafnvel enn komið einhvcrju til leiðar í þcssum málum. Camp David friðarsamkomulagið milli ísraelsmanna og Egypta frá árinu 1978 var gert að undirlagi Carters og einnig friðarsáttmálinn milli þjóðanna árið 1979. Forsetinn fyrrverandi cr enn kominn til ríkj- anna fyrir botni Miðjarðarhafsins og álti hann fund mcð Hosni Mubarak forseti Egyptalands í gær. Hcimsókn Carters hófst annars í Alsír, þaðan kom hann til Egyptalands og mun einnig halda í fcrð til Jórdaníu, Sýrlands og Israels áður en hann snýr til Bandaríkjanna. Carter. átti cinnig fundi með bandarískum viðskiptamönnum í Kairó í gær og þar gagnrýndi hann stjórn Rcagans Bandaríkjaforseta fyrir að sýna friðarmálefnum fyrir botni Miðjarðarhafs of lítinn áhuga. Hann kvað það nauðsynlegt að stjórnin í Washington tæki þátt í friðarumleitunum ef árangurætti að nást. Carter, forseti á árunum 1977 til 1980, tók fram að hann ferðaðist sem almennur borgari en sagði þó að liann myndi gefa ráðamönnum í Bandaríkjunum skýrslu um för sína þegar heim kæmi. Ferð Cartcrs gæti átt cftir að auka líkurnar á friðarráðstefnu í Mið- Austurlöndum. Þær líkur jukust nokkuð í byrjun vikunnar þegar Yasser Arafat sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að fulltrúar Palestínumanna á slíkri ráðstefnu þyrftu ekki endilega að vera ent- bættismenn Frelsishreyfingar Palest- ínumanna (PLO). Bæði ísraelsmenn og Bandaríkjamenn hafa neitað að ræða við slíka fulltrúa. Stjórnir bæði Egyptalands og Jór- daníu liafa stutt hugmyndir um al- þjóðlega friðarráöstcfnu en ráða- menn í ísracl cru sundraðir í afstöð- unni til hennar, Símon Pcres utan- ríkisráðherra styður hugmyndina en Yitzhak Shamir forsætisráðherra er á móti henni. Söguleg stund innan söfnuöar Ensku biskupa- kirkjunnar á Englandi: Kvenprestur gaf saman hjónakorn Jórvík-Reuter Framkvæmdastjóri pizzustaðar og þjónustustúlka á hóteli giftu sig í vikunni í kirkju innan söfnuðar Ensku biskupakirkj- unnar. Hjónabandsvígslan var söguleg vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sent kvenprestur gefur hjónakorn saman innan þessarar kirkjudeildar í Englandi. Díakonissan eða safnaðarsyst- irin Sylvia Mutch var vígð til prests fyrr í þessum mánuði í dómkirkjunni mikilfenglegu í Jórvík á Noröur- Englandi. Það var einmitt hún sent sá urn áður- nefnda hjónavígslu sem fram fór í kirkjunni í smáþorpinu Clifton, í grennd við Jórvík. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona sér um slíka vígslu á Englandi en reyndar hafa kven- prestar innan Ensku biskupa- kirkjunnar í Kanada og Banda- ríkjunum gefið fólk saman. Jiminy Carter fyrrum Bandaríkjaforseti: Enn í málamiðlunum. Tékkóslóvakía: ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bercisson BLAÐAMAÐUR., Hugað að endurbótum í anda Gorbatsjovs Vínarburg-Reutcr Gústaf Húsak forseti Tékkósló- vakíu sagði í vikunni að landsmenn hans myndu taka upp sovéska um- bótastefnu á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Stjórnarfarið í Tékkóslóvakíu er eitt það íhaldsam- asta í kommúnistaríkjunum austan járntjalds. Húsak lofaði í ræöu sem hann hélt á fundi miöstjórnar kommúnista- flokksins að miklar breytingar yrðu gerðar á efnahagsstjórnun landsins. Ítalía: Mafíósi dregur vitnisburð sinn til baka Mílanó - Reuter Italskur mafíuforingi og höfuð- vitni í réttarhöldum yfir 115 mönn- um sem grunaðir eru um að vera meðlimir glæpahópa í borginni Mílanó dró í gær allan vitnisburð þann sem hann hafði látið lögregl- unni í té til baka. Þetta var haft eftir embættismönnum dómstóla í gær. Angeló Epaminonda er sakaður um að vera höfuð mafíuhóps í Mílanó þar sem barátta glæpahópa um stjórn á eiturlyfjasölu og samn- ingum um byggingarverkefni olli dauða 44 manna á árunum ntilli 1974 til 1984. Hinir ákærðu utan Epaminonda áttu yfir höfði sér samtals 301 ákæru, flestar byggðar á framburði mafíuforingjans. Eiturlyfjasala, tilraun til morðs og morð voru meðal ákæruatriðanna. Réttarhöldin hófust fyrir þremur vikum en í gær notfærði Epamin- onda sér rétt sinn til að draga til baka vitnisburð sinn til lögreglunn- ar. Sagði hann vitnisburðinn allan vera „ímyndanir“ vegna fráhvarfs- einkenna af eiturlyfjanotkun. Epaminonda viðurkenndi að hafa stjórnað mafíuhóp og selt kókaín en ekki hafa komið nálægt morðum né nokkuð vita hver hafi framið þau. Réttarhöldunum hefur verið frestað fram á mánudag. Ræða hins 74 ára gamla Húsaks kom nú þrcmur vikum fyrir áætlaða heimsókn Mikhail Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga til Prag. Húsak sagði að kommúnistaflokk- urinn yrði að huga að endurbótum í lýðræðisátt, endurbótum sem Gor- batsjov hefur lagt til að teknar verði upp í Sovétríkjunum. Má þar nefna leynilegar atkvæðagreiðslur er kosið er í embætti innan kommúnista- flokksins svo og aukna upplýsinga- miðlun. „Viö viljum að fólk viti hvað er að gerast í landi okkar, hvað er ákveðið og hvernig það er ákveðið,“ sagði leiðtoginn óg neitaði fréttum að vestan um að ráðamenn í Tékkó- slóvakíu væru sundraðir í afstöðunni til umbótastefnu Gorbatsjovs. Yfirlýsingar ráðamanna í Tékkó- slóvakíu á þessu ári hafa þó bent til að allt annað en einhugur ríki um hvernig á að mæta tiilögum Sovét- Ieiðtogans um opnara þjóðfélag er leiði til árangursríkari efnahags- stefnu. Lubomir Strougal forsætis- ráðherra landsins hefur fagnað til- lögununr en harðlínumenn á borð við hugmyndafræðinginn Vasil Bilak hafa mætt þeim nreð mikilli varúð. Það er kannski ekki furða að tékkncskir ráðamenn viti ekki alveg hvernig á að bregðast við endurbóta- áformum frá Sovétríkjunum. Flestir þeirra voru nefnilega settir í valda- stóla eftir að Varsjáríkin gerðu inn- rás í landið árið 1968 og börðu niður frjálsræðisbylgjuna á Pragvorinu svokallaða. Gústaf Húsak leiðtogi Tékkóslóvakíu: Breytingar í frjálsræðisátt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.