Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 9
Föstudaqur 20. mars 1987
Tíminn 9.
VETTVANGUR
Varaflugvöllur
við Sauðárkrók
Vegna skrifa Kristmundar
Bjarnasonar um lengingu Sauðár-
króksflugvallar telur Bæjarstjórn
Sauðárkróks rétt að óska birtingar
á meðfylgjandi greinargerð, sem
dreift var á fundi með eigendum og
umráðamönnum lands á friðlandi
Miklavatns og Skóga þann 2. febr.
sl.
Rétt er að taka fram, að bæjar-
stjórn stóð einhuga að greinargerð-
inni.
Greinargerð
Vegna yfirlýsingar, sem bæjar-
stjórn Sauðárkróks hefur borist frá
eigendum og umráðamönnum
lands á friðlandi Miklavatns og
Skóga, telur bæjarstjórn rétt að
eftirfarandi komi fram.
Nú um nokkurra ára skeið hefur
umræða um nauðsyn á byggingu
varaflugvallar hér á landi verið í
gangi.
Hefur áhugi flugmáiayfirvalda
beinst að byggingu varaflugvallar
við Sauðárkrók, fremur en öðrum
stöðum sem athugaðir hafa verið.
Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur
verið því algerlega sammála, að
stuðla að því eftir fremsta megni,
að umræddum varaflugvelli yrði
valinn staður við Sauðárkrók.
Þessi afstaða byggist m.a. á því,
að með byggingu og rekstri slíks
flugvallar sköpuðust hér ný
atvinnutækifæri vegna starfa við
flugvöllinn og einnig opnuðust
möguleikar fyrir aðra atvinnustarf-
semi í beinum tengslum við flug-
völlinn, s.s. útflutning á ferskum
fiski héðan af Norðurlandi, laxa-
seiðum og öðrum afurðum laxeld-
isstöðva o.fl. Einnig má benda á,
að í framtíðinni gæti skapast mögu-
leiki á að koma hér upp tollfrjálsu
iðnaðarsvæði. Með tilliti til at-
vinnuástands í landbúnaði og þess
samdráttar, sem fyrirsjáanlegur er
í þéttbýlinu, sem byggir afkomu
sína að verulegu leyti á úrvinnslu
landbúnaðarafurða og þjónustu
við sveitirnar, hlýtur að verða að
leita allra leiða til að skapa ný
atvinnutækifæri.
Þá er rétt að fram komi, að
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hef-
ur lýst eindregnum stuðningi við
hugmyndina um byggingu vara-
flugvallar.
Vegna áhuga bæjaryfirvalda á
Sauðárkróki á því, að varaflugvelli
verði valinn staður við Sauðárkrók
og einnig með tilliti til þess að
Sauðárkróksbær hafði milligöngu
um kaup á landi því, sem fór undir
núverandi flugvöll, samþ. Bæjar-
stjórn Sauðárkróks snemma árs
1985 að leita nú þegar eftir kaupum
á landi v. lengingar vallarins. Jafn-
framt samþykkti bæjarstjórn að
það land yrði afhent Flugmála-
stjórn til fullra nota.
Þá þegar var farið að leita hóf-
anna hjá eigendum Sjávarborgar
um kaup á því landi, sem undir
væntanlegan flugvöll þyrfti, miðað
við hugmyndir um lengingu til
suðurs um 900-1000 m, yfir víkina
og inn í Skógana. Það land, sem
þarna er um að ræða, er í óskiptri
sameign eigenda Sjávarborgar.
Af viðræðum við eigendur töldu
bæjaryfirvöld á Sauðárkróki að
líkur væru á að samkomulag næðist
um kaup á því landi, sem til þyrfti.
Þegar kom fram á vor 1986 kom
hins vegar í ljós, að eigendum að
helmingi hins óskipta lands virtist
hafa snúist hugur.
Þá hefur bæjaryfirvöldum ekki
tekist að koma á formlegum fundi
landeigenda og Bæjarstjórnar
Sauðárkróks, þrátt fyrir margítrek-
aðar tilraunir, bæði munnlega og
skriflega.
Rétt er að taka fram, að Harald-
ur Árnason, sem er eigandi að
helmingi þess lands sem ráðgert er
að fari undir völlinn, hefur lýst sig
reiðubúinn til viðræðna hvenær
sem er.
Harma ber, að ekki hefur tekist
að koma á fundi landeigenda og
bæjarstjórnar. Um það verður
bæjarstjórn hins vegar ekki kennt,
því eins og fram er komið hefur
margítrekað verið eftir því leitað.
Skógar voru friðlýstir árið 1977.
Ef yrði af lengingu flugvallarins til
suðurs mundi hann því lenda inn á
friðlýsta svæðið.
Bæjarstjórn Sauðárkróks skrif-
aði Náttúruverndarráði bréf 31.
maí 1985, þar sem ráðinu voru
kynntar formlega hugmyndir um
lengingu vallarins inn á friðlandið.
Áður hafði Náttúruverndarráði
verið gerð grein fyrir málinu munn-
lega. I bréfi bæjarstjórnar til Nátt-
úruverndarráðs var m.a. farið fram
á umsögn ráðsins. Var þetta gert
þrátt fyrir að það væri í raun ekki
mál Bæjarstjórnar Sauðárkróks,
þar sem það yrðu flugmálayfirvöld,
sem byggðu völlinn og önnuðust
alla undirbúningsvinnu. Ástæða
þess var m.a. sú að bæjarstjórn
taldi að rannsaka þyrfti svæðið að
nýju, þar eð vitað er að verulegar
breytingar hafa orðið t.d. á fugla-
lífi. Þetta gerði Náttúruverndarráð
ekki. Þess í stað fær það Ævar
Petersen til að semja skýrslu um
svæðið og byggir afstöðu sína á
niðurstöðum þeirrar skýrslu.
Ekki verður annað séð en Ævar
byggi skýrslu sína á 15-20 ára
gömlum rannsóknum. í skýrslu
Ævars kemur fram í niðurlagsorð-
um, að ekki sé hægt annað en vera
mótfallinn lengingu til suðurs. í
skýrslunni bendir hann þó á, að
flugvellir hafi oft aðdráttarafl fyrir
fugla og þar sé gjarnan friður fyrir
verpandi fugla.
Rétt er að fram komi, að hönnun
mannvirkja hefur alls ekki farið
fram. Ekki einu sinni hafist. Að-
,eins hafa verið dregin á blað mörk
hugsanlegrar flugbrautar og örygg-
issvæða.
í Ijósi þessa hefði það verið
eðlilegra að Náttúruverndarráð
hefði lagt til að nýjar rannsóknir
færu fram á svæðinu (og hefði þeim
rannsóknum átt að vera iokið)
heldur en að leggjast alfarið á móti
framkvæmdum.
Að ýmsir opinberir aðilar leggi
allt kapp á að spilla friðunarstarfi
á Skógum, án þess að fyrir liggi
nokkrar sannanir um að nauðsyn-
legt reynist sökum lengingar flug-
brautar, eins og fram kemur í
yfirlýsingu eigenda og umráða-
manna lands á friðlandi Miklavatns
og Skóga, er ekki svaravert.
Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur
talið að með því að beita sér fyrir
því, að varaflugvelli yrði valinn
staður við Sauðárkrók, væri hún
að þjóna hagsmunum Skagfirðinga
allra.
Hætt er við að þungt verði fyrir
fæti með að sækja á um þetta mál
þegar í ljós kemur, að næstu ná-
grannar leggjast eindregið gegn
byggingu flugvallarins hér.
Ef um ágreining er að ræða á að
leysa hann í kyrrþey milli aðila en
ekki hlaupa í blöð með hvaðeina,
sem fólki kann að mislíka.
Bæjarstjórn Sauðárkróks.
Athugasemd við grein
Kristmundar Bjamasonar
Vegnar greinar eftir Kristmund
Bjarnason, sem birtist ídagblaðinu
Tímanum 6. mars sl. og síðan í
öðrum dagblöðum, og ber nafnið
„Lenging Sauðárkróksflugvallar“,
vill undirritaður koma eftirfarandi á
framfæri.
Ég leyfi mér enn að trúa því að
við Skagfirðingar viljum öll að
varaflugvelli verði valinn staður
við Sauðárkrók. Ég er sannfærður
um að Skagafjörður er besti kost-
urinn.
Það er einlæg sannfæring mín,
að séu heimamenn ekki sammála
um hvernig unnið skuli að málinu,
þá eigum við að ræða það í okkar
hópi en ekki gegnum fjölmiðla,
hvort heldur er í Reykjavík eða á
Akureyri.
Undirritaður mun ekki fara út í
opinberar deilur við Kristmund
Bjarnason um hvernig að málum
hefur verið staðið. Tilefni er þó
ærið. Hér skal aðeins eitt dæmi
tekið: f greinargerð bæjarstjórnar
segir, að ekki hafi tekist, þrátt fyrir
margítrekaðar tilraunir bæði
munnlega og skriflega, að koma á
formlegum fundi bæjaryfirvalda og
landeigenda. Þetta segir Krist-
mundur að séu vísvitandi ósann-
indi.
Skoðum nú málið.
Stuttu eftir að undirritaður kom
til starfa á Sauðárkróki sl. sumar,
fór ég á fund Kristmundar á vinnu-
stað hans í Safnahúsinu og ræddi
við hann um nauðsyn þess að koma
á fundi landeigenda og bæjar-
stjórnar. Óskaði ég eftir því við
Kristmund, að hann léti mig vita
hvenær hentugt væri fyrir landeig-
endur að funda um málið. Tók
hann jákvætt í það. Gat hann þó,
að hann væri aðeins einn landeig-
enda. Þar sem Kristmundur hafði í
fyrri samningum farið með umboð
fyrir dætur sínar, taldi ég víst að
hann kæmi fram fyrir þeirra hönd.
Kristmundur og dætur hans eiga
helming þess lands, sem undir
lengingu flugvallarins færi en Har-
aldur Árnason á hinn helminginn.
Vjð Harald ræddi ég sjálfur og
kvaðst hann reiðubúinn að mæta
til viðræðna hvenær sem væri.
Nú leið og beið en ekkert heyrð-
ist frá Kristmundi.
Sendi ég honum og Haraldi
Árnasyni bréf dags. 26. nóv. sl.,
þar sem ég ítrekaði ósk um fund
með landeigendum. Stakk ég upp
á að við hittumst í Safnahúsinu 4.
desember kl. 17.00 en bað um ég
yrði látinn vita ef fundartími hent-
aði ekki og bent á annan hentugri.
Þriðja desember hringdi ég í
Kristmund til að kanna, hvort
landeigendur mundu ekki mæta til
fundar. Kvaðst hann þá hafa sent
mér bréf. í því bréfí sagðist Krist-
mundur ekki geta mætt á fundi fyrr
en um eða eftir 15. desember.
Segist skuli láta vita er hann geti
það. Tekur hins vegar fram, að
hann muni ekki mæta til fundar
nema allir eigendur að umræddu
landi séu boðaðir beint.
Daginn eftir, 4. desember, var
öllum eigendum Sjávarborgar sent
bréf, beiðni um fund ítrekuð og
óskað eftir að þeir kæmu sér saman
um fundartíma sem næst 15. des-
ember.
Hefði nú öllum formsatriðum
átt að vera fullnægt.
Þar sem undirrítaður heyrði ekk-
ert frá landeigendum, þrátt fyrir að
Kristmundur segðist skyldi láta
vita um fundartíma sem næst 15.
desember, hringdi ég í hann 9.
janúar sl. og ítrekaði enn beiðni
um fund.
Taldi ég að samkomulag hefði
orðið milli okkar um að hann léti
mig vita í vikunni á eftir um
fundartíma. (Ég minnist þess ekki
að svo hafi talast um okkar á milli
að ég hitti hann í Safnahúsinu 16.
jan. sl. til að ákveða fundartíma).
Kristmundur hafði ekki sam-
band við mig í þeirri viku né hefur
hann haft samband við mig síðan.
Hann sá sér raunar heldur ekki
fært að mæta til fundarins 2. febrú-
ar, sem Bæjarstjórn Sauðárkróks
og Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
boðuðu til.
Mér telst svo til, að ég hafi sex
sinnum óskað eftir fundi ef fundar-
boðið á fundinn 2. febr. er meðtal-
ið, þar af þrisvar skriflega. Svo
segir Kristmundur að það séu vís-
vitandi ósannindi að gerðar hafi
verið margítrekaðar tilraunir til að
koma á fundi bæjarstjórnar og
landeigenda.
Ég mun ekki rekja önnur dæmi
um málflutning Kristmundar í
grein hans í Tímanum 6. mars, þó
af mörgu sé að taka. Það þjónar
engum tilgangi.
Hins vegar mun ég skreppa yfir
í Safnahúsið til hans og ræða málin
við hann, enda ekki nema tæpir 50
metrar milli þeirra húsa, er við
vinnum í.
Að síðustu vil ég leyfa mér að
vona, að samkomulag náist. um
flugvallarmálið, sem allir mega við
una. Vænti ég þess að menn láti
ekki annað hafa áhrif á afstöðu en
það sem má verða Skagfirðingum
öllum til heilla.
Snorri Björn Sigurðsson