Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 20. mars 1987 Löngum hefur því verið haldið fram með réttu að sjávarútvegurinn sé undirstaða efnahagslífs íslendinga. Afkoma þjóðarinnar hverju sinni ræðst af þvf hvernig staða sjávarútvegsins er. Lað veltur því á miklu að þeim málaflokki sé sinnt af kostgæfni. Nauðsynlegt er að stefnumörkun í sjávarútvegsmálum nái til langs tíma og því ber að varast hvers konar skyndiákvarðanir á þeim vettvangi sem lítt eru hugsaðar og settar eru fram af pólitíkusum í þeim tilgangi að njóta stundarhylli. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn sjávarút- vegsmála þetta kjörtímabil. Fyrir forystu sjávarútyegsráð- herra Flalldórs Ásgrímssonar tókst að samræma ólík sjónarmið hagsmunaaðila í sjávarútvegi, sem skildu nauð- syn þess að fiskveiðunum yrði stjórnað betur en fyrr. Á fundi á Hvammstanga í síðustu viku ítrekaði sjávarút- vegsráðherra Halldór Ásgrímsson þá stefnu Framsóknar- flokksins að haldið verði áfram þeirri fiskveiðistefnu sem mótuð hefur verið og að framlengja beri lög þar um. Stefna Framsóknarflokksins er því skýr í þessum efnum. Sjávarút- vegsráðherra taldi hins vegar mikið skorta á að stefna annarra flokka lægi jafn ljós fyrir, og sagði um það atriði: „Ég fullyrði að það þýðir ekkert að kjósa í þessu landi nema flokkarnir séu tilbúnir að segja frá því hvaða stefnu þeir vilja reka í fiskveiðimálum og stjórnun fiskveiða.“ Sjávarútvegsráðherra bendir réttilega á að formaður Alþýðuflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji brjóta niður núverandi fiskveiðistefnu en hefur hins vegar bæði skort hugmyndaauðgi og þor til að segja hvernig Alþýðu- flokkurinn vill stjórna þessum málum. Stefnuleysi Alþýðu- bandalagsins er svipað. Þar hafa menn lýst sig „á móti“ núgildandi lögum eins og venja alþýðubandalagsmanna er þegar um mikilsverð mál er að ræða en tillögur frá þeim sjást engar. Sjálfstæðismenn með Matthías Bjarnason viðskipta- ráðherra í broddi fylkingar telja réttast að sleppa öllu lausu og stjórna sem minnstu. í sjávarútvegsmálum sem annars staðar telja þeir vænlegast að gefa allt frjálst og stjórna hvergi, og láta samkeppnina leysa þá erfiðleika sem fyrir eru og skapast kunna. Enginn þessara flokka hefur ákveðna stefnu í sjávarút- vegsmálum sem þó eru mikilvægust allra mála fyrir þjóðina. En það eru fleiri flokkar en Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur sem ganga stefnu- lausir til kosninga að þessu sinni. Kvennalistinn telur það ekki skyldu sína að hafa stefnu í sjávarútvegsmálum og sömu sögu má segja um önnur smáframboð sem ætla sér þó stóra sigra. Kjósendur hljóta og verða að gera þá kröfu til þeirra aðila sem ætla sér setu á Alþingi og jafnvel ráðherrastóla að þeir skýri fyrir kosningar hvernig þeir vilja að málefnum sjávarútvegs verði stýrt. Framtíð lands og þjóðar byggist á auðæfum hafsins umhverfis landið og þau eru okkar eign. Þeim er hægt að spilla og jafnvel eyðileggja ef ekki er farið með gát og horft fram í tímann. Rányrkja þar sem annars staðar mun koma okkur í koll síðar. Auðvitað þurfti að ákveða framhald fiskveiðistefnunnar á þessu þingi svo sem sjávarútvegsráðherra vildi. Sjálf- stæðisflokkurinn lagðist gegn því og naut stuðnings stjórn- arandstöðunnar í þeim efnum. Eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að taka þessi mál til meðferðar og nauðsynlegt er að þar ráði ábyrg öfl ferðinni. Ótvírætt væri þeim málum áfram best borgið í höndum sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar. Til þess þarf Framsóknarflokkurinn stuðning kjósenda. GARRI ..Éger miklu sterkari en þú heidur Steini minn og iáttu mig bara í fríði. Enn einn stormurinn... Sjálfstæðismenn eru að ganga til kosninga cins og aðrir púlitíkusar í landinu. Þeir vita að forsenda þess að vel gangi er að láta bera á sér í fjolmiðlum og skiptir litlu hvert tilcfnið er. Löngum hafa þingstörf orðið tilcfni til framkomu I fjöliniðluni og margir þingmenn byggja vin- sældir sínar á skemmtilegum upp- ákumum i þingsölum. ÞorSteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki vakið athygli síðan síðast, eða nánar tiltckið þegar hann kom frá París. f gær uppgötvaði hann sér þaö til skelfingar að Alþingi var að Ijúka störfum og þar mcð allar frekari uppákoinur fyrir bí neina brugðið væri skjólt við. Nú voru gúð ráð dýr. En hjálpin var skammt undan. í fyrradag birtist ncfnilcga í Hclgarpústinum skattaskýrsla Alberts Guömunds- sonar frá því hann var fjármálaráð- herra, og kcinur í henni fram að Albert hafði kannski ekki lalið alveg rétt frain til skatts frekar en aðrir landsmenn. Þorsteinn sá aö þarna var kjörið tækifæri, ekki aðeins að komast í fjöliniðla hcldur einnig að ráðast gegn skattsvikum cins og hann er búinn að ætla að gera allt frá því hann varð ráðhcrra. Og síðast en ekki síst að ráðast gcgn Albert Guðinundssyni enda Albert í út- landinu og vonlaust að hann gæti knmið sínum sjúnarmiðum á fram- færi. Boðað var til blaðamannafundar í snatri. Fundarstaðurinn var ákveðinn Alþingi og fundurinn tímasettur ofaní þingslitaræðu forseta Alþingis. Fleiri blaðamenn mættu á staðinn en nokkru sinni hefur gerst í sögu Sjálfstæöis- flokksins cnda búist við inikluiu og Tímamynd Pjetur stúrum tíðindum úr munni for- niannsins. En hvað skeði? ... í vatnsglasi formannsins í stuttu máli vurð hvorki barn í brúk né nokkuö á þessum fjöl- mennasta blaðainannafundi vetrarins. Forniaðurinn lokaði fyr- ir spurningar tiltölulega snemma og hætti við að skainma Albert. Hann liætti líka við að fárast yfir skattsvikum manna enda honum Ijúst að 200 þúsund segja ekkcrt í ríkiskassanuni og honuni varð einnig Ijúst að Albert lætur ekki reka sig úr flokknum, jafnvcl þútt hann sé ekki heiina til að verja sitt mál. Blaðamannafundurinn og allt tilstandið í kring uin hann varð sem sé núll. Og þú, - formaðurinn fékk að koma fram í fjölmiðlum og það er ýmislcgt tilvinnandi fyrir það. Garri VÍTTOG BREITT Að kjósa um kvótann Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, segir í Tímanum í gær að ekki sé hægt að ganga til kosninga í þessu landi nema stjórn- málaflokkarnir stilli upp afdráttar- lausri stefnu sinni í sjávarútvegs- málum, og þá sérstaklega hvert þeir vilja að framhaldið verði á stjórnun fiskveiða. I blaðinu er haft eftir Halldóri: „Við framsókn- armenn höfum sagt það, að við viljum halda áfram þeirri fiskveiði- stefnu sem mótuð hefur verið í öllum megin atriðum og fram- lengja þau lög sem þar gilda um." Ráðherrann ætlar greinilega að standa og falla með fiskveiðistjórn- un sinni, þó hann virðist gefa eitthvert svigrúm til breytinga á kerfinu með orðalaginu „í öllum megin atriðum". Verður kosið um þjóðarsáttina? Satt best að segja hefur kvóta- málið næstum gleymst í umræð- unni síðustu vikur og mánuði og enginn minnst á það í þeim aragrúa „tengj umst- fólkinu-símaþáttum" á útvarpsstöðvum okkar þegar sauðsvartur almúginn er í þessum háborgum íslenskrar dagskrár- gerðar spurður um hver verði aðal baráttumálin í komandi kosning- um. Aids er nefnt til, byggðamál í sínum víðasta skilningi. ellilífeyrir, og kjarasamningar og gott ef ein- hver nefndi ekki Eurovision fyrir nýju kjósendurna. Síðast en ekki síst ætla menn að kjósa um aðal- deilumálið: þjóðarsáttina. Enginn hefur hins vegar talað um kvótann, enda er þetta hið mesta vand- ræðamál. Sighvatur veiðimaður Þó má nú sjá að einstaka tals- menn stjórnmálaflokkanna hafa skoðun á kvótakerfinu og minnist undirritaður þess að hafa séð kjall- aragrein í DV fyrr í vikunni þar sem Sighvatur Björgvinsson, en hann hyggst reyna að komast á Alþingi í næstu kosningum, lýsir því yfir að hann muni ekki styðja ríkisstjórn sem hafi stjórnun fisk- veiða á stefnuskrá sinni. Það er svo önnur saga hvort það í rauninni skiptir einhverju máli hvort Sig- hvatur styðji einhverja ríkisstjórn eða ekki. En ef Sighvatur túlkar afstöðu Alþýðuflokksins þá virðist það ljóst að sú afstaða er fjandsam- leg kvótakerfinu svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Eins og Sighvatur segir sjálfur þá eru „reiknistokka- menn“ þeir einu sem styðja það bjánalega kerfi. Bendir hann á að það sé á móti „veiðimannaeðlinu" í íslendingum að stjórna veiðun- um, barið sé á náttúrulegum hæfi- leikum manna til að finna fiskinn og þeim refsað sem stutt eiga á miðin að sækja. Ekki telur hann þó ástæðu til að minnast á að veiði- mennskueðli íslensku sjómanna- stéttarinnar hefur bæst öflugur liðs- auki þar sem tæknin er og veiði- mennskan er ekki lengur einskorð- uð við að veiða sér til matar, heldur er hér um atvinnugrein að ræða, sem meira að segja stendur undir íslensku efnahagslífi. Vafa- laust er það óeðli í reiknistokka- mönnum að ætlast til að skipulag sé haft á slíku og stofnarnir nýttir í hlutfalli við afrakstrargetu. Ekki verður þó komist hjá þeirri grun- semd að í gegnum málflutning Alþýðuflokksframbjóðandans skíni atkvæðaveiðimannseðli stjórnmálamanns á Vestfjörðum. í Þjóðviljanum í gær dæmir Skúli Alexandersson þingmaður Al- þýðubandalagsins kvótann, þannig að hann „hafi komið í veg fyrir eðlilega uppbyggingu í sjávarút- vegi". Þingmaðurinn talar jafn- framt um að fiskiskipaflotinn sé úreltur orðinn og það gerir Sighvat- ur raunar líka. Þetta eru mikil sannindi hjá þeim kvótaandstæð- ingum, og Skúli talar um að endur- nýja þurfi skipaflotann smám saman. Svo mætti skilja að mönn- um væri bannað að endurnýja hjá sér skipin, vegna þess að á þeim hverju og einu hvílir ákveðinn kvóti. Enginn hefur mótmælt því að fiskiskipaflotinn sé allt of stór, enda megin ástæðan fyrir því að takmarka þarf sóknina sú að of mörg skip eru um of fáa fiska. Því hefur undirritaður skilið það sem skynsamlega meginstefnu að ef nýtt skip bætist í flotann verði gamalt af hverfa af skipaskrá í staðinn. Er ekki best að um kvótann? kjósa En að afloknum lestri á þessari gagnrýni kvótaandstæðinga er eftir sem áður áleitinni spurningu ósvar- að. Hvað á að koma í staðinn? Ef til vill er það ekki svo ónýtt hjá ráðherra sjávarútvegsmála að rukka andstæðinga sína um stefn- una í þessu máli sem svo mjög hefur fallið í skuggann upp á síðkastið. Varla er það verra en að gera kreditkortin að kosningamáli, spurningin snýst jú um, þegar allt kemur til alls, framtíðar inneign okkar í sjónum í kringum landið, og hvort sú innistæða dugar til að borga upp gulu miðana veiðimann- anna, sem gera vilja út á gleði- bankamiðin. - BG Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Auglýst er eftir stef nu flokk- anna í sjávarútvegsmálum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.