Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. mars 1987 Tíminn 15 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sést hér ræða við Guðmund Benediktsson prentsmiðjueiganda um hina nýju tækni. Ljósmynd: Pjetur Ný tölvutækni veldur byítingu hjá Prentstofu G. Benediktssonar Tuttugu ár eru nú liðin frá því að Prentstofa G. Benediktssonar tók til starfa en stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins er Guðntundur Bene- diktsson prentari. Fyrstu árin var eingöngu unnið við setningu og umbrot á vegum Prentstofunnar en prentun hófst 1978 og fór reksturinn þá fram á tveimur stöðum. Byggt var yfir starfsemi fyrirtækis- ins og flutt í nýtt húsnæði að Nýbýla- vegi 30 í Kópavogi fyrir þremur árum. Ráðist hefur verið í mikla fjárfest- ingu á síðustu árum til þess að bregðast við aukinni samkeppni bæði innanlands og frá erlendum prentsmiðjum. Meðal annars hafa verið keyptar nýjar og afkastamiklar prcntvélar bæði fyrir litprcntun og almcnna prentun auk þess sem fyrir- tækið hefur verið búið fullkontnum vélakosti til framleiðslu á öllum tegundum tölvupappírs og prentun- ar á hann. Nýtt og geysifullkomið tölvukerfi hefur nú verið tekið í notkun hjá Prentstofunni og mun þessi bylting- arkcnnda tækni valda algjörum um- skiptum varðandi setningu og um- brot bóka og tímarita þar. Setningar- og umbrotsbúnaðurinn er frá danska fyrirtækinu CCI-Eur- ope. Við CCI-tölvukerfið er hægt að tengja mörg mismunandi tæki en einnig er mögulegt að stækka það á ýmsa vegu. Þess má geta að með kerfinu fylgir sérstakur tengibúnað- ur sem auðveldar mjög allan flutning frá öðrum tölvum og tengingu við almenna íslenska gagnanetið. Á skjánum sjást meðal annars orðaskiptingar í textanum, en auk skiptinga miðað við íslenska staf- setningu og málfræði ráða forritin við orðaskiptingar texta á dönsku, ensku, þýsku og frönsku. íslenska forritið fyrir orðaskiptingar milli lína er að hluta til byggt á rannsóknum sem fram fóru við Háskóla íslands fyrir nokkrum árum. Þegar textinn hefur verið settur upp eins og hann á að vera er hann sendur frá skjástöðinni til setningar- tölvunnar eða leiser-prentarans. Prentun með leiscrtækni er mjög mikilvæg í þessu sambandi því þannig er hægt að flytja efnið í réttu formi á ódýran pappír til skoðunar og prófarkalesturs og ekki þörf á að prenta textann út á dýran Ijósmynda- pappír eins og almennt tíðast við tölvusetningu. Þegar prófarkalestri er endanlega lokið og breytingar hafa verið gerðar á skjánum í sam- ræmi við óskir viðskiptavinarins er textinn fluttur úr tölvukerfinu á upplímingarpapptr. offsetfilmur eða jafnvel beint á prentplötur. Hugbúnaður CCI-tölvukerfisins grundvallast á UNIX System V.2 stýrikerfinu en það er notað í vél- búnaði frá fjölmörgum framleiðend- um tækja fyrir prentsmiðjur. Þetta tryggir að hægt verður á hverjum tíma að velja hagkvæmasta vélbúnað á markaðnum með tilliti til verðs og afkasta án þess að gera þurfi neinar meiriháttar breytingar á hugbúnað- inum. Auk hugbúnaðarins sem stýrir meginnýtingu tölvukerfisins hefur Prentstofa G. Benediktssonar fest kaup á sérstöku umbrotsforriti fyrir bækur. Með því skapast möguleikar til að setja upp flóknustu bókatexta og annað efni á síður bóka. Með nýju tölvutækninni mun text- inn verða brotinn um á skjám tölvu- stöðvanna eins og hann á að birtast endanlega á síðum bóka, blaða og tímarita. Þetta auðveldar mjög alla vinnslu og veitir öryggi ekki síst þegar unnið er við flókna uppsetn- ingu texta og taflna. Fréttatilkynning Athugasemd í eldhúsdagsumræðum á Alþingi kvöldið 12. mars sl. deildi Guð- mundur Einarsson alþingismaður á stjórn landbúnaðarntála og sagði að bóndi einn hefði verið hvattur til að byggja 60 kúa fjós og búa það fullkomnum vélbúnaði, þar með- töldum tölvustýrðum fóðurgjafar- búnaði. Hann hefði síðan aðeins fengið framleiðslurétt fyrir 3(1 kúa afurðir. Út af þessum ummælum vill Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Frani- leiðsluráð landbúnaðarins koma á framfæri eftirfarandi athugasemd- um: 1. Þessir aðilar hafa aldrei verið þess hvetjandi að bændur byggðu mjög stór fjós. Þeim hcfur lengi verið ljóst að markaðir eru takmark- aðir í landinu og aukin framleiðsla hjá einum bónda takmarkar mögu- leika annarra framleiðenda til að selja sína framleiðslu. 2. Árið 1977 var ákveðið í lánaregl- um Stofnlánadeildar landbúnaðarins að lána ekki á stærra fjós en 35 bása með tilheyrandi búnaði, þar sem einn bóndi stendur fyrir búi. Árið 1979 var þetta mark í lánaregluni lækkað í 30 bása. Sl. átta ár, eftir að full verðtrygging koin á lánin, hefur enginn bóndi fengið lán út á stærra fjós en með 30 bása fyrir ntjólkurkýr og hlutfallslegt geldneytapláss. 3. Vitað er unt tvo bændur, sem sctt hafa upp tölvustýrð fóðurgjafartæki. Annar þeirra byggði 48 bása fjós árið 1983 en fékk vegna þeirrar frantkvæmdar lán út á 30 bása fjós. Sá bóndi hefur nú framleiðslurétt fyrir 119.747 Itr. mjólkur. (30 kýr x 4000 ltr. = 120.000 ltr.) Á liinu búinu var byggt fjós árið 1965. Þá voru öll lán óverðtryggð og ekki í gildi nein stærðarmörk á byggingum. Þau lán, sem þá voru veitt eru nú að fullu greidd. Bóndi á þeirri jörð hefur á þessu ári framleiðslurétt fyrir 141.845 ltr. í mjólk (35 kýr x 4000 Itr. = 140.000 ltr). Ummæli Guðmundar um þctta efni eru því ekki á rökum reist. Frá því að framleiðslustjórn var tekin upp hefur lánum til fjósbygg- inga fækkað mikið og verið nær eingöngu bundin við endurnýjun fjósa, sem dæmd hafa verið ónothæf af dýralækni. Reykjavík, 16. niars 1987 F.h. Stofnlánad. landbúnaðarins Leifur Kr. Jóhannesson F.h. Framleiðsluráðs landb. Gunnar Guðbjartsson AÐAL- FUNDUR Aðalfundurlðnaðarbankaíslands M. árið 1987 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 3. apríl 1987 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðnm 36. gr. samþykkta bankans. 2. Tillaga bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillagabankaráðsumbreytingarásamþykktum bankans. 4. Önnurmál.löglegauppborin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 27. mars n.k. Reikningar bankans fyrir árið 1986 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 26. mars n.k. § Reykjavík, 27. febrúar 1987 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. © Iðnaðarbankinn Tímann AUGLÝSINGAR 1 83 00 / v Ferðu stundum á hausínn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Á mannbroddum, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „svellkaldur/köld“. Heimsaektu skósmiðinn! iir* ágóðu verði Jámhálsi 2 Simi 83266 TKDRvk PÖsthólf 10180 Varahlutir í FORD og MASSEYFERGUSON dráttarvélar «sn> Nýtt 10 gíra DBS karlmannshjól til sölu. Upplýsingar eftir kl. 18.00 í síma 72949. t Útför móðurbróður okkar Halldórs Ólafssonar ferfram frá Lágafellskirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.30. Systurbörn hlns látna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.