Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur 20. mars 1987 HELGIN FRAMUNDAN Þjóðleikhúsið: Uppreisn á Isafirði í kvöld, föstudagskvöld, er 31. sýning á Uppreisn á ísafirði, eftir Ragnar Arnalds í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, en nú fer sýningum að fækka vegna nýrra verkefna. Leikritið fjallar um Skúlamálin frægu. Alls taka um 50 leikarar þátt f leiknum, þar á meðal: Róbert Arnfinnsson, Randver Þorláksson, Kjartan Bjargmundsson, Lilja Þórisdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson og margir fleiri. Sigurjón Jóhannsson hannaði leikmynd og búninga, Páll Ragnarsson lýsingu og Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina. Rympa á ruslahaugnum Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur hefur verið sýnd um helgar fyrir fullu húsi. Þetta vinsæla barnaleikrit verður sýnt nú á laugardag og sunnudag kl. 15:00, eins og undanfarnar helgar. Hönnuður leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, en dansahöfundur Lára Stefánsdóttir, ljósahönnuður Björn Bergsteinn Guðmundsson og Jóhann G. Jóhannsson útsetur tónlistina og stjórnar hljómsveit á sviðinu. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur Rympu, en aðrirleikararerum.a.: Sigrún Edda Björnsdóttir, Gunnar Rafn Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Viðar Eggertsson, Ásgeir Bragason, Hjördís Elín Lárusdóttir og Sólveig Arnarsdóttir o.fl. og líka ungir dansarar úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Aurasálin Aðeins fjórar sýningar eftir Aurasálin eftir Moliere í þýðingu og leikstjórn Sveins Einarssonar verður sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins á sunnudagskvöldkl. 20:00. Nú eru aðeins fjórar sýningar eftir af þesum vinsæla gamanleik. Bessi Bjarnason á stjörnuleik í titilhlutverkinu, en margir aðrir leikarar láta ljós sitt skína í sýningunni. Tónhst er eftir Jón Þórarinsson, leikmynd: Paul Suominen, búningar: Helga Björnsson og lýsing Ásmundur Karlsson. Erlingur Gíslason og Örn Árnason sem Saunders og Max í gamanleikn- um Hallæristenór. Hallæristenór Kvöld- og miðnætursýning Miðnætursýning verður í fyrsta skipti á þessu leikári í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld. Þá er gamanleikurinn Hallæristenór eftir Ken Ludwig í þýðingu Flosa Ólfssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins bæði kl. 20:00 og 23:30. í aðalhlutverkum í leikritinu Hallæristenór eru: Örn Árnason, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugsdóttir, Erlingur Gíslason, Helga Jónsdóttir, Árni Tryggvason, Lilja Þórisdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. Æfingastjóri tónlistar var Agnes Löve, hönnuður leikmyndar og búninga Karl Aspelund og ljósahönnuður Sveinn Bendiktsson. í smásjá 25. sýning á leikriti þórunnar Sigurðardóttur „1 smásjá" verður á litla sviðinu kl. 20:30 á laugardagskvöld í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Leikarar eru fjórir í sýningunni: Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Skúlason og Ragnheiður Steindórsdóttir. Óvænt örlög eiga eftir að gjörbreyta afstöðu og lífi persónanna. Glímt er um tilfinningar, ást og vináttu. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins hefur notið mikilla vinsælda í vetur. Miði á leikhúsveislu kostar 1300 krónur og er þá innifalið þríréttuð máltíð í Leikhúskjallaranum og leikhúsmiði á sýningu í Þjóðleikhúsinu á eftir. Norræna húsið: Finnsk bók- menntakynning Síðasta norræna bókmenntakynningin á þessu vori í Norræna húsinu verður laugard. 21. mars kl. 16:00, og verða að þessu sinni kynntar finnskar bækur. Finnski sendikennarinn, Timo Karlsson, gerir grein fyrir helstu bókum útkomnum í Finnlandi 1986 og talar hann á íslensku. Að erindi hans loknu ræðir gestur Norræna hússins, Annika Idström, um verk sín. Annika Idström fæddist í Helsinki 1947 og ólst upp við að tala jöfnum höndum finnsku og sænsku, en skrifar bækur sínar á finnsku. Skáldsögur hennar hafa verið þýddar á öll Norðurlandamálin, nema íslensku, enn sem komið er. I Nýjasta bók hennar „Veljeni Sebastian" (Bróðir minn, Sebastian), sem kom út 1985, var lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1987. Dagskráin hefst kl. 16:00 á laugard. og eru allir velkomnir í Norræna húsið til þess að hlusta á hana. Tvær sýningar á Landi míns föður um helgina Aðeins nokkrar sýningar eftir Það leikhúsáhugafólk sem enn hefur ekki lagt leið sína í Iðnó til að sjá stríðsárasöngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson, fær til þess ágætt tækifæri nú um helgina — sýningar eru bæði á Helgi Björnsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Steinunn Ólína Björnsdóttir. föstudagskvöld og sunnudagskvöld, og hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin Þetta vinsæla leikrit hefur nú verið á fjölunum í Iðnó í nærfells tvö heil leikár og notið gríðarlegra vinsælda. Sýningarnar nú um helgina eru þær 195. og 196. í röðinni, og óþarft er að taka fram að það er einhver allra besta aðsókn sem um getur í íslensku leikhúsi frá upphafi. Aðrar sýningar um helgina hjá L.R.: Dagur vonar í Iðnó laugardag kl. 20.00 og Djöflaeyjan í Leikskemmu L.R. v/ Meistaravelli laugardag kl. 20.00. Listasafn ASÍ: Steinþór Marinó Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen Feðginin Steinþór Marinó Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen opna myndlistarsýningu í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, á morgun, laugardaginn 21. mars kl. 14:00. Steinþór sýnir vatnslitamyndir, einþrykk og pastelmyndir, en Sigrún myndvefnað. Steinþór sýndi fyrst á samsýningu 1947, en hefur síðan „Eru tigrísdýr í Kongó Alþýðuleikhúsið með hádegissýningu í veitingastaðnum í Kvosinni Alþýðuleikhúsið frumsýndi í hádeginu í gær leikritið haldið fjölmargar einkasýningar, hér á landi og i Noregi. Sigrún lærði myndvefnað í Noregi, þar sem hún hefur verið búsett s.l. 20 ár. Hún tók fyrst þátt í samsýningu 1979, en hefur síðan haldið á annan tug einkasýninga, auk þátttöku í fjölmörgum samsýningum. Þetta er þriðja samsýning feðginanna hér á landi og stendur hún til 5. apríl. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00-20:00, en laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-22:00. „Eru tigrísdýr í Kongó ?“ eftir Finnana Bengt Ahkfors og Johan Bargum. Leikritið fjallar um þann voðalega vágest eyðni. Segir þar frá tveimur rithöfundum er tekið hafa að sér það verkefni að skrifa leikrit um eyðni. þó að í leikritinu sé alvarlegur undirtónn er það létt og bráðfyndið á köflum. Alþýðuleikhúsið og veitingastaðurinn í Kvosinni hafa hér með byrjað nýjung í íslensku leikhúslífi með hádegisleikhúsi. Leikritið tekur tæpar 45 mínútur og ætti því að falla vel að matartíma hjá þorra vinnandi fólks. Innifalið í miðaverði (750 kr.) er leiksýning, léttur hádegisverður og glas af léttu Næstu sýningar verða föstud. 20. mars, þriðjud. 24. og miðvikud. 25. mars kl. 12.00 stundvíslega. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 15185. Miðasala klukkutíma fyrir sýningu í Kvosinni. Föstudagur 20. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.03 Morgunstund barnanna: „Mamma í upp- sveiflu“ eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfund- ur les (15). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. 9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldurlngi Haralds- son. (Frá Akueyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn“ sagan um Stefán íslandi Indriði G. Þorsteinsson skráði. Sigríður Schiöth les (20). 14.30 Nýtt undir nálinni Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin - Jóhanna Hafliðadóttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.03 Síðdegistónlelkar. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05Torgið, framhald. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurðarson flytur. 19.40 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson 20.00 Suður-amerísk tónlist. Luigi Alva, Roberto Negri og Sonja Prunnbauer syngja og leika. (Hljóðritun frá Tónlistarhátíðnni í Schwetzingen í fyrravor). 20.40 Kvöldvaka. a. Úr Mímisbrunni Þáttur ís- lenskunema við Háskóla íslands. Að leika sannleikans um fortíðina. Um heiðni og kristni í sögunum „Jörð“ og „Hvítakristi" eftir Gunnar Gunnarsson og Gerplu Halldórs Laxness. b. Athafnamenn við Eyjafjörð. Bragi Sigurjóns- son flytur fyrsta frásöguþátt sinn: Upphaf haf- síldveiða í Eyjafirði. c. Fjallkóngur á Gnúpverjaafrétti. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Svein Eiríksson í Steinsholti. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 28. sálm. 22.30 Vísnakvöld. Herdís Hallvarðsdóttir sér um þáttinn. 23.10 And vaka Þáttur í umsjá Pálma Matth íasson- ar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2. & 00.10 Næturútvarp. 06.00 í bítið. Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunerkin, segir m.a. frá veðri færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. 12.20 Hádegisútvarp. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson leikur létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.00 Hringiðan. Broddi Broddason oq Margrét Blöndal 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. Valtýr Björn Valtýsson les og leikur lögin sem fylgja kveðjunum. 21.00 Tilraunir. Skúli Helgason kynnir tónlistar- menn sem fara ekki troðnar slóðir. 22.00 Fréttir. 22.05 Fjörkippir. Ema Arnardóttir kynnir dans-og skemmtitónlist, einkum frá fyrri áratugum. 23.00 Á hinni hliðinni. Edda Andrésdóttir bregður plötum á fóninn. 24.00 Fréttir. 23.00 Næturútvarp. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Föstudagsrabb Inga Eydal rabbar við hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur lótta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. Föstudagur 20. mars 18.00 Nilli Hólmgeirsson Áttundi þáttur i þýskum teiknimyndaflokki. Sögumaður Örn Árnason. Pýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Stundin okkar - Endursýning Endursýndur þáttur frá 15. mars. 19.05 Á dötinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir 19.10 Þingsjá. Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjónarmenn Guðmundur Bjarni Harðarson og Ragnar Halldórsson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. Vísnavinir flytja islensk lög. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónsson. 21.10 Mike Hammer. Áttundi þáttur í bandarískum sakamálamyndaflokki. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 22.20 Kastljós - Þáttur um innlend máletni. Um- sjón Hallur Hallsson. 22.30 Selnnl tréttlr. 22.40 Óðafár (Frenzy) Bresk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk John Finch, Alec McCowen og Barry Foster. Geðveill kvennamorðingi leikur lausum hala i Lundúnaborg. Böndin berast að fyrrum eigin- manni siðasta fórnarlambs hans en ekki eru þó öll kurl komin til grafar. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi barna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.40 Dagskrárlok. Q 0 STOÐ2 Föstudagur Föstudagur 20. mars 7.00- 9.00 Á fætur með Sigurðl G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Föstudagspoppið allsráðandi, bein lína til hlust- enda, afmæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og mataruppskriftir. Fréttir kl. 10.00,11.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttirkl. 13.00 og 14.00. 14.00-16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17^00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún líturyfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-22.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað næturlífið hefur upp á að bjóða. 22.00-03.00 Haraldur Gíslason, nátthrafn Bylgj- unnar kemur okkur í helgarstuö með góðri tónlist. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hörður Arnarson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint ( háttinn og hina sem fara snemma á fætur. 20. mars 17.00 Ástarævintýri (Falling in Love). Bandarísk kvikmynd með Robert De Niro og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Molly og Frank rekast hvort á annað í jólaösinni á Manhattan. Flissandi fara þau hvort í sína áttina. Um vorið hittast þau aftur af tilviljun og þá byrjar ævintýrið. 18.40 Myndrokk_____________________________ 19.00 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir 20.00 Opin lina Á milli kl. 20.00 og 20.15 gefst áhorfendum Stöðvar 2 kostur á að hringja í síma 673888 og bera upp spurningar. Stjórn- andi og einn gestur fjalla um ágreinings- eða hitamál líðandi stundar. 20.20 Klassapíur (Golden Girls). Bandarískur gamanþáttur um hressar konur á besta aldri. 20.45 Geimálfurinn Það er líf og fjör á heimili Tanner fjölskyldunnar eftir að geimveran Alf bætist í hópinn. 21.05Elska skaltu nágranna þinn (Love Thy Neighbor). Tvenn hjón hafa verið nágrannar um árabil og böm þeirra leikfélagar. Málin flækjast verulega þegar eiginmaðurinn og eiginkonan, sem ekki eru gift hvort öðru stinga af saman. 22.35 Hættustörf í lögreglunni. (Muggable Mary) Bandarísk sjónvarpsmynd með Karen Valent- ine, John Getz og Anne DeSalvo. Einstæð móðir fær starf í sérsveitum lögreglunnar, til að sjá sér og sínum farborða. Henni reynist erfitt að samræma spennandi starf uppeldi sonar síns. 00.10 Alcatraz. Seinni hluti bandarískrar sjón- varpsmyndar um flótta úr einu rammgerðasta fangelsi í Bandaríkjunum á eyjunni Alcatraz. Aöalhlutverk: Telly Savalas, Michael Beck, Art Carney og James MaCarthur. 01.40 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.