Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Föstudagur 20. mars 1987 lillllllllllllllllllillllll ÍÞRÓTTIR ^ ^ ' y Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik: Valsmenn unnu ÍBK - í fyrsta leik liðanna í Keflavík í gærkvöldi Frá Margréti Sanders á Suðurnesjum: Valsmenn lögðu Keflvíkinga að velli í fyrsta leik liðanna í úrslitak- eppni úrvalsdeildarinnar í körfukn- attleik í gærkvöld, lokatölur 69-66 eftir að Valsmenn leiddu 45-41 í leikhléi. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum mætir sigurvegurunum úr viðureignum UMFN og ÍBK og leika þau lið til úrslita um Islandsmeistaratitilinn. Liðin skiptust á um að hafa foryst- una í fyrri hálfleik en Valsmenn höfðu þó heldur undirtökin. í seinni hálfleik höfðu Valsmenn forystu lengst af. Sturla Örlygsson Valsmað- ur var kominn nteð 4 villur snemma í síðari hálfleik. Hann var þá tekinn útaf en Keflvíkingar náðu að saxa á forskotið og komast yfir. Valsmenn voru sterkari á endasprettinum og sigruðu sem fyrr sagði með 69 stigum gegn 66. Þeir áttu annars jafnari og Bikarkeppnin í handknattleik: Blikar unnu Ármann-b Fyrstudeildarlið Breiðabliks lagði b-Iið Ármenninga að velli í leik liðanna í bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Blikar skoruðu 26 mörk en Ármenningar 22. Staðan í hálfleik var 11-9 Breiðablik t hag. Mörk Breiðabliks gerðu: Kristján Halldórsson 5, Svavar Magnússon 4, Björn jónsson 4, Ólafur Björnsson 3, Paul Dempsey 3. Elvar Erlingsson 2, Þórður Da- víðsson 2, Hrafnkell Halldórsson 1. Mörk Ármanns-b: Björn Jó- hannsson 13, Jón Ástvaldsson 4, Kristinn Ingólfsson 3, Ólafur Sig- urðsson 2. Knattspyrna: Socrates hættur keppni Socrates, fyrrum fyrirliði knatt- spymulandsliðs Brasilíu, hefur til- kynnt að hann sé hættur keppni, 33 ára að aldri. Honum heáir ekki gengið sem best að undanförnu, hann gekk til liðs við Flamengo í Brasilíu í september 1985 eftir lit- lausan tíma hjá Fiorentina á Ítalíu en hefur eytt mestum tímanum hjá Flamengo á bekknum eftir röð meiðsla í upphafi. Nú er hann heill en þjálfarinn hefur haldið honum á bekknum eftir sem áður og sagt að hann sé ekki í sínu besta formi. „Það dugir ekki að lifa á fornri frægð, leikir vinnast ekki þannig," segir Lazaroni þjálfari Flamengo og lætur líttþekktan miðjuleikmann, Ailton að nafni leika í staðinn. Samningur Socratesar rennur ekki út fyrr en í haust en hann hefur farið fram á að fá að hætta strax, segist Socrates ekki vilja vera á fullu kaupi hjá liðinu án þess að vinna fyrir því. Socrates - sem reyndar heitir því skemmtilega nafni Socrates Brasi- leiro de Sousa Vieira de Oliveira- - Skíðaganga: betri leik, Keflvíkingar áttu góða kafla en duttu niður á milli. Sturla Örlygsson átti stórleik í liði Vals, var bæði sterkur í fráköstum og skoraði mikið. Þá lék Leifur Gústafsson einnig vel. Hjá Keflvík- ingum voru Gyll'i Þorkelsson og Guðjón Skúlason sterkastir. Nokkrar tölur úr leiknum: 7-4, 9-10, 19-20, 23-22, 29-30, 31-36, 35-45, (41-45) 45-54, 47-58, 56-58, 60-62, 62-62,64-62. 64-64, 66-67,66- 69. Stig Vals: Sturlu Örlygsson 23, LeifurGústafsson ló.TómasHolton 12, Einar Ólafsson 7, Torfi Magnús- son 7, Björn Zoéga 2, Páll Arnar 2. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 21, Gylfi Þorkelsson 15, Sigurður Ingi- mundarson 10, Jón Kr. Gíslason 9, Hreinn Þorkelsson 6, Ólafur Gott- skálksson 3, Matti Ó. Stefánsson 2. Dómarar Kristbjörn Albertsson og Ómar Scheving. Sturla Örlygsson lék vel í liði Valsmanna í gærkvöldi og gerði 23 stig. Enska knattspyrnan: Rush vill tvo bikara Ian Rush hefur sett sér tvö mark- mið áður en hann yfirgefur lið sitt Liverpool. Hann ætlar liði sínu að verða enskur meistari og enskur deildabikarmeistari áður en hann fer til Ítalíu að spila með Juventus. Rush skoraði tvö mörk í leik Liverpool gegn OPR í fyrrakvöld, mörk sín nr. 200 og 201 með liðinu. Þarmeð er forysta Liverpool í deild- er læknir að mennt og getur nú snúið Isér að því starfi sínu að nýju en það hefur hann ekki getað lengi, knatt- spyrnan hefur átt hug hans allan. Socrates eða Doktorinn eins og hann er oftast kallaður skoraði 160 mörk á sex ára ferli sínum með Corinthians frá Sao Paulo en hefur aðeins gert 5 mörk á þeim átján mánuðum sem hann hefur verið hjá Flamengo og reyndar aðeins komið 20 sinnum inná. Þó hann sé mikill markaskorari hefur sérgrein hans þó alltaf verið að opna fyrir félaga sína og hælspyrnur eru hans vörumerki. Einn af bestu vinum Socratesar, önnur landsliðsstjarna, Zico, hefur stutt þá ákvörðun hans að hætta, segist viss um að hann sé að gera það eina rétta. Aðdáendur kappans geta enn lifað í voninni um að fá að sjá hann leika einu sinni enn því í bígerð er að koma á kveðjuleik. Halldór varð Reykjavíkurmeistari íþrótsir Halldór Matthíasson varð Reykjavíkurmeistari í skíðagöngu í flokki karla 20 ára og eldri um síðustu helgi. Mótið fór fram við gamla borgarskálann í Bláfjöllum við mjög góðar aðstæður. Halldór gekk 15 km á 46:24 mín. Lilja Þorleifsdóttir sigraði í kvennaflokki, gekk 5 km á 27:13 mín. f öldunga- flokki varð Tryggvi Halldórsson fyrstur, gekk 5 km á 22:11 mín. Þau eru öll í Skíðafélagi Reykjavíkur. f unglingaflokki varð Hjalti Egilsson KR hlutskarpastur, gekk 5 km á 22:20 mín. UMSJÓN: Hiördís Árnadóttir BLAÐAMAÐUR Landsflokkaglíman 1987: Úrslit í bandaríska körfuboltanum á miðvikudagskvöld: Boston Celtics-Milwaukee . .. 120-102 Denver-Cleveland............ 104-100 NJ Nets-Detroit ............ 113-112 Phil. 76ers-Atlanta......... 109-107 Houston-Phoenix............. 113-91 LA Lakers-Utah Jazz 111-97 Fjölmargir keppendur Margir keppendur voru á lands- flokkaglímunni 1987 sem haldin var í íþróttaskemmunni á Akureyri um síðustu helgi. Sigurvegarar í einstök- um flokkum urðu: Yfirþyngd: Árni Þór Bjarnason KR Milliþyngd: Kristján Yngvason HSÞ Léttþyngd: Geir Arngrímsson HSÞ Unglingaflokkur 18-19 ára: Lárus Bjömsson HSÞ Hnokkaflokkur 10-11 ára: ólafur Sigurðsson HSK Piltaflokkur 16-17 ára, þyngri flokkur: Jó- hannes Sveinbjörnsson HSK léttari flokkur: Arngeir Friðriksson HSÞ Drengjaflokkur 14-15 ára: Ingibergur J. Sig- urðsson UV Sveinaflokkur 12-13 ára, þyngri flokkur: Björn Böðvarsson HSÞ lóttari flokkur: Sigurður Kjartansson HSÞ inni orðin 9 stig og Rush segir ákveðinn: „Ég vil sigurlaun í deild og deildarbikar áður en ég fer“. Liverpool sigraði í deildinni og í bikarkeppninni í fyrra. Fimmta apríl mæta þeir Arsenal í úrslitum deildar- bíkarsins og virðast auk þess ætla að verða óstöðvandi í kapphlaupinu um deildarmeistaratitilinn. Rush sem Juventus borgar stórfé fyrir að fá í sfnar raðir í haust segir það ekki skipta sig máli hvort mörkin séu orðin 200 eða verði 300, „það eina sem skiptir máli er að skora þau“. Félagar Rush í Liverpool eru farnir að kvíða brottför hans. „Ég veit ekki hvernig við förum að þegar hans nýtur ekki lengur við,“ segir Jan Mölby, „kannski við treystum um of á hann,“ bætir hann við. Liverpool heldur áfram titih'örn sinni á sunndaginn þegar þeir heims- ækja Tottenham á White Hart Lane í Lundúnum. lan Rush ætlar sér að vinna tvo bikara áður en hann fer frá Liverpool eftir þetta keppnistímabil. Hér pússar hann einn af þeim bikurum sem Liverpool hefur unnið um dagana, Evrópubikar mcistaraliða. Knattspyrna: Roma vann Argentínu Italska knattspyrnuliðið Roma sigraði landslið Argentínu í vináttu- leik í Róm í gærkvöld. Lokatölur urðu 2-1 eftir að jafnt var í leikhléi, 1-1. Það var Carlos Tapia sem skoraði mark Argentínumanna og kom þeim í 1-0 en Zbigniew Boniek sem sést hér til hliðar bætti um betur fyrir Roma og gerði tvö mörk, sitt í hvorum hálfleik. íkvöld UMFN og KR mætast í fyrri leik liðanna í úrslitakeppni úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik kl. 20.00. Þá hefst keppni á íslandsmcistaramótinu í fimleik- um með skylduæfingum í Laugar- dalshöll kl. 19.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.