Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 20. mars 1987 Neytendasamtökin: Herða þarf eftirlit með innlendri framleiðslu - ákvæöi um merkingar þverbrotin Ákvæði reglugcrða um umbúða- merkingar á drykkjarvörum eru meira og minna brotin hér á landi, samkvæmt könnun sem Félag ísl- enskra iðrekenda og Neytendas- amtökin létu gera fyrir skömmu. Á þetta bæði við um innflutning og innlcndar vörur. Könnunin tók til 128 sýna af drykkjarvörum ýmis konar, hrcinna ávaxta- og grænmetissafa, gosdrykkja, svaladrykkja, „djúsa“ og drykkjardufts. Sýnin voru tekin af handahófi í 38 verslunin á höfuð- borgarsvæðinu í janúar og febrúar sl. Þessi sýni skiptust þannig að 63 þeirra voru innlend, en 65 erlend. Sýnin voru eingöngu skoðuð með tilliti til merkinga umbúða og þau sýni sem ekki voru merkt sam- kvæmt ákvæðum heilbrigðisyfir- valda þar um, flokkuð sem gölluð. Hlutfall gallaðra sýna af innlendri framleiðslu reyndist vera 25,4% sem er töluvert hátt hlutfall. Alvarlegustu sýnin verða að telj- ast þar sem innihaldslýsing er ófull- nægjandi, aukaefna ekki getið, eða um ólöglega notkun aukaefna er að ræða. Er í niðurstöðunum mælst til þess að þau sýni sem fela í sér verstu brotin verði skilyrðislaust fjarlægð af markaðnum. Undir þessa flokka falla 25 erlendu sýn- anna og 15 þeirra innlendu. í greinargerð með könnuninni kemur fram að eftirlit með innflutt- um matvælum og öðrum neyslu- vörum er mjög bágborið og hið sama gildir um eftirlit með inn- lendri vöru. Bent er á að eftirlit fer ekki fram fyrr en vörum hefur verið dreift í verslanir, sem verður að teljast ófullnægjandi. Sam- kvæmt lögum ber innflytjendum, framleiðendum eða þeim sem pakka vörunum, skylda til að merkja þær í samræmi við reglu- gerðir. Að lokum segir í könnuninni að greinilegt sé að eftirlit með inn- flutningi verði að komast á sem fyrst og herða þurfi eftirlit með innlendri framleiðslu. - SÓL HAFNAREY HAFDI ENGAN KVÓTA Yfirlýsing frá Björgunarfélagi Hornafjaröar:: Vegna ótrúlegrar fréttamennsku í Þjóðviljanum þann 4/3 1987 um að sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, hafi stolið aflakvóta Hafn- areynnar sem sökk hér í höfninni 13/1 1986 og var seld til Keflavíkur, vill stjórn Björgunarfélags Horna- fjarðar taka fram eftirfarandi. Báturinn var dæmdur ónýtur þar sem hann var brotinn ogsokkinn, og tekinn af skipaskrá. Eigendur hans fengu innflutnings- leyfi fyrir öðrum bát og samþykki ráðuneytis að færa aflakvótann á þann bát. Við í Björgunarfélagi Hornafjarð- ar fengum flakið gefið á botninum í höfninni, gegn því að fjarlægja það og máttum síðan nýta það að vild. Þegar báturinn náðist á flot og virtist minna skemmdur en ætlað hafði verið, vélarnar svo til óskemmdar og voru gangsettar, þá kom upp mikill áhugi víða af landinu að fá bátinn keyptan. Allir drógu sig til baka er þeim varð Ijóst að báturinn hafði ekki kvóta, þangað til Magnús Axelsson í Keflavík kom í maí og keypti bátinn og virtist hann ekki hlusta á eða taka neitt til athugunar að báturinn væri kvótalaus. Eins og lýst hefur verið var öllum, sem áhuga sýndu að kaupa, gerð grein fyrir að ekki fylgdi bátnum Búist við góðæri í sjónum áfram kvóti, Magnúsi Axelssyni sem öðrum, og virðist okkur alveg ótrú- legt hvað menn leggjast lágt í sorp- blaðamennskunni þegar þeim verð- ur ljóst að ekki tekst að græða stórfé með því að selja það sem aðrir eiga. Stjórn Björgunarfélags Horna- fjarðar Hér má sjá Hafnareyna eftir að togarinn Þórhallur Daníelsson sigldi á hana í Hornafjarðarhöfn. límamynd: S. Aðalsteinsson. Eitthvað nýtt fyrir eðlis- og efnafræðiunnendur efstu bekkja grunnskólanna: Ný kennslubók í eðlis-ogefnafræði Nýlega kom út hjá Námsgagna- stofnun ný kennslubók í efnafræði fyrir efstu bekki grunnskóla. Námsefninu fylgja sérstakar kennsluleiðbeiningar með ýmsum upplýsingum um efnið, ítarefni og fl. Höfundur námsefnisins er Þórir Ólafsson. Kennslubókin er 96 bls., prýdd fjölda skýringarteikninga og ljósmynda, ásamt verkefnum og leiðbeiningum um tilraunir. Lotu- kerfið fylgir hverri bók, litprentað innan á kápusíðu. Þá hefur Námsgagnastofnun gef- ið út endurskoðað hefti, Orkan og orkunotkun, sem upphaflega var gefið út af orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðuneytisins. Að endur- skoðuninni unnu tveir höfunda, Jón Ingimarsson og Sigurður G. Tómasson. Heftið sem er 31 bls. með fjölda verkefna er ætlað til kennslu í 7.-9. bekk grunnskóla. -ARI-Starfskynning. Ástand sjávar var hagstætt í vetur eins og verið hefur á þessum árstíma síðan í nóvember árið 1983. Ástæða er til að ætla að ástand sjávar í vor á norðurmiðunum haldi áfram að vera gott og þá lífsskilyrðin í sjónum yfirleitt, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það fyrir víst. Þetta kom fram er rannsóknar- skipið Árni Friðriksson fór í rann- sóknarleiðangur dagana 9.-22. fe- brúar. Einnig var farið í fyrsta sinn í nýtt verkefni í ísafjarðardjúpi. Eru það ítarlegar vistfræðirannsóknir en þær er áætlað að endurtaka u.þ.b. mán- aðarlega á árinu 1987. Einnig voru settir niður síritandi hitamælar til langs tíma við bryggjur í Æðey á ísafjarðardjúpi og í Grímsey. Leið- angursmenn voru Svend-Aage Malmberg, leiðangursstjóri, Ólafur S. Ástþórsson, Erlendur Jónsson, Stefán S. Kristmannsson og Guð- mundur Skúli Bragason. Skipstjóri var Sigurgeir Ingi Lárusson. -Ó.K.Á/Starfskynning. Vilja stjórnvöld bætt kjör kennara? í nýlegri stuðningsyfirlýsingu KÍ segir að í samningaviðræðum ríkis- ins og stéttarfélaga kennara hafi stjórnvöld sýnt lítinn vilja til að bæta kjör kennara. Þannig að stjórn KÍ lýsir fullum stuðningi við félagsmenn HÍK. Stiórnin skorar á fiármála- oe menntamálaráðherra að beita sér þegar í stað fyrir samningum við stéttarfélög kennara og standa við gefnar yfirlýsingar um að bæta kjör þeirra. ÓKÁ/Starfskynning. Leikhús í hádeginu: bMM (ÍMvícfl Iiiv ■ Knnnn<( n cru iignsci lyi i ivungu - leikrit um eyðni sýnt í Kvosinni Alþýðuleikhúsið frumsýndi í há- deginu í gær fyrsta leikrit hádegis- leikhússins, „Eru tígrísdýr í Kongó". Þetta er gert í samvinnu við veitingahúsið í Kvosinni. Leikritið gerist á veitingahúsi og fjallar um tvo rithöfunda sem fá það verkefni að skrifa gamanleikrit um eyðni. Þeir hefja skrifin með kímni- gáfuna að leiðarljósi en fljótt verður þeim ljóst að það eru staðreyndirnar sem gilda. Þeir reyna að setja sig í spor fórnarlambanna og vclta upp ýmsum hliðum málsins sem þeim finnst miður fyndin. Leikrit þetta er samið af Finnun- um Bengt Ahlfors og Johan Bargum og hefur leikritið verið flutt í Finn- landi. ísland er annað landið á Norðurlöndunum sem tekur leikritið til sýningar, en öll Norðurlöndin hafa ákveðið að taka það til sýning- ar. Leikarar eru tveir, Harald G. Haraldsson og Viðar Eggertsson en leikstjórn annast Inga Bjarnason. Miðaverð og léttur hádegisyerður er kr. 750,- og tekur sýningin um þrjú korter. -ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.