Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 4
SVEITARSTJORNARMÁL 4 Tíminn Föstudagur 20. mars 1987 llllllllllrlll SPEGILL Ahyggjufullir stjórnendur Þær Patty Hearst og Yasmin Khan vinna af alefli gegn sjúkdómn- um Alzheimer. -enCybillerlukku- leg;húnávonátví- burum! „Moonlighting“ Þarna er Cybill komin í óléttukjól þó hún eigi ekki von á sér fyrr en í október n.k. - en hún gengur líka ineð tvíbura FRÆGAR KONUR LEGGJA GÓÐU A mmMERÍSKU sjónvarps- þættirnir „Moonlighting" hafa orð- ið mjög vinsælir í Bandaríkjunum, orðið þar efstir á blaði og fengið' vcrðlaun. Aðalleikarar í þáttun- um. þau Cybill Shepherd og Bruce Willis, eru því með meiri háttar stjörnum þar í landi. Þættirnir mala gull fyrir fram- leiðendur og því varð uppi fótur og fit þegar Cybill og sambýlismaður hennar Dr. Bruce Oppenheim gengu í hjónaband með litlum fyrirvara og tilkynnti um leiö að hún væri ófrísk, og meira að segja gengi hún með tvíbura ! Nú var farið að funda í fyrirtæk- inu um hvcrnig bregðast skyldi við þessum tíðindum. Upp kom sú ráðagerð að reyna að „skrifa ólétt- una inn í þættina", eins og gert var í Lucy Ball þáttunum hér áður fyrr. En þá kom upp spursmálið um hver ætti að vcra pabbinn, því að Maddie, sem Cybill leikur í þáttunum, er ofsaklár leynilögga og það þótti ekki vera í samræmi við hlutverkiö að Maddie gengi í hjónaband. Höfundar komu fram með fjórar hugmyndir um fram- hald þáttanna, en engin þeirra þótti góð. Nú bíða aðdáendur Moonlight- þáttanna spenntir eftir framvindu mála. Cybill og kærast- inn viö afhend- ingu sjónvarps- verðlauna 1986 Mótleikari Cyb- ill í sjónvarps- þáttunum licitir Bruce eins og eiginmaður hennar, sem er auðvitaö til mik- ils hagræðis R MALEFNILIÐ ITA Hayworth, ein skærasta stjarna Hollywood á fimmta áratugnum, þjáist af hinum illræmda Alzheimer-sjúkdómi, eins og reyndar fjöldi fólks sem ekki er eins þekkt. Þetta er sjúk- dómur sem ekki var talað hátt um fyrir nokkrum árum, en þegar þessi fræga kvikmyndastjarna varð fórnarlamb hans, breyttist afstaðan til hans og þeirra sem af honum þjást. Það er ekki síst að þakka fram- lagi Yasmin Aga Khan, 37 ára dóttur Ritu, sem vildi ekki sætta sig við niðurlægjandi meðferð fjöl- miðla á móður hennar, þegar hún var á ferðalagi og bar öll merki sjúkdómsins. Þá hét það í blöðum að Rita hefði verið dauðadrukkin á ferð og hvorki vitað í þcnnan heim eða annan. Síðan hefur Yasmin unnið mikið að því að vekja athygli á þessum sjúkdómi, sem gerir fólk gamlað fyrir aldur fram. Og til að vekja athygli þarf peninga. Nú hefur Yasmin fengið góðan liðsmann í baráttunni þar sem Patty Hearst er. Patty er dóttir blaðakóngsins Randolphs Hearst og hefur lifað og hrærst meðal forríka fólksins í Ameríku. En hún hefur líka lifað öðru lífi sem frægt er orðið. Óbótamenn rændu henni og fengu hana til að taka þátt í glæpaverkum 1974. Til sönnunar á þátttöku hennar var sýnd mynd um víða veröld þar sem Patty Hearst tók þátt í vopnuðu bankaráni. Sá tími er löngu liðinn en Patty finnst hún þurfa að bæta fyrir sitt og hegðun á þessum árum. Og það finnst henni hún geta að ein- hverju marki með því að aðstoða vinkonu sína Yasmin Khan við að vinna gegn sjúkdómnum Alzheim- Keflavík Frítt fyrir ÍBK Áfundi íþróttaráðs Keflavíkurbæj- ar fyrir skömmu var borin fram tillaga um að ÍBK fái framvegis frí afnot af öllum íþróttamannvirkjum bæjarins bæði til æfinga og keppni. Með tillögunni fylgdi greinargerð þar sem segir að með samþykkt þessarar tillögu sé gert ráð fyrir að sama fyrirkomulag verði á öllum afnotum ÍBKað íþróttamannvirkjum bæjarins. Nauðsyn sé að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, til þess að heildarmynd fáist af því hverframlög bæjarins eru til íþróttamála. Fyrir 4 árum eða í febrúar '83 var samþykkt í íþróttaráði svipuð tillaga og þessi. í greinargerð með þeirri tillögu segir m.a. „Allur kostnaður bæjarsjóðs vegna reksturs íþrótta- mannvirkja (í hlutfalli við notkun ÍBK á mannvirkjunum) verði færður sem framlag til íþrótta- og æskulýðs- mála“. Þetta hefur ekki verið gert auk þess var sú tillaga sem þá var flutt aðeins samþykkt til reynslu í eitt ár. Stuðningsfjölskyldur vegna fatlaðra í félagsmálaráði hefur verið fjallað um þá athugun sem Svæðisstjórn Reykjaness hefur gert að undan- förnu á því hvernig reglugerð um stuðningsfjölskyldur fatlaðra verði best nýtt í þágu fatlaðra á svæðinu. Fram hafa komið ákveðnir annmark- ar á þessari reglugerð sem felast aðallega í því hversu lág laun (kr.1.020,- á hvern sólarhring) eru boðin fyrir þjónustu stuðningsfjöl- skyldna. Vegna þessa hefur svæðisstjórn- in leitað eftir samvinnu við sveitarfé- lögin á svæðinu um það hvort þau geti lagt fram jafngildi framlags ríkis- ins til stuðningsfjölskyldna þar sem um er að ræða einstaklinga með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Félagsmálaráð benti svæðis- stjórninni á að Ragnarsel býður upp á umrædda þjónustu, anni það hins vegar ekki eftirspurn þá hefur félags- málaráð lagt til að Keflavíkurbær verði við þessari beiðni. Skýrsia Félags- málastofnunar Keflavíkur 1986 Fyrir skömmu var skýrsla Félags- málastofnunar Keflavíkur lögð fram á fundi Félagsmálaráðs, sem hefur með yfirumsjón stofnunarinnar að gera. Starfssvið Félagsmálaráðs er aö fara með framfærslumál, félagsmál, málefni aldraðra, heimilishjálp, dag- vistarmál barna, atvinnuleysisskrán- inqu og vinnumiðlun. í skýrslunni kemur m.a. fram að ails eru 57 dagheimilispláss og 185 leikskólapláss (hálfsdagspláss) á dagvistarheimilum í Keflavík. Starfsmenn eru 47 í 36 stöðugildum. Á biðlista 31. desember sl. var 181 barn. Þar af biðu 152 börn eftir leikskólaplássi, en 29 börn biðu eftir plássi á dagheimili. Á biðlista eftir dagheimilisplássi var eingöngu um forqangshópa að ræða. A árinu 1986 fengu 47 einstæðir foreldrar greiddan mismun á dag- heimilisgjaldi og dagmæðragjaldi. Lengi vel voru 70% þessa mismunar endurgreidd, en á árinu varð sú breyting að mismunurinn er greiddur að fullu. Gæsluvellir í Keflavík eru nú fjórir, sá nýjasti var tekinn í notkun 7. júlí sl. Gæsluvellina sækja börn á aldrin- um 2-6 ára og sóttu börn gæsluvell- ina á alls 21.756 skipti. Þá kemur í Ijós að á árinu 1986 voru 973 skráðir atvinnulausir, konur voru 682 og karlar 291. Atvinnuleysisdagar urðu alls 12.012, konur með 8.684 daga og karlar með 3.328 daga. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.