Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. mars 1987 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Ætla sjálfstæðismenn að selja aðgang að skólum? Sífellt talað um skattalækkanir samhliða tillögum um útgjöld „Það mun verða hluskipti næstu ríkisstjórnar að takast á við þann halla sem er á ríkissjóði. Þann halla verður að leiðrétta og snúa þessari þróun við,“ sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra á opnum fundi nýverið. Hann lýsti jafnframt ntiklum áhyggjum sínum af þeirri þróun að reka ríkissjóð með stór- felldunt halla. „Það er nú einu sinni svo að sjálfstæðismenn hafa Iofað miklum skattalækkunum. Pað virðist vera að skattalækkanir hljóti mikinn hljómgrunn hjá fólki. Hver vill ekki hafa meira handa á milli? Vilja það yfirleitt ekki allir? Það er ósköp þægilcgt fyrir stjórnmálaflokk að spila inn á þær hvatir og segja við menn, við skulum lækka þessa skatta og jafnvel Ieggja þá af. En menn verða þá á sama tíma að tala um hvað gera eigi við útgjöldin. Ætla menn til að mynda að selja aðgang að skólunum, þannig að ekkert barn geti komið þangað inn án þess að greiða fyrir það tugþús- undir? Ætla menn að selja aðgang að spítölununt? Við viljum ckki gera það. Hinsvegar sýnist ntér að ef áfram verður haldið að lækka skatt- ana þá ntuni þetta gerast," sagði Halldór. Hann benti á að í hvert skipti sem hreyft væri við skattalög- um væri talað um lækkanir. Sagði hann að hvað varðaði staðgreiðslu- kerfið þá ættu skattar eitthvað að lækka. „Öll umræða í nefndum í þinginu fjallar unt hvort ekki sé hægt að lækka þetta meira. Á sama tíma eru rnenn að gera tillögur um ný útgjöld. Þetta gengur ckki og við getum ekki staðið að málum með þessunt hætti áfram. Okkur finnst sem svo að það sé allt ot' mikil tilhneiging til þess hjá samstarfs- flokki okkar í ríkisstjórninni að vera áhyggjulaus um fjármál ríkissjóös og þann halla scm þar hefur myndast. Sá halli er verðbólguhvetj- andi og veröur jafnframt til þcss að vextir eru mun Itærri cn þeir ella hefðu orðið. Hitt er annað mál að ríkissjóður hefur verið notaður til þess að ná fram sátt á vinnumark- aðnum og það var að mínu mati rétt að setja nokkurn halla á ríkissjóð til þess að koma í veg fyrir þenslu á öðrunt sviðunt en ntér hefur blöskr- að að undanförnu livað þessi til- hnciging hefur gengið langt," sagði Halldór. - ES Kennaradeilan: Fundur hefur verið boðaður síðdegis „Bíöum eftir nýju tilboði“, segir Kristján Thorlacius. „Viö getum ekki elt kennara upp stigann,“ segir Indriði H. Þorláksson Fundur hefur verið boðaður hjá sáttasemjara síðdegis í dag í deilu HÍK og ríkisins. Óformlegar þreifingar voru milli aðila í gær en þegar Tíminn innti deiluaðila eftir stöðu mála höfðu þeir enn ekki fengið fundarboðið frá sáttasemjara. „Það er enginn fundur í augsýn og lítið að frétta af okkar samningamál- um“, sagði Kristján Thorlacius for- maður HÍK er Tíminn spurðist fyrir um deilu HÍK og ríkisins. En hver eru helstu efnisatriði ■ kröfugerð ykkar kennara? „Við viljum núna fyrst og fremst ræða um launahækkanir og samningstímann. Þeir vilja binda okkur í tvö ár en miðað við það tilboð sem þeir eru með núna getum við ekki bundið okkur í tvö ár“. Á hverju stranda viðræðurnar nú? „Vegna þess að sanininganefnd ríkisins hefur ekkert nýtt og það er nú mat manna að þeir þurfi að koma með það til þess að við höfum ástæðu til að halda santningafund." Teljið þið kcnnarar ykkur búna að svara síðasta boði þeirra? „Já, ég held að tómt mál sé að tala um fund fyrr en þeir hafa haggað sér út úr þeim ramma sent þeir hafa verið í undanfarið. Það er auðvitað alveg Ijóst að þótt þeir séu að semja við aðra innan einhvers ákveðins ramnta, að þá erum við að fara fram á leiðréttingu og viljunt því hreinlega fá meira. Þær tölur sem llaggað er frá launadeildinni er óheiðarlegur leikur að mörgu leyti. Það eru teknar tölur inn í heildarlaun kennara eins og til dæmis laun skólameistara, vinna fyrir ýmsa hluti svo sem próf- avinnu í samræmdum prófum og störf sem við skiljum ekki hvaðan koma eins og nefndastörf. Nefnda- störf snerta ekki mjög hinn almenna kennara. Launadeildin segir,meðal- laun kennara vera um 70 þúsund út frá þessu, sem þjónar ekki öðrum tilgangi en þeim að telja fólki trú um að við höfum hærri laun en við höfum og við séum bara með heimtufrekju." H ver telur þú að meðallaunin séu? „Ég hef náttúrlega eingöngu yfirlit yfir laun og meðal yfirvinnutíma í mínum skóla, Ármúlaskóla, en hann getur verið nokkuð dæmigerður bóknámsskóli með um 50 kennur- um, sumum í hlutastörfum og um 700 nemendur. Meðalyfirvinna í mínum skóla er um 12 þúsund krónur á mánuði þegar allt er taiið með. Ef við gefum okkur að kennari sé með grunnlaun frá um 34 þúsund og upp í um 50 þúsund, þá getum við búist við að þeir hæstlaunuðustu fari upp í 62 þúsund með yfirvinnunni en þeir lægstu niður í ca 45 þúsund. Inn í launum þessum eru öll stjórnunar- störf í skólunum og vinna í sambandi við töflugerð.“ Sumir segja þetta ábyrgðarleysi af ykkur að fara í verkfall og að þið komið í veg fyrir að nemendur útskrifist í vor. Hverju svararðu því að þið séuð þessir vondu menn? „Við hefðunt nú svo gjarnan viljað komast hjá því að fara í verkfall og það segi ég af heilum hug, en þegar við boðum verkfall og við fáum ekki neitt á móti sem kentur í veg fyrir að við blásum slíku af, þá fór þetta nú svona. Verkfallsvopnið kemur ekki alltaf niður á sanngjörnum stað og við erunt því ekki undantekning í því efni.“ Hve margir félagar í HÍK hafa ekki kennararéttindi? „Ætli það sé ekki um þriðjungur framhaldsskólakennaranna. Þetta hlutfall hefur ekki lagast þrátt fyrir að nú sé tiltölulega auðvelt að afla sér réttinda t.d. að sumrinu til í H.í. og eins hefur Kennaraháskólinn gert sitt til þess. Ástæðan fyrir þessu er hreinlega sú að skólarnir eru í sam- keppni við þá sem borga betur bæði innan ríkisgeirans og innan. Það er nær útilokað að fá kennara með réttindi í vissar kennslugreinar, svo sem viðskiptagreinar og raungrein- ar. Tölvukennslan er með þeim hætti að kennarar setja sig inn í tölvuvinnslu um leið og þeir kenna á tölvu og þegar þeir eru komnir með einhverja færni þá eru þeir keyptir annað.“ Tíminn spurði Indriða H. Þorláks- son form. samninganefndar ríkisins að því hvort nýtt tilboð væri á leiðinni eins og kennarar biðu eftir. „Það er einhver misskilningur hjá þeim. Við getum ekki elt þá ef þeir eru á hlaupum upp á við en ef þeir stefna að samningi erum við tilbúnir að tala við þá. Við töldum ekki ástæðu til að halda áfram fundahöld- um á meðan þeir hækkuðu sínar kröfur. Þegar þeir komast á sama flöt og við vorum á áður, þá getum við farið að tala saman og erunt tilbúnir að tala við þá um leið og sáttasemjari telur að viðræður geti borið árangur. Við munum ekki leggja fram tilboð. Áður en við gáturn svarað þeirra síðasta tilboði komu þeir með Itærri kröfugerð svoleiðis að við viljunt fá annan brag á viðræðurnar. Við viljum að menn stefni að sameiginlcgu markmiði en ekki burtu frá því,“ sagði Indriði. ABS Háskólakosningarnar: Umbarbjóða „þjiðstjóm" Stjórnarmyndunarviðræður inn- an Háskóla íslands eru nú að komast á skrið, þó að formlcgar viðræöurhafi ekki hafist. Umbóta- sinnar eru í þeirri skemmtilegu aðstöðu. enn einu sinni, að vera í oddaaðstööu um hverjir koma til mcð að mynda meirihluta innan Stúdentaráðs. Orslit kosninganna urðu þau að Vaka fékk 5 menn kjörna, og hefur því 13 ntenn í Stúdentaráði. Vinstri ntenn fengu 6 ntenn kjtjrna, og hafa því cinnig 13 ntenn. Umbótasinnar fengu 2 menn kjörna og hafa því 3, og eftir situr einn Stígandi maður. Bæði Vaka ogvinstri menn hafa haft samband við Umbótasinna og biðlað til þeirra um stjórnarsam- starf, en þeir hafa boðiðþjóðstjórn i á móti. Með því er átt viö aö myndað verði ópóilítískt Stúdent- aráð, sem hafi það að markmiöi sínu að vinna einungis að málefn- um Háskólans, en láti málefni sern viðkoma stúdentum ekki beint víkja. Svar hcfur ckki enn borist frá ‘ Vöku cða vinstri mönnum, en iniklar þreifingar eru í gangi og er búist við aö formlegar viiSræður hcfjist þá og þegar. - SÓL Ertu að byggja upp líkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Hafnarfjörður: Norðurbær, Miðbær, Álfa- skeið og Kinnar. Garðabær: Túnin. Upplýsingar í síma 641195 hjá umboðsmanni. Hafðu samband. Tíminn •SIDUMUL A 1!) 686300 s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.