Tíminn - 08.05.1987, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR 8. MAl 1987- 101. TBL. 71. ÁRG.
Helgar
blað
Fermingar hafa staðið
sem hæst að undanförnu og í
Helgarblaðinu að þessu sinni
ræðir Bergljót Davíðsdóttir um
þessa töku ungs fólks í krist-
inna manna tölu og ræðir við
nokkra unglinga um viðhorf
þeirra til hennar.
í síðasta Helgarblaði var rætt
um einn mesta menningarsjúk-
dóminn, „stressið" ogvið höld-
um áfram á sömu braut og
ræðum um „hormónana" eða
vakana, en aðeins einn milljón-
asti úr grammi ræður því hvort
við erum glöð og bjartsýn eða
full vanlíðunar og kvíða.
Poppsíðan er á sínum stað
og þar segir gítarleikarinn Ted
Nugent skoðun sína á ýmsum
helstu gítaristunum í rokkinu -
og dregur ekkert undan.
Skáldkonan Simone de Be-
auvoir lést í apríl í fyrra og um
hana er fróðleg grein, en kenn-
ingar hennar um kvenfrelsis-
baráttu hafa fyrir löngu unnið
sér sess, og margar konur geng-
ið í fótspor hennar.
Þá er fátt eitt upp talið og
hver mun finna eitthvað til að
lesa yfir helgina í blaðinu að
vanda.
mm
mmi.
■
Lééí.:--..
Andköf
Þeir voru að flýta sér við að koma
Leifsstöð í gagnið og þess vegna
virðist ýmsu ábótavant, sem nú er að
koma í Ijós. Bitnar ófullkominn frá-
gangur fyrst og fremst á starfsfólkinu,
sem farið er að kvarta. Nú vita þeir
sem í Leifsstöð hafa komið að það er
vítt til veggja, en þár sem loftræsti-
kerfið hefur enn ekki verið tengt að
fullu verður starfsfólk því fegnast
þegar það kemst út undir bert loft.
Þetta er leiður galli á nýrri og fallegri
byggingu. Starfsfólk er óánægt með
margt fleira, sem þarf lagfæringar við,
en stafar fyrst og fremst af því, að
stöðin var opnuð áður en hún var
fullbúin. Engu að síður er allt sem
snýr að farþegum til sóma. Við leggj-
um til að nú verði lögð áhersla á að
gera starfsfólkinu vistina sem þægi-
legasta. Það gengur ekki í gegnum
þessa stöð. Hún er þess vinnustaður.
Sjá bls. 3
Götur spændar upp
fyrir 85 milljónir
Eftir 1. maí er óheimilt að aka um götur
höfuðborgarinnar á nagladekkjum.
Nagladekkin eru hinn mesti skaðvaldur
þar sem gatnakerfi borgarinnar er ann-
ars vegar og tjónið sem þau valda hefur
sjaldan verið meira en í vetur, þegar
tíðin hefur verið góð og götur meira og
minna auðar. Gert er ráð fyrir að veita
85 milljónum króna til þess að laga
skemmdir á malbiki, en helstu umferð-
aræðar í og úr Reykjavík hafa orðið fyrir
miklum skemmdum. Þá er hreint ekki
Ijóst hvort nagladekkin hafi sannað
gildi sitt sem öryggisbúnaður, en menn
hafa haft tilhneigingu til að fá falska
öryggiskennd við að keyra á slíkum
dekkjum í hálku.
Sjá bls. 2