Tíminn - 08.05.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Föstudagur 8. maí 1987
Hafnarframkvæmdir á Vesturlandi:
Stærstu verkefnin
við Ólafsvíkurhöfn
Fjárveitingar til hafnarmannvir-
kja og lendingarbóta á Vesturlandi
nema 24 milljónum króna eða 11%
af heildarfjármagninu fyrir árið
1987. Er þar um 6 liði að ræða.
Stærstu framkvæmdirnar eru á
Ólafsvík (9 m.kr.),en þar verður
sprengt fyrir stálþili við Norðurtanga
í ár. Til hafnarmannvirkja á Akra-
nesi er úthlutað alls 7 m.kr. í ár. Það
ber þó að athuga varðandi Akranes
að 5,4 milljónir kr. af fjárveitingunni
er greiðsla ríkissjóðs vegna fram-
kvæmda á árinu 1986. Til Stykkis-
hólms fara 5,6 m.kr. og verður
fjármagninu varið til að endurbyggja
trébryggju í Stykkinu.
Aðrar hafnir á Vesturlandi fá
litlar fjárveitingar, Borgarnes fær
1,4 m.kr., Arnarstapi fær 600 þús-
und og Grundarfjörður 400 þúsund
kr.
Ósamþykkta þingsályktunartillag-
an að hafnaráætlun til fjögurra ára
gerir ráð fyrir að 174,5 m.kr. renni
til hafnarframkvæmda á Vesturlandi
fram til ársins 1990. Á tímabilinu er
gert ráð fyrir að varið verði 45
milljónum kr. til framkvæmda í
Ólafsvík, þ.e. við Norðurtanga, en
þá er ekki meðtalin fjárveitingin í ár
upp á 9 m.kr. Þetta mun vera stærsta
verkefnið á Vesturlandi.
Annað stórt verkefni er á dag-
skránni í Stykkishólmi á tímabilinu.
Þar eru fyrirhugaðar framkvæmdir í
Súgandisey fyrir um 36 m.kr. og eru
þær tengdar tilkomu nýrrar Breiða-
fjarðarferju, en bygging ferjunnar
var boðin út nýlega. Þá er fyrirhugað
að leggja 28 m.kr. til að styrkja
brimvarnargarðinn á Akranesi 1989
Hafnarframkvæmdir á Suðurlandi:
Nær allt
fjármagnið til
Vestmannaeyja
Minnst af því fjármagni, sem
rennur til hafnarmannvirkja og
lendingarbóta, kemur í hlut Suður-
landskjördæmis eða 10,1 milljónir
króna (4,6%). Nær allt fram-
kvæmdaféð rennur til Vestmanna-
eyja eða alls 9,5 m.kr. Aðeins er
um þrjár fjárveitingar að ræða, en
fyrir utan Vestmannaeyjar eru
lagðar 400 þúsund krónur til að
ganga frá sjósetningarrennu við
Dyrhólaey og Stokkseyri fær 200
þús. kr. Enda er ekki um margar
hafnir að ræða í Suðurlandskjör-
dæmi. Önnur stórhöfnin í kjör-
dæminu er í Þorlákshöfn, en hún
er landshöfn.
Ráðgert er að veita 75,9 m.kr. til
. hafnarmannvirkja á Suðurlandi
samkvæmt tillögu að hafnaráætlun.
Allt það fjármagn mun renna til
verkefna við Vestmannaeyjahöfn.
ÞÆÓ
Hafnarframkvæmdir
á Reykjanesi:
Stórverkefni
framundan í
Sandgerði
og Grinda-
vík
Samkvæmt fj árlögum verður varið
alls20m.kr. eða9,2% afkökunni til
hafnarmannvirkja á Reykjanesi. Þar
er um að ræða framkvæmdir við
hafnir í fjórum sveitarfélögum.
Stærsta fjárveitingin kemur í hlut
Hafnarfjarðar eða 9,7 m.kr. Hins
vegar eru ekki áætlaðar neinar fram-
kvæmdir við Hafnarfjarðarhöfn í ár,
heldur er hér um að ræða uppgjör á
hlut ríkissjóðs í eldri framkvæmdum
við höfnina.
Þá verður varið 5,3 m.kr. til
verkefna við höfnina í Sandgerði,
3,2 m.kr. í nýju höfnina í Garðabæ
og að síðustu fara 1,8 m.kr. til
hafnarframkvæmda í Grindavík.
í tillögu að hafnaráætlun er gert
ráð fyrir að á næstu fjórum árum
verði 167,5 m.kr. lagðar til fram-
kvæmda við hafnarmannvirki á
Reykjanesi. Stærsta verkefnið eru
endurbætur á höfninni í Sandgerði
og er lagt til að þangað renni alls
tæplega 70 m.kr. Þar er um að ræða
dýpkun innsiglingarrennu, breikkun
Norðurgarðs og grjótvörn við hann.
Þá eru á dagskránni stór verkefni
við höfnina í Grindavík. Áætlunin
leggur til að þar verði framkvæmt
fyrir rúmlega 60 m.kr. á fjögurra ára
tímabilinu. Þar er fyrst og fremst um
að ræða stálþil við Miðgarð og
dýpkun fram af garðinum.
ÞÆÓ
Áætlaðar eru framkvæmdir við Vestmannaeyjahöfn fyrir 9,5 milljónir króna.
Hafnarframkvæmdir á Vestfjörðum:
Miklar hafnarframkvæmdir
fyrirhugaðar á næstu árum
Vestfirðingar fá á fjárlögum fyrir
árið 1987 45,7 milljónir króna til að
sinna hafnarmannvirkjum sínum.
Þetta er20,9% af þvífjármagni, sem
Fjárveitingar til hafnarframkvæmda á Austurlandi:
Dráttarbraut á Seyðisfirði
Framkvæmdafé til hafnarmála á
Austurlandi nemur á árinu 41,7
milljónum króna eða 19,1% af
heildarsummunni til þess mála-
flokks. Þessu fjármagni er deilt
niður á 12 staði í kjördæminu.
Mestu verður varið til fram-
kvæmda á Vopnafirði eða 13,5 m.
kr., en þar verður stálþilsbakki við
Ásgarð lengdur. Næst hæsta fjár-
veitingin rennur til Bakkafjarðar
eða alls 7,5 m.kr. Þarna er að
mestu um að ræða óuppgerðan
hlut ríkissjóðs í eldri framkvæmd-
um. Til hafnar í Homafirði fara 6,4
m.kr. og fara þær milljónir flestar
í vinnu við hið klassíska vandamál
Hafnarbúa, að dýpka höfnina.
Önnur sveitarfélög á Austur-
landi fá síðan minni upphæðir til
framkvæmda, en það eru Neskaup-
staður (2,7 m.kr.), Fáskrúðsfjörð-
ur (2,6 m.kr.), Stöðvarfjörður (2,5
m.kr.), Seyðisfjörður (2,2 m.kr.),
Eskifjörður (1,6 m.kr.), Djúpivog-
ur (1,4 m.kr.), Borgarfjörður
eystri ( 500 þús. kr.), Breiðdalsvík
(500 þús.kr.) og loks Reyðarfjörð-
ur (300 þús.kr.). Ljóst er að skipt-
ing hins takmarkaða fjármagns
hefur verið erfið á Austurlandi.
Hafnaráætlun sú, sem tillaga var
gerð að í vor á Alþingi, leggur til
að á árunum 1987 - 1990 verði
tæplega 391 milljón króna veitt til
hafnarframkvæmda á Austurlandi.
Stærsta verkefnið sem framundan
er virðist vera á Seyðisfirði, en gert
er ráð fyrir að framkvæmdir þar á
tímabilinu kosti 96,5 m.kr. Þar
mun mest fara til byggingar tveggja
áfanga dráttarbrautarinnar eða alls
74 m.kr.
Þá er hugmyndin að komið verði
upp brimvarnargarði og viðlegu-
kanti fyrir 50 milljónir á Borgar-
firði eystra á árunum 1989 - 1990
og verður það verkefni líklegast
fjármagnað með lánsfé. Eskfirð-
ingar hyggja einnig á stórfram-
kvæmdir, sem er bygging nýrrar
bryggju við fiskimjölsverksmiðj-
una og er ætlað í hana 39 m.kr.
Fleiri stór verkefni eru tilgreind
í hafnaráætlun, s.s. stálþil á Reyð-
arfirði og Fáskrúðsfirði, viðlegu-
kantur á Breiðdalsvík og loks má
geta að fyrirhugað er að leggja 20
m.kr. til að dýpka höfnina í Horna-
firði á þessu fjögurra ára tímabili.
ÞÆÓ
ætlað er til hafnarmannvirkja og
lendingarbóta.
Samkvæmt fjárlögum verður unn-
ið að framkvæmdum á 14 stöðumu.
Helstu verkefnin eru á ísafirði en
þangað renna 10,9 m.kr til byggingar
stálþils í Sundahöfn. Á Tálknafirði
verður unnið fyrir 7,3 m.kr. við
endurbyggingu trébryggju. Til Bol-
ungarvíkur verður veitt alls 5,3
m.kr., sem er greiðsla ríkissjóðs
vegna fyrri framkvæmda. Þá fær
Norðurfjörður á Ströndum 5,1 m. kr.
á sömu forsendum og Bolungarvík,
þó hluti fjárins fari til framkvæmda.
, Þá er veitt fjármagni að upphæð 5
m.kr. til að hefja framkvæmdir við
170 metra langan brimvarnargarð að
Brjánslæk. Aðrir staðir fá minni
fjárhæðir til sinna hafna. Hólmavík
fær 2,5 m.kr., Flateyri 2,3 m.kr.,
Patreksfjörður 2,0 m.kr., Hólmavík
2,5 m.kr., Drangsnes 1,4 m.kr. Síð-
an fá Suðureyri, Súðavík, Bíldudal-
ur, Þingeyri og Karlsey fjárframlög
sem öll eru innan við eina milljón kr.
Þingsályktunartillaga til fjögurra
ára hafnaráætlunar gerir hins vegar
ráð fyrir að umtalverðu fjármagni
verði varið til hafnarmannvirkja á
Vestfjörðum fram til ársins 1990 eða
alls 367 milljónum kr.
Stærsta einstaka hafnarfram-
kvæmdin, sem fyrirhuguð er, er
fyrsti áfangi (90 m) brimvarnargarðs
við Brjót í Bolungarvík. Til þess
áfanga er talið að þurfi 93 milljónir
kr. og er gert ráð fyrir að fjár-
mögnunin verði með lánsfé. Þessi
stórframkvæmd er þó ekki á dagskrá
fyrr en á árunum 1989-1990.
Þá er gert ráð fyrir í áætluninni að
talsverðu fé verði varið til fram-
kvæmda við ísafjarðarhöfn, eða alls
82,9 m.kr., ef talin er með fjárveit-
ingin í ár. Þar er stálþilið (140 m) í
Sundahöfn stærsti pósturinn.
Höfnin á Brjánslæk á Barðaströnd
mun einnig fá talsvert fjármagn ef að
líkum lætur. Tillaga er gerð um að
þangað renni 56,2 m. kr. á næstu
fjórum árum. Mikið af þessum fram-
kvæmdum tengjast Breiðafjarðar-
ferjunni, sem fyrirhugað er að
byggja, en smíði hennar var boðin
út nýverið.
Loks má geta að Súgfirðingar eiga
von á úrbót sinna mála, þó nokkur
bið verði. Ætlunin er að leggja 46,5
m.kr. ti hafnarmannvirkja á Suður-
eyri, en þó ekki fyrr en á árunum
1989-1990.
ÞÆÓ