Tíminn - 08.05.1987, Page 5
Föstudagur 8. maí 1987
Tíminn 5
Þorskstofninn fullnýttur:
Aðhald í þorskveiðum
er pólitísk ákvörðun
- máliö þarf að leysa í stjórnarmyndunarviöræðum, segir Halldór Ásgrímsson sem vill þrengja aflaaukningar svigrúm sóknarmarks
“Þorskveiðar í fyrra urðu um
366 þúsund tonn og það má gera
ráð fyrir að veiðin fari jafnvel
framúr því í ár. Mikill hluti af
þessum afla er 1983 árgangurinn.
Sóknarmarkið sem sett var fyrir
árið í fyrra og árið í ár er rúmt og
gefur möguleika á að auka afla. Ég
er þeirrár skoðunar að það þurfi að
draga úr möguleikunum á að auka
þorskaflann og að það verði frekar
dregið úr veiðum 1988 en hitt.“
Þetta sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra þegar hann
var spurður um möguleika á aukn-
um þorskveiðum á næsta ári og
framhald kvótakerfi en núgildandi
lög um fiskveiðistjórnun renna út
um næstu áramót. Halldór benti á
að þorskstofninn væri í dag full
nýttur og því nauðsynlegt framtíð-
arhagsmunum sjávarútvegsins og
þar með þjóðabúsins að ganga
ekki of nærri honum.
“Hins vegar ættum við að geta
haldið uppi þeirri sjávarafurða-
framleiðslu sem við erum komnir
í, sem er meiri en nokkru sinni fyrr
og við megum þakka fyrir ef við
getum haldið henni. Ég minni á að
við erum að framleiða sjávarafurð-
ir á síðasta ári fyrir um 800 milljón-
ir dollara en framleiddum 1983
fyrir um 500 milljónir dollara. Það
er ekki síður mikilvægt að geta
haldið þessari framleiðslu uppi en
að auka hana mikið vitandi að með
því yrði gengið svo nærri stofnun-
um að hún myndi, kannski ekki
hrynja, en faíla mjög verulega
niður," sagði Halldór. Hann bætti
því við að mjög vtða væru mögu-
leikar á að auka verðmæti sjávar-
afurða með betri nýtingu og fjöl-
breytni í veiðum. Nefndi hann í
því sambandi bæði vannýtta stofna
ss. kolmunna scm Færeyingar hafa
vcitt með góðum árangri, kúfisk,
langlúru og gulllax, og úrgang úr
þeim afla sem komið cr með að
landi en er ekki nýttur nú, s.s. lifur
og slóg. „Ég er aðcins að benda á
það að við þurfum að gæta að
okkur," sagði sjávarútvegsráð-
herra.
“Freistingin er mikil að ná meiri
afla á iand, en það er freisting sem
menn verða að standast. Hins veg-
ar renna lögin út um áramót og það
er verkefni nýrrar ríkisstjórnar að
ákveða framhaldið og því er það
eitt af því sem verður að semja um
í sjórnarmyndunarviðræðum með
hvaða hætti að fiskveiðistjórnun
verður staðið. Þetta er pólitísk
ákvörðun sem verður að gang'a frá
með einhverjum hætti í stjórnar-
myndun," sagði Halldór ennfrem-
ur.
Saga um dverghund sem var rotta:
ii
Engin óhrekjandi rök
fyrir sannleiksgildi
Dverghundur, eða Chihuahua, sem sagt er að hjón hafi talið sig vera að
kaupa og smygla til landsins, en hafi svo reynst rotta, sem drepur ketti.
LEIDSOGU-
MENN SEMJA
Vegna sögusagna sem ganga fjöll-
um hærra í Reykjavík um að smygl-
aður hundur hafi reynst rotta þegar
upp var staðið og hafi meira að segja
drepið kött reið Tíminn á vaðið með
spurningu til landsmanna, hvort ein-
hver vissi hvort satt væri. Utvarpsstöð-
in Bylgjan fetaði í fótsporin og
upphófst mikil leit að hjónum sem
höfðu smyglað rottu inn í landið.
Ljóst varð að sagan var til í fjölda
útgáfa, svo sem vant er með skot-
spónasögur, sem tengjast Miðjarð-
arhafslöndum. Á hverju sumri fara
slík ævintýr á kreik.
Flestum sögumönnum í þetta sinn
ber þó saman um, að hjónin hafi
talið sig vera að kaupa sjaldséðan,
smávaxinn hund af mexíkönsku
kyni, svonefndan Chihuahua. Hér
birtist mynd af hundafbrigðinu og er
hann sagður minnstur hunda í heimi.
Hann vegur aðeins 0,45 kg fullvax-
inn og kemst hæglega fyrir í frakka-
vasa eða í kampavínsglasi. Ókostir
við hann, skv. Hundabók Fjölva, er
að hann glefsar í stríðin börn, þykir
einþykkur, fífldjarfur og hikaði ekki
við að ráðast á ljón. (Hvað þá kött,
- en það átti víst að vera rotta!?)
Það skal tekið fram, að engin
óhrekjandi rök hafa komið fram um
að sagan sé sönn og því ástæða til að
taka henni með fyrirvara. Dýralækn-
ar segjast ekki kannast við, að
atvikið hafi átt sér stað. En bæta við,
að stórhættulegt sé að smygla hund-
um til íslands. Að ekki sé nú talað
um rottur. þj
f gærkvöldi náðist samkomulag í
deilu leiðsögumanna og viðsemj-
enda þeirra, en síðasti ásteytingar-
steinninn var uppsagnar og endur-
skoðunarákvæði í samningnum.
Var samningur undirritaður með
fyrirvara um samþykki félags-
Fiskiðjusamlag Húsavíkur greiðir
nú tæp 30% ofan á fiskverð fyrir
vænan þorsk sem fer í skreið. Frá
áramótum hafa þeir greitt 10% ofan
á allan fisk, en hækkunin stafar ekki
einungis af aukinni samkeppni hcld-
ur og af hagstæðum aðstæðum sem
gera þetta kleift.
manna hjá ríkissáttasemjara í gær-
kvöldi.
Jafnframt var verkfalli aflýst og
samþykki félagsmenn samninginn
er ljóst að endanlcga er lokið
tæplega sex vikna verkfalli þcssa
hóps.
Verð á ýmsum afurðum hefur
hækkað töluvert frá því að fiskverð
var ákveðið og ítalskur skreiðar-
markaður er gróðavænlegur. Og fyr-
ir þann fisk eru 30% greidd. Ástand-
ið er að öllum líkindum tímabundið.
-SÓL
Framleiðendur franskra kartaflna:
Fá fimmtán milljónir
- viðbót við fjárlög
Fiskiðjusamlag
Húsavíkur:
Greiðir tæp 30%
ofan á fiskverðið
Iðnþróunarsjóður stofnar fjárfestingarfélag:
Til að ýta undir þróun
hlutabréfamarkaðar
Stjórn Iðnþróunarsjóðs hefur
ákveðið að hann beiti sér fyrir stofn-
un öflugs fjárfestingarfélags er m.a.
hafi það að markmiði að ýta undir
löngu tímabæra þróun hlutabréfa-
markaðar að mati stjórnarinnar, að
því er fram kom á ársfundi Iðnþró-
unarsjóðs í gær.
Þar kom fram að 105 millj. kr.
hagnaður varð af starfsemi sjóðsins
í fyrra. Á fundinum var samþykkt að
veita allt að 10 millj. kr. styrk á
næstu tveim árum til að stuðla að
aukinni sjálfvirknivæðingu hér á
landi. Alls voru 78 lánsumsóknir til
afgreiðslu 1986 en útborguð lán á
árinu námu um 360 millj. Heildarút-
lán í árslok námu 1.682 millj. kr. Þar
af var nær fimmtungur lán til vefjar-
°g prjónaiðnaðar og um 17% til
matv.- og drykkjarvöruiðnaðar.
Fjölhæf sjálfvirkni er sögð gegna
lykilhlutverki í nýrri tækni í fram-
leiðsluiðnaði. Nýbylgja sjálfvirkni
muni smám saman snerta öll svið
framleiðsluiðnaðar.
Forsenda þess að íslenskt atvinnu-
líf geti nýtt sér þessa tækni sé
þekking fjármagn og þor.
Iðnþróunarsjóður hefur að
undanförnu tekið þátt í verkefni
með Iðntæknistofnun sem lýtur að
því að auka sjálfvirkni í innlendum
iðnaði. Markmiðið er aukin fram-
leiðni í hefðbundnum iðnaði með
notkun nýrrar tækni og að aðstoða
fjögur fyrirtæki við að auka sjálfvir-
kni í framleiðsluferlinu. Góð reynsla
og mikill áhugi meðal fyrirtækja olli
því að sjóðurinn ákvað að verja
framangreindum 10 millj. kr. til
áframhaldandi aðgerða á þessu
sviði. -HEI
í greinargerð um horfur í ríkisfjár-
málum á árinu 1987 frá fjármála-
ráðuneytinu, sem birt var í gær
kemur m.a. fram að framleiðendur
franskra kartaflna á íslandi fá í sinn
hlut um 15 milljónir króna, vegna
innflutnings franskra kartaflna er-
lendis frá. Er þetta viðbót við fjárlög
1987.
Er þetta samkvæmt reglugerð frá
24. júní á síðasta ári, en þar er gert
ráð fyrir að innheimt verði jöfnunar-
gjald af innfluttum frönskum kart-
öflum og fá innlendir framleiðendur
frönsku kartaflnanna um 15 milljón-
ir af jöfnunargjaldinu í sinn hlut,
eins og fyrr segir. -phh
Nýir bátar í Reykjavíkurhöfn:
DRÁTTARBÁTUR
FRÁ HOLLANDI
Hafnaryfirvöld eru nú að leita
fyrir sér með að kaupa nýjan, eða
jafnvel nýja dráttarbáta á Reykja-
víkurhöfn.
Á leiðinni til landsins með einu
skipi Sambandsins er nú hollenskur
dráttarbátur sem leigður verður
uns komin er reynsla á hann og
reynist hann vel rennur leigan til
kaups á skipinu. Báturinn er vænt-
anlegur til landsins snemma í næstu
viku.
Báturinn er minni en núvprandi
dráttarbátur, en með sama afl.
-SÓL