Tíminn - 08.05.1987, Page 8
8 Tíminn
Föstudagur8. maí 1987
Timinri
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:;
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umörot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Hver eru skilaboð kjósenda?
Nærri tvær vikur eru liðnar frá því alþingiskosn-
ingar fóru fram, en formlegar stjórnarmyndunar-
viðræður hafa ekki átt sér stað, þótt nú séu þær í
sjónmáli. Hins vegar er allt óvíst um það hvernig
slíkum viðræðum muni ljúka eða hvaða flokkar
koma til með að fara með stjórn landsins á
nýbyrjuðu kjörtímabili.
Eins og til var stofnað í þessum alþingiskosning-
um, þar sem framboðamergðin setti einkum svip
sinn á kosningabaráttuna, urðu kosningaúrslitin
eftir því óglögg og óafgerandi, svo að ýmsir þeir
sem eru að hæla sér af kosningasigrum, s.s.
Kvennalistinn, Alþýðuflokkurinn og Borgara-
flokkur Alberts Guðmundssonar, geta í rauninni
ekki sannfært neinn um að þeir séu í sporum
sigurvegara sem sérstaklega séu útvaldir til þess
virðingarheitis. Þessir flokkar eru hver um sig
smáflokkur með fáa þingmenn á bak við sig. Þótt
þeir legðu tveir eða þrír saman, t.d. Kvennalistinn,
Borgaraflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, halda
þeir áfram að vera minnihlutaafl meðal þjóðarinnar
og á Alþingi og kæmu engu áleiðis án samvinnu við
aðra. Afrek þeirra eru þau ein að smáflokkum
fjölgar án þess að þeir hafi nein málefni upp á að
bjóða sem aðrir flokkar hafa ekki á stefnuskrá sinni
og gera því stjórnkerfið ruglingslegra en í rauninni
er hollt fyrir virkt þingræði. Sannleikurinn er sá að
stjórnmálaflokkar á íslandi hafa verið yfrið nógu
margir, og þetta smáflokkabrölt og prívatframboð
er fremur merki um hnignun þingræðiskerfisins en
endurnýjun þess.
Það er síst til þrifa að vera að ala upp í
smáflokkum á borð við Kvennalistann og Borg-
araflokkinn að þeir séu einhverjir sigurvegarar,
heldur væri nær að segja þeim sem satt er að þeir
eru aðeins lítill minnihluti meðal kjósenda. Að
kosningaárangur þeirra sé einhvers konar „skila-
boð“ eða æðri vísbending um að þeim beri að hossa
sem sigurvegurum er út í bláinn.
Alþýðuflokkurinn kom að vísu betur út úr
þessum kosningum en hann gerði 1983, en miklu
lakar en formaður hans hafði gert sér vonir um. Ef
eitthvað er, felast þau skilaboð í kosningaútkomu
Alþýðuflokksins að hann eigi sér afmarkað rúm
innan gamla flokkakerfisins sem getur rokkað á
bilinu 10-15% af kjörfylginu, eftir því hvernig árar,
en í úrslitunum nú er enga vísbendingu að finna um
það að Alþýðuflokkurinn sé sú stærð eða verði það
afl, sem hefur efni á því að tala digurbarkalega um
sigra sína. Slíkt oflæti sæmir ekki Alþýðuflokknum
í þeirri stöðu sem hann er.
Hitt er annað mál að Alþýðuflokkurinn getur
orðið að liði í myndun starfhæfrar ríkisstjórnar,
eins og nú háttar, og á að vinna raunsætt að því
verkefni eins og aðrir alvöruflokkar. Það eru
skilaboðin sem kjósendur senda flokkunum.
Illlllllllllllllllllll GARRI lllllllllllllllllllll
Ný keppnisíþrótt
Garri er auðvitað ekki einn um
það að hafa komið auga á nýja
kcppnisíþrótt, sem er að ryðja sér
til rúms á íslandi, en hann langar
samt til að gera hana að umtalsefni
og ryðja með því brautina varðandi
nýtt efni fyrir iþróttafrcttaritara,
því að það verður þeirra hlutverk
fyrst og fremst þegar fram líða
stundir að fylgjast með „áróngr-
um“ í umræddri iþróttagrein.
En hver er þessi nýja keppnis-
íþrótt?
Það er sú íþrótt að stofna nýja
stjórnmálaflokka og efna til fram-
boða með sem mestum hraða og á
sem skemmstum tíma. Eins og
hver maður sér er þetta í alla staði
virðingarverð íþróttagrein og eðli-
leg viðbót við þær keppnisiþróttir
og tómstundagaman, scm nauð-
synleg er í fjölþættu nútímaþjóð-
félagi, þar sem leitast er við að allir
haH viðfangscfni við sitt hæfi og
geti tekið þátt í félags- og íþrótta-
starfsemi scm hentar þeim best.
Fótbolti er góður meðan menn eru
ungir, en hann hentar ekki gömlu
fólki, svo dæmi sé tekið.
Leiðindavafstur
Alþingiskosningar hafa hingað
til verið mesta leiðindavafstur, sem
stjórnarskráin neyðir að vísu upp á
fólk, en kerfiskarlar hafa alltaf
verið að nota sér af og einoka með
þvi að stofna einu sinni fyrir allt
flokkseigendafélög og festa þau í
sessi áratug eftir áratug undir fal-
legum nöfnum eins og Framsókn-
arflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Al-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag,
þótt ekkert liggi á bak við þessar
nafngiftir nema bölvuð blekking,
og það sem verst er, þessir flokkar
eru svo leiðinlegir. Þeir eru alltaf
cins, áratug eftir áratug. Þeir þykj-
ast vcra að keppa í kosningum, en
sannleikurinn er sá að þetta er
engin keppni, þvi þeir semja nánast
fyrirfram uin það hvað hverjum
þeirra bcri af atkvæðamagni og
þingsætum.
Þess vegna styður Garri þá nýju
hugsun sem ryður sér til rúms að
alþingiskosningar skuli nota til þess
að stofna í hvcrt sinn sem kosið er
sem flesta flokka og hafa sem allra
flest framboð svo fólk hafl úr
einhverju að velja. En ekki aðeins
það, heldur er mergurinn málsins
sá að stofnun flokkanna út af fyrir
sig, keppnin um að koma framboð-
um á á sem skemmstum tíma, er
upplögð keppnisíþrótt, sem hæflr
gáfaðri þjóð og svo andlega sinn-
aðri sem íslendingum.
íþrótl sem á hljómgrunn
Síðustu alþingiskosningar leiddu
í Ijós að flokkastofnunaríþróttin á
mikinn hljómgrunn og það sannað-
ist að það er hægt að gera þessa
íþrótt mjög spennandi. Vinninginn
í íþróttinni hafði Borgaraflokkur-
inn sem stofnaður var og kom á
framboðum í öllum kjördæmum á
2 sólarhringum. Næstur að vinn-
ingum í framboðshraða var Þjóð-
arflokkurinn, sem þó tók miklu
lengri tíma að stofna og tókst ekki
að bjóða fram nema í fimm kjör-
dæmum - þrátt fyrir nafnið - og
Ijóst að hann vcrður að taka sig á
fyrir næsta sprett með hvaða hætti
sem það nú verður.
Garri vill benda á það í mestu
vinsemd að sú hætta fylgir öllum
flokkum að þeir aðlagist kerfinu og
verði jafnleiðinlegir og flokkum
hættir til að verða, ef þeir lifa of
lengi. Það ætti því ckki að vcrða
keppikeflið í skyndiflokkaíþrótt-
inni að viðhalda sjálfum sér til
næstu kosninga, heldur koma sí-
fellt fram með nýja flokka, sem
allra flcst framboð og „síferskar
hugmyndir" í hverjum kosningum.
Það er mergurinn málsins « þessari
nýju keppnisíþrótt.
Garri.
VÍTTOG BREITT
Fjárlagahalli og
skattsvik
Tvær stórmerkar skýrslur um
afkomu þjóðarbúsins og framtíðar-
horfur litu dagsins ljós í vikunni. Á
ársfundi Seðlabankans flutti Jó-
hannes Nordal sína árlegu ræðu,
sem ávallt vekur mikla athygli, og
Þjóðhagsstofnun sendi frá sér
greinargerð um ástand og horfur í
efnahagsmálum fyrir stjórnmála-
menn að skoða.
í báðum skýrslugerðunum er
vikið að fjárlagahallanum, en sá
hefur verið mikið til umræðu. Allir
segja að hann sé mikill en eru ekki
á einu máli um hve hár.
í fjárlögum á hallinn að vera 2,8
milljarðar króna, en nú segir Þjóð-
hagsstofnun hann vera 3,4 millj-
arða. Stjórnarandstaðan vill hafa
hann 5 milljarða.
Seðlabankastjóri, Þjóðhags-
stofnun og yfirleitt allir þeir sem
um fjárlagahallann fjalla, var mjög
við að hann geti orðið verðbólgu-
hvetjandi, nema helst að iánsfjár
verði aflað innanlands til að jafna
hann.
Hægt að jafna hallann
En í þessum ágætu yfirlitum um
ríkisfjármálin og efnahagslífið er
hvergi minnst einu orði á lítið
atriði sem jafnað gæti fjárlagahall-
ann og gott betur. Það er undan-
dráttur frá skatti.
Ábyrgir aðilar hafa látið í ljósi
að stolið sé undan skatti upphæð-
um sem nema 7-8 milljörðum á ári.
Þar af eru söluskattsvikin á milli 2
og 3 milljarðar króna.
Söluskattsþjófnaðurinn er þeim
mun alvarlegri að skatturinn er
innheimtur í umboði ríkisins en
þýfinu ekki skilað.
Ef fjárlagahallinn er eins alvar-
legur og verið er að segja manni og
að hann geti jafnvel orðið valdur
að efnahagshruni, ef svo fer að
verðbólguskriðan rífi sig lausa, er
einsýnt að ríkissjóður hlýtur að
innheimta þá fjármuni sem honum
ber samkvæmt skattalögum.
Ef hægt að stela milljörðum
króna á milljarða ofan með skatt-
svikum er einsýnt að skattakerfið
og innheimtan er ekki annað en
hátimbrað hröngl sem fær ekki
staðist.
Lögin sniðin fyrir svikara
Það hlýtur að vera undansláttur
að ekki sé hægt að ná þessu fé.
Skatteftirlit er ónógt og á því er
hægt að ráða bót. Ef fjármálaráðu-
neytið getur ekki séð af fé til að
ráða nægilega margt fólk til eftir-
litsstarfa og greitt því þau laun sem
duga til að þau störf verði eftir-
sóknarverð, er það samsekt skatt-
svikurunum.
Þeir fjármunir sem varið er til að
skattskil verði eðlileg borga sig
margfaldlega fyrir ríkissjóð.
Upplýst er að sjálfstæðir at-
vinnurekendur eru ekki hálfdrætt-
ingar á við launaþrælana í skatt-
greiðslum. Efnamenn og fyrirtæki
hagræða bókhaldi til að Iosna við
að borga skatta og er það athæfi
meira og minna löglegt og ekki
talið til skattsvika.
Samt stendur eftir að ríkissjóður
er svikinn um mun hærri upphæð
vegna skattþjófnaðar en sem nem-
ur hæstu tölum sem nefndar eru
varðandi fjárlagahallann voðalega.
Margflókin söluskattslög eru
sniðin fyrir þjófana en ekki ríkis-
sjóð. Þrautalendingin erenn flókn-
ari virðisaukaskattur. Ef einhver
glóra hefði einhvern tíma verið í
söluskattinum væri hann innheimt-
ur sérstaklega en ekki falinn inni í
vöruverðinu. Kassi með söluskatts-
stimpli ætti að vera skilyrði fyrir
verslunarleyfi, eins og gerist meðal
allra þjóða, sem ekki sníða skatta-
lög við þarfir svikara og þjófa.
Mikið talað
en lítið aðhafst
Mjög er nú lagt að launamönn-
um, og þar með hinum eiginlegu
skattborgurum þessa lands, enn
einn ganginn að stilla kaupkröfum
sínum í hóf. Efnahagsmálin eru
viðkvæm og hætta er á að fjárlaga-
hallinn með meiru magni upp verð-
bólgu og allt fari úr böndunum.
Launamálin eru ávallt talin vera
það sem skiptir sköpum um hvort
efnahagslegt jafnvægi ríki eða
ekki. Því er mikilvægt að launafólk
sjái sóma sinn í að sporna við
dýrtíð og óáran.
í þeim álitsgerðum sem minnst
var á hér í upphafi var bent á háska
fjárlagahallans og ljóst er að grípa
verður til einhvers konar efnahags-
aðgerða. En á 7-8 milljarða tekju-
taps ríkissjóðs vegna skattsvika er
ekki minnst einu orði.
Stjórnmálamenn tala opinskátt
um skattsvikin og eru allir á einu
máli um að þau verði að uppræta,
en þegar til kastanna kemur virðast
ávallt vera ótal ljón í veginum til
að svo megi takast. Væri mönnum
sæmra að tala minna um skattsvik
en aðhafast meira.
Fjárlagahallinn þyrfti ekki að
vera til ef skattheimta væri í lagi og
hann er hægt að jafna án þess að
leggja á nýja skatta, aðeins með
því að innheimta allt það fé sem
landssjóðnum ber. OÓ