Tíminn - 08.05.1987, Page 9

Tíminn - 08.05.1987, Page 9
Föstudagur 8. maí 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR ll!l!l!!llll!!l!!!!lllllllllllllll!lll llllillllllllllllllllllllllllllllll Þórarinn Þórarinsson: Páfabréf Jóhannesar Nordal Jóhannes Nordal hefur um meira en tveggja áratuga skeið gegnt eins konar páfahlutverki í íslenska fjármálaheiminum. Á árlegum aðalfundi Seðlabankans hefur hann flutt ræðu, sem fjölmiðlar hafa meðhöndlað líkt og katólskir hafa gert, þegar birt hafa verið páfabréf. Margir hafa fallið fram og lýst velþóknun sinni á boðskap aðalbankastjóra Seðlabankans. Þetta hefur ekki brugðist nú frekar en endranær. Nordal gerði að umtalsefni sínu hinn mikla halla, sem fyrirsjáanleg- ur er á ríkisrekstrinum, en horfur eru sagðar á, að liann verði mun meiri í ár en áætlað er í fjárlögun- um. Úrræði seðlabankastjórans eru skýr og einföld. Leiðin til að afla fjár til að mæta hallanum er að hækka vexti á ríkisskuldabréfum. í kjölfar þess myndi að sjálfsögðu fylgja almenn vaxtahækkun. Skuldabréfin með háu vöxtun- um, sem stofnað er til á einu mesta góðæri í sögu þjóðarinnar, eiga svo komandi kynslóðir að greiða, þeg- ar mögru árin koma. Er þetta ekki mikil fjármálaspeki? Frá sjónarhóli fáfróðra alþýðu- manna, en ég tel mig í þeim hópi. horfir þetta öðruvísi við. Það á strax að bregðast við fjárlagahall- anum með svipuðum úrræðunt og Klemens Jónsson og Jón Þorláks- son gerðu í ársbyrjun 1924 eða með sparnaði og aukinni tekjuöfl- un. Ef vel væri ætti nú að vera búið að kalla hið nýkjörna Alþingi sam- an til að fjalla um lausn þess mikla vanda, sem vaxandi halli á ríkis- rekstrinum og utanríkisviðskiptun- um er. Hér er um svo brýn og aðkall- andi verkefni að ræða, að lausn þeirra á ekki að dragast til hausts, eða jafnvel fram á næsta ár. Eftir hin sögulegu kosningaúrslit er það eðlilegt, að forseti landsins, frú Vigdís Finnbogadóttir, dragi í nokkra daga að fela ákveðnum manni stjórnarmyndun. Frá sjón- arhóli hennar er rétt að gefa flokks- foringjunum tíma til að íhuga stöðuna bak við tjöldin. En eftir að forsetinn hefst handa um stjórnar- myndun verður að hafa hraðann á. Hafi Alþingi t.d. ekki borið gæfu til að mynda stjórn innan t.d. sex vikna frá kosningum, hlýtur mynd- un utanþingsstjórnar að koma til athugunar. Það má ekki dragast öllu lengur að reyndar séu ráðstaf- anir til að draga úr fjárlagahallan- um og viðskiptahallanum. Jóhannes Nordal. En gæti utanþingsstjórn nokkuð gert til bóta? Engu skal spáð um það. Hitt má benda á, að utan- þingsstjórnin á árunum 1942-1944 er eina íslenska stjórnin frá byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar, sem tókst að halda verðbólgunni í skefjum. Um fráfarandi stjórn má segja, að hún féll, en hélt þó í raun velli. Hér er átt við það, að þeir flokkar, sent voru undir forustu ráðherra, sem voru í stjórninni, þegar til kosninga var boðað, fengu saman- lagt allríflegan meirihluta á þingi. Ef ekki væri um persónulegar ástæður að ræða, ætti stjórnar- myndun þessara flokka ekki að vera útilokuð. En eins og er virðist ekki sjáan- legur í myndinni, möguleiki á myndun starfhæfrar meirihluta- stjórnar. Þetta skýrist betur, þegar_ stjórnarmyndunarviðræður hefj- ast. En forsetinn þarf að hafa hraðann á og það flýtir ekki fyrir, ef þingflokkunum verður gefinn langur bollalengingartími. Vax- andi halli á ríkisrekstri og utanrík- isviðskiptum krefst skjótra við- bragða. Sá mikli vandi verður ekki leystur með páfabréfi Jóhannesar Nordal. lllllllllli BÓKMENNTIR !!!l!!llll!l!lll lllllllillli! l!!!l!!lllilll!ll !!!!ll!ll»!!ll!lll!!l!!!!!!!!!!ll!!!llll!!!!ll!!l!l!!l!ll ll!lllll!llI!!!!!l!lllll!!l!l!!!!!!!!!IIIIIIUIUl!í ll!!IIIIUIIII!ll!!!llllllllll!llllllllllllllllllll!!!!l!llllllllllll!l!!!!l!lll l!li!l!!!llll!!!l!!!lllllllll!ll!ll!!IIUIII!lllllll!lllllll!l!!l!lll!!!lllllllllllllllllllllll Frost og dauði Jón Dan: Ekkl fjasar jörðin, Skákprent, 1986. Lykilinn að þessari nýju Ijóðabók Jóns Dan sýnist mér að sé að finna í síðasta ljóði hennar. Það heitir Fyrirspurn, og þar ávarpar hann Guð, minnir hann á að eftir syndafl- óðið hafi hann lýst því að aldrei framar skyldi „allt hold tortímast af vatnsflóði", en það hafi verið von að hann kæmist svo að orði því að ekki hafi hann getað vitað að nokkuð annað en vatnsflóð gæti eytt öllu jarðarlífi. Síðan segir: En ef þú létir nú í þér heyra og talaðir til okkar eins og stundum í gamla daga, þá tækirdu eflaust fram að þú leyfðir ekki heldur að heimsbyggðin færist í kjarnorkubáli. Er það ekki, Guð? Ha? Það er með öðrum orðum óttinn við kjarnorkusprengjuna sem er uppistaðan í þessari bók. Raunar byrjar hún á nokkrum ljóðum í býsna hefðbundnum stíl, þar sem m.a. er ort um hluti eins og ástina, tregann, sambúðarvanda karls og konu, öryggisleysi og fleira í þeim dúr. En síðan taka við vetrarkvæði. Þar fara fyrst þrjú býsna hefðbundin, en síðan kemur flokkur ljóða undir samheitinu Grimmivetur. Það verður ekki betur séð en að í þeim kafla sé skáldið með kjarn- orkusprengjuna í huga, og sé það rétt til getið þá klæðir hann dauða- ógnina í henni að gömlum og góðum norrænum sið í líkingamynd frosta og vetrarkulda. Hann sýnir þarna líka töluverðan skáldlegan frum- leika er hann stillir upp í þessum ljóðum flokki ísbjarna sem eru þarna eins konar varðhundar vetrar- ins. í heild verður þessi ljóðaflokkur því að býsna skýrt dreginni táknmynd, sem raunar hefur talsvert víðtæka skírskotun, því að hún vísar jafnframt í stórum dráttum almennt til yfirráða illra afla sem alþýða manna stendur magnþrota gagnvart. Og með hliðsjón af öðrum hlutum bókarinnar sýnist það ekki fara á milli mála að kuldinn sé hér tákn dauðans. Og áfram er haldið með dauðann í niðurlagshluta bókarinnar. Hann er þar persónugerður, en í stað þess að mynda hann sem svartklæddan mann með ljá er hann sýndur hér sem ungur trumbusveinn, sem raun- ar fyllist trega sjálfur í hvert sinn sem hann verður að berja bumbu sína og kalla einhvern burt úr lífinu. Loks mætir hann ofjarli sínum, ungri stúlku sem neitar að láta bróður sinn af hendi; við það gleðst þessi pers- ■^ónugervingur dauðans innilega. En dauðinn er hér enn meginefnið, og með hliðsjón af niðurlagskvæðinu, sem ég nefndi, sýnist mér eðlilegast að túlka þennan niðurlagskafla, og raunar bókina í heild, sem svo að hér sé ort með annað augað á þeirri útrýmingarhættu af völdum kjarna- vopna sem vofir yfir öllu mannkyni. Þetta eru með öðrum orðum opin ljóð og opinská, en viðhorfin eru ekki nýstárleg í þeim mæli að þau koma beinlínis á óvart. Þó er það vissulega góðra gjalda vert að búa til framlag til baráttunnar gegn kjarna- vopnum líkt og þessa bók. En ég hef stundum áður í ritdóm- um gagnrýnt nútíma ljóðskáld fyrir að vera ekki í nægum tengslum við veruleikann allt umhverfis okkur. Þetta er að mínu mati sérstaklega mikilvægt núna þessi misserin þegar mörg teikn eru á lofti sem benda til þess að ljóðið sé aftur á leið til þjóðarinnar. Og fari svo að kjarnorkustríð brjótist út þá erum við hvort sem er öll dauð, svo að til lítils er að vera með yfirþyrmandi áhyggjur út af slíku í allri önn hversdagsins. Það eru mörg vandamál sem standa fólki miklu nær. Kannski ekki verðbólgan lengur, en hvað með til dæmis óró- ann á vinnumarkaðnum í vetur, landbúnaðarmálin og fiskveiðitak- markanirnar? Þetta eru vandamál hins dæmigerða íslendings í dag, meðaljónsins á götunni, og hvað sem öðru líður þá hefur þjóð, sem alið hefur Egil, Hallgrím og Einar Benediktsson, efni á að gera kröfur til skálda sinna. -esig Mörg óleyst vandamál en stef nan er rétt Af fundi utanríkisráöherra Noröurlandanna í Reykjavík Á fundi sínum í Reykjavík ákváðu utanríkisráðherrar Norðurlandanna að koma á fót ríkisstjórnarnefnd sérfræðinga til að kanna aðstæður til að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Þetta er mikilvægt skref, þess heldur þar sem fyrir fundinn voru fáir, sem trúðu því að hægt væri að láta hið kjarnorkuvopnalausa svæði ná til allrar Norður-Evrópu - frá Grænlandi til Úralfjalla vegna þeirr- ar kröfu, sem ísland setti fram. Þessi krafa var ekki studd af hinum aðilunum, sem gerðu með réttu ráð fyrir að málið væri komið í blindgötu, væri hún samþykkt. Það má bæta því við að slíkt hefði verið alger lítilsvirðing í garð almennings- álitsins á Norðurlöndum, sem styður tilkomu kjamorkuvopnalauss svæðis. T.d. leiddi skoðanakönnun á ís- landi í ljós að um 90% íslendinga styðja hugmyndina um kjarnorku- vopnalaust svæði. Krafa íslands gekk í berhögg við álit þingmeirihluta Norðurlandanna og við ákvæði í skýrslu sem samin var af nefnd, sem skipuð var af ríkisþingum landanna haustið 1985 í Kaupmannahöfn undir forystu Ank- ers Jörgensen. Þar lýsa þing- mennirnir sig fylgjandi því að komið sé á fót kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum og skilgreina svæð- ið þannig að það nái yfir landsvæði Norðurlandanna, landhelgi þeirra og lofthelgi. Að vísu hefur Uffe Elleman Jensen, utanríkisráðherra Dan- merkur viljað halda því fram, að nefnd Ankers Jörgensens væri eins konar „einkaumræðuklúbbur" og að skýrslan væri yfirborðskennd. Tím- inn mun gefa færi á að bera saman niðurstöður sérfræðingahópsins, sem hann samþykkti á fundinum í Reykjavík að settur yrði á stofn, og niðurstöður þingmannanna. Auðvitað eru mörg óleyst vanda- mál sem á eftir að fást við áður en komið verður á kjarnorkuvopna- lausu svæði. Það helsta er hvernig hugmyndin um kjarnorkuvopna- laust svæði fer saman við kenningu NATO um kjarnorkufráfælingu, sem menn þar halda sig svo fast við. Umræður um þetta vandamál eru þegar hafnar á Norðurlöndum og ríkisstjórnarnefndin verður að finna svarið við bessu. Ráðherrar Norðurlandanna gengu út frá því í Reykjavík að nefndin skyldi í starfi sínu ganga út frá skuldbindingum bandalagsins við NATO annars vegar og hins vegar út frá hlutleysisstefnunni. Þetta krefst þá svars við annarri spurningu - um rétt landanna sem eru aðilar að hernaðarbandalögum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um leiðir til að tryggja eigið öryggi, t.d. með því að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði, sem ráðamenn í NATO eru á móti. Þegar hafnað er kenningunni um kjarnorkufráfælingu er svarið við þessari spurningu ekki flókið. T.d. telja ráðamcnn í Búlgaríu ekki að aðild að kjarnorkuvopnalausu svæði á Balkanskaga sé í andstöðu við skuldbindingar landsins gagnvart bandalagsríkjunum, löndunum í Varsjárbandalaginu. Allt bandalag- ið er fylgjandi því að komið verði á fót kjarnorkuvopnalausum svæðum öfugt við NATO. Annað dæmi er löndin á suðurhluta Kyrrahafs sem fyrir skömmu undirrituðu Rarot- onga-sáttmálann um að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði á þess- um slóðum. 1 stuttu máli má leysa þetta vanda- mál og fleiri ef gengið er út frá heilbrigðum hugsunarhætti, þ.e. nauðsyn þess að útrýma kjarnorku- vopnum og koma á öryggiskerfi fyrir alla, en ekki á kostnað annarra ríkja. Utanríkisráðherrar Norður- landanna tóku einmitt skref í þessa átt á fundi sínum. lgor Pavlov.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.