Tíminn - 08.05.1987, Qupperneq 11

Tíminn - 08.05.1987, Qupperneq 11
Föstudagur 8. maí 1987 Tíminn 11 Ólympíuleikar smáþjóða: 33 íslenskir keppendur Þrjátíu og þrír Islendingar verða meðal keppenda á Ólympíuleikum smáþjóða sem hefjast í Mónakó 14. þessa mánaðar. íslensku keppend- urnir taka þátt í körfuknattleik, frjálsum íþróttum, sundi, lyftingum, skotfimi og judo. Keppninni var komið á fyrir tilstuðlan alþjóða- ólympíunefndarinnar og hefur að þessum sökum verið nefnd Ólym- píuleikar smáþjóða hérlendis. í Evr- ópu er keppnin kölluð Evrópumót smáþjóða en þátttökulönd auk ís- lands eru Andorra, San Marínó, Mónakó, Malta og Kýpur. íslensku keppendurnir eru: Körfuknattleikur Pálmar Sigurðsson Jóhannes Kristbjörnsson Jón Kr. Gíslason ívar Webster Ragnheiður Runólfsdóttir og Eðvarð Þór Eðvarðsson verða meðal keppenda á Olympíuleikum smáþjóða. Tímamynd Pjetur. Guðmundur Bragason Torfi Magnússon Gylfi Þorkelsson Valur Ingimundarson Hreinn Þorkelsson Henning Henningsson Hreiðar Hreiðarsson Magnús Matthíasson Aðeins 10 leikmenn fara til Món- akó en hópurinn hefur ekki verið valinn endanlega. Frjálsar íþróttir Jóhann Jóhannsson Guðni Sigurjónsson Aðalsteinn Bernharðsson Pétur Guðmundsson Svanhildur Kristjónsdóttir Oddný Árnadóttir Þórdís Gísladóttir Sund Magnús Már Ólafsson Ingólfur Arnarson Arnþór Ragnarsson Eðvarð Þór Eðvarðsson Bryndís Ólafsdóttir Hugrún Ólafsdóttir Helga Sigurðardóttir Ragnheiður Runólfsdóttir Skotfími Tryggvi J. Sigmannsson Kristinn Kristinsson Judo Karl Erlingsson Ómar Sigurðsson Halldór Hafsteinsson Sigurður H. Bergmann Ólympískar lyftingar Haraldur Ólafsson Birgir Þór Borgþórsson PUSTKERFIN FRA FJOÐRINNI Hagstæðasta verðið í dag. Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70%-80% betri endingu gegn ryði. 10%—20% afsl. gegn staðgreiðslu í peningum miðað við í heilu setti. Tilboðið framlengist í nokkra daga. Hver býður betur? Festið aldrei kaup á pústkerfum án þess að hafa fyrst samband við okkur. Bogdan valdi 21 leikmann til Hodori, verndardýr Ólympíu- lcikanna í Scoul. Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálf- ari hefur valið tuttugu og eins manns hóp til æfinga í sumar en æfingar þessar eru liður í æfingaprógrammi handknattleikslandsliðsins fyrir Ól- ympíuleikana í Seoul 1988. Hópur- inn sem Bogdan hefur valið er þannig skipaður: Markverðir: landsleikir Einar Þorvarðarson Tres de Mayo 136 Kristján Sigmundsson Víkingi 141 Brynjar Kvaran KA 92 Guðmundur Hrafnkelsson UBK 25 Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen FH 138 Geir Sveinsson Val 68 Þorbjörn Jensson Malmö 158 Birgir Sigurðsson Fram 0 GuðmundurGuðmundsson Víkingi 138 Jakob Sigurðsson Val 94 Bjarni Guðmundss. Wanne Eickel 201 Karl Þráinsson Víkingi 23 Bjarki Sigurðsson Víkingi 0 Alfreð Gíslason Essen 103 Atli Hilmarsson Leverkusen 80 æfinga í sumar - líklegt að þremur verði bætt við síðar SigurðurGunnarssonTresdeMayo 110 Þorbergur Aðalsteinsson Saab 149 Páll Ólafsson Dússeldorf 127 Kristján Arason Gúmmersbach 139 Júlíus Jónasson Val 52 Sigurður Sveinsson Lemgo 104 Miklar líkur eru á að allt að þremur leikmönnum verði bætt við hópinn sem æfir í sumar en það kemur í ljós eftir að æfingar eru hafnar. Æfingar landsliðsins hefjast fyrstu dagana í júní og allan júnímánuð verður æft 8-10 sinnum í viku. Þeir leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum koma flestir heim um mánaðamótin maí-júní. Endanlegur hópur verður valinn í september. Það verða 15 leikmenn sem fara á Ólympíuleikana, 12 útileikmenn og 3 markverðir. Bjarki Sigurðsson er annar af tveimur nýliðum í landsliðshópnum. Hinn er Birgir Sigurðsson. Tímamynd Pjetur Landsleikir gegn Dönum ir m w r i jum Næsta verkefni handknatt- leikslandsliðsins verða landsleikir gegn Dönum í júní. Leiknir verða þrir leikir, sá fyrsti á Húsavík föstudaginn 19. júni, annar á Akurcyri laugardaginn 20. og sá þriðji í Laugardalshöll sunnudag- inn 21. Þá tekur við ferð til Júgóslavíu á Jugoslavian trophy þar sem keppa mörg af sterkustu landsliðum heims, átta alls. Ljóst er að mótið verður gífurlega sterkt en ekki er alveg komið á hrcint enn hvaða lið það verða nákvæmlega sem þar keppu. Þó má nefna Júgóslava, líklega So- vétmenn. A-Þjóðverja, Svía o.s.frv. Þetta skýrist væntanlega mjög fljótlcga. a1 Ta W NBA Aðeins var einn leikur í undan- úrslitum deildanna í bandaríska NBA-körfuboltanum í fyrra- kvöld. Boston Celtics sigruðu þá Milwaukee Bucks með 126 stig- um gegn 124 og hefur Boston sigrað í báðum leikjum liðanna til þessa. Fjórir sigrar tryggja liði sigur í viðurcigninni. Handknattleikur: Norðurlandamót með nýju sniði Á fundi handknattleikssambanda Norðurlandanna sem haldinn var fyrr í þessum mánuði var ákveðið að breyta fyrirkomulagi Norðurlanda- mótsins í handknattleik. Mótið hef- ur hingað til verið spilað sem „turn- ering“ þ.e. allir leikirnir á einni helgi eða svo. Nýja fyrirkomulagið líkist meira deildakeppni og verður leikið heima og heiman. Fyrsta keppnin með þessu sniði tekur þrjú ár, hefst Molar ■ RAGNAR MARGEIRSSON mun leika með Fram í knatt- spyrnunni í sumar. Ragnar hefur leikið með Waterschei í 2. deild belgísku knattspyrnunnar en hef- ur nú tilkynnt félagaskipti í Fram. Hann verður löglegur strax í annarri umferð og verður Fröm- urum án efa mikill styrkur, þá vantaði sterkan markaskorara eftir að Guðmundarnir eru farnir. ■ ARNÓR GUÐJOHNSEN er enn markahæstur í 1. deild belg- ísku knattspyrnunnar. Arnór skoraði skallamark i leik með Anderlecht um siðustu helgi og hefur alls gert 17 mörk í veiur. ■ BÚLGARINN MIHAIL PETROV setti á mánudaginn heimsmet í snörun í 67,5 kg flokki. Hann lyfti 157,5 kg á öðrum degi Evrópumeistara- mótsins í lyftingum. Gamla metið var 155,5 kg og átti Vladimir Grachev frá Sovétríkjunum það, sett 1984. haustið 1988 og leikur hvert lið alls 16 leiki. Tveir leikir verða leiknir í hverri ferð og verða þeir báðir taldir með, fsland fer t.d. til Svíþjóðar og keppir tvisvar gegn þeim. Þannig verða fjórir leikir gegn hverri þjóð. Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Noregur taka þátt í þessari fyrstu keppni auk íslendinga en Færeying- ar og Grænlendingar treystu sér ekki til að vera með. Tíu stórfyrirtæki á Norðurlöndunum verða fengin til að styrkja mótið og greiðir hvert þeirra um 1,5 milljón króna í ferðakostnað og verðlaun. Verðlaunin verða ekki af lakara taginu, 1. verðlaun um ein milljón króna. Markmiðið með þessu nýja fyrir- komulagi er að fá fleiri mikilvæga landsleiki á löngu tímabiii, þeir koma þá í staðinn fyrir vináttulands- leikina. ívar Webster ■■■■■■■■■■■■■ skrifar undir Eins og fram hefur komið á íþróttasíðu Tímans hefur ívar Web- ster sagst munu að öllum líkindum spila með Haukum í körfuboltanum næsta vetur. ívar hefur nú ákveðið sig endaniega og sagðist hann í spjalli við Tímann í gær mundu skrifa undir samning við Hauka í kvöld.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.