Tíminn - 08.05.1987, Page 16
16 Tíminn
Föstudagur 8. maí 1987
llililllllllllllllllllllilll DAGBÓK
Vortónleikar
Tónmenntaskólans
Tónmenntaskóli Reykjavíkur er nú að
Ijúka 34. starfsári sínu. I skólanum voru
um 500 nemendur. Kennarar voru 40
talsins.
Meðal annars störfuðu við skólann
tvær hljómsveitir með rúmlega 50
strengjaleikurum og tvær lúðrasveitir með
50 blásurum. Auk þess var léttsveit
starfrækt í skólanum. Mikið hefur verið
um tónleikahald á vegum skólans í vetur
og vor.
Síðustu vortónlcikar skólans verða
haldnir í Gamla bíói á morgun, laugardag
9. maí kl. 14.00. (Kl. 2 e.h.)
Á þessum tónleikum koma einkum
fram eldri nemendur skólans. Á efnis-
skránni verður einleikur og samleikur á
ýmiss konar hljóðfæri. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Flautu- og píanóleikar
í Norræna húsinu
Laugardaginn 9. maf kl. 16.30 halda
Jonathan Bager flautuleikari og Cather-
ine Williams píanóleikari tónleika í Norr-
æna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir
Bach, Hindemith, Fauré, Copland og
Francois Borne.
Jonathan Bager stundaði flautunám
við Royal College of Music í London, þar
sem Sebastian Bell var kennari hans. Þar
lauk hann einleikarapróft 1979. Sama ár
fluttist hann til íslands og kenndi í fjögur
ár við Tónlistarskólann á Akureyri. Árið
1983 fluttist hann til Reykjavíkur og
hefur þar leikið með Sinfóníuhljómsveit
Jonathan Bager flautuleikari og Cather-
ine Williams píanóleikari.
íslands og við Islensku óperuna. Einnig
hefur hann kennt við Tónskóla Sigur-
sveins undanfarin 3 ár.
Catherine Williams nam píanóleik við
Royal Academy of Music á árunum
1974-1980, þar sem aðalkennari hennar
var Gordon Green. Að námi loknu
fluttist hún til Hong Kong og fékkst við
tónlistariðkun af fjölbreyttu tagi.
Haustið 1985 fluttist Catherine til
Reykjavíkur ásamt manni stnum, sem er
fiðlulcikari f Sinfóníuhljómsveit íslands.
Hún starfar við Söngskólann og íslensku
óperuna sem óperuþjálfari.
Útivistarferðir
Útivistarferðir 9.-10. maí:
Laugardagur 9. maí kl. 10.30: - Náttúru-
skoðunarferð fjölskyldunnar um Suður-
nes. Ferðin er í samvinnu við Náttúru-
verndarfélag Suðvesturlands. Skoðaðir
staðir svo sem Snorrastaðatjarnir,
Eldvörp. Einisdalur, Valbjarnargjá,
Blásíðubás (á Reykjanesi) og Ósabotnar.
Hugað að bergtegundum, eldstöðvum,
vaknandi gróðri, smádýralífi, fuglum og
selum. Fararstjóri er Einar Egilsson, en
leiðbeinendur: Freysteinn Sigurðsson
jarðfræðingur og Þorvaldur Örn Árnason
líffræðingur. Örstuttar gönguferðir og
rútan með allan tímann. Brottför frá BSl,
bensínsölu. Farmiðar við bíl (700 kr.)
frítt f. börn með fullorðnum. (Hcimkoma
um kl. 17.00).
Sunnudagur 10. maí kl. 13.00: Keykja-
víkurganga. Mætið í þriðju Reykjavík-
urgöngu Útivistar. Brottför kl. 13.00 á
Grófartorgi. Hægt er að koma t' gönguna
kl. 13.30 við BSI, bensínsölu, kl. 14.00
við Nauthólsvík og kl. 15.00 í Skógrækt-
arstöðinni Fossvogi. Gengið frá Grófinni
um Hljómskálagarðinn, Oskjuhlíð, Foss-
vog og Fossvogsdal í Elliðaárdal. Rútu-
ferðir til baka frá Elliðaárstöð. Gestir
koma í gönguna og fræða um fugla,
skógrækt, jarðfræði, sögu o.fl. Ekkert
þátttökugjald. Fjölmennið. Útivist,
feröafélag.
Fundur Kvenfélags
Óháða safnaðarins
Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur
fund á morgun, laugardaginn 9. maí í
Kirkjubæ kl. 15.00. Rætt verður um
kvöldferðalagið.
Matvöruverslun í gamla bænum
Til sölu matvöruverslun í eigin húsnæöi í gamla
bænum. Góð velta. Einnig eru til sölu tvær 3ja
herbergja 70 fm. íbúðir í sama húsnæði. Sérstakt
tækifæri fyrir samhenta/r fjölskyldu/r.
Upplýsingar hjá:
Hagskipti hf. sími 688123.
Sýning í anddyri
Norræna hússins:
„í smáu formi“
Á laugardag verður opnuð sýning í
anddyri Norræna hússins á skúlptúrum
eftir 5 norræna listamenn, á Claes Hake
frá Svíþjóð, Finn Hjortskov Jensen, Dan-
mörku, Veikko Myller frá Finnlandi,
Michael O’Donnell, Noregi og Rögnu
Róbertsdóttur frá fslandi.
Hér er um farandsýningu að ræða, sem
kemur frá Norrænu listamiðstöðinni í
Sveaborg. Á sýningunni eru 27 verk, öll í
litlu formi og unnin í mismunandi efni;
tré, brons, polyester, reipi o.fl.
Sýningin stendur tl 25. maí og er opin
daglega 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19.
Norrænir einleikarar
í Norræna húsinu
Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Norr-
æna hússins Ungir norrænir einleikarar
verða á sunnudag 10. maí kl. 16.00.
Þá kemur fram fulltrúi Noregs, Hávard
Gimse, og leikur á píanó vcrk eftir
Scarlatti, Debussy, Holbergsvítu eftir
Grieg og sónötu í h-moll eftir Liszt.
HSvard Gimse er 21 árs gamall en
hefur þegar unnið sér sess meðal efnileg-
ustu píanóleikara Noregs. Hann hóf pí-
anónám sjö ára gamall og lýkur námi frá
Tónlistarskólanum í Osló nú í vor.
Hávard Gimse hefur leikið með stærstu
hljómsveitum Noregs allt frá 1981 og
margoft komið fram í sjónvarpi og út-
varpi. Fyrstu einleikstónleikana hélt hann
árið 1984.
Hann hefur tekið þátt í mörgum píanó-
keppnum og unnið til verðlauna, t.d.
tónlistarverðlaun sem kennd eru við
Ástríði prinsessu og hátíðarverðlaun Ro-
berts Levin.
f febrúar sl. vann hann fyrstu verðlaun
í keppni, sem haldin var í Frankfurt, en í
henni tóku þátt 33 píanóleikarar á aldrin-
um 18-21 árs frá 17 Evrópulöndum.
Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
Vorsýning Myndlistarskólans
í Reykavík
Vorsýning Myndlistarskólans í Reykja-
vík stendur yfir um helgina í húsnæði
skólans. Tryggvagötu 15, 6. hæð.
Sýndar verða myndir úr barna- og
unglingadeildum, teikni- og málaradeild-
um, einnig mótun, vatnslitir og grafík.
Myndlistarskólilnn hefur nú starfað óslit-
ið í 40 ár.
Sýningin er opin laugardag, sunnudag
og mánudag kl. 14.00-22.00 alla sýningar-
dagana.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, laugard. 9. maí. Lagt verður af
stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Rölt verður um bæinn. Markmið göng-
unnar er: Samvera, súrefni, hreyfing.
Góður félagsskapur. Nýlagað molakaffi á
boðstólum.
Hlutavelta í Hljómskálanum
Hlutaveltu og flóamarkað heldur
Kvenfélag Lúðrasveitar Reykjavíkur
laugardaginn 9. maí kl. 14:00 í Hljóm-
skálanum. Engin núll, en margt góðra
muna.
Kvenfélagskonur.
30 áraafmæli Tónlistarskólans
í Keflavík á laugardginn
Á þessu ári verður Tónlistarskólinn í
Keflavík 30 ára og er ætlunin að minnast
þeirra tímamóta á laugardaginn.
Afmælishátíðin hefst með nemendatón-
leikum í Félagsbtói í Keflavík kl. 15.00
og að tónleikunum loknum verður gestum
boðið í afmæliskaffi íTónlistarskólanum.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Skólinn var stofnaður af Tónlistarfélagi
Keflavíkur í október 1957 og voru frú
Vigdís Jakobsdóttir og Guðmundur Nor-
dahl aðalhvatamenn að stofnun hans.
Fyrsti skólastjóri var Ragnar Björnsson.
í tónlistarskólanum í Keflavík eru nú 232
nemendur og er þar kennt á öll helstu
hljóðfæri auk söngs.
Skólinn tók í notkun glæsilega viðbygg-
ingu s.l. haust og er aðstaðan nú cin sú
besta á landinu. Núverandi skólastjóri
Tónlistarskólans í Keflavík er Kjartan
Már Kjartansson.
Friðarfundur í Skagafirði
Friðarhópur í Skagafirði efnir til al-
menns fundar um friðarmál að Löngu-
mýri í Sakgafirði næsta laugardag 9. maí
kl. 15.00 (kl. 3
Á dagskrá er m.a.: Dr. Snorri Ingi-
marsson læknir flytur erindi um friðar-
mál, Anna María Guðmundsdóttir syng-
ur friðarsöngva, Guðmundur Ingi Leifs-
son fræðslustjóri ræðir um friðaruppeldi
og í framhaldi af hans erindi munu tveir
nemendur frá grunnsköla Sauðárkróks
ræða friðarmálin frá sjónarhóli barnsins.
Þá verða einnig almennar umræður og
kaffisala á staðnum.
Sjö prestakóll laus
Biskup Islands hefur auglýst sjö presta-
köll laus til umsóknar og er umsóknar-
frestur til 3. júní 1987.
Prestaköllin sjö eru: Sauðlauksdalur í
Barðastrandarprófastsdæmi, Bíldudalur
í Barðastrandarprófastsdæmi, Prestbakki
í Húnavatnsprófastsdæmi, Bólstaðarhlíð
í Húnavatnsprófastsdæmi, Hrísey í Eyja
fjarðarprófastsdæmi, Raufarhöfn í Þing-
eyjarprófastsdæmi.
Hin auglýstu prestembætti verða þau
fyrstu, sem veitt verða skv. nýjum lögum
um veitingu prestakalla, sem samþykkt
voru á Alþingi nú í vetur. Munu sóknar-
nefndarmenn og varamenn þeirra mynda
þann hóp, sem velur hinn nýja prest
safnaðarins úr hópi umsækjenda.
Almennar prestskosningar verða því
aðeins, að 25% safnaðarmanna óski þess.
Gylffi Gíslason sýnir
í Gallerí Borg
Gylfi Gíslason opnaði fimmtudaginn
7. maí sýningu á teikningum sínum í
Gallerí Borg við Austurvöll.
Gylfi er fæddur í Reykjavík árið 1940.
Hann nam teikningu við Myndlistarskól-
ann í Reykjavík 1965-70 og graftk við
Myndlista- og handtðaskóla íslands. Gylfi
varð félagi í SÚM-hópnum 1971 - hann
hefur haldið fjölda einkasýninga og auk
þess tekið þátt í mörgum samsýningum
hér heima og erlendis. Gylfi hefur fengist
við margskonar myndlistarstörf, skipu-
lagt og séð um sýningar, kennt við
myndlistarskólana í Reykjavík, mynd-
skreytt bækur og samið eina bók „Grjóta-
þorpið - litabók". Einnig hefur hann
unnið tugi leikmynda og búninga fyrir hin
ýmsu leikhús.
Á sýningunni í Gallerí Borg sýnir Gylfi
teikningar unnar á árinu. Myndefnið
sækir hann í umhverfi nútímans og
þjóðsögurnar.
Sýningin er opin daglega frá kl. 10.00-
18.00, nema mánudaga frá kl. 12.00-
18.00. Laugardaga og sunnudaga frá kl.
14.00-18.00. Henni lýkur 10. maí.
Árleg fuglaskoðunarferð F.í.
á sunnudaginn
Næsta sunnudag, 10. maí, verður farin
árleg fuglaskoðunarferð Ferðafélags ís-
lands um Miðnes, Hafnarborg og víðar,
en slíkar ferðir hafa verið farnar allt frá
árinu 1967.
Þátttakendur fá ljósritaða skrá með
nöfnum þeirra fugla sem sést hafa f
þessum ferðum frá ári til árs, merkja við
þá á skránni og bæta nýjum við.
Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin, kl. 10.00 árdegis. Fyrst
verður ekið út á Álftanes og skyggnst eftir
margæs, en hún á að vera hér á leið sinni
til varpstöðvanna, sem eru á Grænlandi.
Ekið verður um Hafnarfjörð og síðan
sem leið liggur út á Garðaskaga og til
Sandgerðis, en á þessum slóðum sjást
allflestir vaðfuglar. Þá verður haldið á
Hafnarberg, sem er aðgengilegasta fugla-
bjarg fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Þátttakendum er ráðlagt að hafa með
sér sjónauka og fuglabók AB. Fararstjór-
ar eru sérfræðingar í fuglalífi.
Listasafn ASÍ:
Fréttaljósmyndir
World Press Photo ’87
Nú stendur yftr í Listasafni ASÍ frétta-
ljósmyndasýningin World Press Photo
’87.
Á sýningunni eru liðlega 200 Ijósmynd-
ir sem hlutu verðlaun í 9 efnisflokkum í
alþjóðlegri samkeppni blaðaljósmynd-
ara. Sýningin er nú haldin í þrítugasta
sinn.
Auk þess er á sýningunni mynd eftir
Ragnar Axelsson, ljósmyndara Morgun-
blaðsins. Sú mynd er meðal þeirra sem
valdar voru til birtingar í árbók World
Press Photo og á stærri gerð sýningarinn-
ar, sem var frumsýnd í Amsterdam 16.
apríl s.l. Ragnar mun vera eini Ijósmynd-
arinn frá Norðurlöndum, sem á mynd á
þessari sýningu.
Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og
um helgar kl. 14-22.
Mðrta Tikkanen á
hádegisverðarfundi
hjá Kvenréttindafélagi íslands
1 dag föstudag kl. 12.00, efnir Kvenrétt-
indafélag íslands til hádegisverðarfundar
að Litlu-Brekku. Gesturfundarinsverður
finnska skáldkonan Marta Tikkanen, en
hún hefur m.a. skrifað skáldsöguna
„Karlmönnum verður ekki nauðgað”,
sem kom út árið 1976 og Ijóðabókina
„Ástarsaga aldarinnar”, en fyrir hana
hlaut höfundurinn norræn bókmennta-
verðlaun kvenna árið 1979.
Marta Tikkanen hefur verið virk í
kvennahreyfingunni í Finnlandi og mun
segja frá stöðu mála þar í landi.
Fundurinn er öllum opinn.
Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári)
1. maí 1987
(Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka
og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum)
I. Vextir ákveönir af bönkum og sparisjóðum
Lands- bankl Útvega- banki Bunabar- banki I6na6ar- banki Vtrtlunar- banki Samvinnu- banki Alþýáu- banki Sparl- •jóðir Vagln
Dagsetning siðustu breytingar 1/5 21/4 11/4 1/5 1/5 1/5 11/4 1/5
Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 4.00 5.00 7.00 5.20
Ávisanareikningar 6.00 4.00 4.00 4.00 4.00 7.00 10.00 7.00 5.50
Alm.sparisj.bækur 12.00’ 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.70’
Annað óbundiðsparifé" 7-22.00 10.-21.72 7-20.00 10.0-19.00 11-20.00 10-16.00 3.50
7-19.50
Uppsagnarr.,3mán. 13.00’ 14.00 10.00 13.50 15.00 14.00 12.00 12.50’
Uppsagnarr.,6mán. 15.50 11.00 20.00’ 19.00 17.00 17.00 13.00 14.70*
Uppsagnarr.,12mán. 14.00’ 17.00 19.00 25.50 '">• 15.00’
Uppsagnarr., 18mán. 24.50" 22.00’ 24.0011 *• 23.80’
Verðtr.reikn.3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90
Verðtr.reikn.6mán. 3.50 4.00 3.00 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40
Ýmsirreikn.,) 7.5-8.00 8-9.00 5-6.50'»•
Sérstakarverðb.ámán. 1.083’ 1.00 1.00 0.75 1.00 0.83 1.00 0.83 0.90
Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadollar 5.50 5.50 5.50 6.25’ 5.50 5.50 5.75 5.25 550
Sterlingspund 8.50 8.75 8.50 8.75 10.00 9.00 10.25 9.00 8.80
V-þýskmörk 2.50 3.00 3.00 3.00 3.50 3.50 4.00 3.50 3.00
Danskarkrónur 9.50 9.50 10.00 9.25’ 9.00 9.50 10.25 9.50’ 9.60’
Útlánsvextir: Vixlar (forvextir) 20.50’ 20.0 20.00" 21.00’ 20.50 20.00 21.00 24.00"' 20.90’
Hlaupareikningar 21.50’ 21.50 21.00 22.50’ 22.00 21.00 22.00 24.50’ 22.00’
þ.a. grunnvextir 9.00 9.00 10.00 10.00 10.00 10.00 10.00 12.00’ 9.90’
Alm. skuldabréf*1 22.00’ 20/21 25’> 21.50 22.50’ 22.00 22.00’ 22.00 26Í70"1 22.60’
þ.a. grunnvextir 9.00 11.50 9.00 10.00 10.00 10.00’ 9.50 12.00’ 9.90’
Verötr. skbr. að 2.5 ár51 6.00 6.5/7.0’1 6.50 7.50’ 7.00 6.50 7.00 675/7.0"" 6.50
Verðtr. skbr>2.5ár5’ 6.50 6.5/7.0'1 6.50 7.50’ 7.00 6.50 7.00 675/7.0"* 6.60
Afurðalán í krónum 20.00 19.00 19.00 16.25 20.00’ 20.00 18.50 26.00’ 20.30’
Afurðalán i SDR 7.75 7.75 7.75 8.25 8.00’ 8.00 8.00 7.80
Afurðalán i USD 8.75 8.25 8.00 7.75 8.75’ 8.00 7.50 8.20
Afurðalán i GBD 11.50 11.50 11.25 13.00 11.25 11.50 12.75 11.80
Afurðalán í DEM 5.50 5.50 5.50 6.50 5.50 5.75 6.25 5.70
II. Vanskilavextir (ákveðnir af Seðlabanka) frá 1. desember 1986:2.25% (2.01%) fyrir hvem byrjaöan mánuð. Frá 1. mars 1987 2.50% (2.21%) fyrir
hvern byrjaðan mánuð.
III. Meðalvextir 21.03.1987 (sem geta giit í apr 1987): Alm skuldabréf 21.0% (9.5-M1.5), verðtr. lán að 2.5 árum 6.4% og minnst 2.5 ár 6.6%.
Meðalvextir 21.03.1987 (semgetagilt í mai 1987): Alm skbr. 21.3% (9.5+11.8), verðtr. lán að 2.5 árum 6.5% og minnst2.5ár6.6%.
1) Sjá meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj. 3) Aöeins hjá SPRON, Sp. Kópav., Hafnarfj, Mýras., Akureyrar, Ötafsfj.. Svarfd., Siglufj., Norðfj.,
í Kefl., Árskógsstr & Eyrar. 4) Viðsk. vixlar keyptir m.v. 22.5% vexti hjá Bún.banka, 23.0% hjá Samv. banka og 26.0% sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf
til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, Verzlunar- og Alþýðubanki beita’ pessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bolungarvíkur. 7) Lægri vextimir gilda ef um
fasteignaveð er að ræða.