Tíminn - 09.05.1987, Síða 4
4 Tíminn
Laugardagur 9. maí 1987
SÁXBLÁSARAR
EBERL Original saxblásarar
Með öflugu stálhnífahjóll og aðfærslubandl
fyrir 6 -14 - 40 og 80 mm söxun.
Þessir nýju saxblásarar eru með mjög ná-
kvæma söxun.
BÆNDUR!
Síðustu forvöð að panta til
afgreiðslu í sumar.
SKYLDUSPARMAÐUR
ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA
Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA
Launþegar á skyldusparnaðaraldri
eru hér með hvattir til að fylg'ast
gaumgæfilega með því, að
launagreiðendur dragi lögboðinn
skyldusparnað af launum og geri skil til
Veðdeildar Landsbanka íslands.
Hafi það brugðist, er þeim bent á að snúa
sér til lögfræðings, sem fer með málefni
skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík.
Sírhi: 28500.
c§0Húsnæðisstofnun ríkisins
ER VATNSKASSINN
BILAÐUR?
Gerum við.
Seljum nýja.
Skiptum um
element.
biÆmiðjan
{Mm*f.
Ármúla 19, 128 Reykjavik.
Símar: 681877 blikksmíðaverkstæðið.
681949 vatnskassaverkstæðið.
681996 skrifstofan.
lönlánasjóður með 161 millj. hagnað:
Vaxtakjör ráðist af
lánstrausti skuldara
- fremur en af því hvar lánið er fengið
Iðnlánasjóður hefur fengið nýtt
hlutverk með starfsemi Trygginga-
deildar útflutningslána við sjóð-
inn, sem hóf starfsemi í byrjun
þessa árs með veitingu almennra
ábyrgða. í ársskýrslu Iðnlánasjóðs
segir að þetta sé hlutverk sem aðrir.
hafi ekki áður haft hér á landi.
Tilgangur deildarinnar er að ábyrgj-
ast greiðslur á kröfum íslenskra
útflytjenda á hendur erlendum
kaupendum, enda hafi þær orðið til
vegna útflutnings á íslenskum vör-
um eða þjónustu. Heimilt sé að
framselja banka eða annarri lána-
stofnun slíkt ábyrgðarskjal, sem geti
þessvegna greitt götu útflytjenda við
fjármögnun útflutnings.
Árið 1986 var Iðnlánasjóði hag-
stætt að því er segir í skýrslunni.
Tekjuafgangur var 161 millj. kr. og
eigið fé sjóðsins 1.016 milljónir.
f skýrslunni segir að hin óeðliiegu
skil milli bankamarkaðar og verð-
bréfantarkaðar séu tekin að verða
óljósari og vaxtamunurinn sé tekinn
að minnka. Með auknu frjálsræði í
viðskiptum á fjármagnsmarkaði á
næstu árum sé líklegt að meira
samræmi náist í vaxtakjörum á milli
mismunandi aðila markaðarins en
áður. Líklegt sé að
lánakjörin fari í vaxandi mæli að
ráðast af lánstrausti skuldarans
fremur en því hvort fjárins sé aflað
hjá viðskiptabanka, opinberum
fjárfestingalánasjóði, með útboði
skuldabréfa á verðbréfamarkaði eða
með samningum við fjármögnunar-
leigufyrirtæki. Hlutverk opinberra
fjárfestingarlánasjóða, sem hafi
breyst á síðustu árum, muni því taka
enn meiri breytingum á næstu árum
ef að líkum lætur.
HEI
Nýjar menntunarleiðir:
Fagnám í tréiðnaði
Ófaglærðum boðið upp á kennslu
Nú er að hefjast fyrsti áfangi í
fagnámi fyrir ófaglært starfsfólk í
húsgagna- og innréttingaiðnaði og
er þetta fyrsta námsbraut fyrir ófag-
lærða sem kennd er í öldungadeild-
arformi og viðurkennt sem nám á
framhaldsskólastigi. Níu nemendur
taka þátt í fyrsta námskeiðinu sem
skiptist í fjögur þrep og endar með
fagprófi.
Efnt er til námsbrautarinnar í
framhaldi af kjarasamningum milli
félaga aðstoðarfólks og atvinnurek-
enda í greininni. Undirbúning önnuð-
ust Iðja, Félag aðstoðarfólks í hús-
gagnaiðnaði og Félags ísl. iðnrek-
enda ásamt Iðnfræðsluráði, Lands-
sambandi iðnaðarmanna og Trétækni-
deild Iðntæknistofnunar. Kennslu-
fræðilega skipulagningu önnuðust
iðnskólakennararnir Hallgrímur
Guðmundsson og Þröstur Helgason.
Gert er ráð fyrir því að allir þeir
sem náð hafa 18 ára aldri og starfað
hafa í greininni í minnst eitt ár eigi
kost á að stunda námið. Fagprófið
að lokinni námsbraut samsvarar 56
einingum til sveinsprófs.
Síðan er gert ráð fyrir að fólk geti
bætt við sig bóklegum áföngum og
verklegu námi. Hver áfangi um sig
felur einnig í sér ákveðna viðurkenn-
ingu sem metin er til launa og
réttinda.
Eins og fram hefur komið er
námið hugsað sem þrepanám. í
fyrsta lagi að hvert þrep sé skilgreint
og viðurkennt starf í tréiðnaðarfyrir-
tæki, í öðru lagi söfnun ákveðinna
þrepa í húsgagna- og innréttingaiðn-
aði. I þriðja lagi að fólk geti bætt við
sig áföngum þeim sem sveinspróí í
húsgagnasmíði krefst og að því
loknu tekið sveinspróf í iðninni.
Þrepin fjögur eru: Vinnsla, vélgæsla,
frágangur og lökkun.
AÞ/ÓJ/KHystarfskynning.
Frjáls greiðsla:
Stærstakeppni
á íslandi?
Frístælkeppni verður haldin í
Broadway, þann 17. maí. Utlit er
fyrir að þetta verði stærsta keppni
sem haldin hefur verið hér á landi.
Þar sýna förðunarlistamenn hinar
ýrrisujiliðar á förðun m.a.: Eltíförð-
un, slysatöröun og persónutoroun
auk óvæntrar uppákomu. Tískusýn-
ing verður frá Herra horninu, Don
Cano, Leðurval, Skæði, Campos,
Tískuval og Lee.
Keppnin er á vegum Tímaritsins
Hár & fegurð og S.H.H.M. Húsið
opnar kl. 16.
- starfskynning/aþ/öaj
Sigurvegari í flokki nema, Bima Hermannsdóttir ásamt módeli sínu
Guðrúnu, þann 1. apríl í Viku hársins. Vonandi verða greiðsiurnar ekkert
síðri í frístælkeppninni.
Óli á Gunnarsstöðum jarðsunginn
Óli Halldórsson, bóndi á Gunn-
arsstöðum í Þistilfirði, verður jarð-
settur í dag, laugardag. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Akureyri 2. maí s.l.,
63ja ára að aldri.
Auk bústarfa stundaði Óli barna-
kennslu og af sjálfu leiddi jafn
félagslyndur maður og hann var, að
honum voru falin mörg trúnaðar-
störf.
Tíminn naut lengi góðs af einlæg-
um og opinskáum áhuga Óla á
mönnum og málefnum, en hann var
fréttaritari blaðsins um árabil.
Um leið og Óla Halldórssyni er
þakkað ánægjulegt samstarf sendir
Tíminn ástvinum hans samúðar-
kveðjur.