Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 9. maí 1987 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Lada station árgerð 1986 Daihatsu Charade árgerð 1986 Citroen BX árgerð 1985 Skoda 120 L árgerð 1985 Opel Rekord árgerð 1984 Datsun 280C árgerð 1983 Skoda 120 árgerð 1982 Isuzu Trooper Diesel árgerð 1982 Daihatsu Charmant árgerð 1979 Volvo 144 árgerð 1974 Daf vörubifreið árgerð 1982 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 11. maí 1987, kl. 12-16. Á sama tíma: í Borgarnesi: Lada Sport árgerð 1987 Á Hvolsvelli: Daihatsu Charmant árgerð 1982 Lada árgerð 1981 Ford Bronco árgerð 1974 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 12. maí 1987. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMTJLA 3 108 REYKJAVIK SIMI (91)681411 i LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Fellaborg Völvufelli 9. Fóstrumenntun áskilin. Fóstrustöður við leikskólana, Barónsborg Njáls- götu 70, Brákarborg v/Brákarsund, Árborg Hlaðbæ 17, Hlíðaborg v/Eskihlíð, Holtaborg Sólheimum 21, Fellaborg Völvufelli. Fóstrustöður á leiksk./dagheimili, Grandaborg v/ Boðagranda, Hálsaborg Hálsaseli 27, Hraunborg Hraunbergi 10, Ægisborg Ægisíðu 104. Fóstrustöður á dagheimilin, Dyngjuborg Dyngju- veg 18, Hamraborg v/Grænuhlíð, Laufásborg Laufásveg 53-55, Suðurborg, v/Suðurhóla, Bakka- borg v/Tungubakka, Völvuborg v/Völvufell. Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heim- ila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Tilkynning til íbúa Háaleitis- og Laugarneshverfis Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur falið Heimil- islæknastöðinni hf., Álftamýri 5, að annast alla heimahjúkrun, mæðra- og barnavernd í Háaleitis- og Laugarneshverfi. Heimilislæknastöðin mun ennfremur veita þeim hverfisbúum, sem þess óska almenna læknisþjón- ustu. Nánari upplýsingar, ásamt uppdrætti af mörkum hverfisins, verða sendar í dreifibréfi á næstu dögum. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heimilislæknastöðin hf. Álftamýri 5 lceland Seafood í Bretlandi: SALAN TÍFALDAST Á SÍÐUSTU SEX ÁRUM Á aðalfundi Iceland Seafood Limited, sem haldinn var á Hótel Sögu í vikunni, kom fram að heildar- sala fyrirtækisins fyrstu fjóra mánuði ársins nam tæpum 10 milljónum sterlingspunda, sem er svipuð upp- hæð og á sama tímabili í fyrra. í magni talið var salan um 6.100 lestir. Á árinu 1986 seldi fyrirtækið fryst- ar afurðir fyrir 31 milljón sterlings- punda og var það 62,8% meira en árið áður. í magni var salan 16.800 lestir, eða 30,8% meiri en árið 1985. Þess má geta, að á árinu 1981, sem var fyrsta starfsár Iceland Seafood var heildarsala fyrirtækisins rúmar 3 milljónir sterlingspunda og lætur því nærri að sala hafi tífaldast á sex árum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var 5% söluaukning á sölu afurða á Bretlandsmarkaði en á móti nokk- ur samdráttur á sölu til Frakklands. Umsetning á söluskrifstofu lce- land Seafood í Hamborg jókst um tæp 13% í verðmæti og 17% talið í magni. Markaðssvæði fyrirtækisins nær yfir Bretland og meginland Evrópu. Segja má að ástand fiskmarkaða í Evrópu sé mjög gott, eftirspurn eftir helstu fisktegundum er stöðugt og verð hátt. Söluhorfur verða því að teljast góðar. Ennfremur hefur þró- un flestra evrópskra gj aldmiðla verið hagstæð að undanförnu og hefur það hvatt til aukinnar framleiðslu á þessa markaði. Á aðalfundinum tók við ný stjórn og tók Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins við stjórnarmennsku af Erlendi Einarssyni sem gegnt hef- ur því embætti í 6 ár, eða frá stofnun fyrirtækisins. Nýlega urðu framkvæmdastjóra- skipti hjá fyrirtækinu. Benedikt Sveinsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins s.l. sex ár, lét af því starfi um s.l. áramót og tók við starfi aðstoðarframkvæmda- stjóra Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins. Við framkvæmdastjóra- starfinu tók Sigurður Á. Sigurðsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í London. í Bandaríkjunum var mesta sala fyrirtækisins í 35 ár. Heildarsalan 1986 var rúmir 157.000.000 dollarar og hafði aukist um 15% frá árinu áður. Sala fiskrétta frá verksmiðju fyrirtækisins í Camp Hill gekk mjög vel og voru seldar 68 milljónir punda og hélt fyrirtækið fyrri stöðu sinni, sem stærsti söluaðili verksmiðju- framleiddra fiskrétta á stofnana- markaði í Bandaríkjunum. Sala flaka jókst ekki á síðasta ári og þegar líða tók á árið fór að gæta mikils skorts á fiski og varð að taka upp skömmtun allra tegunda flaka. Framkvæmdastjóri í Bandaríkj- unum er Eysteinn Helgason. -SÓL Nú verður líka sýnt á f immtudagskvöldum Frá og með 1. október mun Ríkis- sjónvarpið hefja útsendingar á fimmtudagskvöldum. Sagði útvarps- stjóri að með þessu hefði verið stigið stórt skref til að auka þjónustu við fólkið í landinu. Afnotagjöld RUV hækka einnig frá 1. júlí og verða þá 26 krónur á dag, fyrir Sjónvarpið, Rás 1 og Rás 2. Hækkunin er rúnt 40% og halar inn rúmar 300 milljónir í ríkissjóð. Á móti kemur að áskriftargjald af Stöð 2 er t.d. 34 kr. -SÓL Tímamaður tekinn á negldum börðum Undirritaður blaðamaður, sem skrifaði margt um þann ógurlega skemmdarvarg á malbikuðum götum, nagladekkið, í Tímanum í gær hefði mátt líta í eigin barm og fara á undan með góðu fordæmi. í fréttinni segir að fjöldinn allur hafi trassað að skipta á nagladekkjum sínum og sumardekkjum 1. maí, þegar lög gera ráð fyrir að allir naglar séu komnir af malbikinu. Það slapp ekki undan vökulu auga rétt- vísinnar að sá hinn sami blaðamaður Um daginn var sagt frá hóp ungl- inga á aldrinum 14 til 15 ára, sem hefur verið viðriðinn fjöldamarga glæpi í Keflavík að undanförnu. „Þetta hefur verið nánast plága,'- sagði Óskar Þórmundsson hjá rann- sóknarlögreglunni. Og daginn sem fréttin birtist um unglingana í Tímanum létu þeir aftur til skarar skríða. Tveir piltar úr hópnum stálu veski með gjaldeyri og íslenskum peningum af erlendum ferðamanni, sem var staddur við Bláa lónið. Þeir tóku íslensku peningana, en grófu gjaldeyrinn með veskinu í sandinn. Þeim hefur væntanlega snúist hugur varðandi erlendu peningana, því þeir leituðu aftur til veskisins og voru þá gripnir. Ekki er hægt að koma lögum yfir þennan aldurshóp, hann cr ekki sakhæfur og þessir unglingar hafa gengið á lagið. Þeir vaxa úr grasi með margs konar misgjörninga á samviskunni, þar eð framkvæmda- fyllti hóp ofannefndra trassa og ógæfumanna. Lögreglan sneri hon- um því heim aftur af leið hans til vinnu í gærmorgun til að sækja sumardekkin og drífa sig á hjól- barðaverkstæði til skipta. Dramb er falli næst og hefndi sín svo sannarlega. Daginn áður hafði undirritaður skrifað um þá, sem ekki færu að þessum reglum: „Ógur- legur fjöldi ökumanna trassar þá sjálfsögðu kröfu“. þj valdið stendur nær ráðþrota frammi fyrir vandanum. þj Nýr útibússtjóri hjáSPRON: Þorvaldur Jónsson Nýlega tók Þorvaldur F. Jónsson við starfi hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem útibússtjóri á Sel- tjarnarnesi. Þorvaldur hefur unnið hjá Spari- sjóðnum í átta ár en vann áður hjá Landsbankanum og við sölu og markaðsstörf hjá Guðmundi Jóns- syni hf. Þorvaldur er 42ja ára, kvæntur Guðrúnu Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvö börn. Reykjavíkurganga Utivistar Ferðafélagið Útivist efnir til Grófartorgi og gengið er upp að Reykjavíkurgöngu sinnar þriðja Elliðaám þar sem rútur keyra fólk- árið í röð sunnudaginn 10. maí. ið til baka. Áætlaður heildartími gönguferðin er hugsuð sem hvatn- göngunnar með hvíldum eru þrjár ing til almennings um að stunda og hálf klukkustund. Auk farar- gönguferðir og útivist og til að stjóra verða sérfróðir menn með í kynna náttúrulega gönguleið í göngunni og fræða menn um ýmis- gegnum höfuðborgina sem margir legt t.d. um jarðfræði, fugla, skóg- hafa eflaust ekki gert sér grein fyrir rækt o.fl. að væri til. Gangan hefst kl. 15 á' Þátttaka er ókeypis. „PlágarT í Keflavík: Unglingagengi á villigötum Ósakhæf ungmenni ganga á lagið. Hafa verið viðriðin fjöldamörg afbrot að undanförnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.