Tíminn - 09.05.1987, Síða 20
„Svo uppsker
hver sem sáir“
Gullbók
og
Metbók
rísa báðar undir nafni
BÚNAÐARBANKÍNN
TRAUSTUR BANKI
17. MARS
Iiiiiimi
i
US A
KOMHJ OG REYNSLUAKID
ÞEIM NÝJU AMERÍSKU
MERCURY TOPAZ GS
FRAMHJÓLADRIFINN LUXUSBÍLL MEÐ SJÁLFSKIPTINGU, VÖKVASTÝRI,
RAFMAGNSRÚÐUM OG LÆSINGUM, LUXUSINNRÉTTINGU, ÚTVARPIOG
ÝMSUM AUKABÚNAÐIÁ AÐEINS kr. 719.000.-
FORD BRONCOII
ÓSKABÍLL ALLRA JEPPAÁHUGAMANNA, 140HÖVÉL, VÖKVASTÝRI, MIKILL
AUKABÚNAÐUR OG VERÐIÐ AÐEINS kr. 998.000.-
SS."'"
Eyjafjörður:
Netabátar
ógna síma
Hafa þegar slitið einn sæ-
streng og aðrir eru í hættu
Sæsímastrengur, sem liggur þvert
yfir Eyjafjörð frá Sandgerðisbót að
Litla-Hvammi, slitnaði á miðviku-
dag. Rannsóknarlögreglan segir að
grunur leiki á um að netabátar hafi
verið við veiðar ólöglega nærri sæ-
strengjunum, sem alls eru fimm
talsins, en þeim er óheimilt að draga
net í innan við 200 metra fjarlægð.
Líklegt er að þungalóðin neðan í
netunum hafi slitið strenginn.
Daníel Snorrason, lögreglufull-
trúi, segist ekki vita hver hinn raun-
verulegi sökudólgur sé, -að allmarg-
ar trillur komi til greina.
Menn frá Pósti og síma á Akureyri
ásamt rannsóknarlögreglumönnum
sigldu út til netabátanna og báðu
skipstjórnarmenn fara varlega og
taka net sín eitthvert annað, svo
meiri skaði hlytist ekki af. En þrátt
fyrir þau tilmæli voru bátar enn við
veiðar hættulega nærri strengjunum
í gær. Nú má ekkert út af bera, svo
verði ekki sambandslaust, því að
tvöfalt álag er nú á nærliggjandi
símastreng samsíða þeim slitna.
Fullt álag er á öllum sæsímastrengj-
unum fimm.
Viðgerð er sögð kosta u.þ.b. 1
milljón króna. Það borgar sig þó
ekki að ráðast í slíkar framkvæmdir
að þessu sinni, því að áætlað er að
leggja símastreng eftir nýjum Leiru-
vegi síðar í sumar. Með því verður
hætt að notast við símalínurnar á
hafsbotni. Að sögn Alexanders Páls-
sonar, tæknifræðings hjá Póst og
símamálastofnun, verður óhappið
til þess, að framkvæmdum við land-
strenginnverður flýtt ,em kostur er.
Vonast er til að þeim framkvæmdum
verði lokið í endaðan júnímánuð. Ef
hinsvegar annar sæstrengur slitnar,
áður en af þessu verður, verður
líklega um margra milljóna króna
tjón að ræða, að mati lögreglufull-
trúa. þj
Þjóðgarðurinn
á Þingvöllum:
Opið um
helgar
Yfirstjórn þjóðgarðsins á Þing-
völlum hefur ákveðið að hafa opna
þjónustumiðstöðina á laugardögum
og sunnudögum frá klukkan 11 til
19, í maí mánuði. Þctta er nýmæli,
þvf þjónustumiðstöðin hefur hingað
til ekki opnaðfyrr en í júní mánuði.
Heimir Steinsson þjóðgarðsvörð-
ur sagði í samtali við Tímann í gær
að með þessu væri verið að mæta
þörf sem er til staðar. „Það er
sífelldur straumur um þjóðgarðinn
allt árið. Þessvegna er það mér
ánægja að tilkynna alþjóð þessa
ákvörðun. Sami háttur verður hafð-
ur á í september. Þá er áfram hægt
að hringja þegar hópar leggja leið
sína á Þingvelli og biðja um að
miðstöðin verði opnuð. Nægir að
gera það daginn áður en komið er,“
sagði Heimir