Tíminn - 23.07.1987, Page 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 23. júlí 1987
Hafnarfjarðarvegur er einn af 10 hættulegustu vegum landsins með tilliti til umferðarslysa, samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar. INu er unmd vid
malbikunarframkvæmdir á þessum vegi. Timamynd: Pjetur
BÍLSLYS:
TÍU VEGARKAFLAR
MJOG HÆTTULEGIR
Árið 1986 bárust upplýsingar
um 1046 slys til lögreglunnar. I 230
þeirra eða 22% tilfella urðu meiðsli
á fólki, þar af hlaust dauði í 10
skipti. Heildarlengd akfærra vega
var 8.225 km og skráðar bifreiðar
og bifhjól voru 126.995 í árslok
1986. Þetta samsvarar því að orðið
hafi eitt slys á hverjum 7,9 km og
slys hafi hent hverja 121 bifreið og
bifhjól. Þessar upplýsingar er að
finna í skýrslu sem Vegagerð ríkis-
ins hefur gefið út, þar sem safnað
er upplýsingum um umferðarslys á
þjóðvegum (að þjóðvegum í þétt-
býli undanskildum).
Algengustu slysin
Við lestur skýrslunnar kemur í
ljós að u.þ.b. 40% slysa verða er
bifreið er ekið útaf vegi. 19% slysa
verða þegar ekið cr aftan á bifre-
ið,18% slysa þegar ekið er á hlið
bifreiðar, 9% þegar ekið er framan
á bifreið, 7% þegar ekið er á
kyrrstæðan hlut, 6% þegar ekið er
á gangandi vegfaranda og 6% þeg-
ar ekið er á skepnu. Af þessu má
sjá að stærsti hluti allra slysa er
útafakstur. Jafnframt verður meira
en helmingur allra slysa með
meiðslum á fólki í útafakstri, eða
56%. í skýrslunni er tekið fram að
ekki sé talið ósennilegt að veruleg-
ur fjöldi slysa sem verða við útaf-
akstur sé aldrei tilkynntur lögreglu
og þau séu því fleiri en fram
kemur.
Oftast verða meiðsl á fólki þegar
ekið er á gangandi vegfarendur
eins og vænta má. Meiðsl á fólki
verða jafnframt mjög oft við útaf-
akstur eða í 36% tilfella. í 24%
tilfella meiðist fólk þegar ekið er
framan á bifreið, í 14% tilfella
þegar ekið er á hlið bifreiðar og í
8% tilfclla þegar ekið er aftan á
eða á kyrrstæða bifreið.
Hvar verða slysin?
Við athugun á skýrslunni kemur
í ljós að 10 vegarkaflar sýna versta
útkomu varðandi tíðni umferðar-
slysa á árinu 1986.
Suðurlandsvegur milli Þrúð-
vangs og Þykkvabæjar.u.þ.b. 0,78
km langur spotti. Þar hefur slysa-
tíðni vaxið mjög undanfarin ár og
er ástæðan talin vera vaxandi um-
ferð og þéttbýlisáhrif.
Búlandsvegur frá vegamótum
Suðurlandsvegar að Búlandi, um
11,47 km langur vegarkafli og kem-
ur Fjallabaksleið niður á kaflann.
Ástæðan fyrir vaxandi slysatíðni er
einmitt talin vera aukin umferð um
Fjallabaksleið.
Ásvegur frá Þykkvabæ að Húna-
koti, sem er um 2,65 km langur
kafli. Ástæða aukinnar slysatíðni
er talin vera þéttbýlisáhrif.
Vesturlandsvegur um 3,12 km
vegarkafli austan Suðurlandsveg-
ar. Þar verða u.þ.b. 32 slys á ári.
Vegurinn er lagður samkvæmt
staðli og slysatíðni er alltof há.
Frágangur gatnamóta er ekki nægi-
lega góður fyrir veg með eins mikla
umferð og þarna er.
Hafnarfjarðarvegur um 2,06 knt
frá Kópavogslæk að Vífilsstað-
avegi. Þar verða um 60 slys á ári.
Talið er að veginn verði að endur-
byggja í gegnum Arnarneshæð
áður en hægt sé að vænta verulegra
bóta á slysatíðni.
Hafnarfjarðarvegur unt 1,02 km
langur vegarkafli sunnan Vífils-
staðavegar og jafnframt 1,07 km
langur við Hafnarfjörð. Slys á
þessum vegarköflum eru tíð en
slysatíðni jafnframt breytileg milli
ára.
Reykjanesbraut, Haukadalsveg-
ur og Norðausturvegur eru jafn-
framt mjög varhugaverðir.
Vegagerðin mun halda áfram
slysaathugunum með svipuðum
hætti í þeim tilgangi að nota niður-
stöður til að ákvarða þá staði, sem
sérstaklega þarfnast endurbóta út
frá öryggissjónarmiði. Það ber hins
vegar að athuga að grundvallaratr-
iði í baráttunni við umferðarslys,
er að umferðarhraða sé í fyrsta lagi
haldið eins mikið niðri og aðstæður
krefjast eða leyfa og í öðru lagi að
umferðarhraðanum sé haldið sem
jöfnustum, segir jafnframt í skýrslu
Vegagerðarinnar. IDS
28. alþjóðlega ólympíu-
keppnin í stærðfræði í
Havanna, 1987:
ísland varð
í 32. sæti
Dagana 5.-16. júlí fór 28. ólymp-
íukeppnin í stærðfræði fram í Hav-
anna á Kúbu. íslendingar tóku nú
þátt í keppninni í þriðja sinn og
sendu fjögurra manna lið. í því voru
Davíð Aðalsteinsson. Menntaskóla
Kópavogs; Geir Agnarsson, Mennta-
skólanum í Reykjavík; Guðbjörn
Freyr Jónsson, Menntaskólanum á
Akureyri og Sverrir Örn Þorvalds-
son, Menntaskólanum í Reykjavík.
Fulltrúi íslands í dómnefnd var
Reynir Axelsson dósent, en farar-
stjóri var Jón Magnússon sér-
fræðingur.
í keppninni voru 237 einstaklingar
frá 42 þjóðum. Sjálf keppnin fólst í
að leysa sex dæmi. Henni var skipt
á tvo daga, og höfðu keppendur
fjórar og hálfa klukkustund hvorn
dag til að leysa þrjú dæmi. Sjö stig
voru gefin fyrir fullkomna lausn á
hverju dæmi. Veitt voru 120 verð’.a-
un; þar af voru 22 gullverðlaun,42
silfurverðlaun og 56 bronsverðlaun.
Efstur íslendinga var Sverrir Örn
Þorvaldsson; hann var í 121. sæti og
vantaði eitt stig til að komast á
verðlaunapall. Davíð Aðalsteinsson
var í 151. sæti, Geir Agnarsson í
159. sæti og Guðbjörn Freyr Jónsson
í 181. sæti.
Þótt keppnin teljist ekki opinber-
lega vera keppni milli ríkja eru þó
óformlega Iögð saman stig hvers
liðs. Kemur þá í ljós að Rúmenía var
í 1. sæti, Vestur-Þýskaland í 2. sæti,
Sovétríkin í 3. sæti, Austur-Þýska-
land í 4. sæti og Bandaríki Norður-
Ameríka í 5. sæti. ísland var í 32.
sæti. Það var í hópi sex landa sem
höfðu að meðaltali milli 11 og 12 stig
á keppanda og röðuðu sér í sæti 28
til 33; þau voru íran, Noregur,
Finnland, Kólumbiá, Island og
Mongólía. Svíþjóð stóð sig best
Norðurlanda og var í 17. sæti með
rúm 23 stig að meðaltali á keppanda.
Mesta athygli vakti frábær
frammistaða ellefu ára pilts, Terence
Tao frá Ástralíu, sem tók þátt í
keppninni í annað sinn og hlaut 40
stig af 42 mögulegum.
Allir þátttakendur voru sammála
unt að keppnin hefði farið mjög vel
fram og að aðbúnaður allur verið til
fyrirmyndar.
Til gamans látum við hér fylgja
eitt dæmi úrkeppninni.en lausnina
verða menn að fá hjá Félagi raun-
greinakennara í framhaldsskólum:
Dæmi: Látum ABC vera hvass-
hyrndan þríhyrning. Helmingalína
hornsins Á sker hliðina BC í punkt-
inum L og umritaðan hring þríhyrn-
ingsins ABC í punkti N frábrugðn-
um A. Látum K og M vera fótpunkta
lóðlínanna frá L á hliðarnar AB og
AC. Sannið að ferhyrningurinn
AKNM og þríhyrningurinn ABC
hafa sama flatarmál.
Þyrluþjónustan
eykst stöðugt
Björgunaræfingar og hjálparflug Landhelgisgæslunnar eykst um þessar
mundir og hafa æflngar nú forgang framyfir gæsluflug. Tímamynd pjetur.
Björgunarflug á þyrlum Land-
helgisgæslunnar, með lækna í áhöfn-
inni, verður nú æ fyrirferðarmeira
og öflugra. Nú er svo komið að
þyrlulæknar eru klárir til útkalla nær
allan sólarhringinn og boðnir og
búnir að fara hvert sem er til bjargar
fólki í nauðum. Björgunaræfingar
hafa nú orðið forgang fram yfir
gæsluflug. Umfangið hefur ekki síð-
ur aukist vegna þeirra breyttu við-
horfa að nú er farið að nota þyrlur
mun meira til almennra sjúkraflutn-
inga.
Þyrluþjónustan er mikið notuð af
útgerðinni. Hjá skipaútgerðinni er
mikið að leggjast af að sigla í land
með slasaða menn og sjúka þar sem
mun ódýrara er að fá Landhelgis-
gæsluna til hjálpar.
Ekki eru mörg ár síðan ógerlegt
var að kalla út þyrlur nema hjá
varnarliðinu, en nú er tækjakostur
Landhelgisgæslunnar orðinn þannig
að TF-SIF getur farið um stærsta
hluta landsins og jafnvel sótt slasaða
menn og veika út fyrir strendur
landsins. Þó er það svo að ekki er
nægur mannskapur ennþá til hjá
gæslunni til að hægt sé að halda úti
vakt allan sólarhringinn. Þá stendur
það starfinu talsvert fyrir þrifum að
þyrlan er bara ein og hún er aðeins
af miðlungsstærð.
Framtíðarsýn þyrluflugmannanna
er á þá leið að keypt verði öflugri
þyrla og stærri til viðbótar við þá
sem fyrir er. Þá verði og komið upp
nýjum vöktum þannig að hægt verði
að sinna útköllum allan sólarhring-
inn. Þetta kemur fram í viðtölum við
Jón Baldursson þyrlulækni og þá
Sigurð Steinar Ketilsson stýrimann
hjá gæslunni og Pál Halldórsson
yfirflugstjóra í nýjasta hefti Hjálpar-
sveitartíðinda.
Er það samdóma álit tíðinda-
manna að efla beri leitar- og björg-
unarþjónustu af hálfu Landhelgis-
gæslunnar og sjá þeir fyrir sér stöðv-
ar á þremur til fjórum stöðum á
landinu þar sem staðsetja mætti
þyrlusveitirnar sitt á hvað eftir þörf-
inni hverju sinni.
Er hér um talsvert mikla viðbót að
ræða og þegar hugmyndir þyrlu-
manna eru skoðaðar betur, kemur í
ljós að verið er að tala um nýja þyrlu
sem á að geta tekið 24 í sæti eða 6
sjúkrabörur og 7 í sæti. Hafa þeir
helstan augastað á AS-322 SUPER
PUMA-Ll eða sambærilegri vél.
Super Puma vélin er frá sama fyrir-
tæki og TF-SIF, en það er Aerospat-
iale í Frakklandi. Það sem helst er
verið að seilast eftir er mikið flug-
drægi og burðarþol, sem helst í
hendur með tilliti til bensínbirgða,
auk afísingarbúnaðar. KB