Tíminn - 06.08.1987, Page 4

Tíminn - 06.08.1987, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 6. ágúst 1987 Ný gjaldskrá Landsvirkjunar: Mun leiða til stóraukins orkusparnaðar fyrirtækja Landsvirkjun hefur að undan- förnu verið að vinna að breyttri gjaldskrá í samvinnu við sænska ráðgjafafyrirtækið Swedpower, og er gert ráð fyrir að nýja skráin taki gildi í ársbyrjun 1989. Hér er um að ræða gjörbreytingu á verðlagn- ingu raforku frá Landsvirkjun og vegna þess hve orkukaup eru stór liður í útgjöldum rafveitna, eða 60 - 70%, þá mun verðlagning á rafmagni til neytenda breytast á sama hátt. „Pað er augljóst að heilmiklar breytingar eru framundan og þær verða allar á einn veg, þannig að aflið verður ódýrara og orkan dýr- ari,“ sagði Arnþór Þórðarson, hjá Félagi íslenskra iðnrekenda í sam- tali við Tíntann. Aflið verður ódýrara Það var á ársfundi stofnunarinn- ar í apríl s.l. sem Halldór Jónatans- son, forstjóri, ræddi þessar breyt- ingar. Ætlunin er sú að rafaflið verði ódýrara, en raforkan dýrari. Núverandi verðlagning gerir ráð fyrir að í greiðslum til Landsvirkj- unar fyrir rafmagnskaup, séu 78% vegna afls og 22% vegna orku. Væntanleg skipting gerir ráð fyrir að 47% verði vegna afls og 53% vegna orku. Til nánari glöggvunar á heitunum orku og afli, má taka dæmi um 60 vatta Ijósaperu. Afl perunnar er 60 vött, en orkan reiknast út frá því hve lengi er kveikt á perunni. Sem sagt, afl í tíma gefur orku. Vegna verðlagn- ingar Landsvirkjunar á afli, hefur stefna fyrirtækja verið sú, að halda aflinu niðri, en alll að því bruðla með orkuna. Hafa fýrirtæki því keyrt fáar vélar í einu í lengri tíma, en með breyttri gjaldskrá munu fyrirtækin líklega keyra fleiri vélar í einu, og þá í skemmri tíma. Orkusparnaði lítið verið sinnt „Gagnvart stærri notendum þá er munurinn sá, að ef við gefum okkur að þessi breyting á gjaldskrá Landsvirkjunar leiði til svipaðra breytinga á gjaldskrá rafveitnanna, þá þýðir þetta það að það verður ekki eins arðbært að halda aflinu niðri og þá verður hafist handa við að spara orku, vegna þess að arðsemi slíkra aðgerða verður mun meiri en áður. Raforkunotkun fyrirtækis sem kaupir rafmagn á afltaxta, skiptist í hlutföllunum 70% og 30%. Undanfarin ár hafa menn nær eingöngu horft á afl- kaupin og reynt að lækka þau. Það er gert með ýmsu móti, en nýjasta dæmið er þegar Grandi setti upp dieselstöð í febrúar s.l., þá voru þeir, í stað þess að kaupa rafmagn- ið, sem hefði orsakað hærri aflút- tekt og gert rafmagnsreikninginn þeirra mun hærri, að framleiða það í sinni eigin dieselstöð. Þetta er eitt dæmi um aflsparnaðinn. Á sama hátt eru menn með ýmsar álags- stýringar í fyrirtækjum sem vaka yfir raforkunotkuninni og gæta þess að aflnotkunin fari ekki yfir eitthvað ákveðið magn. Orkan hef- ur verið svo ódýr að orkusparnað- araðgerðir hafa ekki verið hag- kvæmar. Menn hafa látið sér nægja að spara afl og sparað mikið þar, en við breytinguna verður það ekki eins hagkvæmt að halda því niðri, en menn fara í staðinn að spara orku, slökkva ljós, setja upp tæki til að slökkva á útiljósum þegar birtir af degi, stýra loftræstingu og fleira þess háttar," sagði Arnþór. Milljóna kostnaður á landsbyggðinni Hvað Landsvirkjun varðar, þá mun aukin aflþörf ekki valda stofn- uninni neinum vandræðum. Á ár- inu 1986 var umframaflið nálægt 30%. Þetta umframafl mun nú nýtast að miklum hluta. En líklega er ástandið mun verra hjá rafveit- unum og sumstaðar getur svo farið að aukin aflþörf krefjist styrkingar dreifikerfisins. „Við getum tekið dæmi um frystihús úti á landi, sem hefur ástundað aflsparnað. Það eru tvær spennistöðvar í þorpinu. Önnur er fyrir frystihúsið og eitthvað annað og hin fyrir allt hitt í þorpinu. Svo hættir frystihúsið að spara aflið, fer að sóa því. Það kallar á nýja spennistöð, sem kostar fleiri millj- ónir. Það þarf að stækka spenni- stöðina og fleira. Þetta bitnar nátt- úrlega á notendum í lokin. Ef menn á annað borð eru sammála um að gjaldskráin skuli vera kostn- aðarrétt, þá er sjálfsagt að vinda sér í þetta. í rauninni hefði Lands- virkjun getað gert þetta fyrir 10 árum. Gjaldskráin er búin að vera röng, kostnaðarlega í mörg ár. Núna er verið að borga meira fyrir aflið en það raunverulega kostar. Orkan hefur verið ódýr, hún hefur verið seld undir kostnaðarverði, og það hefur verið bruðlað með hana. Þetta er verið að leiðrétta,“ sagði Arnþór ennfremur. Takmarkandi reglugerðir úr gildi Á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna, sem haldinn var í júní, hélt Elías B. Elíasson, forstöðu- maður Tækniþróunardeildar Landsvirkjunar erindi um endur- skoðun gjaldskrár stofnunarinnar. Segir Elías þar m.a.: „Segja má að grunntónninn í öllum þeim tillög- um, sem í skýrslunni, (ráðgjafar- fyrirtækisins Swedpower, innsk. blm.) eru sé sá, að með rétt uppsettum gjaldskrám og afhend- ingarskilmálum sé stefnt að því að gera óþörf sem flest lög og reglu- gerðir, sem takmarka athafnafrelsi orkunotenda og orkufyrirtækja.“ Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar orðaði þetta svo á ársfundi Landsvirkjunar: „Endur- skoðunin hefur falist í því að leitast við að finna hvernig gjaldskráin gæti innan ramma gildandi laga endurspeglað sem best kostnað fyrirtækisins vegna öflunar og flutnings raforku, þannig að ein- stakir gjaidskrárliðir samrýmist þeim nútíma viðhorfum í gjald- skrármálum, sem almennt eru talin réttust.“ Ennfremur að „Gjald- skrárbreyting af umræddu tagi mundi hafa í för með sér lækkun rafmagnsverðs til notenda með fremur lágan nýtingartíma svo sem til heimila og minni iðnfyrirtækja. Rafmagnsverðið mundi aftur á móti hækka til notenda með háan nýtingartíma. Þetta á við hitaveitur og iðnfyrirtæki með öfluga stýringu áaflkaupum. Samamáeinnigsegja um næturhitun hjá almennum not- endum." Það er því ljóst að miklar breyt- ingar eru í vændum á verðlagningu raforku hér á landi, en hvernig þær koma út fyrir fyrirtækin er enn ekki ljóst. -SÓL Seljendur kjúklingakjöts og kindakjöts bjóða ókeypis: Uppskrifta- hefti fyrir unnendur grillsteikinga Osta-og smjörsalan, Markaðs- nefnd landbúnaðarins, og Félag kjúklingabænda hafa gefið út í sam- einingu uppskriftahefti sem ber heit- ið „Gott til glóðarinnar". í heftinu er að finna uppskriftir að ýmis konar réttum úr kjöti, innmat, fiski, græn- meti og ávöxtum ásamt kryddlögum, sósum og salötum. Sem dæmi má nefna grísk og þýsk spjót úr lamba- kjöti og persnesk spjót úr kjúklinga- kjöti. Einnig má læra af hefti þessu hvernig á að glóða egg og beikon í morgunmatinn. Dómhildur Sigfúsdóttir forstöðu- maður tilraunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar samdi uppskriftirnar. Uppskriftaheftið er tólf síður, er ókeypis og verður dreift í öllum verslunum. OSTA OU MAKKAÐSNEFNI FÉLAG KJl l Flokkur manns- ins sækir afl erlendis Flokkur mannsins hyggur á stór- tækar aðgerðir á erlendri grundu til •að hafa áhrif á vöxt flokksins á íslandi og til að boða stefnu hans sem allra víðast. Tíðindamaður Tímans telur að flokkurinn vilji með þessu átaki sýnast stærri og áhrifa- meiri en hann í raun og veru er. Áætlun flokksins er með þeim hætti að sendihóparnir eru sendir utan til mánaðardvalar í hvert sinn og er hlutverk þeirra að boða stefnu flokks mannsins á götum úti. Fjögurra manna nefnd hefur verið send til Skotlands til að undirbúa stofnun útibús Flokks mannsins þar í landi. Tíðindamaður segir flokkinn ætla að hasla sér völl í Glasgow, Birmingham, Liverpool og Manc- hester og jafnvel víðar. Fyrir nokkr- um árum hafi Flokkur mannsins gert árangurslitla tilraun til að stofna slíka deild í Dublin á Irlandi og einnig í Finnlandi. Hver félagi er styrktur með 14.000 krónum af hendi flokksins. Fjáröfl- un flokksins fer fram með söfnun meðal flokksbundinna félaga. Af- gangur, sem er um 26.000 krónur að sagt er, greiða sendimenn flokksins sjálfir. Sendinefndin, sem nú er í Glasgow, hefur tekið húsnæði í eigu KFUM á leigu í eitt ár og gista sendinefndir flokksins þar meðan á dvöl þeirra stendur. Ráðgert er að senda næsta hóp á vegum Flokks mannsins utan hinn 24. ágúst nk. þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.