Tíminn - 06.08.1987, Page 7

Tíminn - 06.08.1987, Page 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 6. ágúst 1987' Húsnæðismál í brennidepli: Lélegri nýting lána vegna spennu á fasteignamaifcaði Þýðing húsnæðislána fyrir um- sækjendur í húsnæðislánakerfinu minnkar stöðugt vegna þenslu á fasteignamarkaði og sem dæmi má nefna að í ágúst 1986 dugði fullt lán til kaupa á 100 fermetra fjögurra herbergja íbúð með 84% útborg- un. Til samanburðar má geta að í staðinn fyrir að snara út 313 þúsund krónum í ágúst ’86, þurfti sami aðili að snara út 897 þúsundum í mars ’87. Mismunurinn er 584 þúsund krónur, sem jafngildir 187% hækkun. Þetta kemur fram í upplýsingum sem félagsmálaráðuneytið hefur sent frá sér, en á vegum ráðuneyt- isins fara nú fram athuganir á hinum ýmsu þáttum húsnæðis- mála. Athuganirnar beinast fyrst og fremst að fimm þáttum. í fyrsta lagi að upplýsa núverandi stöðu nýja húsnæðislánakerfisins. f öðru lagi að meta framtíðarhorfur þess miðað við óbreyttar forsendur, þ.á m. áhrif vaxta og sjálfvirkni í kerfinu. í þriðja lagi að leita úrbóta á þeim vanköntum sem komið hafa fram á nýja húsnæðiskerfinu. f fjórða lagi að undirbúa löggjöf um kaupleiguíbúðir. Auk þess verður uppbygging og fjármögnun íbúð- akerfisins endurskoðuð. Og í fimmta lagi að athuga málefni þeirra sem lent hafa í greiðsluerfið- leikum á undanförnum árum. f yfirliti félagsmálaráðuneytisins kemur fram að mörg vandamál hafi skapast á fyrstu 11 mánuðum kerfisins. Fjárþörfin sé mun meiri en gert var ráð fyrir og ekki sé sjáanlegt að kerfið megni að minnka ásókn í félagslega húsnæði- skerfið. Lánsfé húsnæðislánakerf- isins kláraðist 12. mars s.l. og er allt að tveggja ára biðtími eftir lánum og sá tími lengist stöðugt. Umsóknirnar voru orðnar 8.375 1. júlí s.l. og var fjárþörf kerfisins fyrstu 10 mánuðina 11,3 milljarðar. 15% umsækjendanna áttu fyrir skuldlausar eignir að verðmæti rúmlega 3,0 milljónir króna. Þess eru jafnvel dæmi að umsækjandi sem átti fyrir 5 íbúðir hafi sótt um lán til kaupa á þeirri sjöttu og fengið lánið. Það er því ljóst að það þarf að sníða ýmsa vankanta af þessu kerfi. -SÓL Veitingastaðir: Skipt á Operu og American Style Eigendaskipti hafa orðið á veiting- astaðnum Operu, Lækjargötu 2 og skyndibitastaðnum American Style, Skipholti 70. Bjarni Óskarsson sem verið hefur eigandi American Style frá opnun staðarins þann 15. júní 1985 keypti veitingahúsið Operu af Vali Magnússyni og setti skyndibit- astaðinn upp í kaupverðið, „svona eins og að skipta á bíl og borga í milli“ sagði Bjarni í samtali við Tímann. Ástæðuna fyrir eigendaskiptunum sagði Bjarni einfaldlega vera löngun til að prófa eitthvað nýtt. Veit- ingahúsið Opera var opnað í febrúar síðastliðnum. „Reksturinn gengur vel og staðurinn er glæsilegur," sagði Bjarni að lokum. IDS Stefán Jónsson, ríthöfundur. Stefán Jónsson, rithöfundur og Anna Aradóttir: Hvítársíðu- hreppur fær minningargjöf Nýlega hefur Hvítársíðuhreppi borist vegleg gjöf frá erfingjum Stefáns Jónssonar, rithöfundar sem er hálft bókasafn Stefáns ásamt peningagjöf að upphæð kr. 325.000.00 sem ætluð er til frekari bókakaupa og kaupa á bókahill- um. Enginn skal leggja frítt í þessi stæði í framtíðinni. Ekki einu sinni ibúar nærliggjandi húsa. Tímamynd: BREIN Bílastæðin bak við Stjörnubíó: Ibúar réttlausir í stöðumælamálum „Þetta er lóð sem alfarið er komin undir yfirráð borgarinnar. Ef fólk getur ekki séð sér sjálft fyrir stæðum þá sér borgin ekki um stæði fyrir það,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri, þegar hann var inntur eftir því af hverju komin væri gjaldskylda á öll bílastæði á lóðinni bak við Stjörnubíó, en íbúar húsa þar í kring hafa hingað til getað lagt bílum sínum í nokkur ógjaldskyld stæði þar. „Ég skil það vel að fólk sem hefur helgað sér þetta sé óhresst, en það er þarna inni á lóð sem það hefur engin tök á.“ Megn óánægja ríkir meðal íbúa nærliggjandi húsa við Barónsstíg og Grettisgötu sem hingað til hafa átt griðastað með bíla sína á fyrrnefnd- um bílastæðum. Nú þurfa íbúarnir að greiða í stöðumæla með vissu millibili ef þeir ætla að komast hjá stöðumælasektum eða leggja bílum sínum í mikilli fjarlægð frá hýbýlum sínum annars. í stað gömlu stöðumælanna sem mælir eins og settur hefur verið upp voru á hluta bílastæðisins hefur nú 1 á stæðunum bak við Landsbankann verið settur upp svokallaður fjöl- á Laugavegi 77. Um leið voru gömlu gjaldfríu stæðin sett undir gjald- skyldu frá því klukkan 9 á morgnana til klukkan 18 síðdegis. -HM Hafnarfjörður: Gistiheimilið Berg með 13 herbergi Gistiheimilið Berg opnar form- lega á morgun 7. ágúst í Hafnar- firði en skortur á gistirými hefur lengi staðið í vegi fyrir uppgangi ferðamannaiðnaðar í bænum. Gistiheimilið er ætlað bæði inn- lendum sem erlendum ferðamönn- um. Herbergin eru 13talsinsogþar af eru 8 á stærðarbilinu 27-33 m , en lögð hefur verið sérstök áhersla á að herbergi yrðu sérstaklega rúm- góð og vistlega innréttuð, segir í fréttatilkynningu frá gistiheimil- inu. Þarsegir jafnframtað herberg- in séu ríkulega búin nýtískulegum húsgögnum, ásamt síma, útvarpi og handlaug. Morgunverður er innifalinn í gistingu, enda hefur gistiheimilið 40 manna matsal. í Hafnarfirði má finna sér ýmislegt til dægrastyttingar, m.a. byggða- safn og sjóminjasafn, golfvöll, sundlaug og íþróttasvæði, tjald- stæði, útsýnisstaði, lystigarð og smábátahöfn ásamt úrvali af versl- unum og veitingastöðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.