Tíminn - 06.08.1987, Síða 11

Tíminn - 06.08.1987, Síða 11
Fimmtudagur 6. ágúst 1987 Tíminn 11 Svíinn Patrik Sjöberg, heimsmethafinn í hástökki, er í sviðsljósinu: Skemmtikraftur með peningavit Patrik Sjöberg reykir tuttugu síga- rettur á dag, er tíður gestur á skemmtistöðum og ekur um á Porsche bifreið. Hann lítur ekki aðeins á sig sem íþróttamann, heims- methafa í hástökki, heldur einnig sem skemmtikraft. Svíinn stökk 2,42 metra á Grand Prix móti í Stokkhólmi þann 30. júní og setti heimsmet. Þetta afrek hefur gert hann að sigurstranglegasta há- stökkvaranum á heimsmeistaramót- inu er hefst í Róm síðar í þessum mánuði. Sjöberg sjálfur er ekki einn af þeim sem fara leynt með árangur sinn og keppnisstíl: „Áhorfendur vilja sjá eitthvað meira en leiðinlega íþróttamenn. Þeir fagna íþrótta- mönnum sem einnig eru skemmti- kraftar og það eiga þeir að fá“, segir hinn 22 ára gamli ljóshærði Svíi sem að mörgu leyti svipar til knattspym- Sjöberg tekur starf sitt alvarlega og æfir sig eina fjóra tíma á dag. Hann lætur það þó ekki aftra sér frá því að lifa lífinu á dulítið villtan hátt á köflum. Heimsmetinu nýja fagnaði hann t.d. í næturklúbbi langt fram á morgun og hann sér enga ástæðu að sýna gott fordæmi sem íþróttamað- ur: „Ég er eins og hver önnur venjuleg manneskja og mér er alveg sama hvað fólk segir um líf mitt“. Æska Sjöbergs var vandræðasöm að mörgu leyti og varpar kannski ljósi á hugsunargang hans nú. Heimsmethafinn ólst upp í Gauta- borg en foreldrar hans skildu þegar hann var þriggja ára gamall. Upp- vaxtarárin voru erfið, reykingar og smáglæpir þar til Finninn Viljo No- usiainen sannfærðist um einstaka hæfileika piltsins í hástökkinu. Viljo varð þjálfari hans og síðar einnig stjúpfaðir. Patrik Sjöberg: Heimsins besti hástökkvari sem vill verða enn betri. ukappans Péturs Péturssonar, með sítt ljóst hár. Sjöberg er þó öllu hærri en KR-ingurinn snjalli, 1,99 metrar á hæð. Landar Sjöbergs fylltu áhorfenda- stæðin á Grand Prix mótinu í Stokk- hólmi og þeir urðu ekki fyrir von- brigðum. Sjöberg tókst að setja heimsmet í sinni þriðju og síðustu tilraun þrátt fyrir að aðhlaupsbrautin hefði verið blaut og hál. Svíinn ungi er nú einn af hæst launuðu íþróttamönnum heims og tilheyrir nýrri kynslóð íþróttamanna sem líta á íþrótt sína sem starf og skammast sín ekki að fá peninga fyrir. „Hástökk er líkamlega alveg eins erfitt og hvert annað starf. Sumt fólk virðist hins vegar áli'ta að það sé eitthvað ljótt við það að fá peninga á þennan hátt“, segir Sjöberg sem tekur sem samsvarar 600 þúsund íslenskar krónur fyrir hvert mót og hefur unnið sér inn á þessu ári upphæð sem samsvarar um tólf mill- jónum íslenskra króna, þarmeðtald- ar eru tekjur fyrir auglýsingar. „Ég öðlaðist sjálfsvirðingu að nýju“, segir Sjöberg um þessi þátta- skil í lífi sínu. Patrik var alltaf undrabarn í há- stökkinu, fór yfir 2,21 metra sextán ára að aldri, 2,33 er hann var átján ára og tvítugur stökk hann 2,38 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984, var þá á eftir Vestur-Þjóð- verjanum Dietmar Múgenburg, og á þessu ári tókst honum að stökkva hæst manna innanhúss er hann fór yfir 2,41 metra í Aþenu. „Hann er einfaldlega sá besti... segir keppinautur hans og reyndar vinur líka, Vestur-Pjóðverjinn Carlo Thraenhardt. Hann segir Sjöberg hafa allt til að bera um þessar mundir til að fara yfir 2,45 metra. Það mun kom í Ijós á heimsmeistara- mótinu í Róm hvort Sjöberg stenst þær kröfur sem hann sjálfur og aðrir gera til.hans nú. Þriðjudagur 11. ágúst: Höfn Klaustur Vík kl. 09.00 - 13.30 kl. 15.30-18.00 kl. 19.00-22.00 Miðvikudagur 26. ágúst: IBIönduós kl. 09.00 - 13.00 Varmahlíð kl. 14.00 - 16.00 Sauðárkrókur kl. 17.00 - 22.00 Laugardagur 08. ágúst: Kópasker kl. 10.00 - 14.00 Raufarhöfn kl. 15.00 - 17.00 Þórshöfn kl. 18.00 - 23.00 Fimmtudagur 13. ágúst: Selfoss kl. 09.00 - 16.00 iT! Hveraqerði kl. 17.00 - 20.00 Austurland Sunnudagur 09. ágúst: Vopnafjörður kl. 10.00 - 13.00 Egilsstaðir kl. 15.00 - 23.00 Vesturland Mánudagur 24. ágúst: Akranes 3 Borgarnes kl. 10.00 - 14.00 kl. 15.00-22.00 Mánudagur 10. ágúst: Reyðarfjörður Eskifjörður Djúpivogur Suðurland kl. 10.00 - 13.00 kl. 14.00-17.00 kl. 19.00-21.00 Norðurland vestra Þriðjudagur 25. ágúst: I Borðeyri kl. 10.00 - 12.0 jHvammstangi kl. 13.00 - 16.0 5 Víðihlíð kl. 17.00-20.0 14. ágúst - 23. ágúst: Sýning í Reykjavík á BÚ ’87 Bændur og aðrir athafnamenn: - Komið og heilsið upp á gamian kunningja! Símar 96-23515 og Möldursf. Tryggvabraut 12 Norðurland eystra Föstudagur 07. ágúst: Húsavík kl. 10.00-16.C Mývatn kl. 17.00 - 21.C ,<^D ! Land Rovor' LAND-R0VER á leið um landið! Söluferð með Land-Rover um landið Sýningarstaðir hjá ESSO-söluskálum á landsbyggðinni! Sölumenn okkar kynna nýju Land-Rover bílana næstu vlkur víða um landið og á sýningu bændasamtakanna BÚ ’87. Nú er Land-Roverinn gjörbreyttur: Nýtt útlit, sami undirvagn og er í Range-Rover, nýtt mæla- borð og klæðningar. „Langi Land-Roverinn er besti akstursbíll sem ég hef prófað“, segir Ómar Ragnarsson. - Komið og kynnist nýju Land-Röver 90 og 110 gerðunum. - Þér gerið ekki betri jeppakaup. - Eigum bíla á kynningarverði. Miðvikudagur 12. ágúst: Hvolsvöllu kl. 09.00 - Hella kl. 16.00- 15.00 22.00

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.