Tíminn - 13.08.1987, Page 6

Tíminn - 13.08.1987, Page 6
6 Tíminn Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Útflutningsráð íslands: Ásókn í ullar- vörur minnkar Heildarútflutningur jókst um 13% þrjá fyrstu mánuði ársins, samanbor- ið við sömu mánuði í fyrra, segir í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði íslands. Stærsti hluti þessarar aukn- ingar er í sjávarafurðum en iðnaður fylgir þó fast á eftir hvað aukningu varðar. Af einstaka iðnaðargreinum hefur þróunin í ullarvörum verið afar nei- kvæð undanfarið. Þannig var um hreina lækkun að ræða á tímabilinu um 27%. Þar af hefur útflutningur á fatnaði úr ull minnkað um 40% og þá sérstaklega til COMECON landa, nánar tiltekið til Sovétríkj- anna. Aðrir markaðir eins og Norð- ur-Ameríka jukust en þó mjög lítið. Vestur-Evrópa, ef litið er á hana sem eitt markaðssvæði, hefur ýmist vaxið sem markaðssvæði eða minnk- að eftir tegund ullarútflutnings. Þannig hefur hún sem markaðssvæði fyrir ullarlopa farið verulega minnk- andi hvort sem litið er á magn eða útflutningsverðmæti eða á milli 30 og 35%. Útflutningur til Vestur-Evr- ópu á ullarteppum hefur á móti aukist verulega þó um mun minni verðmætatölur sé að ræða. Útflutningur á lagmeti hefur á tímabilinu farið nokkuð minnkandi og var á tímabilinu um 12% lækkun að ræða. í krónum talið þá var um lækkun að ræða á þremur helstu markaðssvæðum okkar, þ.e. N-Am- eríku, V-Evrópu og COMECON. Af iðnaðarvörum öðrum en ál og álmelmi, hefur einna mest aukningin orið á útflutningi á vörum til sjávar- útvegs. Þar nemur aukningin um 25%. Bandaríkjamenn sitja ekki auöum höndum í verndun dýrastofna: NASA útrýmdi sjaldgæfri fuglategund Starfsemi NASA, bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar, varð til þess að útrýma algerlega sjald- gæfri spörfuglstegund sem átti sitt eina griðland á 15 km mýrlendri strandlengju við Titisvillc. Þetta kemur fram í síðasta tölublaði Vinn- unnar, tímariti ASÍ. Spörfuglstegund þessi bar nafnið „Dusky Seaside Sparrow" og voru fuglarnir aðeins um sex þumlungar frá goggi og aftur á stél. Síðasti fuglinn af þessar tegund lést í búri vísindamanna fyrir nokkru, en teg- undin hafði látið undan síga um nokkurt skeið þar sem framkvæmdir við geimrannsóknarstöðina á Cape Canaveral þrengdu mjög að hcinta- slóðum fuglsins. Það vekur sérstaka athygli að það voru framkvæmdir á vegum banda- rískra stjórnvalda sem urðu til þess að náttúra jarðarinnar varð einni dýrategund fátækari. Sérstaklega þegar sömu stjórnvöld hafa á stefnu- skrá sinni að þvinga íslendinga til að láta af rannsóknarveiðum á hvalat- egundum sem ekki eru í bráðri útrýmingarhættu og gefa í skyn að það sé gert til verndar dýralífi á jörðinni. -HM k,at+J6rð Ameshreppur Byggður verður nýr 0,8 km kafli um Kjörvog og settir stál- hólkar í Reykjanes- og Ávikur- ár. Stálhólkarnir koma í stað ónothæfra brúa. N*un»rw*>*| fWUTf./jdj.-J RauA»myr«rfi»li Tu>>giif|«e TunfliAoUt / Irlólsfjall J/KifkjUtanbu$BH S28V., .arnarf/órdur ^St^OgrftTisfj»rGarhfliði UmHellu Hér verður vegurinn endur- byggður á tveimur stöðum, samtals um 1,5 km. “• 'b o rS„ Vsrf.JAatS.'lvSAI i Krossárdalur - Bræðrabrekka Vegurinn verður styrktur í ár , og lagt á hann bundið slitlag á * næsta ári. ton'AKnerj [*í rKUOLAH ■ BjJ.n I S tAQAAH Um GutMaugs* og Skálholtsvikur Byggður verður nýr vegur meðfram sjó um Víkurnar og byggð ný brú á Guðlaugsvík- urá og settur stálhólkur í Katt- ará og endar nýbyggingin á nýja veginum í sunnanverðum Stikluhálsi. vTorffjali Hrafnadalsfjail TmdafjsllVi SkógefjaH r-í/V-J.' 1 itnsheiði % l .JVUU(> , Boröeyrli. Kjörseyri - Fossá Lögð var tvöföld klæðing á um 9,7 km kafla. Tungumúli Buöardaluri/ v Vegaframkvæmdir á Vestfjörðum: Norðurlandamót grunnskóla í skák í Finnlandi: Seljaskóli ver titil Stálhólkar í stað brúa og nýir vegir Lið Seljaskólans í skák er nú á leið til Finnlands þar sem það mun verja titil sinn sem Norðurlandameistarar grunnskólasveita í skák, en liðið vann mótið sem haldið var í Reykja- vík á síðasta ári. Skáksvcit Selja- skóla er skipuð sömu mönnum og á síðasta ári, þeim Þresti Árnasyni, Sigurði Daða Sigfússyni, Snorra Karlssyni og Kristni Friðrikssyni. Þeir sigruðu íslandsmót grunnskóla- sveita nú í vor og tryggðu sér þannig rétt á Norðurlandamótinu. Nú eru tíu ár liðin frá þvf að íslenskar grunnskólasveitir hófu að taka þátt í þessu norræna grunn- skólamóti og hefur árangur íslenskra unglinga veriðfrábærá þessum tíma. f sex skipti af níu hafa íslensku sveitirnar sigrað á mótinu. Fyrst var það Álftamýrarskóli sem sigraði árin 1978 og 1979, þá tók Hvassaleitis- skóli upp hanskannárið 1983 og hélt titlinum allt þar til í fyrra þegar Seljaskólinn tók við sem mcrkisberi íslenskra grunnskóla á skáksviðinu. Fararstjórar á mótið sem haldið verður í Pietarsaari eða Jakobstad, verða þeir Ólafur H. Jónsson vara- formaður Skákfélags íslands og Guðmundur Guðjónsson kennari í Seljaskóla. -HM Nýlega var gengið frá stofnun minningarsjóðs um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason bakarameistara. Tilgangur sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá að styrkja kaup á tækj- um til sjúkrahúsa og sambærilegra líknarstofnana til lækninga og rann- sókna á vísindalegum grundvelli. Einnig að veita efnilegum vísinda- Eins og lesendum Tímans er kunnugt, birtum við fyrr í sumar útdrætti af vegakorti með tilvísun- um á hvar Vegagerð ríkisins hefur unnið að framkvæmdum og endur- bótum á Vesturlandi. Mæltist þetta mönnum í læknisfræði eða sérgrein- um, sem læknisfræði varða, styrk til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vís- indaiðkana. Rannsóknir á krabba- meinssjúkdómum eiga að sitja fyrir að jafnaði við styrkveitingar. Það var árið 1978, að þau hjónin ákváðu að stofnaður skyldi minning- arsjóður um þau að þeim báðum látnum. Þar sem þau voru barnlaus vel fyrir og hefjum við þá aðra lotu, framkvæmdir Vegagerðar- innar í Vestfjarðaumdæmi. Verður Vestfjörðunum skipt í fimm hluta, eftir sýslum og verður ákváðu þau að til sjóðsins skyldu allar skuldlausar eignir renna, og reyndust eignirnar vera 17.250.000,- krónur. Það stofnfé má ekki skcrða og styrki úr sjóðnum skal auglýsa til umsóknar. Stjórn minningarsjóðsins er skip- uð þeim Ólafi Olafssyni landlækni, Ásmundi Brekkan forseta lækna- deildar H.í. og Eggert G. Þorsteins- byrjað á Strandasýslu. Kristján Kristjánsson, umdæmistækni- fræðingur, var Tímanum ómetan- leg hjálp og þökkum við honum hans verk. -SÓL syni forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Bergþóra Magnúsdóttir var fædd 15. mars 1902 en andaðist 12. sept- ember 1983. Jakob Júlíus Bjarnason var fæddur 14. júlí 1900 en andaðist 28. september 1985. Þau hjónin áttu heima að Ásvallagötu 11 í Reykjavík í rúmlega 50 ár. -ABS Minningarsjóður Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Júlíusar Bjarnasonar bakarameistara stofnaöur: Mun styrkja læknavísindi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.