Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Guöbr. Þorkell Guðbrandsson: Miðhálendið allt nýr þjóðgarður? Fyrir nokkrum árum, eða í okt- óber 1983, skrifaði undirritaður grein í bjóðviljann um hálendisum- ferðina. Voru þar settir fram nokkrir punktar, sem sumum þóttu í meira lagi öfgakenndir, en aðrir, þar á meðal ýmsir forráðamenn náttúruverndarmála hafa tekið undir marga þeirra og jafnvel tekið þá upp í markmiðum sínum. Frá því grein þessi var skrifuð hefur síður en svo birt til í þessum málum af hálfu opinberra aðila. Umferð á hálendinu hefur stórauk- ist, og árangur og átroðningur á viðkvæma staði vaxið hröðum skrefum. Lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að spyrna við fótum, og sífellt fleiri af perlum öræfanna missa lit sinn og aðdrátt- arafl vegna of mikils ágangs. Ef svo fer fram sem horfir, munu síldar- gróðamenn ferðamálanna ekki hafa neitt til að selja eftir tiltölu- lega fá ár. Nú er sjálfsagt margt hægt að gera og samkvæmt hefðbundinni þrætubókarlist þjóðarinnar ekki margir sammála. Verður því vænt- anlega þrætan um aðferðir látin sitja í fyrirrúmi en framkvæmdir á hakanum eins og okkur er lagið. Samt sem áður þykir rétt að hella olíu á eldinn og koma nokkrum atriðum á framfæri um málið enn einu sinni. 1 fyrsta lagi er hér lagt til, að allt miðhálendið verði gert að þjóð- garði. Verði það girt þar sem unnt er, og hlið sett á við helstu fjallvegi. 1 öðru lagi verði umferðarleiðum á þessu svæði fækkað til muna. Verði umferð ökutækja eingöngu leyfð um þær, en þeim aftur á móti haldið við eins og frekast er unnt með malarvegi. í þriðja lagi verði umferð háð leyfum, og komi gjald fyrir. Þjóð- garðinum verði skipt í nokkur svæði, og verði fjöldi ferðamanna í hvert svæði takmarkaður á hverj- um tíma. Þegar hámarksfjölda er náð, verður svæðinu einfaldlega lokað. I fjórða lagi verði þjóðgarðinum lokað fyrir búpeningi, og umferð og upprekstur hrossa alfarið bann- aður. í fimmta lagi verði vetrarumferð um svæðið einnig háð leyfum og eftirliti, og mönnum gert að skila ferðaáætlunum við upphaf ferðar og gert að tilkynna um ferðalok. í sjötta lagi verði ströng viðurlög ef út af er brugðið reglum þeim er í gildi eru hverju sinni varðandi umferð um þjóðgarðinn. í sjöunda lagi verði stjórn mál- Lítiö sem ekkert hefur veriö gert til þess að spyrna við fótum, og sífellt fleiri af perlum öræfanna missa lit sinn og aödráttarafl vegna of mikils ágangs. Ef svo fer fram sem horfir, munu síldargróða- menn feröamálanna ekki hafa neitt til að selja eftir tiltölulega fá ár. efna þjóðgarðsins falin sérstakri stjórnarnefnd, er skipuð verði aðil- um frá samgönguráðuneyti, dóms- málaráðuneyti, menntamálaráðu- neyti, Náttúruverndarráði, Ferða- félagi íslands og samtökum björg- unarsveita, og séu þeir síðasttöldu aðilar að stjórninni sem áheyrnar- fulltrúar og ráðunautar. í áttunda lagi verði þetta fjár- magnað að hluta til með leyfis- gjöldum til umferðar, og hinsvegar með skatti á allar einnota umbúðir, sem settar eru á markað í landinu, hvað svo sem inni í þeim er. í níunda lagi verði komið á miklu strangara og virkara eftirliti með öllum jarðfræði- og rann- sóknaleiðöngrum erlendra aðila, og öllu slíku komið undir stjórn fslenskra vísindamanna og rann- sóknarstofnana. I tíunda og síðasta lagi verði þeirri sjálfsögðu reglu komið á, að allir ferðahópar skuli hafa ís- lenskan leiðsögumann, sem sé fé- lagi í stéttarfélagi leiðsögumanna og með starfsréttindi sem slíkur, sem þjóðgarðsstjórnin viðurkenni. Og nú er spurt, vilja menn samþykkja þetta? Dæmið á að geta gengið upp, jafnt í framkvæmd sem fjárhagslega og hvað er þá í veginum? Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys: Sú gamla kom í heim- sókn að Húsafelli Fyrir nokkru var sýnt hér í borg leikritið „Sú gamla kemur í heim- sókn“, eftir Friedrich Dúrrenmatt. Leikritið fjallar um gamla konu sem kemur heim í fæðingarþorp sitt og býður íbúum þess gull og græna skóga, en í staðinn þurfi aðeins að gera fyrir hana eitt lítið viðvik, en það er að taka af lífi gamlan kærasta hennar. Leikritið fjallar um það sálarstríð sem þorps- búar máttu glíma við af þessu tilefni. Um verslunarmannahelgina síð- ustu fékk Ungmennasamband Borgarfjarðar þá gömlu t' heim- sókn að Húsafelli. Hún bauð þeim gull og græna skóga og að það þyrfti ekki annað að vinna til en það lítilræði að leyfa börnum um og innan við fermingu að drekka sigofurölvi. Ungmennasambandið sló til og báðir aðilar stóðu við sitt. Nokkrar umræður hafa orðið um þetta samkomuhald og önnur um þessa helgi. Aðstandendur Húsafellssamkomunnar bera sig allvel og þeir og fleiri benda á að annað eins hafi nú sést fyrr og síðar á samkomum sem þessum. Borg- firðingar hrepptu stóra vinninginn núna en Héraðssambandið Skarp- héðinn sat eftir með sárt enni. Gaukur á Stöng fór í vaskinn og tapið skiptir milljónum króna. Svona er lífið. Hér er þó að fleiru að hyggja. Ungmennasamband Borgarfjarðar er grein á meiði ungmennafélags- hreyfingarinnar í landinu. Sú hreyfing reis á legg um síðustu aldamót og sameinaðist í Ung- mennafélagi íslands, UMFÍ, árið 1907. Ungmennafélögin voru skilgetið afkvæmi frclsisbaráttu þjóðarinnar og tóku sér að kjörorði „Islandi allt“ og „Ræktun lands og lýðs". Það eru þannig ekki ein- staklingar eða fyrirtæki með há- marksgróða að leiðarljósi sem efndu til samkomuhalds í Húsa- felli, heldur samtök sem völdu sér áðurnefnd kjörorð, til að starfa eftir. Nú skortir mig hugmyndaflug til að láta mér detta í hug hvað það væri sem er meira í mótsögn við ræktun lands og lýðs heldur en þær lýsingar sem hafa verið gefnar af dauðadrukknum börnum á Húsa- fellssamkomunni. Utskýringar svo sem þær að þetta hafi gerst annars staðar, aðrir hefðu fegnir viljað græða á börnunum, foreldrar beri líka ábyrgð og löggæsla var á staðnum og sá í gegnum fingur við þetta, allt er þetta gott og gilt, en breytir ekki málinu. Þessi ræktun lands og lýðs í Húsafelli stenst ekki. Samanburð- ur og hliðstæður skipta ekki máli. Utdeiling á hagnaði af sam- komuhaldi í Húsafelli til aðildar- félaga Ungmennasambands Borg- arfjarðar hlýtur að vekja blendnar tilfinningar hjá viðtakendum, fjár- munir til að efla borgfirska æsku til dáða sem fengnir eru með niðurlægingu jafnaldra þeirra. í margar dimmar og kaldar aldir yljaði íslensk þjóð sér við minning- ar um forna frægð þegar hetjur riðu um héruð og skrautbúin skip lágu fyrir landi. Ungmennafélags- hreyfingin tók við þeim arfi og hélt honum á lofti. Þó var þar ekki allt sem sýndist svo sem hugmyndir forfeðra okkar um hefndarskyldu og réttlætingu mannvíga. Innanum eru þó frásagnir sem mættu vera hugfastar okkur, fólki nú á dögurn. Hin þeirra er um Þórdísi spákonu á Spákonufelli á Skagaströnd. Hún tók í fóstur Þorvald son Koðráns á Giljá sem síðar var nefndur hinn víðförli. Koðrán galt henni fyrir sjóð silfurs en Þórdís hafnaði og kvað Koðrán hafa tekið þann sjóð með afli og ofríki. Þá færði Koðrán henni annan sjóð en hún afþakkaði hann einnig og kvað hann hafa samandregið hann fyrir ágirndar sakir. Úr þriðja sjóðum mældi hún sér hins vegar hæfilega þóknun og kvað Koðrán vel að þeim sjóði kominn þar sem hann væri föðurarfur hans. Megi ungmennafélagshreyfingin gæta að því hvaðan það fé er komið sem hún fær til uppeldis íslenskrar æsku. Matthías Eggertsson ritstjóri Freys.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.