Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 29. september 1987 Guðrún Helgadóttir alþingismaður í viðtali við Tímann um Alþýðubandalagið: Haldi friðarspillar sig á mottunni eigum við okkur viðreisnar von Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, hefur löngum þótt kunna að koma fyrir sig orði og sjaldnast legið á skoðunum sínum. Fyrir þetta hefur hún á stundum fengið ákúrur frá flokkssystkinum sínum og á síðasta miðstjórnarfundi gekk hún út eftir orðaskipti af þessum sökum. Ef til vill á hún eftir að lenda í sambærilegum orðahnippingum út af eftirfarandi viðtali þar sem ekki er skafið af hlutunum. Þar ræðir hún um veika og ómarkvissa forystu Alþýðubandalagsins, um menn sem hvorki skcyta um skömm né heiður til að halda völdum og nauðsyn þess að Alþýðubandalagið þori loks að koma fram sem sósíaliskur flokkur. < Fastur liður að á mig sé ráðist „Það er fastur liður á hverjum einasta miðstjórnarfundi, að mjög lítill hópur fólks hefur ráðist á mig með ásökunum um eitthvað og ég mundi sakna þess ef það gerðist ekki. í þetta sinn var það fulltrúi þessa hóps, Gunnar Guttormsson sem var att á foraðið," sagði Guð- rún Helgadóttir, alþingismaður Al- þýðubandalagsins en hún gekk út af miðstjórnarfundi flokksins, eftir að hafa svarað ræðu Gunnars. Nauðsyn að skerpa sósíaliska ímynd flokksins Hins vegar sagði Guðrún að hún teldi að umræddur miðstjórnar- fundur hefði tekist mjög vel og verið einstaklega ánægjulegur, að framangreindu atviki frátöldu. Taldi Guðrún að þarna hafi verið rædd grundvallaratriði í stefnu flokksins og hreyft hefði verið við nýjum hugmyndum og horft til nýs tíma. „Það var rætt um grundvöli sós- íalisma og hvernig má aðhæfa þær hugmyndir nútíma þjóðfélagi, auk fjölmargra annarra málaflokka sem við látum okkur varða. Ég held að það sé öllum ljóst að ef Alþýðubandalagið ætlar að koma sér út úr þeirri kreppu sem það hefur verið í í nokkur ár að þá er endurskoðunar þörf. Ég tel að Alþýðubandalagið hafi tapað á því að þora ekki fullum fetum að koma fram sem sósíaliskur flokkur, því það er ekkert eins hættulegt í pólitík og hugleysi." Flokksforystan ómarkviss og veik „Ástæður þess að flokkurinn hefur tapað fylgi eru m.a. þær að forystan hefur verið veik, hún hefur verið óákveðin og ómarkviss og menn hafa veigrað sér við að taka afstöðu í veigamiklum málum. Ogflokkursem ekki sendir frá sér skýr skilaboð er ekki líkleg- ur til að ávinna sér traust fólks og þetta höfum við mörg sagt ansi oft. Ég held að nú sé fleirum orðið þetta ljóst og því sé breytinga að vænta. Því fylgir auðvitað einhver endurnýjun í forystu flokksins, því auðvitað er það þvættingur að hér sé um að ræða valdabrölt einstakra manna, hér er tekist á um pólitík. Og auðvitað stendur fólk fyrir pólitík og því ekkert sama hver stýrir flokknum. Ég held að þess sé beðið með miklu óþoli úti í þjóðfélaginu að Alþýðubandalagið skýri sína stefnu, því það eru þúsundir manna sem áður hafa kosið okkur sem ekki hafa treyst sér til þess upp á síðkastið, en koma aftur þann dag sem Alþýðubandalagið hristir af sér slenið og fer að vinna eins og góður og heiðvirður stjórnmála- flokkur á að gera. Ætli það sé ekki eitt af meinun- um að Alþýðubandalagið hafi oft og tíðum farið ansi leynt með sinn sósíalisma og flokkurinn þarf að skýra fyrir fólki hvers konar ísland við viljum byggja. Ef við getum ekki svarað því þá eigum við ekkert erindi við fólk. Ég held að á komandi landsfundi hljóti að verða úr því skorið hvers konar pólitík menn vilja. Ég held t.d. að flokkurinn hafi orðið illa úti, vegna þess að veiga- mikil ágreiningsmál hafa ekki verið gerð upp heldur verið látin hanga yfir okkur óafgreidd. Ég vil minna á að SF í Danmörku sem er flokkur svipaðrar gerðar og Albl. skalf og nötraði fyrir ári vegna þess að nokkrir þingmenn flokksins báru fram þá tillögu á landsfundi, að flokkurinn hætti að berjast gegn þátttöku í NATO og allt ætlaði af göflunum að ganga. Um þetta voru einfaldlega greidd atkvæði og til- lagan var felld, Og ég sé ekki að þau átök hafi skaðað flokkinn mikið því hann bætti við sig sex þingmönnum." Styð annan formannsfram- bjóðandann en ekki hinn - Núhafatværmanneskjurverið orðaðar við formannsembætti flokksins, Ólafur Ragnar Gríms- son og Sigríður Stefánsdóttir. Sýn- ist þér þau vera jafnlíkleg til að leiða flokkinn á þá braut sem þú varst að lýsa ? „Nei. Það sem við vcrðum að gera okkur grein fyrir er, að í nútímaþjóðfélagi er forysta í stjórnmálaflokki ekkert gaman- mál. Slík persóna þarf auðvitað að hafa yfirgripsmikla þekkingu á þjóðfélaginu, verulega þekkingu á alþjóðamálum. Hann þarf að hafa innri styrk og myndugleik. Þetta er gífurleg vinna og Alþýðubandalag- ið er á því stigi núna, að það á ekki að vera að gera neinar tilraunir. Við verðum að fá styrkan , sterkan Guðrún Helgadóttir alþingismaður. formann." - Átt þú við Ólaf Ragnar Gríms- son þá? „Það sagði ég ekki, menn geta svarað því fyrir sig. Nú hefur Ólafur Ragnar ekki gefið kost á sér opinberlega og þaðan af síður veit ég hvort einhverjir fleiri ætla að gefa kost á sér, en það fer ekkert á milli mála að ég tel Ólaf Ragnar fullkomlega hæfan til að stjórna flokknum næstu tvö árin.“ Ótækt að stjórna flokknum frá Akureyri - En hvað með Sigríði Stefáns- dóttur? „Sigríður er prýðilegur fulltrúi og ágætis starfsmaður þar sem hún hefur verið, en hún hefur auðvitað ærið miklu minni reynslu og að ætla að stjórna flokknum norðan af Akureyri með öðrum störfum held ég að sýni sig fljótt að vera ógerlegt. Sigríður er hinn mætasti fulltrúi, en reynsla Ólafs er auðvit- að á engan hátt sambærileg." - En þú hefur sjálf ekki hugsað þér að leggja út í formannsslaginn? „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Ég hef sagt það áður að ef mér sýnast engin teikn á lofti um það, að fáist frambjóð- andi sem stendur fyrir þeirri pólitfk sem við höfum barist fyrir, að þá veit ég svei mér þá ekki hvað ég geri. Eg vona bara að til þess komi ekki, því mér satt að segja hrysi hugur við því verkefni.1' - En nú eru ekki allir sem hafa getað séð skýrar línur í þeirri pólitík sem Ölafur Ragnar vill reka? „Þær hafa kannski ekki verið skýrar hjá neinum okkar. Það hefur verið óuppgerður ágreining- ur í veigamiklum málum og því ekki auðvelt, hvorki fyrir þing- menn eða formann framkvæmda- stjórnar að veifa pólitík sem ekki er ljóst hvort flokkurinn stendur undir. Ég held að þar séum við öll á sama báti.“ Tillögur um endurnýjun af litlu hyggjuviti - En hvað finnst þér um tillögur að endurnýjunarreglum fyrir full- trúa flokksins á þingi og annars staðar? „Ég held nú að sú tillaga sé sett fram af litlu hyggjuviti. Þetta er gömul lumma um að allt sé fengið með einhverju nýju fólki. Um kjör til Alþingis finnst mér þetta alveg ótækt. Mér finnst ótækt að svipta þingmenn flokksins kjörgengi og efast um að þetta standist stjórn- arskrána. Ég held að þetta geti leitt til sérframboða, ef á að fara að reka vinsæla og virta þingmenn af þingi með handafli. Nær væri að reyna að fjölga þingmönnum. Ég held að kjósendur séu færir sjálfir að sjá um tilfærslur á þingmönn- um.“ Vona að friðarspillar sem skeyta hvorki um skömm né heiður til að halda völdum sínum, haldi sig á mottunni - En ernóg að fá nýjan formann, þarf ekki meiri endurnýjun að koma til? „Það hafa komið fram hugmynd- ir um að kjósa flokksstjórn og hafa varaformennina tvo. Það er hægt að breyta til. Ég hugsa að það verði verulegar breytingar og vona að flokknum auðnist að ná áttum. Ég held að hann hafi alveg afl til þess, ef nokkrir friðarspillar sem þarna eru alltaf á ferðinni, geta haldið sig á mottunni." - Hverjir eru það? „Ég nefni engin nöfn í því sam- bandi, en það hefur lengi verið svo að nokkrar manneskjur hafa talið sig eiga þennan flokk og hvorki skeytt um skömm né heiður til að halda þeim völdum og nrinna litið til þess hvort flokkurinn sé lítill eða stór. Og þau vinnubrögð eru alveg óþolandi, enda orðin flokkn- um dýr. Og þetta eru menn bæði utan þings og innan," sagði Guð- rún Helgadóttir að lokum. - phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.