Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 29. september 1987 Cockfield lávaröur, varaformaöur framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins: Heimamarkaður bandalags- ins verði veruleiki árið 1992 Eftir fimm ár hyggst Evrópu- bandalagið verða búið að koma á heimamarkaði, þar sem allar hömlur á efnahagsleg samskipti á milli aðild- arríkjanna verða aflagðar. betta kom fram í fróðlcgu erindi Cock- fields lávarðar, varaformann fram- kvæmdanefndar Evrópubandalags- ins, sem hann flutti á vegum Lands- nefndar Alþjóða verslunarráðsins fyrir helgi. Áætlunin um heimamarkaðinn, sem reyndar er kennd við Cockfield, er feiknarlega viðamikil, enda kem- ur markaðurinn til með að verða stærsti cinstaki markaðurinn í ver- öldinni, því innan svæðisins eru 320 milljónir manna eða um 30% l'leiri en íbúar Bandaríkjanna. Cockficld sagði hiklaust að cf hugmyndin um heimamarkaðinn yrði ekki að vcru- leika þá veröi Evrópa undir í sam- keppninni við Bandaríkin og Japan og jafnvel nýríku löndin í Suö-Aust- ur Asíu. bað kom fram hjá lávarðinum að leggja þarf niður þrjá meginflokka hindrana á samskiptum bandalags- ríkjanna 12 áður en heimamarkað- urinn verður að veruleika. í fyrsta lagi veröur um að ræða afnám „áþreifanlegra" hindrana og er þar átt við ýmiss konar landa- mæravörslu, s.s. tollgæslustöðvar og vegabréfaeftirlit. í öðru lagi þarfa að útrýma margs konar tæknilegum tálmunum. Til dæmis þarf aö samræma staöla er varða útbúnað, gæöi og öryggi tækja og véla; rcglur um opinber innkaup; reglur unt flutning vinnuafls; rcglur um þjónustu og tilfærslu fjármagns. í þriðja lagi er um að ræða að afnema ýmis konar fjármálalegar tálmanir. Þar er t.d. um að ræða samræmingu á skattlagningu vöru og atvinnulífs, s.s. virðisaukaskatt og vörugjald. Kom fram hjá Cockfi- cld að skattar á framleiðsluna væri eitt erfiðasta málið í áætluninni, sem tekur í heild sinni til 300 breytinga. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins hefur sett upp ákveðna tímaáætlun til að hrinda áætluninni um heimamarkaðinn í framkvæmd. Þegar á næsta ári er gcrt ráð fyrir að allar hindranir á flutningi fólks, vöru og fjármagns verði fyrir bí. Þó er þess ekki að vænta að fjármagns- flutningar verði alfrjálsir fyrr en 1992. Þá erstefnt að því að samning- ar um opinber innkaup vcrði opnari og þá sérstaklega á sviði innkaupa á orku, flutningum, vatni og fjarskipt- um hvcrs konar. í dag er hlutur opinberra innkaupa af þjóðarfram- leiðslu um 15% í aðildarríkjunum, en það er einmitt tregða stjórnvalda einstakra ríkja til aö gera samninga við fyrirtæki í öðrum ríkjum, sem hefur tíðum virkað sem hindrun þess að ýmis fyrirtæki í Evrópu hafi getað aukið markaðshlutdeild sína. Þá er áætlað að þessi trcgöa kosti skattgreiðendur í löndum Evrópu- bandalagsins 50 milljarða punda á ári. Næsta skrefið í tímaáætluninni verður stigið 1989 þegar áætlað er að samræma lög um fyrirtæki í banda- lagslöndunum í því augnamiði að 1992 verði hægt að kalla þau „evrópsk". Þriðja skrefið verður stigið 1990 þegar lokið verður samræmingu á virðisaukaskatti og vörugjaldi. Það ár á einnig að afnema hindranir á banka-, trygginga- og flutningastarf- semi. Hápunktinum verður síðan náð 1992 þegar öll landamæragæsla inn- an Evrópubandalagsins verður af- numin. Það kom skýrt fram í máli Cock- fields lávarðar að hér er ekki aðeins um efnahagslegar breytingar að ræða heldur einnig pólitískar og félagslegar. Scm dæmi um það má nefna skattlagninguna, sem er í hverju landi hápólitískt mál eins og Hallur Magnússon í stjórn SVR: Ný strætis- vagnaleið tengi austurhverfin Eins og íbúar austurhverfa Reykjavíkurborgar hafa rekið sig á, þá eru strætisvagnasamgöngur milli Grafarvogs, Ártúnsholts, Arbæjar- hverfis og Breiðholtshverfanna þriggja litlar sem engar. Nú liggur fyrir stjórn SVR tillaga um að tekin verði upp ný leið, $vokölluð Austur- hverfaleið, sem tengi þessi hverfi innbyrðis. Það var fulltrúi Fram- sóknarflokksins í stjórn strætisvagn- anna, Hallur Magnússon, sem lagði fram þessa tillögu. í lillögu Halls er gert ráð fyrir að endastöðvar vagnanna séu annars vegar við Reykjafold í Grafarvogi og hins vegar við Arnarbakka í neðra Breiðholti. Vagnarnir gangi sem leið liggur úr Grafarvogi gegn- um Ártúnshöfðahverfiö, þar sem er mikið af iðnaðar og þjónustufyrir- tækjum, undir Vesturlandsveg í Ár- túnsholt, þaðan inn í Árbæjarhverfi austur að Bæjarhálsi, þar sem snert- ing fengist við leið 10 sem gengur í austasta hluta Árbæjarhverfis við Rauðavatn. Þaðan yrði haldið sem leið liggur Höfðabakkabrúna upp í Efra-Breiðholt þar sem ekið yrði um Austurberg, en við Austurberg er Fjölbrautaskóli Breiðholts og sund- laug, og skammt í menningarmið- stöðina í Gerðubergi og tónlistar- skóla, auk þess sem stuttur spotti er í einu félagsmiðstöð Breiðholts- hverfanna. Úr Efra-Breiðholti færi vagninn í Seljahverfi þar sem ekinn yrði hringur, m.a. skamman spöl frá íþróttahúsi Seljaskóla þar senr fjöldi ungmenna úr öllum austurhverfun- um stundar reglulega æfingar og keppni. Úr Seljahverfi yrði ekið í Neðra-Breiðholt að endastöð í Arn- arbakka. Þar fengist tenging við þjónustukjarnann í Mjóddinni. í þessum austurhverfum borgar- innar búa um 40 þúsund manns. Fyrirhuguö akstursleið hinnar nýju Austurhverfaleiðar. Hún mun tengja sanian Grafarvog, Ártúns- holt, Árbæ og Breiðholtshverfin Þrjú, ef tillaga Halls Magnússonar nær fram að ganga. umræðan um verndarstefnu undan- farin ár sýnir glögglega. Það er hins vegar ljóst að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en heimamarkaðurinn verður að veruleika og þá þess heldur hvort tímaáætlunin stenst. Ráðherranefnd Evrópubandalagsins hefur í dag að- eins samþykkt 64 af breytingunum 300 sem hrinda þarf í framkvæmd. Þá á mikill hagsmunaþrýstingur eftir að koma fram og vandséð er hvaða áhrif hann hefur. Bent var á að afnám allrar landamæravörslu hjá ríkjunum tólf hefði í för með sér atvinnumissir hjá þúsundum opin- berra starfsmanna. Cockfield var hins vegar hvergi banginn og sagði að á næsta ári þegar kjörtímabil núverandi fram- kvæmdarnefndar rynni út yrði búið að leggja 90% af breytingunum fyrir þjóðþing ríkjanna í frumvarps formi. Taldi hann að treysta yrði á yfirlýstan vilja einstakra aðildarríkja til að koma nauðsynlégum breyting- um á, þvingun væri í því sambandi út úr myndinni. Hann kom aðeins inn á samskiptin við EFTA, Fríverslunarbandalag Evrópu og sagði að ljóst væri að vinna yrði að því að gera þau meira náin og láta þau taka til fleiri sviða, _ enda hefði þróunin verið sú eftir að Varaformaður framkvæmdanefndar Evropubandalagsms Cockfield lávarð- samskiptin voru aukin 1984. -ÞÆÓ ARTÚNSHÓFOl öUÞUWtStlOfól KÓÞAVOóUrt SMAIGND &&U&AVATH JB'. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.