Tíminn - 29.09.1987, Qupperneq 9
Þriðjudagur 29. september 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
!!!!!lll!!llllll!!!!lllllll!l!!E!!l!!!!!!!llll!l!l!!!!l!l!l!j!!!l!!!ll!!!l!ll!!l!!!l!!i!!!!ll!!!!l!lll!!ll!ll||l!!lll!!!ll!!!!!lll!lll!ill!!lllllljl!j!!li!l
Jóhann P. Sveinsson:
DRAUMALANDID!
ísland er draumaland í margra
augum, innlendra jafnt sem er-
lendra. Hingað streyma þúsundir
ferðamanna ár hvert og ferðast vítt
og breitt um landið. Við höfum
gert stórátak til að byggja upp
þjónustu við ferðamenn, gert sér-
staka vegaáætlun til að byggja upp
vegakerfi landsins og leggja bundið
slitlag á vegi þess. Hótel, gisti- og
veitingaaðstaða hefur þotið upp
víðsvegar um landið. Pað hefur því
verið mikil og góð uppbygging á
þessu sviði nú hin síðari ár.
En höfum við verið nógu vak-
andi við þessa uppbyggingu? Höf-
um við gætt allra þeirra atriða sem
íslenskt þjóðfélag og þess löggjöf
krefst að gætt sé?
Árið 1978 voru samþykkt á Al-
þingi ný byggingalög og ári síðar
var gefin út ný byggingarreglugerð.
í þessari löggjöf eru ákvæði sem
tryggja eiga jafnan rétt allra,
þ.á.m. hreyfihamlaðra og annarra
sem erfitt eiga með að komast
ferða sinna. Slík ákvæði eru einnig
að finna í skipulagslöggjöfinni.
En hver er svo
raunveruleikinn?
Líti nú hver í eigin barm!
Hve víða er ekki þó ekki sé
nema ein trappa, gangstéttarbrún
eða hár þröskuldur sem hægt væri
með góðu móti að komast hjá að
hafa! Hve víða eru hurðaop ekki
of þröng þannig að fólk með barna-
vagna eða jafnvel í hjólastól komist
ekki í gegn?
Á hve mörgum stöðum eru sal-
erni sem aðgengileg eru fólki sem
hreyfihamlað er á einn eða annan
hátt? Ef salernin eru á annað borð
aðgengileg, hversu víða er þá
ómögulegt að komast að þeim
vegna annarra hindrana? Nei ég er
hræddur um að víða þurfi breyt-
inga við, í mjög mörgum tilfellum
þó ekki nema smávægilegra. Það
skal nefnt okkur íslendingum til
hróss að það eru mjög margir
farnir að leiða hugann að þessum
Það má ekki gleyma
þessum atriðum á
meðan að uppbygg-
ingin stendur yfir því
eftir að hlutur hefur
einu sinni verið gerður
á einhvern ákveðinn
hátt getur liðið ár og
dagur þar til að því
verður komið í verk að
lagfæra það sem betur
þarf að fara.
Umhverfi og byggingar
sem eru aðgengilegar
hreyfihömluðum eru
einnig aðgengilegar
fólki með barnavagna,
öldruðu fólki og síðast
en ekki síst þeim er
tímabundið eiga í erf-
iðleikum með að kom-
ast ferða sinna, s.s.
vegna fótbrota eða
annarra óhappa.
málum. En það þarf meira en leiða
hugann að þeim. Það þarf að láta
verkin tala. Það má ekki gleyma
þessum atriðum á meðan að upp-
byggingin stendur yfir því eftir að
hiutur hefur einu sinni verið gerður
á einhvern ákveðinn hátt getur
liðið ár og dagur þar til að því
verður komið í verk að lagfæra það
sem betur þarf að fara.
Oft hefur maður heyrt fólk segja
að þetta skipti engu máli því hreyfi-
hamlað fólk sjást hvort sem er
aldrei hérna!
Þó ekki væri, hvernig má það
líka vera ef það kemst ekki sæmi-
lega hjálparlaust um eða kemst
t.a.m. ekki á salerni? Við íslend-
ingar eigum alla möguleika á að
vera í fararbroddi í þessum málum.
Landið er ekki það stórt og þjóðin
ekki það fjölmenn að það ætti að
vera hægðarleikur að gera stórátak
í því að gera öllum möguiegt að
komast leiðar sinnar. Slíkt átak
kæmi allri þjóðinni til góða, fyrr
eða síðar. Gott aðgengi er alls ekki
eingöngu hagsmunamál þess fólks
sem hreyfihamlað telst.
Umhverfi og byggingar sem eru
aðgengilegar hreyfihömluðum eru
einnig aðgengilegar fólki með
barnavagna, öldruðu fólki og síð-
ast en ekki síst þeim er tímabundið
eiga í erfiðleikum með að komast
ferða sinna, s.s. vegna fótbrota eða
annarra óhappa. Hvað margir
veikindadagar myndu ekki sparast
ef skrifstofur eða aðrir vinnustaðir
væru aðgengilegir þeim sem vegna
slyss ættu tímabundið í erfiðleikum
með að hreyfa sig nema með
aðstoð hjálpartækja, s.s. hjólastóls
eða stoðtækja?
Oft hefur maður heyrt því fleygt
á góðri stund að allir skuli vera
jafnir fyrir lögunum!
Hve mörg dómaraembætti skyldu
vera aðgengileg fötluðum? Hvern-
ig er það með æðsta dómstól þjóð-
arinnar? Hvað nteð fangelsin?
Gæti fatlaður maður í hjólastól
setið af sér sektir, t.a.m. vegna
hraðaksturs?
Hvernig er með stjórnsýsluna,
aðgengið að hinum ýmsu stjórn-
sýslustofnunum? Hvað er langt
síðan að æðsti embættismaður og
helsti ráðgjafi ríkisstjórna í máluni
er snerta aðgcngi ætlaði að flytja
skrifstofur embættis síns í húsnæði
sent var algerlega óaðgengilegt
fötluðum? Hvernig er aðgengið að
ráðuneytunum? Hvað myndi ger-
ast ef alvarlega hreyfihamlaður
maður yrði kosinn á þing?
Hvernig væri nú að láta hendur
standa fram úr ermum og gera
myndarlegt átak í þessum málum?
Af hverju ekki að gera áætlun
svipaða vegaáætlun um hvernig og
á hve löngum tíma allar opinberar
skrifstofu- og þjónustubyggingar
yrðu gerðar aðgengilegar öllum
þegnum þjóðfélagsins? Til er sér-
stakur matslykill sent ætlaður er til
að meta byggingar með tilliti til
hve aðgengilegar þær eru fötluð-
um. Við höfum því þau áhöld sem
þarf. Við höfum þekkinguna. Allt
sem þarf er því framtakssemi og
fjármagn.
íslendingar, gerum ísland að
draumalandi allra.
Jóhann P. Sveinsson lögfr.
Vegna mistaka láðist að birta grein
þessa um síðustu helgi, en þá var
fjáröilunardagur Sjálfsbjargar. En
það málefni sem greinarhöfundur
vill koma á framfæri á erindi alla
daga ársins.
Halldór Kristjánsson:
Leggur upp í vörðu
I nýárskvæði 1845 lýsti Jónas
Hallgrímsson því ömurlega hlut-
skipti að
Mggja eins og leggur upp í vörðu
sem lestastrakar taka þarog skrifa
og fylla svo hann finnur ei af nídi. “
Á þeim tímum voru víða á
fjallvegum vörður sem nefndar
voru beinakerlingar vegna þeirrar
tísku að skilja eftir í þeim lærlegg
úr stórgrip sem látinn var geyma
handa öðrum vegfarendum miða
með rímaðri kveðju. Ekki þótti
þetta yfirleitt göfugur skáldskapur.
Oft voru þetta níðvísur, stundum
sóðalegar.
Leggurinn sem lá upp t' vörðunni
gegndi því hlutverki að geyma
handa öðrum níð og óþverra sem
lestarstrákar skrifuðu og fylltu
hann með án þess að hann gerði sér
grein fyrir því sjálfur.
Þessi líking Jónasar Hallgríms-
sonar er svo nöpur og snjöll að
naumast verður betur gert. Að
gleypa gagnrýnislaust og án allrar
dómgreindar við níði og svíðvirð-
ingum og láta slíkan óþverra fylla
Hefur hún dregið fé frá
því athafnalífi sem er
bjargræðisvegur
þjóðarinnar? Hefur
hún ofsótt heilbrigðan
atvinnurekstur
annarra?
hugskot sitt er að liggja eins og
leggur upp í vörðu, þessi skynlausa
geymsla fyrir níð og ósóma.
Mér hefur stundum komið þessi
líking Jónasar í hug í sambandi við
grunnfærni og hávaða ofstækis-
manna sem jafnan eru viðsjárverð-
ir í mannlegu samfélagi og hættu-
legir öllu félagslegu lýðræði.
Þegar ég leit á DV föstudaginn
18. september virtist mér leggurinn
sem Jónas kvað um birtast þar í
öllum sínum ömurleika. Hann ber
nafnið Árni Thoroddsen og er
kallaður kennari.
Umræðuefni hans er Samband
íslenskra samvinnufélaga. Sýnis-
horn af orðbragði hans skal hér
birt:
„Þegar þessi auðvaldsóvættur
glennir vígtennur sínar skælbros-
andi framan í almenning."
„Ég kalla þetta iglulæti og ekki
að ófyrirsynju því vitað er að iglur
sjúga blóð úr mönnum."
• Síðan segir hann að landsmenn
hafi horft á það „hvernig tekju-
skatti þeirra hefur næstum öllum
verið sturtað niður í úttroðna vasa
samvinnuhreyfingarinnar í formi
niðurgreiðslna, útflutningsbóta og
vaxtalausra lána.“
„Ráðherrar og alþingi íslend-
inga eiga að sjá til þess að þetta
skrímsli sé ham- og roðflett með
sköttum og auðhringalöggjöf."
Hér vantar ekki gífuryrði en
málefnaleg rök eru engin. Ekkert í
greininni bendir til þess að höfund-
ur hennar hafi nokkra þekkingu á
málum. Tal hans um að tekjuskatti
landsmanna hafi verið sturtað í
vasa samvinnuhreyfingarinnar í
formi niðurgreiðslna, útflutnings-
bóta og vaxtalausra lána bendir til
þess að hann hafi heyrt þetta nefnt
en hafi engan skilning á því hvernig
mál eru vaxin. Almenningur spyr
um viðfangsefni samvinnuhreyf-
ingarinnar. Heyra henni til einhver
fyrirtæki sem eru óholl heilbrigð-
um þjóðarbúskap? Hefur hún
dregið fé frá því athafnalífi sem er
bjargræðisvegurþjóðarinnar? Hef-
ur hún ofsótt heilbrigðan atvinnu-
rekstur annarra?
Það hefði verið eðlilegt að Árni
Thoroddsen hefði nefnt einhver
dæmi slíks eða ámóta til að gefa
stóryrðum sínum gildi. Auðvitað
gerir hann það ekki. Þess er ekki
von enda virðist hann skorta alla
þekkingu sem þarf til að ræða
málin af viti. En leggurinn geymir
það sem í hann er látið, dóm-
greindarlaust. Þar er lestastrákum
ennþá unnt að skrifa og fylla svo
að hann finnur ei af níði.
Grein Árna Thoroddsen er svo
fjarri því að vera málefnaleg að
hún er engan veginn svaraverð.
Því verður henni ekki svarað hér.
Hinsvegar er hér um að ræða
fyrirbæri sem er þannig vaxið að öll
ástæða er til að gefa gaum að því.
Þess vegna eru þessi orð skrifuð ef
verða mætti til að skynbærir menn
gefi fyrirbærinu gaum og reyni að
meta það sem vert er.
Viti bornir menn skyldu óska sér
annars hlutskiptis en að liggja eins
og leggur upp í vörðu.