Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. september 1987 Tíminn 7 Starfslið bankanna hátt í tvöfaldast á áratug: Tölvuvæðing bankanna ekki skilað sparnaði þeim er búast hefði mátt við að mati Seðlabankans „Með hliðsjón af tölum um aukningu á mannafla í bankakerf- inu virðist augljóst, að tölvuvæðing bankakerfisins hefur ekki enn skil- að þeirri hagræðingu og sparnaði, sem búast hefði mátt við,“ segir m.a. í nýjasta hefti Hagtalna Seðla- bankans. Þar kemur fram að starfsliði (stöðugildum) bankakerfisins hef- ur fjölgað úr 1.733 upp í 3.175 manns, eða um 83%, á síðustu 10 árum, sem einmitt eru þau ár sem tölvuvæðing bankanna hefur átt sér stað. Mest hefur fjölgunin þó verið síðustu 3 árin, eða 7-8% á ári, borið saman við um 5% árlega fyrir 1980. Sjálfur hefur Seðlabankinn verið hófsamur í fjölguninni, þar sem starfsmönnum hans hefur „aðeins" fjölgað úr 115 í 130. Fjölgunin í bönkunum er úr 1.426 í 2.566 manns, eða um 80% og í sparisjóð- unurn úr 165 upp í 386, eða 134%. I hagræðingarstofnuninni, Reikni- stofu bankanna hefur fjölgað úr 27 í 93 starfsmenn. Á þessum sama áratug hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 23 þús., eða um 10% og starfandi fólki í landinu um rúmlega fjórðung. Tekið er fram að raunvirði inn- lána í bankakerfinu hafi aukist um 109% á þessum áratug og fjölgun færslna kunni að vera enn meiri. En matið á sparnaði af tölvuvæð- ingunni er eigi að síður það sem að framan greinir. - HEI Kornmölunarverksmiðjan Kornax: 20 metra há lóð- rétt verksmiðja Við Sundahöfnina í Reykjavík, nánar tiltekið við Korngarða var nýlega byggt háreist hús, gult að lit. Þetta er hús kornmölunarverksmiðj- unnar Kornax. Kornax hefur strangt gæðaeftirlit með sínum vörum. Þannig er verk- smiðjan með sína eigin rannsóknar- stofu, þar sem sýni eru grandskoðuð og prófuð. Einnig er bakari í fullu starfi við að baka í tveimur bakara- ofnum, til að kanna gæðin nánar og við heimilis- eða vinnuaðstæður. Verksmiðjan er byggð beint upp í loftið. Vélasamstæðan, eða sam- stæðurnar ná 20 metra lóðrétt upp og er ferli framleiðslunnar í gegnum hana áður en hún fer í neytenda- umbúðir eða sekki. Framkvæmdastjóri Kornax er Garðar Jóhannsson, og sagði hann í samtali við Tímann afköst verk- smiðjunnar mikil, enda gæti hún afkastað 15.000 tonnum af hveiti á ári, en innanlandsmarkaðurinn tæki 12 - 13.000 tonn á ári. Að honum væri stefnt. Kostirnir við verksmiðj- una væru margir. Loðnuveiðar: FJÓRIR LÖNDUDU AFLA UM HELGINA Af þeim fimm loðnubátum sem nú stunda loðnuveiðar, lönduðu fjórir um helgina. Börkur NK landaði 1270 tonnum, Örn KE 800 tonnum, Skarðsvíkin SH 650 tonnum og Jón Kjartansson SU 1100 tonnum. Börkur, Örn og Skarðsvíkin lönd- uðu á laugardag og Jón á sunnudag. Guðrún Þorkelsdóttir var hins vegar ekki komin á miðin um helgina. Nýr bátur bætist við í kvöld er hann heldur úr höfn í Vestmanna- eyjum, en það er Kap II VE 4. Því má búast við að seinni hluta vikunnar verði sex loðnubátar á miðunum. - SÓL Hún er þjóðhagslega hagkvæm, því aðeins kornið er keypt að utan. Allt annað er unnið hér heima. Kornið er keypt frá Kanada og Evrópu. 7 manns vinna nú við verk- smiðjuna, en stefnt er að því í framtíðinni að 15 manns verði í fullu starfi við hana. Verksmiðjan kostaði á annað hundruð milljónir, en aðaleigandi hennar er Fóðurblandan. Kornax dreifir sinni vöru sjálft. Nú er unnið í 8 tíma á dag í verksmiðjunni, en í framtíðinni, þegar hún hefur komið sér fyrir og afköstin ná fullum dampi, er gert ráð fyrir að unnið verði allan sólarhring- inn. Vélasamstæðan, sem er ítölsk, getur gengið ein og sér, án þess að starfsfólk þurfi að vera nálægt, og ef hún bilar á einhvern hátt, þá slekkur hún á sér í réttri röð, þannig að hægt verði að hefja störf strax og viðgerð er lokið. Nú í vikunni koma neytendaumb- úðir á markað í verslanir, bæði rúgmjöl og hveiti í 2ja kílóa pakkningum. Samkeppni veldur Kornaxarmönnum ekki áhyggjum, því „við höfum gæðin og verðið okkar megin.“ - SÓL Kommölun er orðin heldur flóknari en hún var þegar notast var við vindmyllur, eða mulið með klumpum. Mikið röraflóð og vélasamstæður sem sigta kornið eftir fínleika einkenna núverandi framleiðslu. Tímamyndir: Pjetur Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kornax, heldur hér á núverandi framleiðslu verksmiðjunnar í 2 kflóa neytendaumbúðum. Von er á fleiri framleiðsluvörum, en ef myndin prentast vel er hægt að greina hinar ýmsu uppskriftir sem eru á hlið pakkanna. Reglugerö fjármálaráðherra: 25% söluskatt á alla Samkvæmt reglugerð sem fjár- málaráðherra hefur nýlega gefið út verður fæðissala mötuneyta, skóla- fólks og starfsmannahópa svo og fæðissala atvinnurekenda til starfsmanna sinna söluskattskyld með sama hætti og sala veitinga- húsa frá og með I. október n.k. að telja. Frá sama tíma verður sú breyting á undanþágu þeirri sem í gildi hefur verið varðandi matar- sölu veitingahúsa að framvegis verður þeim aðeins heimilt að draga fjárhæð sem nemur 75% af innkaupsverði hráefnis til matar- gerðar, frá heildarveltu sinni áður en söluskattsskil eru gerð. Þetta kemurfram í fréttatilkynn- ingu sem fjármálaráðuneytið hefur gefið út. Minnir fjármálaráðuneytið enn- fremur á að breytingarnar leiði til þess að veitingahús og mötuneyti greiði framvegis 10% söluskatt af matarsölu sinni, en 25% af annarri sölu. Ennfremur að frá og með mánaðamótum beri að greiða 25% söluskatt af ís eins og af öðru sælgæti. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.