Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík í október 1987 Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1987 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1986 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu- skyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1984 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 08.00 til 15.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá: 01.10. til 30.10. ökutæki nr. R-62501 og yfir. Við skoðun skulul ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. Skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Á leigu- bifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafn- um L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1987. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. september 1987 Böðvar Bragason. Félagsfundur Rafvirkjar- Rafvélavirkjar Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. okt. kl. 18 í Félagsmiðstöðinni Háaleitisbraut 68. Fundarefni 1. Kjaramálin 2. Val fulltrúa á 9. þing R.S.Í. 3. Önnur mál. Stjórn Félags ísl. rafvirkja ~ « (Ipps, klaufí varstu ... en þetta gerir svo sem ekkert til Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli utan. Það er alltaf öruggara að hafa Effco þurrkuna við hendina, hvort sem það er á heimilinu, í sumar- bústaðnum, bátnum eða bílnum. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Enginn sem á Effco þurrku kipp- ir sér upp við_ svona smáslys. Enda þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sullast og hellist niður. Með Effco þurrkunni er enginn vandi að halda eldhúsinu fínu, sama hvað gengur á. Hún gerir eldhússtörfin ánægju- legri en nokkru sinni fyrr. En hún er ekki bara til að þrífa þess háttar ósköp. Þú notar hana.Jíka til að þrífa bílinn - jafnt að innan sem Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum * _. _ og yexslunum. Maildsala Höggdéyflr — EFFCO siml 73233! W,effico-Þurri<an uju«ismw DAGBÓK 1 Þriðjudagur 29. september 1987 Háskólafyrirlestur: Stjórnun fiskveiða: Markmið og leiðir Prófessor Rögnvaldur Hannesson flytur opinberan fyrirlestur við Háskóla íslands á vegum Viðskiptadeildar. Heiti fyrir- lestrarins er: Stjórnun fiskveiða - Mark- mið og leiðir. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17:15. Prófessor Rögnvaldur Hannesson stundaði framhaldsnám í fiskihagfræði við Háskólann i' Lundi í Svfþjóð og Háskólann í Brcsku Kólumbíu í Kanada. Hann lauk doktorsprófi frá Lundi árið 1974. Frá 1983 hefur hann verið prófessor í fiskihagfræði við Verslunarháskólann f Bergen. í umræddum fyrirlestri mun prófessor Rögnvaldur fjalla um markmið fiskveiði- stjórnunar og þær aðferðir við fiskveiði- stjórn, sem líklegastar eru til að ná þeim markmiðum. íslenska óperan: Hollendingur fljúgandi 30. sept. ( tilefni glæsilegs árangurs Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara efnir Is- lenska óperan til sérstakrar kvikmynda- sýningar á óperunni „Hollendingurinn fljúgandi" eftir Richard Wagner í Is- lensku óperunni miðvikudaginn 30. sept- ember kl. 21:00. Myndin tekur um 2 tíma í flutningi. Miðasala er við innganginn og einnig í síma 27033 á milii kl. 9 og 17. Myndin sem sýnd verður er stúdfó-upp- taka með listamönnum frá ríkisóperunni í Múnchen. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsfundur um húsnæðismál aldraðra 'verður haldinn að Sigtúni 3 (Goðheim- um) kl. 9 (21) þriðjudaginn 29. þ.m. Framsaga: Adda Bára Sigfúsdóttir. Frjálsar umræður. Fjölmennið. Stjórnin FELAGSMIDSTOOIN þRÖTTHEinflR Vetrardagskrá Starfsemi Þróttheima í vetur Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Þrótt- heima hefur hafist á ný eftir stutt sumar- frf. Opið hús er í Þróttheimum mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14:00 til 17:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-18:00. Þar er hægt að leika borð- tennis, billiard og vinna að ljósmyndun, við video, tölvur o.fl. Diskótekið er í gangi á hverju föstu- dagskvöldi, en einnig er spiluð tónlist alla vikuna. Þá eru líka hljómsveitakvöld og stórböll. Félagsmiðstöðin er á efri hæð félags-! heimilis Knattspyrnufélagsins Þróttar. Endastöð leiðar 4 er beint fyrir utan húsið og leið 5 og 8 hafa biðstöðvar f næsta nágrenni. Frekari upplýsingar um starfið, hús- næðið og staðsetningu er hægt að fá í síma 39640 f Þróttheimum við Holtaveg, 104 Reykjavfk. Frá Bridgedeild Rangæingafélagsins Bridgedeild Rangæingafélagsins er að hefja vetrarstarfið. Byrjað verður að spila miðvikudaginn 30. september kl. 19:30 að Ármúla 40. Þá verður spilað eins kvölds tvímenningur og jafnframt verða afhent verðlaun fyrir síðasta keppnis- tímabil. Miðvikudaginn 7. október hefst svo 5 kvölda tvímenningskeppni. Skráning fer fram í sfma 30481 og 76525 og á staðnum 30. september. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Breyting á opnunartíma Árbæjarsafns Árbæjarsafn er opið um helgar í sept- cmbermánuði kl. 12-30-18.00. Minningarkort Hjartaverndar Útsölustaðir Minningarkorta Hjarta- verndar eru: Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755. Reykja- víkur Apótek, Austurstræti 16, Dvalar- heimili aldraðra, Lönguhlfð, Garðs Apót- ek, Sogavegi 108, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102a, Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74, Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamra- borg 11 Keflavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 - Samvinnubankinn Akran^s; Hjá Kristjáni Sveinssyni, Sam- vinnubankanum Borgarnes: Verslunin Ögn Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdöttur, Silfurgötu 36. ísafjörður: Hjá Pósti og sfma Strandasýslu: Hjá Rósu Jensdóttur, Fjarðarhorni. Sigluflrði: Verslunin Ögn Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstr. 97 - Bókaversl. Kaupv.str. 4 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5 Egilsstöðum: Hannyrðaverslunin Agla Eskiflrði: Hjá Pósti og síma Vestmannaeyjum: Hjá Arnari Ingólfs- syni, Hrauntúni 16 HAUGROF G y r d i r E / i a $ s a n Þriðja bók ungskálds Mál og menning hefur gefið út ljóðasafnið Haugrof eftir Gyrði Elíasson. Þetta er endurskoðuð útgáfa ljóðabókanna Svarthvít axlabönd, Bakvið Maríuglerið og Blindfugl/Svartflug sem höfundur gaf út á árunum 1983- 1986, en þær eru fyrir nokkru uppseldar. Þessar þrjár bækur marka hver sinn áfangann í skáldferli Gyrðis, þær hafa ólíkt yfirbragð þótt yrkisefnin kunni að vera af svipuðum toga. Það hafa fá ung skáld vakið jafn mikla athygli með verkum sinum að undanförnu og Gyrðir Elíasson. Hann hefur sent frá sér tvær ljóðabækur auk þeirra þriggja sem nú eru endurútgefnar og hafa Ijoð hans skipað höfundi sínum í fremstu röð íslenskra samtímaskálda. Haugrof er 147 bls., prentuð hjá Steinholti hf. Mynd á kápu er eftir Sigurlaug Elíasson. Akranes - Bæjarmálafundur Miðvikudaginn 30. september kl. 20.30. Á dagskrá meðferð og framtíðarnot húsnæðis I eigu Akraneskaupstaðar. Jón Sveinsson formaður húsnýtingarnefndar fylgir lokaskýrslu úr hlaði. Allir velkomnir. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins. Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna I Reykjavlk verður haldinn að Nóatúni 21, miðvikudaginn 30. september 1987. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Spjall um starfið framundan Stjórn FUF f Reykjavík Ungir Skagfirðingar Aðalfundur FUF Skagafirði verður haldinn að Suðurgötu 3, fimmtu- daginn 1. okt. kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. önnur mál Stjórnln Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28.kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, sem vera átti á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október nk. verður frestað til 30. og 31. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar f slma 97-11584. KSFA Leiðrétting í Tímabréfinu þ. 19. sept. sl. er birt vísa eftir Jón á Arnarvatni, sem hann orti, þá blindur orðinn og kominn ( kör, er honum voru færð ill tíðindi. Mývetnskir bændur hafa oft ort vel, og þó aldrei fengið heiðurslaun rithöfunda. Áðurnefnd vísa er í Tímanum sögð byrja þannig: „Heyrðu Loki, hvításs bani“, en það er rangt. Munar þó aðeins reisninni, en það mundi Jón Þor- steinsson hafa kallað mikinn mun. Vfsan er svona: Heyr mig Loki, hvftáss bani, hvar er mistilteinn? Fá mér blindum fimmtán Dani fyrir Kamban einn. Vinsamlegast Þorsteinn Ö. Stephensen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.