Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 29. september 1987 Tíminn 19 Fæddi Kemst móðirin, Kathleen Campbell, í næstu heimsmeta- bók Guinness? Þann 9. september s.l. gerðist það, að Kathleen Campbell, 55 ára bresk kona, varð móðir í sjöunda sinn. Hún gekkst undir keisara- skurð og eignaðist 14 marka strák, sem strax var skírður Joby Isaac. Þar með kemur hún líklega til með að verða í næstu útgáfu af heims- metabók Guinness. Kathleen Campbell segist svo frá: - Ég get ekki líst því hvað mér brá, þegar Iæknirinn hrópaði „Þú ert ófrísk, svei mér þá!“ og svo rak hann upp skellihlátur. Sjálf hneig ég niður í stól og gat ekkert sagt, - en í gegnum hugann flaug allt mögulegt á stuttum tíma. Ég hugsaði um barnapela, bleiur og svefnlausar nætur, sem ég minntist frá því börnin mín 6 voru nýfædd. Nú voru þau börn um og yfir tvítugt og ég var orðin amma, en allt í einu átti ég sjálf að verða einu sinni enn móðir. - Aumingja maðurinn hann Sydney minn. Það líður yfir hann, varð mér fyrst að orði, og hann sem er nýkominn á eftirlaun og við ætluðum að fara að lifa svo rólegu Módirin brosandi og ánægð með nýfædda soninn Joby Isaac Hinn 65 ára gamli faðir, Sydney CampbeU er glaður á svip í heimsókn hjá konu og syni á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom heim sat Sydney og las í blaði. Ég sagði honum tfðindin. Hann trúði þessu ekki í fyrstu og sagði: „Þú sem ert löngu orðin amma, þú getur ekki verið ófrísk!" Loks trúði hann mér og við hlógum og grétum bæði. Læknirinn fylgdist vel með mér um meðgöngutímann og ákvað svo að gera keisaraskurð, og allt gekk vel. Þetta var meiri guðsgjöfin að fá einu sinni enn að halda á ný- fæddu barni sínu, sagði Kathleen Campbell. Allir glöddust með foreldrunum, þeim Sydney og Kathleen: börn þeirra og barnabörn, læknir, hjúkr- unarfólk og vinir. Einstakt safn glerlistaverka er að finna í íbúð Alexej Zelis í Moskvu. Hann er glerblásari við Khromatron - verksmiðjuna, en hefur gert þessi verk í tómstundum sínum. Alexej Zelis hefur tekið þátt í 11 listsýningum, en heim til hans koma oft gestir, samverkamenn og vinir og listunnendur, sem hafa heyrt um hæfni hans eða séð verk hans á sýningum. Zelis hóf fyrst háskólanám í líffræði en hætti námi og sneri sér að starfi glerblásarans. Hann hefur einnig stundað nám í Þjóðlistahá- skólanum. Hann segist vinna listaverkin úr kvartsgleri. „Kvartsgler er göfugra og fegurra en venjulegt gler. Það er erfitt að vinna það, þar sem hitastigið fer í 2000 gr. C. Blaðamaður spurði Alexej hvað svona verk kostuðu, en hann svar- aði: „Satt að segja veit ég það ekki. Þetta er ótrúlega mikil vinna. Fyrst teikna ég verkið lauslega, mynstur og aðrar skreytingar, áður en sjálft verkið hefst. En ég hef ekki tekið saman verktímann og ég hef aldrei Fínlegar blóma-,, og dýramyndir úr tæru kvartsgleri. selt verk mín,“ sagði listamaður- inn. „Það fer nú að þrengjast í íbúðinni vegna glerverkanna, og kannski gef ég þau einhvern tíma safni þar sem þau eiga heima.“ Glerlistamaðurinn Alexej Zelis með glerskip sem hann hefur búið til. í skápum á veggnum eru geymd mörg verk hans. SPEGILL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.