Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 29. september 1987
Þriðjudagur 29. september 1987
Tíminn 11
i
SAMBANDISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
lónaðardeild ■ Akurevri
Atvinna
Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri óskar.
eftir duglegu og hressu starfsfólki á dagvakt
og kvöldvakt við ýmis störf í skinna- og
ullariðnaði.
Unnið er eftir bónuskerfi sem gefur góða
tekjumöguleika.
Við getum útvegað herbergi með aðgangi að
eldunaraðstöðu. Mötuneyti er á staðnum.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
é'
Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900
Hafnarfjörður
Álfaberg:
Fóstrur óskast til starfa á leikskólann
Álfaberg.
Upplýsingar gefur Júlína Harðardóttir forstöðu-
kona í síma 53021.
Skóladagheimiliö Kattholt:
Fóstrur óskast til starfa á skóladagheimilið
Kattholt.
Upplýsingar gefa Inga Þóra Stefánsdóttir og
Guðrún Árnadóttir forstöðukonur í síma 54720.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði
Æðardúnsbændur
æðardúnsbændur
Nú er tækifæri til að komast inn á Japansmarkað.
Hef fengið pöntun fyrir 100 kg af æðardúni.
Örugg greiðsla, gott verð.
Þeir sem vilja vera með við að vinna nýjan markað,
vinsamlegast hafið samband strax.
E.G. Heildverslun, Elías Gíslason
Neðstaleiti 14, Reykjavík, sími 687685
Bústjóri
Bústjóra vantar nú þegar á svínabú skammt frá
Reykjavík. íbúð fylgir starfinu.
Aðeins góður skepnuhirðir og reglusamur maður
kemur til greina. Þeir sem hafa hug á starfinu leggi
inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild
blaðsins.
Vlnningstölurnar 26. september 1987
Heildarvinningsupphæð: 4.457.256,-
1. vinningur var kr. 2.234.364,-
og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr.
558.591á mann.
2. vinningur var kr. 668.817,-
og skiptist hann á 207 vinningshafa, kr.
3.231,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.554.075,-
og skiptist á 6.907 vinningshafa, sem fá 225
krónur hver.
& 68p5pi'ír9asími:
llllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR ...................................................... ........................................................ .................................. .................................................. . ......................
IIIIIIIIIIIHIIIIIII ÍÞRÖTTIR
Reykjavíkurmótið
í körfuknattleik:
Sigur hjá
Valsmönnum
og KR-ingum
Valsmcnn og KR-ingar unnu
sigur í lcikjum sínum á fyrsta
leikdegi Reykavíkurmótsins í
körfuknattleik á sunnudaginn.
Valsmenn unnu ÍR 81-61 oj> KR
sigraði ÍS 85-43. Þá vann 1S ÍR
47-36 í meistaraflokki kvenna.
Næstu leikir á mótinu verða í
kvöld, þá keppa ÍR og KR í m.fl.
kvenna kl. 18.30, ÍR og KR í
m.fl. karla kl. 20.00 og ÍS og
Valur kl. 21.30. - HÁ
Reykjavíkurmótið í blaki:
Þróttur vann
íjöfnumleik
Þróttarar sigruðu Víkinga 3-2 í
jöfnum ieik sein tók 105 mín. í
m.fl. karlu í Reykjavíkurmótinu
í blaki á laugardaginn. Víkingar
unnu fyrstu hrinuna 11-15 en
Þróttarar þá næstu 15-12. Aftur
skiptust liðin á, 15-8 og 13-15 en
Þróttarar unnu þá síöustu 15-8.
í kvennaflokki sncrist dæmið
við, þar vann Víkingur Þrótt 3-1
(16-14, 3-15, 4-15, 7-15)
Fjögur liö tilkynntu þátttöku í
m.fl. karla en Framarar hafa
dregið lið sitt út úr keppninni.
Munu þeir hafa verið óánægðir
með niðurröðun leikjanna, vildu
fá að keppa við Þrótt í síöasta leik
mótsins á þeim forsendum að
þetta hafi verið tvö efstu liðin á
síðasta fslandsmóti.
- HÁ
Stjörnu/Martin-Blue mótið
í veggtennis:
Hörður
sigraði
Hörður Þorstcinsson stóð uppi
sem sigurvegari á fyrsta Stjörnu-
mótinu í veggtennis sem haldið
var um helgina. Hörður vann
Sigurð Sveinsson í úrslitaleik.
Frosti Sigurjónsson varð svo í
þriðja sæti eftir keppni við Kristj-
án Sigurðsson.
Verðlaun voru íþróttavörur frá
Martin-Bluc sem Sportvöruþjón-
ustan gaf.
Evrópukeppni félagsliða
í badminton:
TBRkomstí
undanúrslit
Lið Tennis- og badmintonfé-
lags Reykjavíkur komst í undan-
úrslit i Evrópukeppni félagsliða í
badminton sem lauk um helgina
■ Austurríki.
TBR mætti dönsku liði, Triton
í undanúrslitaleiknum, tapaði
honum 0-7 og lenti í 3.-4. sæti. Á
leiö sinni í undanúrslit sigraði
TBR lið frá Antwerpen, Helsinki
og Dublin. Er þessi árangur liðs-
ins mjög góður. - HÁ
Jón Grétar Jónsson sækir hér að Tacconi markverði Juventus en Valsmenn léku sem
kunnugt er gegn ítalska liðinu í Evrópukeppninni í fyrra. Tímamynd pjetur.
Handknattleikur, Evrópukeppni meistaraliða:
Liverpool réð
ekki við Víkinga
- Víkingur vann fyrri leikinn með 16 marka mun
Eggjum hent í
Madrídspilara
Leikmenn Real Madríd fengu
ekki góðar viðtökur þegar þeir komu
til Napólíborgar á ftalíu í gær. Fjöl-
margir áhangendur Napólí voru
niættir út á flugvöll til að taka á móti
spánska stórliðinu og höfðu uppi
stóryrði í garð lcikmannanna auk
þess sem cggjum og tómötum var
hent að gestunum.
Real mætir Napóií á miðvikudags-
kvöldið og hefur 2-0 sigur að verja
eftir fyrri leik félaganna í fyrstu
umferð Evrópukeppni meistaraliða
sem fram fór á Spáni fyrir tveimur
vikum. - hb
Handknattleikur, Evrópukeppni bikarhafa:
Stjarnan komin
í aðra umferð
Víkingar verða að teljast öruggir um sæti
í 2. umferð Evrópukeppninnar í handknatt-
leik eftir stórsigur á Liverpool á sunnudag-
inn. Leikið var í Liverpool og skoruðu
Víkingar 29 mörk gegn 13 mörkum þcirra
ensku.
„Þetta er ekki sterkt handknattleikslið,
þeir eiga mikið eftir að læra,“ sagði Árni
Indriðason þjálfari Víkinga eftir leikinn.
Staðan í hálfleik var 10-5 og aldrei spurning
um úrslit.
Siggeir Magnússon og Bjarki Sigurðsson
voru markahæstir Víkinga í leiknum, gerðu
8 niörk hvor. Guðmundur Guðmundsson
skoraði 4 mörk. Hilntar Sigurgíslason 3,
Árni Friðleifsson og IngólfurSteingrímsson
2 mörk og Karl Þráinsson 1.
Seinni leikur liðanna verður í Laugar-
dalshöll næstkomandi sunnudagskvöld.
Að sögn Árna var ferðin til Liverpool
mjög ströng, þeir fóru út á laugardags-
kvöldi, kepptu á sunnudegi og hluti hópsins
kom heim strax á sunnudagskvöld. „Við
vorum kannski ekki alveg upp á okkar
besta" sagði Árni en úr því verður væntan-
lega bætt í seinni leiknum. - HÁ
Breiðablik tapaði fyrri leik sínum gegn
Hellerup ■ Evrópukeppni félagsliða í hand-
knattleik á laugardaginn. Leikið var í
Kaupmannahöfn og skoruöu Blikar 11
mörk gegn 28 mörkum Dananna eftir að
staðan var 8-13 í hálfleik.
Fyrstu 15-20 mínúturnar var leikurinn
nokkuð jafn, eða þar til staðan var 7-9. Þá
fór að síga á ógæfuhliðina og í seinni
hálfleik stóð ekki steinn yfir steini í liði
Breiðabliks, Danirnir unnu hann 15-3.
Mörkin gerðu: Hans Guðmundsson 4,
Jón Þórir Jónsson 2, Aðalsteinn Jónsson 1,
Björn Jónsson 1, Kristján Halldórsson 1,
Magnús Magnússon 1, Svafar Magnússon 1.
„Þeirra geta kom okkur ekkert á óvart,
við vorum mjög vel undirbúnir fyrir leikinn
Bikarmeistarar Stjörnunnar áttu ekki í
miklum eniðleikum með að komast í 2.
umferð í Evrópukeppni bikarhafa í hand-
knattleik. Þeir léku báða leikina gegn írska
liðinu Yago í Dublin og sigruðu samtals
86-26.
Fyrri leiknum lauk 42-13 eftir að staðan
í leikhléi var 20-7. Skúli Gunnsteinsson var
þá markahæstur með 12 mörk og Einar
Einarsson gerði 11. I seinni leiknum sem
lauk 44-13 (20-5) var Gylfi Birgisson marka-
hæstur með 13 mörk.
Þetta var í fyrsta sinn sem írskt lið keppir
og allir vel innstilltir. Við spiluðum vel
fyrstu 15-20 mín. Síðan hreinlega misstum
við andlitið, það var alveg sama hvað var
reynt að gera, það brást allt. Þar getur
spilað inn reynsluleysi og fleira," sagði Geir
Hallsteinsson þjálfari UBK.
Hornamenn Breiðabliksliðsins eru
meiddir, þeir Jón Þórir Jónsson og Þórður
Davíðsson. Jón Þórir spilaði þó með, á
h’álfum hraða. Þeir hafa gert 8-12 mörk f
leik hjá liðinu en nú kom ekkert mark úr
horni.
„Það var ekkert hægt að gera í seinni
hálfleiknum, þetta var einn af þessum
leikjum sem er ekki hægt að bjarga,“ sagði
Geir að lokum. - HÁ
í Evrópukeppninni. frska liðið var ein-
göngu skipað Spánverjum og hefur það
verið sterkasta lið írlands að undanförnu.
- HÁ
Gylfi Birgisson skaut írsku Spánverjana á
kaf í seinni leiknum, gerði 13 mörk.
Handknattleikur, Evrópukeppni félagsliöa:
Blikar bakadir
Evrópukeppni félagsliöa í knattspyrnu:
Valsmenn mæta Wismut Aue
í Laugardalnum á morgun
- Nú er hálfleikur í mikilvægum leik segir lan Ross þjálfari Vals
Valsmenn leika á morgun síðari
leik sinn gegn a-þýska liðinu Wismut
Aue ■ Evrópukeppni félagsliða í
knattspyrnu. Fyrri leiknum lauk sem
kunnugt er með markalausu jafntefli
og ættu möguleikar Valsmanna á að
komast í aðra umferð því að vera
nokkuð góðir.
Valur og Wismut Aue eiga það
sameiginlegt að hafa aldrei failið í 2.
deild. Wismut Aue varð í 4. sæti í
a-þýsku deildinni í fyrra en hefur
ekki gengið eins vel í ár. Um helgina
tapaði liðiö raunar á útivelli, 2-3
fyrir Union í Berlín. Hvorugt liðið
er meðal 5 efstu í deildinni.
Þegar Valsmenn kepptu í Aue
léku með a-þýska liðinu tveir A-
landsliðsmenn og einn úr OL-liði
A-Þjóðverja en að auki eru tveir
leikmenn úr OL-liðinu í ivpnum.
Ekki er annað vitað en að liðið verði
eins skipað hér annað kvöld. Vals-
menn lýsa þessu a-þýska liði þannig
að þeir séu vinnusamir, kraftmiklir,
samviskusamir og fljótir. Það þarf
því varla að undra þó þeir telji mjög
erfitt að spila á móti þessu liði og
þurfi að skipuleggja leikinn mjög
vel. Ian Ross þjálfari sagði á blaða-
mannafundi sem haldinn var vegna
leikjarins að nú væri aðeins leikhlé í
erfiðum leik, seinni hálfleikur væri
allur eftir. Hann vildi vara við of
mikilli bjartsýni, sagði að áhorfend-
um ætti eftir að koma á óvart styrkur
þessa a-þýska liðs. Flestir voru leik-
menn sammála þessu og töldu að
síðari leikurinn yrði jafnvel enn
erfiðari en sá fyrri. Jafn sammála
voru þeir þó um að vissulega ættu
þeir möguleika á að komast áfram -
þeir þyrftu bara að hafa fyrir því.
Leikurinn hefst kl. 16.30 á Laug-
ardalsvelli á morgun (miðvikudag).
Tímasetningin er til komin vegna
þess að verði 0-0 jafntefli þarf fram-
lengingu og jafnvel vítaspyrnu-
keppni til að skera úr um úrslit og á
vellinum eru ekki flóðljós. Eitt : núll
sigur dugir Valsmönnum og er
ástæða til að hvetja áhorfendur til að
fjölmenna á völlinn, það er ekki á
hverjum degi sem íslensk knatt-
spyrnulið eiga möguleika á að kom-
ast í 2. umferð Evrópukeppninnar
og það á móti eins sterkum liðum og
þau a-þýsku eru.
- HÁ
Reykjnesmótiö í
körfuknattleik:
Úrslitin
ráðast á
fimmtudag
i
Fjórir leikir voru í Reykjanes-
mótinu í körfuknattieik um helg-
ina. Njarðvíkingar sigruðu í báð-
um sínum leikjum og standa best
að vígi fyrir síðustu leikina sem
verða á fimmtudagskvöld.
Úrslit um helgina urðu þau að
Njarðvíkingar sigruðu Breiðablik
84-44 og síðan Keflvíkinga með
80 stigum gegn 78 ■ æsispennandi
leik. Þá sigruðu Grindvíkingar
Breiðablik 72-62 og Keflvíkingar
unnu Hauka 67-61.
Staða efstu liða ■ mótinu er
þannig að Njarðvíkingar hafa 6
stig en Keflvíkingar og Haukar
hafa 4 stig. Þessi þrjú lið geta öll
sigrað en tvö þau síðasttöldu þó
aðeins ef Njarðvíkingar tapa.
- HÁ
Tvíbökur
tvíbakaðar - nýbakaðar
nákvæmlega
eíns og tvíbökur
eíga að vera.
mtm