Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. september 1987 Tíminn 3 Heilbrigðisráðherrastefnir að breytingum og sparnaði í lyfjanotkuninni upp úr áramótum: Verður fólk sjálft að borga dýrustu lyfin? „Það mætti t.d. hugsa sér þá breytingu, að læknar hefðu aðeins heimild til að ávísa á Tryggingastofn- unina einhverjum ákveðnum lyfjum eða lyfjum undir einhverju ákveðnu verði. Ef sjúklingur gerði hins vegar kröfu um önnur eða miklu dýrari lyf - en þau sem hann getur fengið og eiga að þjóna tilgangi - þá yrði hann að borga þau sjálfur. Þctta yrði einn liður í því að gera neytendur meira meðvitaða um lyfjakostnaðinn og fá þá til að taka meiri þátt í glímunni við að lækka þann mikla kostnað sem þjóðin hefur af lyfjakaupum,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra. En Tíminn ræddi við hann vegna skipunar hans á nýrri nefnd sem segja má að sé falið að gera heildarúttekt á lyfjamálunum í landinu og skila tillögum sem leitt gætu til lægra lyfjaverðs og lækkandi heildarkostnaðar vegna lyfjanotkun- ar. Guðmundur sagði raunar um að ræða endurskipun nefndar sem falið hafi verið að kanna álagningarreglur á lyfjum. En hann hefði talið að athuga þyrfti miklu fleiri þætti lyfja- málanna og því útvíkkað starfssvið nefndarinnar eftir samráð við for- mann hennar. M.a. sagðist Guðmundur gjarnan vilja fá skýringar á hinum mjög svo mismunandi lyfjakostnaði eftir landssvæðum og læknum, sem áður hefur verið greint frá. Svo og hvort ekki megi i ýmsum tilvikum ávísa ódýrari lyfjum sem hafa sömu áhrif og verkan. í því sambandi hafi m.a. verið rætt um útgáfu samheitalyfja- skrár, sem gæfi upplýsingar um hvaða lyf þjóni sama tilgangi og hver mismunur þeirra væri. í þeim tilvik- um þar sem um væri að ræða mörg lyf sem hefðu sömu verkan, en á mjög mismunandi verði gæti hug- myndin um að Tryggingastofnun borgaði ekki fyrir þau dýrustu komið til greina, eins og að framan er rakið. Þess má geta að útgjöld sjúkra- trygginganna vegna lyfjakostnaðar voru nú á miðju ári komin í tæpar 620 milljónir króna miðað við núver- andi verðlag. Á síðasta ári var þessi útgjaldaliður á annan milljarð króna (t.d. álíka og allur rekstrarkostnaður Borgarspítalans í Fossvogi), sem á núgildandi verðlagi mundi svara til um um 20 þús. króna á hverja fjölskyldu í landinu. Lyfjakostnað- urinn var þá rúmlega tvöfalt hærri en allur læknakostnaður sjúkratryg- ginganna utan sjúkrahúsa, sem flest- um þykir þó nóg um. Og því Ijóst að til mikils er að vinna ef hægt væri að ná fram þó ekki væri nema nokkurra prósenta sparnaði. Nefndarmönnum er ætlað að hafa hröð handtök, því stefnt er að því að nefndin hafi lokið störfum og skilaða tillögum nú fyrir næstu áramót. Frá nefndinni sagðist Guðmundur vænta tillagna sem nota mætti til lækkunar lyfjakostnaðar lands- manna. Feli þær í sér að gera þurfi lagabreytingar, sem ekki sé ólíklegt, kvaðst hann vonast til að geta lagt frumvarp um slíkar breytingar fyrir Alþingi eftir áramótin. Þeim tillög- um sem aðeins kynnu að kalla á breytta starfshætti og vinnuaðferðir kvaðst Guðmundur vilja reyna að koma í framkvæmd hið allra fyrsta. Verkefni þau sem nefndinni eru falin eru í tíu liðum: 1. Að gera úttekt á forsendum álagn- ingar á lyf. 2. Að draga upp heildarntynd af streymi fjármuna vegna lyfja í þjóð- félaginu. 3. Áð gera grein fyrir notkun lyfja hérlendis og bera hana saman við notkun lyfja í nágrannalöndunum. 4. Að bera saman innkaupsverð eða framleiðsluverð til lyfjaheildsala á íslandi og í nágrannalöndunum. 5. Að gera grein fyrir verðmyndun lyfja á íslandi og bera hana saman við verðmyndun í nágrannalöndun- um. 6. Að gera grein fyrir þætti Trygg- ingastofnunar ríkisins annars vegar og sjúkrasamlaganna hins vegar í lyfjakostnaði. 7. Að kanna áhrif lyfjaávísanavenja lækna á lyfjakostnað. 8. Að setja frant hugmyndir um aðgerðir, sem gætu leitt til lækkunar á lyfjakostnaði, þ.m.t. hvaða lyf væri hugsanlegt að framleiða hér- lendis með lægri tilkostnaði en nem- ur verði lyfjaheildsala. 9. Að athuga afkomu lyfjaverslana á smásölustigi eftir stærð þeirra. 10. Að bera saman mismunandi álagningarkerfi og meta áhrif þeirra á tekjumyndun í lyfjadreifingu. í nefndinni eiga sæti: Brynjólfur Sigurðsson prófessor, formaður, Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir, Halla Eiríksdóttir hjúkrun- arfræðingur, Helga Vilhjálmsdóttir apótekari, Ingolf Petersen yfirlyfja- fræðingur og Jón Bjarni Þorsteins- son heilsugæslulæknir. - HEI Fyrsta landsfundi Borgaraflokks lokið: Ásgeir Hannes dró sig út úr kosningum Það dró til tíðinda á kjördegi á flokksins með dynjandi lófataki, svo átt mikla möguleika á að sigra keppi- landsfundi Borgaraflokksins. Albert sem við var búist, en Ásgeir Hannes naut sinn um varaformannssætið, Guðmundsson var kjörinn formaður Eiríksson, sem margir segja að hafi Júlíus Sólnes, dró framboð sitt til baka. Þetta gerir hann þrátt fyrir að ljóst var að Helena Albertsdóttir studdi hann til starfans. „Ég dró mig til baka vegna þess að ég var hræddur um að harðar kosn- ingar myndu skaða flokkinn," sagði Ásgeir Hannes. En hann ætlar sér fram síðar og sagði í ávarpi á landsfundinum þegar hann tilkynnti ákvörðun sína að framboðinu væri frestað um ár. Ásgeir Hannes sagði enn fremur úr því sem komið var að hann styddi Júlíus Sólnes, - líkt og formaðurinn, Albert Guðmunds- son. Enda kom á daginn að Júlíus Sólnes hafði afgerandi stuðning þeg- ar kom að kjöri. Júlíus fékk í sinn hlut 227 atkvæði en Benedikt Boga- son 100. Fjórir seðlar voru auðir og 331 kaus. Ólafur Gránz úr Vestmannaeyj- um var kjörinn ritari Borgaraflokks- ins með 185 atkvæðum, en 301 kaus í þeim kosningum. Umfangsmikil leit aö báti: Skipverjar á fylleríi Slysavamafélag íslands hleypti af stað umfangsmikilli leit að 11 feta bát frá Grundarfirði um helg- ina og stóð leitin í 12 klukkustund- ir. Báturinn hafði ekki samband við Tilkynningaskylduna þegar hann lét úr höfn og fréttir bárust af honum á reki þegar farið var að grennslast fyrir um ferðir hans. Þegar báturinn loks fannst var hann á siglingu og höfðu mennirnir tveir sem voru um borð verið ölvaðir og ekki hirt um að ansa kálli í talstöðinni. Þeir báru því við að talstöðin hefði verið biluð. Báturinn hvarf á laugardag og fannst ekki þrátt fyrir leit á sjó og úr lofti. í birtingu á sunnudags- morgun var leit haldið áfram eftir næturlanga hvíld. Fannst báturinn norður af Búlandshöfða. Lögreglan í Stykkishólmi yfir- heyrði mennina tvo og þeir hafa viðurkennt að hafa verið ölvaðir. Þótt talstöðin um borð hafi verið léleg var neyðartalstöð í góðu lagi, að sögn lögreglunnar. Mennirnir tveir eiga yfir höfði sér kæm vegna málsins. þj Meðan Gorbatjov er í óða önn að leiðrétta sögufalsanir forvera sinna í Sovétríkjunum blómstrar sú iðja hjá æskulýðsfylkingu kommanna hér á landi. Prentsvertan er varla þornuð á nýjasta dæminu. Almennt tíðindablað fylkingarinnar er nefnt Birtir og var borið í nokkur hús með Þjóðvilja. Þar er heilsíðugrein um ræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, og efast höfundur um gildi keppninnar og segir hana bera eigin dauða í farteskinu. Tæpt er á helstu gagnrýnisatriðum og keppnin sögð stöðnuð og geld. Dropi er vanur önugunt kommum, en greinin er merkt einum upphafsmanna og stofnenda keppninnar, Bjarka Má Karlssyni, og þess vegna vekur greinin athygli. Sérstaka athygli vakti hún á heimili Bjarka sem aldrei hafði skrifað þessa grein. Bíður Dropi þess nú með óþreyju að Bjarki Már svari Bjarka Má þessum og úr verði hin skemmtilegasta ritdeila. Fjárkrókur í VÍ Verslunarskólinn er rekinn sem fyrirtæki, - skárra væri það nú. Snemma skal krókurinn beygður. Nemendur skulu strax í upphafi verslunarnáms læra að mórölsk sjónarmið eiga ekki við í kaup- mennsku og að æðsta markmiðið sé að létta pyngju náungans sem frekast er kostur. Þess vegna kostar það hvern nemanda litlar 16 þúsund krónur að stunda þar nám í vetur. Formannsklipping Ólafur Ragnar Grímsson er með hárprúðari stjórnmálamönnum og hefur verið það lengi, sama hvaða tískuáhrif hafa reynt að hrifsa hann með í dansinn. Ólafur Ragnar er staðfastur maður. En nú þykir íhaldssemi og hræðsla við að breyta ímynd sinni ekki fallið til framdráttar. Því hefur verið fleygt að þess vegna hafi Ólafur Ragnar laumast í rakarastólinn og látið klippa sig upp fyrir eyru. Þar sé komin formannsklippingin sem muni duga honum í kosningabarátt- unni. Þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.