Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 29. september 1987 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGislason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir '686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Verðbólguhættan Launanefnd hefur úrskurðað með oddaatkvæði forseta Alþýðusambands íslands að greiða skuli fullar verðbætur á laun 1. október nk., eða 7,2%. Hér er um að ræða beinan framreikning miðað við verðlagshækkanir og mun vafalítið koma sem hækkun á öll laun, ekki aðeins þau laun sem byggjast á umsömdum töxtum, heldur einnig laun sem hækkað hafa fram yfir umsamda taxta, m.ö.o. verðbæturnar eru ekki einungis í þágu þess fólks sem fær kaup eftir réttum töxtum, heldur verða þær til að hygla þeim launþegum sem notið hafa launaskriðsins. Nú má vel vera að formsástæður og orðalag í kjarasamningum hafi ekki leyft annan úrskurð en þann sem nú liggur fyrir. Hins vegar er ljóst að með þessum úrskurði er verið að halda enn lengra út á þá braut, sem illu heilli fór að opnast á fyrsta fjórðungi þessa árs, að verðbólgan tók að vaxa að nýju eftir langt og árangursríkt hjöðnunarskeið. Menn geta deilt um það hver sé orsök þess að verðbólgan fór að vaxa aftur á þessu ári. En um það verður ekki deilt að ný verðbólgualda mun ekki koma neinum að liði, síst af öllu launafólk- inu. Tíminn hefur í allt sumar varað við verðbólgu- hættunni sem gert hefur vart við sig. Blaðið hefur ítrekað bent á það að spennan í atvinnulífinu er alltof mikil. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það að slík spenna veldur verðbólgu, enda leiðir það af spennunni að farið er að bjóða í vinnuaflið og greiða kaup umfram umsamda taxta. Þar með er ýtt undir víxlhækkanir og sjálfvirkni í launa- og verðlagsmálum. Bæði forystumönnum vinnuveitenda og launþega er ljóst að þessi skilyrði hafa verið að skapast og eru fyrir hendi. Þeir hljóta einnig að gera sér grein fyrir því að á þeim hvílir skylda um að gera sitt til þess að draga úr víxlhækkunum og koma í veg fyrir sjálfvirkni í launahækkunum. Með febrúarsamkomulaginu 1986 milli ríkis- stjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins var tekin upp sú stefna að þessi mikilvægu áhrifaöfl þjóðfélagsins hefðu samráð um þróun efnahags- og kaupgjaldsmála á breiðum grundvelli. En nú er ekki annað sýnna en að verið sé að brjóta samráðsstefnuna niður. Þótt vafalaust megi finna skýringar á því að ASÍ forystan valdi sjálfvirku aðferðina og beinan framreikning verðbóta 1. október í stað þess að meta hækkanirnar í víðara samhengi, þá er hér farið út á hála braut. íslendingar hafa illa reynslu af sjálfvirkni í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Eftir febrúar- samninga 1986 var ástæða til að vona að aðilar vinnumarkaðarins hefðu lært af reynslunni. En atburðir síðustu vikna og daga verða síst til þess að glæða þá von. |11I11IIHI1III)I GARRI %% ' -Ti ' 45 prósentin DV var mcð skoðanakönnun á laugardaginn um Útvegsbanka- málið. Uppgefið úrtak var 600 manns, ogsamkvæmt blaðinu varð niðurstaðan sú að af þessum 600 vildu 94 að ríkið ætti bankann áfram, 75 vildu að Sambandið fcngi hann keyptan, 53 vildu að 33-menningarnir fengju hann, 49 vildu gera hann að almcnnings- hlutafélagi, 29 vildu að útvegurinn ætti hann, hvað svo sem átt er við með því, 18 vildu að starfsfólk bankans cignaðist hann, og loks voru 12 sem vildu leggja bankann niður. Þegar þessar tölur eru Iagð- ar saman kemur hins vegar aðeins út 330, sem er óneitanlcga nokkuð langt frá 600 manna úrtaki. Ástæð- an er sú að blaðið gefur upp að 238 hafi verið óákveðnir og 32 hafi ekki svarað, eða samtals 270 ntanns. Þar mun vera um að ræða heil 45 prósent af þessu úrtaki. Þegar málið cr skoðað verður þvi ekki annað séð cn að þessi skoðanakönnun standi á algjörum brauðfótum. Samt sem áður lætur DV sig hafa það á laugardaginn að slá því upp í fyrirsögnum, bæði inni í blaðinu og á baksíðu, að flcstir vilji að ríkið eigi Útvegsbankann. Við skulum skoða það dálítið nánar. Pólitískt mál Nú vilí Garri út af fyrir sig ekki ætla þcim á DV annað en að hafa staðið heiðarlega aö þessari könnun, þ.c.a.s. að starfsfólk blaösins hafi raunvcrulcga taiað við 600 manna úrtak fólks á öllum aldri, af báðum kynjum og jafnt í öllum landshlutum. En að því erað gæta að hlutfall hinna óákveðnu er grunsamlega hátt, og verður því varla trúað að tæpur helmingur þjóöarinnar hafi pent og laglega ekki myndað sér neina skoðun á stórmáli sem þessu. Það skyidi þó ekki vcra að þar væri á feröinni tilhnciging til að vilja forðast að gefa DV upp skoðanir sínar, sem ýmsir hafa þóst sjá merki um í fyrri skoðana- könnunum blaðsins? AHir vita að I)V er hallt undir Sjálfstæðisflokk- inn, þótt svo eigi að heita að það sé „frjálst og óháð daghlaö". f umræðu síðustu vikna hefur komið skýrt fram að Útvegsbankamálið er hápólitískt: þar hefur Sjálfstæð- isflokkurinn staðið vörð uin hags- niuni ættarveldis og fjármagnseig- enda, á sama tíma og Framsóknar- flokkurinn hefur að vanda tekið afstöðu sem helsti málsvari félags- hyggju og almenningsheillar í land- inu. Hverjir svara? í fyrri skoðanakönnunum DV hafa mcnn oft talið sig sjá merki þess að félagshyggjufólk, sem hall- ast að stefnu Framsóknarflokksins, hafi sýnt vissa trcgðu á því að upplýsa DV um skoðanir sínar. Trúlegt er að þar að baki liggi einhvers konar ótti við að þær upplýsingar verði misnotaðar, þótt Garri vilji taka skýrt fram að hann hefur síður en svo í huga að bera DV slíkt á brýn. En hin óumdeilanlega pólitíska slagsíða DV veldur því hins vegar að i skoðanakönnunum blaðsins verður þar af leiöandi á sama hátt að gera ráð fyrir pólitískri misvís- un. Þegar þeir 270, sem ekki gefa sig upp, hafa vcrið dregnir frá, fær blaðið síðan út að 28,5% þjóðar- innar vilji að rikið eigi bankann, 22,7% vilji að Sambandið fái hann kcyptan og 16,1% styðji það að 33-menningarnir fái hann. í ljósi þess, sem að framan sagði, má gera ráð fyrir að síðasi nefnda talan sé kannski einna helst nærri réttu lagi, þ.e. að um sjöttungur fólks hallist í raun að Sjálfstæðis- flokknum. Hinn mikli fjöldi þeirra, sem neita að gefa DV og Sjálf- stæðisflokknum upp skoðanir sínar, veldur því svo að töluverð ástæða er til að ætla að í þeim hópi séu býsna margir sem í raun aðhyll- ist það að ríkið eigi að standa við útboð sitt og selja Sambandinu Útvegsbankann. Auðvitað er ógerlegt að sanna þetta, eins og málum er háttað. Til þess þyrfti að vinna alla þessa skoðanakönnun upp á nýtt og fá til þcss aðila, sem fólk treystir fylli- lega til að fara með skoðanir sínar sem trúnaðarmál. Vissulega eru skoðanakannanir gagnleg og rétt- mæt aðferð til að komast að raun um vilja almennings, og þær geta oft á tíðum orðið ráðamönnum góð leiðbeining í stórum málum. En þetta dæmi undirstrikar hins vegar nauðsyn þess að þær séu gerðar af hlutlausum aðilum. Ef fóik flnnur af þeim þó ekki sé nema ■ninnsta vott af pólitískri lykt, þá er þess ekki að vænta að þær geti talist marktækar. Garri. VÍTT QG BREITT lllllllllfllllIllÍlÍllllllllflllB 39 ára platumræða Ekki þarf að koma á óvart að hér á landi eru mun fleiri fylgjandi aðild fslands að Atlantshafsbanda- laginu en veru varnarliðsins. Þetta kom frant í skoðanakönnun sem DV gerði og birti niðurstöður fyrir helgina. í öllum fyrri könnunum sem gerðar hafa verið um þessa afstöðu, eru fleiri sem vilja áfram- haldandi Natoaðild, en þeir sem sætta sig við tilvist varnarliðsins í landinu. Sú breyting hefur orðið á við- horfum að aldrei hefur hlutfall þeirra sem vilja herinn burt verið eins stórt og nú. Það er aðeins rétt rúmlega helmingur þeirra sem af- stöðu tóku í könnuninni sem er fylgjandi veru varnarliðsins. Astæðan er augljós, fslendingum þykir Bandaríkjamenn hlutast freklega til um innanríkismál. Áður var minnst fylgi við varnarlið- ið 1976, en þá stóð yfir landhelgis- deila við nokkrar aðildarþjóðir Nato. Það er greinileg fylgni milli af- stöðunnar til hersins og hvernig okkur semur við aðrar aðildarþjóð- ir Nato á hverjum tíma. Hins vegar er afstaðan til þátttöku í sjálfum varnarsamtökunum ávallt mun meiri og jafnari þegar skoðana- kannanir uni þetta málefni eru bornar saman. Herhvöt Það er þvf hafið yfir allan efa að mikill meirihluti íslcndinga er hlynntur þátttöku í varnarsam- starfi vestrænna þjóða, en skoðanir skiptari um framkvæmdaratriði, eins og herverndarsamninginn við Bandaríkin. Hins vegar hefur hann ávallt meirihlutafylgi hvernig sem kaupin gerast annars á eyrinni. „fsland úr Nató, herinn burt,“ hefur lengi verið herhvöt hernáms- andstæðinga, en slagorðið virðist ekki vera samkvæmt sjálfu sér. Enda hefur hvorki gengið né rekið í baráttu þeirra í nær fjörutíu áratugi. Það kom meira að segja í Ijós í vandaðri skoðanakönnun að umtalsverður hluti þeirra sem þá kusu Aiþýðubandalagið, sem er eini stjórnmálaflokkurinn sem hef- ur úrsögn úr Nató á stefnuskránni, vildi ekki að ísland segði sig úr Með eða móti NATO • -V...-,**( u„l,manna OO flokksins vafðist mjög tunga um tönn þegar verið var að reyna að útskýra fyrirbrigðið. Tenórar umræðunnar Það væri mjög óeðlilegt ef ekki væru skiptar skoðanir um jafn mikilvægt og umdeilanlegt atriði í utanríkisstefnunni eins og aðild að varnarbandalagi og veru erlends herliðs í landinu. Hins vegar hefur umræðan oftast verið með þeim hætti að meira minnir á trúboð ofsatrúarmanna og helvítiskenn- ingasmiða en yfirveguð skoðana- skipti þar sem rökum er beitt með og móti. Tenóra umfjöllunarinnar er að finna í Alþýðubandalaginu. Þeir gefa tóninn og kalla sjálfa sig friðarsinna. Jafnaðarmerki er gert á niilli þess að vilja frið á jörðu og að vera allaballi og hcrstöðvaand- stæðingur. Af sjálfu leiðir að allir aðrir vilja stríð og atómbombur. í þessu fari hjakkar áróðursmaskín- an áratug eftir áratug. Því er það dálítið skrýtið þegar einn af þingmönnum allaballa og fyrrverandi tilvonandi formanns- efni, Steingrímur J. Sigfússon, lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöður fyrrgreindrar skoðanakönnunar DV og segir við blaðið: „Ef einhver alvöruumræða hæfist um það hvað þetta bandalag er, á ég raunar von á að afstaða fólks tæki nokkrum breytingum." Þetta hlýtur að skiljast á þann veg að allaballar og forverar þeirra í Sameiningarflokki alþýðu hafi aldrei fjallað af alvöru, nú, eða viti, um aðildina að Atlantshafs- bandalaginu allt frá því að íslend- ingar tóku þátt í stofnun þess árið 1949. Allt síðan hafa þeir sem eru mótfallnir aðildinni að Nató leitt umræðuna og reynt að halda henni sívakandi og notað sem beitu á atkvæðaveiðum. Kannski er von á því að Stein- grímur J. Sigfússon söðli nú um og hefji alvöruumræðu um það hugð- ' arefni sitt að ísland segi sig úr varnarsamtökum vestrænna ríkja. Það gæti orðið góð byrjun að stíga ofan af þeim háa stalli sem sjálf- skírðir friðarsinnar hafa tyllt undir sjálfa sig. Það mætti viðurkenna að sú skoðun mikils meirihluta þjóð- arinnar, að telja hag okkar og öryggi betur borgið með Natóaðild en utan samtakanna, sé ekki ein- göngu sprottin af illum hvötum og að þeir sem aðhyllast vestræna samvinnu séu ekki endilega band- óðir hernaðarsinnar sem einskis óska fremur en að hefja kjarnorku- styrjöld. „Friðarsinnarnir" gætu Iíka ein- hvern tíma leitt hugann að því við hvað var að kljást þcgar Nato var stofnað og hvert hlutverk samtak- anna er. Þeir láta eins og vestrænu lýðræðisríkin séu einu friðarspill- arnir í veröldinni og eru lagnir að beina spjótum sínum eingöngu að þeim sem bundist hafa samtökum um að verja frelsi og lýðræði en aldrei að þeirri ógn sem beint er gegn lýðfrjálsum þjóðum. En „friðarsinnunum" er tamara að heyja margrómaða baráttu sína með innantómum slagorðum og gítarspili en alvöruumræðu um hvers vegna við kjósum vestræna samvinnu. Lítil von er til að á því verði breyting í bráð eða lengd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.