Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. september 1987 Tíminn 5 Kartöfluskandall úrfelum: Ljóst er nú að rúmlega þrjátíu milljónir eru í vanskilum frá hendi ýmissa heildsala í kartöfluverslun á íslandi. Sumir söluaðilar hafa alls ekkert greitt frá því að lögum um Grænmetisverslun ríkisins var breytt haustið 1985. AUar reglugerðir miða við gamla fyrirkomulagið að aðeins sé í gangi einn söluaðili. Framleiðsluráði hefur Iftið sem ekkert gengið að annast lögbundna innheimtuskyldu sína og skuldirnar aukast með hverjum degi. Nú hafa þeir fáu aðilar sem staðið hafa í skilum af stakri fyrir- mynd misst alla þolinmæði í máli þessu og eru uppi væringar meðal nokkurra framleiðenda að neita opinberlega að greiða gjöldin til að þrýst á lagfæringar. Ranglætið er einkum fólgið í því að bæði bændur og neytendur eiga undir högg að sækja hjá ranglátu afurðasölunum. Bændurnir fá ekki að sjá þann pening sem stungið er undan. Upphæðirnar eru dregnar af verði því sem bændurnir eiga að fá greitt fyrir afurðir sínar, og á upphæðin að renna í ýmsa sjóði til eflingar þeirra eigin atvinnuvegi og einnig til neytenda. Greiðslurnar eiga að renna í Búnaðarmálasjóð, framleiðnigjald og matsgjald og reiknast það af verðmæti vörunnar til framleiðenda. Samanlagt eru það greiðslur er nema 2,35% af framleiðsluverðmæti vörunnar og á heildsalan að standa skil á þessum greiðslum ef hún hefur dregið þær frá verðinu til bænda. Einnig er um að ræða gjald í framleiðsluráð og neytenda- og jöfnunargjald og á það að nema 2,25% af heildsölu- verði vörunnar. f>að eru gjöld sem heildsalan á að greiða beint í sjóðina. Samtals eru þetta 4,6% af söluverðmæti kartaflna frá heild- sölunni og eru þessi gjöld nær undantekningarlaust inni í verði til neytenda. Þegar svo neytendur kaupa sér kartöflur út úr búð er búið að leggja þessar prósentur á vöruverðið og því er það að flestir viðmælendur Tímans vilja gjarnan kalla þetta þjófnað af neytendum og þjófnað af bændum. Einn þeirra sem Tíminn talaði við vildi helst líkja þessu við greiðslur í lífeyrissjóði. Hluti af þeim greiðslum er inntur af hendi af atvinnurekendum en hinn hlut- inn er dreginn af kaupi launþegans. Það sama er að gerast varðandi flesta söluaðila í kartöfluræktinni. Hlutinn sem draga á af bændum er vissulega dreginn af verði því sem þeir fá fyrir vöru sfna, og heildsölu- verðið er vissulega hækkað í sam- ræmi við tilskilin sjóðagjöld. Málið er bara það að greiðslurnar komast ekki til skila. Sjóðirnir standa eftir með litla og óverulega innkomu og í stað þess að standa undir hlut- verki sínu, verða þeir að leggja út stóran pening í lögfræðilega aðstoð í þeirri veiku von að fá eitthvað af milljónunum inn. Reglugerðirnar, sem reynt er að styðjast við, eru hins vegar orðnar það úreltar að ekki er með öllu víst að sá lögfræði- kostnaður komi nokkurn tíma til með að skila sér. - KB Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs: Óafsakanlegur frágangurálögum og reglugerðum hún er byggð á reglugerð sem er eins og ég sagði orðin úrelt, eftir þessar breyttu aðstæður," sagði Gunnar. Öíl innheimta gengur því mjög illa að sögn Gunnars. Sagði hann jafnframt að reglu- gerðin byggði á gamla forminu sem gengið hafi í áratugi á meðan söluaðilinn var aðeins einn. Eftir að lögunum var breytt 1. septem- ber 1985 hafi allt farið úr skorðum. Engin reglugerð hefur verið sett sem komið gæti í staðinn fyrir þá eldri og því sé málum háttað á þennan vonda veg. „Það verður að breyta reglugerðum um leið og lögunum. Núna er allt komið úr böndunum og ekkert er eftir annað en bullandi stjórnleysi." Sagði hann að eftir að Grænmet- isverslunin hefði verið lögð niður og Ágæti tekið yfir eignir hennar og hluta af störfum hennar, hefði allt fallið í þennan ljóta farveg. „Það hefur gengið hörmu- lega að inn- heimta þessi gjöld síðan Grænmetis- verslun ríkisins hætti störfum," sagði Gunnar Guðbjartsson framkæmdastjóri Framleiðsluráðs. „Það skipti alveg sköpum þegar hún var lögð niður, því að allar reglugerðir um sjóðagjöldin voru miðaðar við lögin um Grænmet- isverslunina. Fyrst reyndu heildsal- ar að velta þessum greiðslum yfir á verslanir en þær neituðu að borga og gátu alveg staðið á því. Verslan- irnar eru ekki gjaldskyldar heldur heildsalarnir eða framleiðandinn. Þessi mál eru hjá lögfræðingi eins og er. Við höfum innheimtuskyldu en Agnar Guðnason yfirmatsmaður garðávaxta: Aðeins ein af- urðastöð hefur staðið í skilum „Eftir að verslunin var orðin frjáls með kartöflur og annað grænmeti og tugir aðila fóru að stunda það að selja beint í verslanir, þá hefur okkur gengið illa að fá upplýsingar um það í fyrsta lagi hverjir þessir aðilar eru og í annað stað þá reyna þessir aðilar með öllum brögðum að komast hjá því að greiða þessi gjöld." Aðilarnir finni sér allt til og segjast t.d. hafa samið um það við verslanir að þær greiddu gjöldin, en þegar til hafi átt að taka hafi þær neitað því, enda oftast um munn- legt samkomulag að ræða. „Til að fólk geti áttað sig á stærðunum er rétt að nefna að í vanskilum eru yfir þrjátíu milljónir frá þessum tíma að lögunum var breytt," sagði Gunnar að lokum. „Og þetta eru peningar sem renna eiga til neytenda og framleiðenda sjálfra. Og ekki nóg með það, heldur eru þetta upphæðir sem jafnharðan hafa verið dregnar af verði til bændanna og lagðar hafa verið á verðið til neytenda.11 Ekki sagðist hann geta upplýst það hvaða fyrirtæki það væru sem væru í mestu vanskilum, en játaði þó að það væru m.a. Ágæti og flestir þeir framleiðendur sem væru að selja beint í verslanir. Sölufélag garðyrkjumanna er eitt af þeim fyrirtækjum sem ekki hafa borgað gjöldin sín á settum tíma og eru í vanskilum en ekki væri rétt að telja upp fáein af mörgum. Hins vegar væri það einkum Þykkvabæjarkart- öflur og nokkrir aðrir söluaðilar af Suðurlandi sem staðið hafi í skilum á settum tíma frá upphafi. Aðrir hafi ekki staðið í skilum að fullu eða jafnvel alls ekki verið til á neinni skrá. - KB „Það hefur enginn greitt tilskilin gjöld með fullum skilum nema Þykkvabæjar- kartöflurnar og nú er svo kom- ið að tugir mill- jóna eru úti- standandi," sagði Agnar Guðna- son yfirmatsmaður garðávaxta. Hann er eins og margir aðrir orðnir uggandi um að nokkur regla komist á innheimtu lögboðinna gjalda í sjóði framleiðenda og neytenda af hálfu heildsalanna í kartöflusölu, garðávaxta og blóma. „Þessir sjóðir eru Búnaðarmála- sjóður (0,85%), Framleiðnisjóður (0,50%), Framleiðsluráð (0,25%) og neytenda- og jöfnunargjald (2%). Auk þess er þessu til viðbót- ar skylt að greiða matsgjald (1%) og eru þetta því um fjögur komma sex prósent í gjöld af verðmæti vörunnar. í dæminu um kartöflurn- ar eru þessi gjöld þannig til komin að 1,35% (Búnaðarmálasjóður og framleiðnigjald) ber að innheimta af verði vörunnar til framleiðenda (kartöflubóndans) en 2,25% (Framleiðsluráð og neytenda- og jöfnunargjald) ber að greiða af verði vörunnar frá heildsala. Mats- gjaldið er reiknað af verði til framleiðenda. Flest þessi heild- sölufyrirtæki eru í vanskilum og nokkur þeirra hafa ekkert borgað síðan um haustið 1985. Þetta er ekkert annað en þjófnaður frá neytendum og framleiðendum því að heildsalarnir, sem eiga að standa skil á gjöldunum, hafa að sjálfsögðu dregið upphæðina frá verði til bændanna. Það bætist síðan við glæpinn að sjóðirnir hafa að sjálfsögðu ekki getað staðið í skilum varðandi verkefni sín í þágu neytenda og bænda,“ sagði Agnar að endingu. Hann kvað það kynlegt að sjá viðtöl við forsvarsmenn afurða- stöðva og heildsalana, jafnvel í sjónvarpi, þar sem þeir væru að tala um afkomu sína og lýsa blóm- legum viðskiptum sínum við fyrir- tæki sem ekki væru einu sinni til á opinberum skrám. Einnig væri það einkennilegt að sjá í auglýsingum fyrirtæki sem ekki hafa greitt krónu í sjóðagjöld, en virtust starfa í miklum blóma. - KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.