Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. október 1987 Tíminn 5 Brasilíuhjón handtekin í umfangsmesta fíkniefnamisferli frá upphafi: Tuttugu milljóna króna virði af kókaíni upptækt Tuttugu milljóna króna virði af kókaíni, sem lögreglan gerði upp- tækt í herbergi brasilískra hjóna í Hveragerði á laugardag. (Tíminn: Pjetur) „Þótt það sé ef til vill ekki mitt að dæma um það sýnist mér hér vera á ferðinni allra alvarlegasta fíkni- efnamisferli sem upp hefur komið frá upphafi hér á landi," sagði Guðjón Steinar Magnússon, deild- arlögfræðingur lögregluembættis- ins, í gær um handtöku brasílískra hjóna á laugardag sem höfðu undir höndum tæpt hálft kílógram af að því er virðist mjög hreinu kókaíni. Fíkniefnalögreglan hafði ásamt yfirvöldum á hverjum stað fylgst náið með hjónunum um nokkurt skeið, en þau komu til landsins með flugvél frá Lúxemborg hinn 1. októbersl. og höfðu kókaíniðmeð- ferðis í farangrinum, að eigin sögn. Þau eiga lögheimili í Rio de Jan- eiro, konan er 40 ára gömul og karlmaðurinn 25 ára. Hjónin voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. desember nk. en máli þeirra verður hraðað svo sem venja er þegar útlendingar eiga í hlut. Þessi langi gæsluvarðhaldsúrskurður bendir til að málið sé afar umfangs- mikið og teygi anga sína víða. Eng- inn íslendingur hefur verið hand- tekinn vegna málsins enn þá. Tekin í Hveragerði { fyrstu héldu hjónin sig á Stór- Reykjavíkursvæðinu og starfaði ávana- og fíkniefnadeild lögregl- unnar með lögreglunni í Hafnar- firði, meðan á dvöl þeirra stóð í því lögsagnarumdæmi. Síðar færðu þau sig um set til Hveragerðis þar sem þau tóku á leigu hcrbergi á gistiheimili. Þar höfðu þau verið í einn dag þegar fíkniefnadeildin lét til skarar skríða í samráði við lög- regluna á Selfossi og handtók hjónin. í herberginu fundust um 450 grömm af kókaíni, sem lagt var hald á. Fólkið hafði einnig um 780 þúsund krónur í seðlum í fórum sínum, mest í dollurum, en nærri 300 þúsund krónur í íslenskum gjaldmiðli. Lagt var hald á pening- ana. fslensku peningarnir renna stoð- um undir þann grun að hjónunum hafi tekist að koma einhverju af kókaíni í verð á höfuð- borgarsvæðinu, áður en það var gert upptækt. Um hugsanlega tengiliði hjónanna hér á landi vildi lögreglan ekkert tjá sig, enda málið ekki að fullu upplýst. Mesta magn frá upphafi Engar fréttir var að fá um hvort hjónin hafa tengst misferli af þessu tagi áður eða verið hér á landi til að kynna sér aðstæður. Yfirheyrslur stóðu yfir þeim í gærdag, en Arnar Jensson hjá fíkniefnadeildinni sagði það líklegt að þau hafi þekkt eitthvað til hér landi. Um er að ræða meira magn af kókaíni en íslenska lögreglan hefur lagt hald á alls frá upphafi. Á hverju ári hefur mest verið gert upptækt um 28 grömm af kókaíni frá því það fannst fyrst upp úr 1980. Áður hefur mest verið gert upp- tækt 20 gr. af kókaíni í einu og var það einnig par frá Brasilíu sem smyglaði því inn í landið. Hjónin tengjast því pari að öllum líkindum ekki. Arnar sagði að enn væri ekki búið að greina efnið sem tekið var í Hverageröi og þess vegna ekki fullvíst um styrkleika þess. Hann sagði þó margt benda til þess að um afar hreint kókaín væri að ræöa og lítið eða ekkert blandað drýginda- efnum. Má drýgja í tvö kílógrömm Kókaín sem komið er í dreifingu er að venju drýgt með öðrum efn- um og þess vegna ekki jafnt hreint og það kókaín er talið sem gert var upptækt að þessu sinni. Talið er að þegar kókaíniö hefur veriö drýgt fyrir markaðinn megi reikna með að fáist um 2 kílógrömm af því til sölu. Gangverð á grammi af kókafni er að sögn lögreglu á bilinu 8 til 10 þúsund krónur. í hverju grammi eru um tíu skammtar, en þörfin eykst með stöðugri neyslu. Til eru dæmi um menn sem þurfa á heilu grammi að halda dag hvcrn. Sölu- vcrð þcss sem lögrcglan hefur nú gert upptækt má ætla að sé um 20 milljónir íslcnskra króna. Á öðrum Norðurlöndum cr strangt tckið á þeim mönnum scm fara mcö kókaín. Guðjón Mar- teinsson sagði að ekki væri til nein þumalfingursregla livað refsingar varðar hér, en að tekið væri tillit til styrklcika og hættu af efninu. Það væri cnn óalgengt að rckast á kóka- ín á þessu landi. Enginn vafi væri á að þctta væri umfangsmesta mál sinnar tegundar sem á fjörur ís- lcnsku lögreglunnar hefur rekið og að rcfsingin verði í samræmi við það. þj Hugmyndabanki Ásgeirs Leifssonar: Vegg- og gólfflísar frá Bárðardalsbónda „Þessi vísir minn að hugmynda- banka er hugsaður á þann veg að hver sem er getur lagt inn hugmynd- ir. Þá væri hugmyndin auðkennd honum, þannig að ef einhver myndi leita eftir slíkri hugmynd, gæti hann snúið sér til þess er lagði inn í bankann í upphafi," sagði Ásgeir Leifsson, hagverkfræðingur, sem stundar ráðgjöf fyrir þá sem hefja vilja iðnað eða framkvæmdir við smærri og stærri verkefni. Eitt þeirra verkefna er sements- flísaframleiðsla Egils Gústafssonar á Rauðafelli í Bárðardal. Egill er nú að hyggja að húsnæði fyrir fram- leiðslu sína og eru vélarnar væntan- legar til landsins. Þær koma frá belgíska fyrirtækinu Eurobrevets, ásamt áætlunum. Dreifingaraðili þessa nýja fyrirtækis verður Bygg- ingarvöruverslun Kópavogs, BYKÓ. Flísarnar verða áþekkar keramikflísum á veggi og gólf, en til muna ódýrari og einfaldari í fram- leiðslu. Áferð og hráefni verður breytilegt. Framleiðslutæki þau sem til þarf eru aðeins sérstök hrærivél og titringsborð þar sem lagt verður í mótin. Ekki þarf Egill að gera annað en að fá sér ný mót frá móðurfyrir- tækinu til að auka við fjölbreytni f framleiðslu sinni í framtíðinni. Fjöldi hugmynda í banka Nú þegar er Ásgeir Leifsson kominn með á annað hundrað hugmyndir með grófri útfærslu á framkvæmda- og dreifingaráætlun. Lýsti hann þessu á þá leið að hann hafi í raun hafið söfnun á pökkum Ásgeir Leifsson hagverkfræðingur. og getur hann um leið boðið mönn- um upp á að leita til sín eftir verkefnum og pökkum er til greina koma miðað við aðstæður hvers og eins. Pakkanum lýsir hann á þá leið að í raun séu í boði upplýsingar um arðbærar atvinnugreinar eða framleiðsluverkefni, ásamt allri þeirri reynslu og framleiðsluþróun sem væntanlegt móðurfyrirtæki hefur aflað sér á löngum tíma. Með því að festa kaup á slíkum pakka er margt unnið. Byrjunar- örðugleikar verða í lágmarki og líkurnar á að útlagður kostnaður skili sér, eru miklar. Öll vinnu- brögð verða markvissari og fyrir- tækið er því líklegra til að gefa af sér meiri arð en önnur. Upplýsingar keyptar inn Einnig er opinn sá möguleiki í sambandi við bankann að aðilargeta keypt eitthvað það út úr pakkanum sem komið getur þeim að gagni. Sem dæmi um innlendan pakka tók Ásgeir vel rekið loðdýrabú. Að- standendur slíkra búa gætu sett á blöð upplýsingar um rekstrarform og hagræðingu einstakra framleið- sluþátta. Þessar upplýsingar gætu síðan önnur bú, ný eða eldri, notfært sér eftir þörfum með því að kaupa út hluta pakkans eða ákveðnar ein- ingar. Einnig er hægt að hugsa sér að bændur geti keypt sér ýtarlegar upplýsingar um stofnun framleiðslu og dreifingarkerfi slíkra fyrirtækja. í stærra samhengi getur verið um að ræða að einstaklingar, bændur eða aðrir sem áhuga hafa, fari út í að stofna fyrirtæki af þeirri stærð og gerð er hæfir aðstæðum þeirra. Slík fyrirtæki væri auðvelt að velja sér í banka þessum. Formið á því gæti verið með þeim hætti að einstakling- ur eða hlutafélag stofnaði dótturfyr- irtæki og fengi vélar, upplýsingar og framleiðsluáætlun í einum pakka frá móðurfyrirtækinu. Slíkar pakkasöl- ur eru mikið í gangi um þessar mundir og eru þær í flestum tilvikum alþjóðlegar. Dótturfyrirtækin verða algerlega sjálfstæð í rekstri og eign- arlegu tilliti. _ KB Misnotkun í fimm ár?: Grunur á misnotkun bónda á dóttur sinni Fertugur bóndi úr Rangárvalla- sýslu var nýlega úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. október vegna gruns um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega í fimm ár. Manninum var einnig gert að sæta geðrannsókn, en dóttirin er 14 ára gömul og er ein fjögurra systkina. Maðurinn, sent grunaður er um að hafa misnotað stúlkuna nokkuð rcglulega síðan hún var 9 ára, er nýorðinn ekkjumaður. -SÓL Ný bók f rá Jörgen Pind Bókin um Macintosh, eftir Jörgen Pind, er komin á markaðinn. Er þetta leiðsögubók sem ætlað er að opna fyrir mönnum möguleika Mac- intoshtölvanna í máli og myndum. Segir í formála að vegna útbreið- slu þessarar gerðar af tölvum, sé löngu orðið tímabært að út komi aðgengilegt rit um vélina á íslensku. Tölvan sjálf sé talin ein sú aðgengil- egasta á markaðinum um þessar mundir og ekki taki nema fáeina klukkutíma að læra nauðsynlegustu atriði til að geta hafið notkun. Bók- inni sé hins vegar ætlað að kynna fyrir notendum hvað sé meira í boði og hvers vélin sé í raun megnug. Tekur hún fyrst og fremst mið af nýjustu útgáfunni, „Macintosh +“ þó að eigendur eldri véla geti einnig notað hana. Sérstakir kaflar eru um hvern þátt, ritvinnslu, reikning og teikn- ingar, svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig kafli fyrir þá sem eru lengra komnir. Ætti þessi bók að geta orðið til þess að menn hafi mun meiri not af tölvu sinni og aukið þeim skilning, líkt og fyrri bók Jörgens Pind, Bókin um MS-DOS, hefur margfaldað skilning PC-tölvunotenda. Útgef- andi beggja bókanna er Mál og menning. KB Keflavík: Tveir kærðir fyrirnauðgun Nítján ára gömul stúlka úr Kcflavík hefur kært tvo starfsmenn herliðsins á Keflavíkurvelli fyrir nauðgun. Meint nauðgun á að hafa átt sér stað í heimahúsi í Keflavík. Mennirnir tveir voru á föstudag úrskurðaðir í fjórtán daga gæslu- varðhald. Báðir neita þeir sökum sem bornar eru á þá. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.