Tíminn - 20.10.1987, Side 6

Tíminn - 20.10.1987, Side 6
6 Tíminn Þriðjudagur 20. október 1987 Trúnaðarráð Dagsbrúnar vegna 10% söluskatts á landbúnaðarvörur: Horfum ekki á aðgerðalaust Trúnaðarráð Dagsbrúnar hefur sent frá sér yfirlýsingu til ríkisstjórn- arinnar þar sem hún er vöruð við því að leggja 10% söluskatt á landbún- aðarvörur. „Skattur þessi kemur þyngst niður á tekjulitlum barnafjölskyldum. Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa aðgerðarlaus á að þeim tekjulægstu verði íþyngt enn frekar en orðið er,“ stendur í yfirlýsingunni. Tíminn hafði samband við Þröst Ólafsson og spurði hann í hverju þær aðgerðir scm boðaðar væru yrðu fólgnar, kæmi til skattur á landbúnaðarvörur. „Pað er nú kannski ckki hægt að scgja til um það núna. Aðgerðir geta t.d. verið tilraunir til þess að gera samninga og það er hægt að hugsa sér svo margar leiðir en ég held að það sé engin ástæða til að gera því skóna núna. Við vonumst til þess að fá leiðréttingu fyrir þá sem fengu lítið út úr góðærinu og lentu illa á milli misgengis launa og verðlags. Við leggjum höfuðáherslu á að fá leiðréttingu fyrir þetta fólk sem hefur lent á milli stafs og hurðar en við vonum að hún fáist mcð samn- ingum. Við höfum látið þá ósk í ljós að fallið verði frá þessari hækkun eða eins og stendur í samþykkt Dagsbrúnar, að eitthvað annað komi í staðinn fyrir það fólk sem verst hefur kjörin. En ef við fáum ekki lausn fyrir þetta fólk, hljótum við náttúrlega að grípa til ráðstafana og þeirra að- gerða sem verkalýðshreyfingin hefur þó ennþá. Verkfall er alltaf síðasta aðgerðin. Við væntum þess að fá um þetta mál viðræður og það verður þá að sýna sig hver niðurstaðan úr þeim verður. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra boðaði viðræður við okkur um þessi mál á Alþingi í fyrrakvöld. Ég efast um að þessar viðræður hafi verið boðaðar til okkar enn sem komið er, a.m.k. hef ég ekki orðið var við það, en við ræðum við manninn, það er alveg Ijóst." ABS Ferskfisksölur erlendis: Gott verð í Þýskalandi Vigri RE landaði 203.538 kíló- um í síðustu viku í Bremerhaven og fékk fyrir aflann 12.141.906 krónur. Meðalverð var 59,65 krónur. Meginhluti aflans var karfi og var meðalverð hans 59,31 króna og hefur hækkað um rúmar 10 krónur á einni viku. Meðalverð ufsans var 56,01 króna, sem er tæp- um 16 krónum hærra en í vikunni á undan, meðalverð ýsunnar var 79,26, 44 krónum hærra en í vik- unni á undan og þorskverðið var 73,85, eða rúmum 10 krónum hærra en í síðustu viku. Ástæðurnar fyrir þessum miklu hækkunum eru a.m.k. þrjár. í fyrsta lagi er hægt að útskýra gott ýsu- og þorskverð með því að benda á að samtals sala á fiskteg- undunum tveimur rétt náði tonni, eða lítið framboð og mikil eftir- spurn leiða alltaf af sér hátt verð. Áuk þess eru fleiri og fleiri farnir að kaupa fisk aftur og í þriðja lagi hefur lítið en stöðugt framboð af ís- lenskum fiski haft þau áhrif að verði er haldið stöðugu og á upp- leið. Ekkert skip seldi afla sinn í Bretlandi í síðustu viku, sem er óvenjulegt. Hins vegar voru seld 777.621 kíló af fiski í gámum í Bretlandi. Meginuppistaðan var þorskur, ýsa og koli og var heildar- söluverð fisksins 61.547.794 krónur. Meðalverð þorsksins var 82,77 krónur, ýsunnar 77 krónur og ufsa 40 krónur. -SÓL I afmælis- veislu hjá Kaupþingi Kaupþing hf. varð 5 ára sl. fimmtu- dag, en það var stofnað 18. október 1982. Til þess að samfagna sér á þess- um tímamótum ákváðu Kaupþings- menn að bjóða til sín öllum jafnöldr- um sínum, en sex börn á landinu áttu þennan fimm ára afmælisdag sam- eiginlegan með Kaupþingi. Myndin sýnir þá gesti sem héldu upp á afmæl- ið með Kaupþingi. F.v. Fannar f>ór Guðmundsson úr Reykjavík, Ásta Kristín Benediktsdóttir úr Reykja- hlíð, Styrmir Gunnarsson úr Hafnar- firði, Ásgeir Jóhannsson frá Blöndu- ósi, Hlynur Freyr Sigurhansson úr Hafnarfirði, Páll Pórannn Björns- son frá Borgarnesi. Tímamynd Brein Öryrkjar þurfa sjálfir aö sjá um niðurfellingu gjaldsins: ÞUNGASKATTUR FÓLKSBÍLA A LEIÐINNI lnnheimtuseðlar vegna bifreiða- gjalds á fólksbíla hafa nú verið sendir skráðum eigendum bifreiða og skulu þeir greiða gjaldið fyrir 30. nóvember því þá er eindagi. Ekki er tekið tillit til þess, þótt skráningar- númer bifreiða hafi verið lögð inn í Bifreiðaeftirlitið en þeir bílar sem afskráðir verða ónýtir fyrir 1. nóv- ember sleppa við gjaldið. Gjaldið er 2 krónur á hvert kg af eigin þyngd bifreiða vegna hvers gjaldtímabils en þau cru tvö á ári. Gjaldið getur ekki orðið hærra en 5000 krónur á bíl en ekki heldur lægra en 1000 krónur. Gjald þetta er lagt á samkvæmt ákvæðum bráðabirgðalaga um ráð- stafanir í ríkisfjármálum sem sett voru í júlí sl. Ekki verður innheimt gjald af bifreiðum í eigu öryrkja. Þar sem Bifreiðaeftirlitið gat ekki greint bifreiðir öryrkja frá öðrum bifreið- um fá allir öryrkjar innheimtuseðil. Hins vegar ntunu allir innheimtu- menn ríkissjóðs fá á næstunni ská yfir örorkulífeyris- og örorkubóta- þega í viðkomandi umdæmi ásamt fyrirmælum um að falla frá inn- heimtu bifreiðagjalds. Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er því bent á að snúa sér til næsta innheimtumanns og fá kröfuna fellda niður eða fá endurgreiðslu hafi þeir þegar greitt gjaldið án þess að vita um rétt sinn. Jafnframt er fjármálaráðuneytið í samræmi við heilbrigðis-og trygg- ingamálaráðuneytið að kanna mögu- leika á hækkun bifreiðakaupastyrks til öryrkja skv. reglugerð nr. 170/ 1987 í tilefni af nýlegri hækkun aðflutningsgj alda af bifreiðum. ABS __ S.R. kaupir ekki loðnumjöl frá Færeyjum: Fyrirframsalan stórt vandamál „Pað er alltaf verið að spyrja mig um þessi kaup frá Færeyjum, en ég hef ekki talað við neinn af þessum Færeyingum í marga mánuði. Eg heyrði á götunni að þetta gæti verið fyrirtæki í laxfóðursframleiðslu, sem væri að ná sér í mjöl í það,“ sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins í samtali viðTímann, en þær sögur hafa gengið manna á milli, að verksmiðjurnar væru í samningavið- ræðum við færeyska aðila um kaup á þarlendu loðnumjöli. „Annars verðum við að standa við samningana, því það getur orðið dýrt ef við stöndum ekki við þá. Það er búið að selja frá landinu um 30.000 tonn af mjöli fyrir áramót, en þetta er afhendingartími sem er vandamálið, en okkur hefur tekist að þoka honum fram á við. Við erum með óvenjulítið af samningum í ár miðað við það sem áður hefur verið og það auðveldar málið“ sagði Jón Reynir. Útlitið er allt annað en gott. Það sem af er hafa aðeins 16.040 tonn af loðnu komið á land. Bræla hefur verið á miðunum undanfarna daga og nær allir bátarnir eru komnir til lands. Hrafn og Örn sneru við á leið á miðin, Guðrún Þorkelsdóttir er í Nú stendur yfir Amnestyvika 1987 og ber hún yfirskriftina „Langvarandi fangavist". Þessa viku munu samtökin beina athygli heimsins að föngum sem dvelja árum saman innilokaðir, föngum sem haldið er án dóms og laga og án þess að þeir hafi hugmynd um hvort þeir muni nokkurn tímann öðlast frelsi á ný. Amnesty International var stofnað árið 1961 til þess að hjálpa slíkum föngum. Tuttugu og fimm árum síðar er vandinn enn til höfn á ísafirði og á við vélarbilun að stríða, Víkurbergið og Rauðsey liggja í höfn á Bolungarvík og þannig mætti telja áfram. -SÓL staðar, ranglát lög og fyrirmæli stjórnvalda, leynd, einangrun og sýndarréttarhöld leiða til þess að menn sitja árum saman í haldi, í mörgum tilfellum án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Amnesty vikan var formlega opnuð á sunnudaginn með dagskrá í Norræna húsinu. Þar var m.a. frumflutt á íslandi, tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Novelette. Sérstakur gestur var fyrrverandi samviskufangi Amnesty Internat- ional, Rússinn Boris Weil. Amnestv vika 1987: LANGVARANDI FANGAVIST

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.