Tíminn - 20.10.1987, Síða 9

Tíminn - 20.10.1987, Síða 9
Þriðjudagur 20. október 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR » Jómfrúræöa Péturs Bjarnasonar varaþingmanns á Alþingi: Samræmt skipulag í ferðamálum nauðsynlegt U Ég mæli hér fyrir tillögu til þingsálytkunar um ráöstafanir í ferðamálum. Þessi tillaga er flutt af mér ásamt háttvirtum þingmönn- um Guðna Ágústssyni, Jóni Krist- jánssyni, Stefáni Guðmundssyni og Valgerði Sverrisdóttur. Tillagan er svo hljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríks- stjórnina að beita sér fyrir eftirfar- andi ráðstöfunum í ferðamálum: 1. Stofnað verði til embætta ferðamálafulltrúa í landsbyggð- arkjördæmunum. Tvö stöðu- gildi á árinu 1988, tvö stöðugildi til viðbótar 1989 og tvö stöðu- gildi árið 1990. Laun ferða- málafulltrúa greiðast úr ríkis- sjóði en rekstrarkostnaður embættanna af viðkomandi ferðamálasamtökum. Ferða- málaráð ákveði forgangsröðun starfanna. 2. Að 10% sérstakt gjald á vöru- sölu Fríhafnarinnar í Keflavík verði ráðstafað til ferðamála samkvæmt gildandi lögum. 1. Hraðað verði endurskoðun laga um skipulag ferðamála nr. 79 1985. Tilgangur með þessari tillögu er einkum tvíþættur. Annars vegar að vekja athygli á nauðsyn þess að koma á samræmdu skipulagi í ferðamálum á íslandi með stofnun embætta ferðamálafulltrúa úti um landið og koma þannig til móts við ferðamálasamtök landshlutanna. Hins vegar að vekja athygli á því að þrátt fyrir að markaður tekju- stofn hafi verið lögboðinn til ferða- mála undanfarin 11 ár, þ.e. 10% af vörusölu Fríhafnarinnar í Kefla- vík, hefur stöðugt verið gengið á hann með heimild í lánsfjárlögum og er svo enn gert í núverandi frumvarpi til lánsfjárlaga. Er því vert að huga að því við endurskoð- un laga um skipulag ferðamála hvort halda eigi þessum tekjustofni óbreyttum og ganga síðan á hann, svo sem verið hefur, eða leita annarra leiða til að fjármagna Ferðmálaráð og starfsemi þess. Ferðalög unt ísland hafa stór- aukist á síðustu árum. Þannig jökst straumur erlendra ferðamanna til íslands úr 29 þúsund árið 1966 í 112 þúsund árið 1986 eða á 20 ára bili. Athyglisvert er að á sama tíma fjölgar utanferðum fslendinga í sama mæli eða úr 18 þúsund í 110 þúsund. Á þessum tíma hafa orðið straumhvörf í samgöngum ásamt áhuga og möguleikum fólks til ferðalaga. Hafa ber í huga þegar nefndar eru tölur um ferðalög útlendinga um ísland og þörf fyrir þjónustu við þá hér að ferðalög íslendinga um eigið land eru síst minni og fara stöðugt vaxandi. Gjaldeyristekjur af þjónsutu við erlenda ferðamenn eru orðnar verulegar, voru taldar um 4,6 milljarðar króna árið 1986. Til samanburðar má geta þess að þetta eru 10,3% af heildarvöruút- flutningi landsmanna og um 13% af heildarverðmæti ' útflutts sjávarfangs sama árs. Þegar þetta er haft í huga verður ljós nauðsyn þess að gefa þessari starfsemi meiri gaum og veita henni meiri stuðning en verið hefur, þó vissulega hafi þokast verulega í rétta átt hvað þessi mál varðar. Þróun ferðalaga í heiminum er einkum með þrennu móti. í fyrsta lagi ferðast fólk í auknum mæli á eigin vegum. í stað hópferða, sem hafa verið ríkjandi fyrirkomulag, á eigin bíl, með flugi og bíl eða á annan hátt sjálfstætt. Þessa verður og vart hérlendis hin síðustu ár. í öðru lagi eykst í sífellu lcit fólks að betri útivistarmöguleikum, hreinu lofti, óspilltri náttúru og heilbrigð- um lífsháttum. Á þessusviði virðist land okkar hafa mjög mikla mögu- leika verði þess gætt að skipuleggja ferðamál á réttan hátt, með um- hverfis- og náttúruverndarsjón- armið ríkt í huga. í þriðja lagi eru ferðalög eldri borgara í skipulögð- um orlofsferðum. Ferðamálasamtök hafa verið stofnuð í öllum kjördæmum lands- ins utan Reykjavíkur. Ein samtök eru þó fyrir Norðurlandið allt og í Reykjaneskjördæmi er starfssvæð- ið bundið við Suðurnesin. Tilgang- ur með stofnun samtakanna var m.a. annars þessi: að vinna að sameiginlegri og skipulegri uppbyggingu í öllum grcinum ferðaþjónustunnar, að gefa hlutlausar upplýsingar um ferðaþjónustu í kjördæmun- um, að veita aðstoð og ráðleggja þeim sem hyggjast fjárfesta í ferðaþjónustunni. að koma á samvinnu allra sem að ferðamálum starla í kjördæm unum, að efla þessa þjonustugrein á landsbyggðinni. Ferðamálasamtökin hafa stofn- að með sér Félag íslenskra ferða- málasamtaka og eru aðalmarkmið þeirra mjög í sama anda og hér var fyrr upp talið. Til viðbótar er rætt um að koma fræðslu í ferðaþjón- ustugreinum inn í skólakerfið og aukin áhersla er lögð á þátt um- hverfisverndar. Með stofnun Upplýsingamið- stöðvar ferðamála, sem opnuð var á síðasta sumri, opnuðust nýir möguleikar fyrir þá sem að ferða- málum standa. Með tölvutengingu er fyrirhugað að miðla upplýsing- um samstundis út í umdæmin og fá nýjar til baka. Upplýsingamiðstöð sem þessi getur komið ýmsurn nýjum möguleikum í ferðaþjónust- unni á markað, kynnt áður lítt þekkta staði, stuölað að lengingu ferðamannatímans, haft heildar- yfirsýn yfir ferðamöguleika hverju sinni á hverjum stað og þannig stuðlað að betri nýtingu fjárfest- inga í ferðaþjónustunni. Hlutverk ferðamálafulltrúa væri m.a. eftirfarandi: 1. Að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu á starfssvæði sínu. í því felst að gera úttekt á þeirri þjónustu, sem fyrir er, möguleikum umdæmisins og vinna að tillögugerð og skipu- lagningu ferðamála þar í sam- ráði við sveitarstjórnarmenn og aðra hagsmunaaðila. 2. Að vcra tengiliður við önnur ferðamálasamtðk og skipu- leggja samstarf við þau um ferðamál. 3. Að vinna ákveðin vcrkefni fyrir opinbera aðila. Má þar nefna úttektir af ýmsu tagi ásamt áætlanagerð og upplýsingaöfl- un. Enn fremur að vinna með náttúru- og umhverfisvcrnd- armönnum og hcilbrigðisfull- trúum og nelndum vegna feröa- manna og ráðstafana sem gera þarf á þjónustustöðum. Það er alkunna að mjög skortir á að aðstaða sé alls staðar fyrir hendi úti á landsbyggðinni til aö taka á móti fcrðamönnum og veita þeim lágmarksþjónustu. Það er hægt að aka hundruö kílómetra án þcss að eiga kost á tjaldstæði með lágmarkshreinlætisaðstöðu. Feröa- maður, sem cr svo óheppinn að þurfa að komast í síma að nætur- lagi, verður annað hvort að vekja upp í heimahúsum eða lcita uppi næsta kaupstaö til aö komast í almenningssíma og þó undir hæl- inn lagt að slíkur sími finnist, cf hann cr þá til. Ferðaþjónusta bænda ásamt því neti þjónustuaðstaða, sem er að smáþéttast, bætir þó verulcga úr þessu yfir hásumarið. Hér þarf þó að ráða verulega bót á hið fyrsta. Þá má nefna mcrkingar, hvort heldur scm er á íslensku cða með alþjóðlegum táknum. Semja þarf frið um gerð lciöbciningarskilta. sem gætu oröið ferðamanninum að gagni og forðað honum frá villu, jafnvcl þó slíkt gæti gagnast þjón- ustuaðilum jafnframt. I’annig mætti lengi telja cn verður ekki gert hér. Sveitarstjórnir þurfa að gera átak til að bæta úr þessu með bættum merkingum og fjölgun vel búinna tjaldstæða. Þróun ferðamála hefur þó vcrið ör hér á landi og svo er einnig unt allan heirn. Ferðaþjónusta scm at- vinnugrein er í dag stærsti at- vinnuvegur heimsins hvað vcltu áhrærir og má að óbreyttu vænta áframhaldandi strcymis ferða- manna hingað til lands. Þar cr þó margt sem getur haft áhrif og breytingar geta orðið skjótar á einstökum svæðum. Um það má ncfna dæmi eins og Chcrnobil- slysiö, sem haföi í för meö sér geigvænlegarsveiflur í ferðamálum Evrópu, auk þess sem olíuverð hefur veruleg áhril' á ferðakostnað. Þá má nefna gengismál og ótal margt annað, sem áhrif getur haft, svo sem llugrán og hryöjuverk. Flest bendir þó til þess aö fram- undan sé aukning á férðalögum um ísland, bæði erlendra og innlendra ferðamanna. Skiptir því miklu að viö höldum vöku okkar, fyrst og fremst hvaö það varöar að halda náttúru landsins og umhverfi okkar hrcinu og óspilltu, en cinnig aö því er varðar skipulag ferðamála innanlands. Herra forscti. Hugmynd sú scm sett cr fram í tillögu þessari til þingsályktunar þcssari um ráðn- ingu feröamálafulltrúa er ekki ný af nálinni. Með bréfi í nóvember 1984 og öðru í maí 1985 frá feröa- málasamtökum í landshlutum til fyrrvcrandi samgönguráðhcrra cr sctt fram hliöstæð bciðni um ráðn- ingu fcrðamálafulltrúa í áföngum, svipað og gert er hér, ntcð þriggja ára áætlun. FRIMERK! llllilllllllllll Börnin og jólin 13 pensa frímerkið sýnir barn sem er að skreyta jólatréð og gult ljós skín frá kassanum með jólaskrautinu í. Jólatréðereinsogmargir jólasiðir, frá heiðnum tíma. Það mun hafa vcrið Albert prins, maður Viktoríu, sem innleiddi siðinn að nota jólatré á Englandi að nýju. 18 pcnsin sýna okkur mynd af Breska póststjórnin hefir í ár gert aðalmyndefni frímerkjanna á jóla- póstinn, „Hvaða augum börnin líta jólin.“ Það er Michael Foreman sem hefir gert merkin en auk þess sem hann myndskreytir barnabækur, semur hann einnig mikið af barna- sögum og var sennilega vart annar hæfari til að gera þessu myndefni góð skil. Frímerkin fimm sem hann hefir teiknað, sýna hvernig barn upplifir jólin. Dulúð og töfrar jóla- hátíðarinnar í hugarheimi barnsins eru túlkaðir í myndefni merkjanna og barnið er viljandi hvorki drengur eða stúlka, svo hvaða barn sem er getur valið um að vera af sama kyni og það sjálft. Byggir höfundurinn þetta á eigin reynslu, sem barna- bókahöfundur, að það er barninu sem bókina les miklu eðlilegra að geta gefið aðalpersónunni sama kyn og það hefir sjálft. Því varð hann t.d. að velj a leikföng og ýmislegt í mynd- efninu sem gengur jafnt fyrir bæði kynin. Segðu svo lesandi góður að ekki sé margs að gæta þegar frímerki er teiknað. ÉÉÉAAÉ Ckristmas Stamps Issue cíate ~ í^íh November 1387 sama barninu á jólakvöld. Það stcndur við tréð og horfir út um glugga yfirsnævi þakið land. í austri skín stjarnan, sem lýsir upp svcita- kirkjuna, en Ijósin í gluggum hennar benda til þess að jólaguðsþjónustan sé að byija. 26 pensa merkið er svo með mynd af barninu sem hefir nú sofnað og er að dreyma unt Sankti Kláus, jóla- sveininn á sleðanum sínum að flytja gafir til allra barna. Til fóta í rúminu er svo sokkurinn með gjöfunum. Heilagur Nikulás frá Bár, er vernd- ardýrlingur barnanna og er messu- dagur hans raunar 6. desember. Því er siður í mörgum löndum að gefa börnum gjafir á þeim degi. Hann er í rauninni fyrsta ímynd jólasveinsins og heitir því t.d. á ensku „Father Christmas“. 31 pens merkið er með mynd barnsins sem nú er sest upp í rúmi sínu á jólamorgun, með nýju bæk- urnar sínar og leikföngin allt í kring- um sig. Þessi siður að gefa jólagjafir er þó einn hinna kristnu og stafar frá vitringunum frá Austurlöndum er færðu Jesú gjafir sínar. Það er mikil þörf fyrir jólafrtmerki í Englandi, sem sjá má af því að breska póststjórnin býst við að flytja 1400 milljónir jólakorta og bréfa fyrir næstu jól. Síðasta frímerkið, 34 pens er svo af barninu að leika sér við jólatréð, en snjókarl horfir á það inn um gluggann. Sigurður H. Þorstcinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.