Tíminn - 20.10.1987, Page 14

Tíminn - 20.10.1987, Page 14
14 Tíminn Þriðjudagur 20. október 1987 FRÉTTAYFIRLIT STOKKHÓLMUR - Sten Wickbom dómsmálaráðherra Svíþjóðar sagði at sér og gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann hefði borið ábyrgð á því að maður, sem fundinn hafði verið sekur um njósnir í þágu Sovétmanna, slapp laus fyrr í þessum mánuði eftir að hann hafði fengið leyfi fangelsisyfir- valda til að heimsækja konu sína. COLOMBÓ - Indverskar hersveitir börðust við skæru- liða tamíla í borginni Jaffna á Sri Lanka. Hörð mótstaða skæruliðanna, sem flestir eru úr hópi hinna svokölluðu tígra, varð þó til þess aö framsókn indversku hermannanna gekk hægt. PEKÍNG - Súrt regn er að eyðileggja skóga í Sichuan héraði í suðvestur Kína þar sem er heimili risapöndunnar. Sú dýrategund er nú í mikilli útrýmingarhættu. JAKARTA - Rúmlega hundrað manns létust og 305 slösuðust þegar tvær farþega- lestir rákust á nálægt Jakarta i Indónesíu. Svo virðist sem lestarstjórunum hafi verið gefin vitlaus merki. JÓHANNESARBORG Þriðjungur hvítra meðlima biskupakirkjunnar í Suður-Afr- íku er óánægður með kirkju- deild sína. Virðist sem helsta ástæðan sé stuðningur erki- biskupsins Desmond Tutu, hins svarta leiðtoga kirkjunnar, við þá sem berjast gegn að- skilnaðarstefnu stjórnar hvíta minnihlutans í landinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem gerð var í Suður-Afríku og birtust niðurstöður hennar í gær. BERN - Samsteypustjórnin í Sviss hélt velli í þingkosning-; um sem haldnar voru um helg-; ina. Fyrir kosningar hafði j græningjum verið spáð mikilli I fylgisaukningu en sú aukning varð minni en búist hafði verið við. BONN - Francois Mitterrand Frakklandsforseti kom til Bonn í gær og var þetta fyrsta heim- sókn hans sem forseti til Vest- ur-Þýskalands. Þótt Mitterrand eigi reglulega viðræður við Helmut Kohl kanslara V- Þýskalands er talið að þessi sérstaka þjóðhöfðingjaheim- sókn muni enn styrkja tengslin og auka samvinnuna á sviöi varnar- og utanríkismála milli ríkjanna tveggja. ÚTLÖND HlliUillii lilill iiíiiiiiiii Bundarísk herskip á Persaflóanum: Gerðu árás á stöðvar írana í gær. ábyrgð á árásinni á Sea Isle City en Bandarísk herskip skutu á ír- anskan olíuborpall á Pcrsaflóanum í gær og var þetta í þriðja sinn sem átök hafa orðiö milli bandaríska hersins og írana á nokkrum vikum. Þctta var haft cftir ráöamönnum í Bandaríkjunum. Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra sagði að Bandaríkjamenn hefðu verið aö helna fyrir cld- flaugaárás Irana á olíuflutninga- skipið Sea Isle City en það varð fyrir árás á föstudaginn cr það var innan landhelgi Kúvait. We i n be rge r sagði fré 11 a mö n n u m í Washington að hinum tuttugu til þrjátíu starfsmönnum olíubor- pallsins í miðhluta Pcrsaflóans heföi verið gefin viðvörun áöur en orustuskipin Kidd, Young, Left- wich og Hocl skutu á hann. „Eftir því sem ég best veit yfir- gáfu þeir borpallinn," sagði Wein- berger. Stjórnvöld í íran skýröu frá þessum atburði í gær og sögöu að Bandaríkjamenn hefðu ráðist á tvo olíuborpalla, Resalat og Res- hadat, sem væru í rúmlega hundraö kílómetra fjarlægð frá Lavaneyju sem er cin af olíubirgðarstöðvum írana. Iranar hafa ncitað aö þeir beri stjórnvöld bæði í Bandaríkjunum og Kúvait sögðu írana hafa skotið að skipinu í árás þar sem átján sjómenn særðust. Reagan Bandaríkjaforseti sagði í stuttri tilkynningu eftir árás bandarísku herskipanna að hefnt hefði verið fyrir árásina á Sea Isle City en Bandaríkjamenn hefðu ekki áhuga á hernaðarátökum við Irana. Háttsetturembættismaður innan íranska hersins sagði eftir árás Bandaríkjamanna að her þeirra væri lentur í síki sem hann kæmist ekki auðveldlega upp úr og íranar myndu hefna grimmilega. Emb- ættismaðurinn sagði að Banda- ríkjamenn ættu nú í stríði við írana. Sovéska fréttastofan Tass for- dæmdi árás Bandaríkjamanna og sagði að um ævintýramennsku hcfði verið að ræða. Fréttamaður Tass sagði að Bandaríkjamenn væru að reyna að draga athygli manna frá hneykslismálinu í sam- bandi við vopnasöluna til írans og stuðning við Contra skæruliðana í Nicaragua í tengslum við hana. Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra Bretlands studdi hins vegar árás Bandaríkjamanna og sakaði frana um að stofna alþjóðafriði í hættu. Howe hvatti írana og íraka til að binda enda á stríð þeirra sem staðið hefur síðustu sjö árin. Reuter/hb Frá Noröurhöfuni: Sovétmenn vilja fá norrænar þjóðir í samstarf um að nýta þau gífurlegu náttúruauðæfi sem þar finnast. Sovétríkin/Norðurlönd: Tilboð Gorbatsjovs nær athygli norr- ænna ráðamanna Reuters fréttastofan sagöi í frétta- skýringu um helgina að tilboð Mikhail Gorbatasjovs Sovétleiötoga um minni hernaðarumsvif á Norður- höfum og aukna efnahagslega sam- vinnu á þessu svæði væri farið að ná athygli norrænna ráðámanna sér- staklega sá hluti sem varðar efna- hagsleg samskipti. Sovétleiðtoginn ræddi um nauð- syn þess að hernaðarumsvif á Norðurhöfum yrðu minnkuð og tal- aði um friðsamlega samvinnu hvað varðaði vinnslu á náttúrulegum auð- æfum í ræðu sem hann hélt í Múrm- ansk þann 1. október. Gorbatsjov lagði þá til að viðræð- ur yrðu hafnar um leiðir til að minnka hernaðaruppbyggingu á Eystrasaltinu, Norðursjónum og á Noregshafi og Grænlandshafi. Að auki ræddi hann um nauðsyn á sam- vinnu við að vinna náttúruleg auðæfi á þessu svæði. Margir sérfræðingar telja að Sov- étmönnum sé mjög umhugað að ná samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar til að geta unnið náttúruleg auðæfi t.d. undir ísnum við Kólaskaga en þar er talið að sé mesta magn stein- efna í heiminum. „Við viljum hamra járnið á meðan það er heitt." sagði talsmaður norskrar sendinefndar sem fór til Moskvu í síðustu viku til að ræða um hugsanlega samvinnu á sviði námu- vinnslu, olíuvinnslu og fiskveiða. Talsmaðurinn sagði að Sovétmenn hefðu aldrei fyrr sýnt jafnmikinn áhuga á samvinnu á þessu sviði. „Hann þarfnast vestrænna hug- mynda, tækni og samvinnu, sem hann getur fengið frá þjóðum Norðurlanda," sagði einn sér- fræðinganna hjá Alþjóðlegu friðar- rannsóknarstofnuninni í Stokkhólmi er hann var spurður um fyrirætlanir Gorbatsjovs. Fræðingur þessi, Richard Field- house að nafni, sagði Gorbatsjov aðallega hafa áhuga á að nýta hin gíf- urlegu náttúruauðæfi undir ísnum við Kólaskaga og tilboð hana hefði aðeins verið „sykrað" með tilvitnun- inni um ntinnkandi hernaðarumsvif á þessu svæði. í kjölfar ræðu Gorbatsjovs fóru sendimenn hans til Stokkhólms, Kaupmannahafnar og hingað til ís- lands til að upplýsa embættismenn og ráðherra nánar um atriði upp- ástungna Sovétleiðtogans. Ráða- menn norræna þjóða hafa verið að kanna orðafarið í yfirlýsingum Gor- batsjovs og samkvæmt fréttaskýr- ingu Reuters virðast jákvæð við- brögð vera farin að vera metra áber- andi, þó aðallega hvað varðar nýt- ingu náttúruauðlinda. Reuler/hb Japan: Takeshita næsti forsætis- ráðherra Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn í Japan kom sér saman um það í gær að Noboru Takeshita fyrrum fjárntálaráðherra landsins yrði eftirmaður Yasu- hiro Nakasone forsætisráð- herra. Nakasone lætur af störf- unt þann 30. október. Embættismenn í flokknum sögðu að Nakasonc hefði skor- ist í lcikinn í gær eftir að Takeshita og hinir tveir fram- bjóðendurnir höfðu ekki getað komið sér saman um, á lokuð- unt fundi sem stóð í marga tíma, hver ætti að veröa næsti ieiðtogi Japans. Allir mcnnirnir þrír stefndu á formannsembættið í Frjáls- lynda lýðræðisflokknum, emb- ætti sem felur sjálfkrafa í sér forsætisráðherratign þar sem flokkurinn hefur mikinn meiri- hluta á þingi. Takeshita er 63 ára gamall og er lciðtogi stærsta hópsins innan Frjálslynda lýðræðis- flokksins. I yfirlýsingu sem Nakasone lét frá sér fara í gær sagði hann að nauðsynlegt væri að halda einingu innan flokksins þannig að fást mætti við erfið vanda- mál s.s. óhagstæðan viðskipta- jöfnuð og endurskipulagningu efnahagslífsins. Fjármálaráðherrann Kiichi Miyazawa og utanríkisráðherr- ann fyrrverandi Shintaro Abe voru þeir tveir aðrir sem leit- uðu eftir að leiða flokk og þjóð næstu misserin. Víst er að þeir munu fá mikilvæg embætti þeg- ar hin nýja stjórn Takeshita verður skipuð. Reuter/hb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.