Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.10.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Byrjendanámskeið - Framhaldsnámskeið Landssamband framsóknarkvenna í samvinnu við Samband ungra framsóknarmanna býður hér með upp á hin vinsælu námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum, fundarhaldi og framkomu í sjónvarpi. Alls 5 kvöld eða 1 helgi. Einnig framhaldsnámskeið 4 kvöld eða helgi þar sem boðið verður upp á leikræna tjáningu, framsögn, ræðumennsku og sjónvarpsfram- komu. Reyndir hressir leiðbeinendur taka að sér leiðsögnina. Ef þið hafið áhuga þá hringið sem fyrst í sima 91-24480 og pantið námskeið. Góð fjárfesting fyrir gott verð. LFK og SUF Formaður L.F.K. með viðtalstíma Unnur Stefánsdóttir formaður Landssambands framsóknarkvenna verður til viðtals um vetrarstarf samtakanna að Nóatúni 21, þriðjudaginn 20. október n.k. kl. 15-30-17.00, og einnig svarað í síma 91-24480. Framkvæmdastjórn L.F.K. Viðtalstími borgarfulltrúa Sigrún Magnúsdóttir er með viðtalstíma á þriðju- dögum kl. 16.00-18.00. Viðtalstímarnir eru á skrifstofu Framsóknarflokks- ins að Nóatúni 21, síminn er 24480. Reykvíkingar! Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 25. október n.k. Fundurinn verður haldinn að Sogavegi 69 (i sal Stjórnunarfélagsins) og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: - Fundarsetning - Kosning fundarstjóra og ritara - Skýrslur formanns, gjaldkera og húsbyggingarsjóðs - Umræður um skýrslur - Þingmál a) Heilbrigðis- og tryggingamál. Umræðustjórar: Guðmundur Bjarnason, Finnur Ingólfsson og Þóra Þorleifsdóttir b) Stjórnmál (það sem efst er á baugi) Umræðustjórar: Guðmundur G. Þórarinsson, Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson. - Álit umræðuhópa - Fyrirspurnir. Guðmundur Bjarnason, Finnur Ingólfsson, Guð- mundur G. Þórarinsson og Sigrún Magnúsdóttir sitja fyrir svörum. - Kosningar - Önnur mál Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna - stundvíslega! Stjórnin Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Brautar- holti á Skeiðum sunnudaginn 25. október nk. kl. 21.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Kynntar verða tillögur að breytingum á lögum kjördæmissambandsins. Stjórnin Þriðjudagur 20. október 1987 Myndir af kiifurferð til Bólivíu Kvenfélagið Seltjörn heldur fund í kvöld, þriðjud. 20. okt. kl. 20:30, í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Guðrún Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur talar um áhrifaríkar leiðir til að grcnnast. Stjórnin Spilakvöld Samtök gegn astma og ofnæmi og SÍBS deildirnar í Reykjavík og Hafnarfirði halda fyrsta spilakvöld vetrarins í kvöld kl. 20:30 í Múlabæ. Ármúla 34. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Stjórnirnar Fundur Kvenfélags Kópavogs Kvcnfélag Kópavogs -heldur fund fimmtudaginn 22. október kl. 20:30 í Félagshcimilinu. Gestur fundarins verður Hrafn Sæmundsson og mun hann spjalla um málefni fatlaðra í Kópavogi. Garðyrkjufélag íslands: Fræðslufundur með myndasýningu Vetrarstarf Garðyrkjufélags íslands er hafið. Fyrsti fræðslufundurinn í Reykja- vík verður haldinn í kvöld þriðjud. 20. okt. kl. 20:30. Rætt verður um gróðurhús og sýndar vormyndir frá Hollandi. Kristján Jóhannesson flytur erindi sem hann nefnir Gróðurhús og hitun þeirra. Kristján hefur mikla reynslu af ræktun bæði í gróðurhúsi og garðskála. Garðyrkjufélagið efndi til skoðunar- ferðar til útlanda í vor og sýnir Sigríður Hjartar myndir af ýmsu sem fyrir augu bar í Hollandsferð félagsins. Fræðslu- fundurinn hefst kl. 20:30 í fundarsal Holiday Inn aðSigtúniogeröllumopinn. Næsti fræðslufundur í Reykjavík verð- ur haldinn í lok nóvember. Arnesingar Hin árlega framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstu- daginn 23. október kl. 21.00 í Aratungu, föstudaginn 30. okt. í Félagslundi og lýkur 13. nóvember aö Flúðum. Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn. Heild- arverðmæti vinninga 75.000 kr. Allir velkomnir Stjórnin Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn í Tunguseli laugardaginn 24. okt. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Stjórnin Framsóknarfólk Suðurlandi 28. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna á Suðurlandi verður haldið helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14 laugardag. Nánar auglýst síðar. KSFS Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 sími 2547. Heimasími starfsmanns er 6388. Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband. Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28.kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, sem vera átti á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október n’k. verður frestað til 30. og 31. október nk. og hefst kl. 20.00. Nánari upplýsingar í síma 97-11584. KSFA fwifl Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 iER BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:... 96-21715/23515 BORGARNES:......... 93-7618 BLÖNDUÓS:...... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ..... 96-71489 HUSAVÍK: ... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: . 97-5366 5166 HÖFN HORNAFIRÐI: . 97-8303 interRent Bíll - Staðgreiðsla Honda Civic '84-85 eða Toyota Corolla Std. eða DX 3ja dyra óskast gegn staðgreiðslu. Upplýsingar eftir kl. 20.00 í síma 67-18-69. Á morgun, miðvikud. 21. október kl. 20:30, mun Ari Trausti Guðmundsson sýna að Hótel Borg myndir af fjallgöngu- leiðangri til Bólivíu sumarið 1987. Leiðangursmenn gcngu á þrjá rúmlega 6000 m háa tinda í Andesfjöllum, þar á meðal Nevado Sajama sem er hæsta fjall landsins. Sýningin er á vegum íslenska Alpa- klúbbsins og hefst kl. 20:30. Bókaþing 1987: Bækur og fjölmiðlar Annað bókaþingið, sem Bókasamband íslands gengst fyrir. verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 22. . október og hefst kl. 13:15. Fyrra þingið var haldið að Hótel Loftleiðum fyrir rúmu ári og sóttu það um 200 manns. Á þinginu 22. október flytja stutt erindi: Einar Már Guðmundsson rithöf- undur, Eyjólfur Sigurðsson bókaútgef- andi, Árni Bergmttnn ritstjóri, Hcimir Pálsson Cand. mag., Þráinn Bertelsson rithöfundur, Sigurður Pálsson rithöfund- ur og Hrafn Gunnlaugsson dagskrár- stjóri. Þingforseti verður Ástráður Ey- steinsson. Þingið er öllum opið. Því lýkur með pallborðsumræðum undir stjórn Halldórs Guðmundssonar. Þátttakendur í um- ræðunum verða m.a. Björn Bjarnason ritstjóri, Einar Sigurðsson útvarpsstjóri, Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgef- andi, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbóka- vörður. Að Bókasambandi fslands standa þessi félög: Bókavarðafélag fslands, Félag bókagerðarmanna, Félag ísl. bókaútgef- enda, Félag ísl. bókaverslana, Félag ísl. prentiðnaðarins, Hagþenkir, Rithöf- undasamband íslands og Samtök gagn- rýnenda. Formaður Bókasambands fslands er Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi. GEÐHJÁLP Fyrirlestrar Geðhjálpar: Skilnaður Geðhjálp stendur fyrir fyrirlestrum í vetur, sem verða haldnir á Geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir haldnir á fimmtudögum og hefjast kl. 20:30. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum. Aðgangur er ókeypis. Fyrir- spurnir, umræður og kaffi verða eftir fyrirlestrana. Fimmtudaginn 22. október heldur Sig- rún Júlíusdóttir, fjölskylduráðgjafi og yfirfélagsráðgjafi fyrirlestur sem hún nefnir Skilnaður. Fyrirspurnir og umræð- ur verða á cftir. Margrét Jónsdóttir sýnir í FÍM-salnum Föstudaginn 9. október opnaði Mar- grét Jónsdóttir sýningu á verkum sínum í sýningarsal Félags íslenskra myndlistarm- anna, FÍM-salnum, Garðastræti 6. Sýningin er opin daglega kl. 14:00- 19:00 en henni lýkur 25. októbcr. Pétur Behrens sýnir í Galleri Gangskör Nú stendur yfir sýning Péturs Behrens listmálara á vatnslitamyndum og teikn- ingum í Gallerí Gangskör við Amt- mannsstíg 1. Pétur Behrens er fæddur 1937 í Þýska- landi. Hann stundaði nám í Listaaka- demíunni í Bcrlín og starfaði síðan við grafíska hönnun, bæði í Þýskalandi og hér á landi. Hann hefur verið búsettur á íslandi frá árinu 1962 og er íslenskur ríkisborgari. Pétur hefur kennt f nokkur ár við Myndlista- og handíðaskóla (slands og við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, m.a. í París s.l. vor. Hann hefur haldið sýningar á Kjarvalsstöðum, Gallerf Borg, á Selfossi og Blönduósi. Pétur sýnir nú 30 vatnslita- og túss- myndir. Efnið sækir hann aðallega til sveitar sinnar í Breiðdal, en hann er búsettur að Höskuldsstöðum. Pétur er landskunnur hestamaður og þekktur fyrir hestateikningar sínar. Hann hefur myndskreytt fjöldann allan af bókum. m.a. hestabókum. Sýningin f Gallerf Gangskör er opin alla virka daga kl. 12:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 18. október. Sýning Ragnars Kjartanssonar í Hveragerði Nú stendur yfir sýning Ragnars Kjart- anssonar myndhöggvara á keramik-mál- verkum og höggmyndum f Heilsuhælinu í Hveragerði. Sýningin ersett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúrulækningafélags Islands og gaf listamaðurinn félaginu verk eftir sig, keramikmálverkið „Parið“. Sýningin hófst sunnudaginn 20. septcmb- er og stendur til 31. október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.