Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 31. október 1987 Valgerður Sverrisdóttir flytur jómfrúræðu sína á Alþingi á fimmtudag. Einnota umbúðir: Lagasetning nauðsynleg Kristín Einarsdóttir (Kvl.Rv.) mælti á fimmtudag fyrir þingsálykt- unartillögu, sem hún flytur ásamt fjórum öðrum þingmönnum þess efnis að ríkisstjórnin undirbúi frum- varp til laga um framleiðslu, inn- flutning og notkun á einnota umbúð- um hér á landi. í máli framsögumanns kom fram að notkun slíkra umbúða hefði stór- aukist að undanfömu og væri langt í frá séð fyrir endann á þeirri þróun. Stór galli væri hins vegar mjög aukinn kostnaður vegna sorphirðu. Þessum umbúðum væri kastað út um hvippinn og hvappinn án þess að hugsað væri um mengunina og kostnaðinn af þrifunum. Nauðsyn- legt væri að setja reglur um slíkar umbúðir til að draga úr mengun og óhóflegri hráefnisnotkun, t.d. með skilagjaldi eða framleiðslugjaldi. Vaigerður Sverrisdóttir (F.N.e.) lagði áherslu á það í sinni fyrstu þingræðu, að umhverfisverndarmál væru ekki fagurfræðilegt hjal um óþarfa heldur nauðsynjamál sem sérhverri menntaðri þjóð ber skylda til að taka á. Minnti hún á áætlun Náttúruvemdarráðs að líklega yrði árleg sala dósagoss um 30 milljónir áldósa, sem svaraði til um 400 tonn- um af áli. Og þeim ófögnuði yrði að mæta. Ami Gunnarsson tók í sama streng og lýsti ánægju með tillöguna, en einnig þyrfti að huga að bílhræj- um. Jafnframt taldi Arni að nauð- synlegt væri að sameina umhverfism- ál undir einu ráðuneyti. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra sagði þetta gott mál og nú væri verið að vinna reglugerð um einnota umbúð- ir. Tryggja yrði fjármögnun slíkrar starfsemi. Hins vegar sagði ráðherr- ann að þegar væri nefnd að störfum, sem gera mundi tillögur um fyrir- komulag umhverfismála í stjórn- kerfinu og eðlilegt væri að lög og reglugerðir um einnota umbúðir kæmi undir þá yfirstjórn umhverfis- mála, sem ákveðin yrði í framhald- inu. Sjálfur teldi hann umhverfis- málum best komið í sérstöku um- hverfismálaráðuneyti. Hjörleifur Guttormsson (Ab.Au.) fagnaði tillögunni. Ragn- hildur Helgadóttur (S.Rv.) taldi lög- gjöf sem þess óþarfa, svigrúmið væri fyrir hendi. ÞÆÓ Hagþenkir orðið löggilt félag: Ritlaun eru yfirleitt lág Þau tímamót urðu í sögu Hag- þenkis - félags höfunda fræðirita og kennslugagna - á síðasta starfsári að það hlaut löggildingu menntamála- ráðuneytisins og þau réttindi sem því fylgja samkvæmt höfundalögum. Aðalfundur Hagþenkis var haldinn 26. október sl. Félagið var stofnað í framhaldi af samningum sem gerðir voru 1983 um vissan rétt skóla, sem ríkið rekur, til að fjölfalda úr útgefnum verkum. í starfsskýrslu stjórnar kom fram að samtals 33 höfundar hafa hlotið skaðabætur og starfsstyrki úr sjóði sem félagið stofnaði með fé sem til þess rennur vegna aðildar að þeim samningum. Á starfsárinu var í fyrsta sinn veitt viðurkenning til fræðiritahöfundar og var hún veitt Helga Hallgrímssyni, náttúrufræð- ingi. Á starfsárinu var gefið út leiðbein- ingarit handa höfundum um samn- ingu, taxta og gjaldskrár. Félagið gekkst fyrir tekjukönnun meðal höfunda í samstarfi við Rithöfunda- sambandið. Þátttaka varð dræm en niðurstöður benda til að ritlaun séu yfirleitt iág og sjaldan sæmileg. Um hagsmunamál höfunda álykt- ar Hagþenkir að setja þurfi á Alþingi sérstök lög um greiðslur fyrir afnot bóka á almenningsbókasöfnum, skólabókasöfnum og öðrum bóka- söfnum sem rekin eru af opinberum aðilum. Félagið telur brýnt að skólabóka- söfn og önnur sem rekin eru af opinberum aðilum séu ekki undan- skilin þeim reglum sem önnur söfn hlýta. Sérstaka ástæðu telur aðal- fundur til að greiða höfundum í litlu málsamfélagi sanngjarna þóknun fyrir rétt opinberra safna til að lána hverjum sem er nánast ókeypis verk sem þeir fá greitt fyrir í hlutfalli við sölu. Loks bendir fundurinn á nauðsyn þess að fjölföldunartækni bitni ekki á kjörum höfunda. Heimildir til slíks beri að takmarka. í stjórn voru kosnir Hörður Bergmann, formaður, Ágúst H. Bjamason, Guðný H. Gunnarsdótt- ir, Hafþór Guðjónsson og Þórunn Blöndal. Þj Undirmenn á hærra kaupi en yfirmenn Sú furðulega staða er komin upp hjá Iþrótta og tómstundaráði að aímennt starfsfólk með uppeldis- menntun er í hærri launaflokki en forstöðumenn og aðstoðarforstöðu- menn félagsmiðstöðva. Að vonum vakti þetta nokkurn kurr meðal forstöðumanna og aðstoðarfor- stöðumanna, þeir eiga þó von á úrbótum bráðlega. Ástæðan fyrir þessari stöðu er sú að nú stendur yfir endurmat á starfi starfsfólks í félagsmiðstöðvum, þannig að uppeldismenntun nýtist starfsfólki til launa. Launanefnd Reykjavíkurborgar tók fyrst fyrir almennt starfsfólk og er nú að endur- meta niðurröðun forstöðumanna og aðstoðarforstöðumanna í launa- flokka, en þangað til sú niðurstaða fæst starfa yfirmennirnir á lægri launum en almennt uppeldismennt- að starfsfólk. Má gera ráð fyrir að hækkun launa yfirmanna í félags- miðstöðvum verði afturvirk svo for- stöðumenn gangi ekki með skarðan hlut frá borði. -HM Málstofa í guðfræði Sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson, fii. lic., fjallar um niðurstöður rann- sókna sinna á fyrsta fundi mál- stofunnar í guðfræði. Tímamynd BREIN Málstofa í guðfræði opnaði í fyrsta sinn í vikunni og reið sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson fil. lic. á vaðið með umfjöllun um rannsókn- ir sínar, en hann skrifaði licentiats- ritgerð í trúfræði við háskólann í Lundi á s.l. vori. Dr. Björn Bjömsson, prófessor í siðfræði við Guðfræðideild H.Í., er forstöðumaður Guðfræðistofn- unar Háskóla íslands, en málstofan er haldin á vegum hennar. Dr. Björn setti fyrsta fund málstofunn- ar og rakti í stuttu máli aðdraganda Guðfræðistofnunar og markmið hennar. Færði hann velunnurum stofnunarinnar þakkir fyrir góðar gjafir, en tekjur hennar eru nær eingöngu af frjálsum framlögum einstaklinga og stofnana. Nefndi hann sérstaklega höfðinglega gjöf Gísla Sigurbjömssonar, forstjóra, er varð til þess að hrinda starfsemi hennar á verulegt skrið fyrir fáein- um árum. Kom fram hjá dr. Bimi að stefnt verður að því að veita guðfræðing- um og guðfræðistúdentum, sem lengra em komnir f námi, tækifæri til að koma saman einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, til að hlýða á fyrirlestur og taka þátt í umræðum. Er hér einkum verið að seilast eftir því að þeir prestar og aðrir guðfræðingar, sem leggja stund á rannsóknir, geti kynnt efni sitt og niðurstöður og fengið við þeim viðbrögð frá kollegum. Málstofan f guðfræði er opin öllum guðfræðingum til þátttöku. Henni hefur verið valinn staður í Skólabæ, húsi háskólans, að Suðurgötu 26 í Reykjavík. Er þar prýðileg aðstaða til samfunda af því tagi sem hér er til umræðu. Málstofan verður opin öðru sinni þriðjudaginn 24. nóvember, en þá mun sr. Kristján Valur Ingólfsson, sóknarprestur að Grenjaðarstað, flytja fyrirlestur. Þriðjudaginn 26. janúar 1988, mun dr. Hjalti Huga- son, lektor, fjalla um rannsóknir sínar varðandi upplýsinguna á ísl- andi. Nánari upplýsingar veitir dr. Björn Björnsson og tekur hann á móti óskum manna um að flytja mál sitt á þessum nýja vettvangi. Vildi dr. Bjöm bjóða alla presta og aðra guðfræðinga velkomna og hvetja þá til að efla hag guð- fræðinnar með því að taka virkan þátt í málstofu í guðfræði. KB Bók um stórviðburði ársins 1986komin út Bókin „Stórviðburðir í myndum og máli“ fyrir árið 1986 er komin út. Þetta er 22. árgangur bókarinnar sem er fjölþjóðaútgáfa sem kemur út á átta tungumálum, ensku, þýsku, frönsku, finnsku, íslensku, sænsku, ftölsku og spænsku. Niðurskipan efnis þessa árgangs er með svipuðum hætti og undanfarin ár en að auki er íslenskur sérkafli þar sem er í mynd- um og máli greint frá nokkrum íslenskum atburðum ársins, t.d. leið- togafundi og afmæli Reykjavíkur- borgar. Ritstjóri íslensku útgáfunn- ar er Gísli Ólafsson. Auk mynda fréttaskýringa og stuttra frásagna af stórviðburðum ársins í heiminum eru tölfræðilegar upplýsingar, svo sem íbúafjöldi borga, ríkja og heimshluta og mann- fjöldaspá fram í tímann. Einnig upplýsingar um tölu flóttamanna í heiminum, notkun kjarnorku og framleiðslu jarðolíu í einstökum löndum. Einnig eru greinar um endurreisn kapítalismans, kjarnork- uslysið í Tsjernobyl, sólarorku, læknisfræði og fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.