Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.10.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 31. október 1987 VETTVANGUR III llllll Guðmundur P. Valgeirsson: „Innansveitar- krónika“ og kirkjumáladeild Dagblaðsins Séra Einar hafði ekki lengi gegnt því trúnaðarstarfi, sem honum var falið, áður en hann gerðist erind- reki húsafriðunarnefndar. Þeim erindrekstri hefur hann gegnt með trúmennsku. Haft er eftir honum „að hann harmi að málið sé komið í hnút“. t þann hnút fór það fyrir hans tilverknað. Og það er fyrst í maí 1986, sem loks raknar úr þeim hnút, þó óhönduglega tækist til með að leysa hann, sem síðar kom á daginn. - Orðrétt er haft eftir séra Einari: „Ég er hættur að skipta mér af þessu því deilan er orðin fáránleg. Mér er engin laun- Síðari hluti: ung á að á sínum tíma studdi ég þá tillögu að gera gömlu kirkjuna upp.“ - Já svo mörg voru þau orð. - Af þeim verður ekki annað ráðið en að nokkuð sé um liöið frá því séra Einar hætti afskiptum sínum af þessu máli. Það hefði þó verið fróðlegt að fá það frá honurn sjálfum hvenær það varð. - í september í fyrra, nefndi þjóð- minjavörður hann annan aðal for- svarsmann þeirra, sem þá stóðu að kirkjutökunni, og í ágúst s.l. taldi hann sig standa að sama verki í umboði, eða með samþykki prófasts. Nú sér hann einu lausnina að sóknin (svo) sameinist um að byggja nýja kirkju. - Það hefði mátt koma frá honum fyrr. - En framhjá því verður ekki gengið, að afskipti séra Einars eru orðin söfnuði Árnessóknar dýr í fleiri cn einum skilningi. Við stórt er miðað Trúlega er það blaðamaðurinn, sem ætlar að bregóa á fyndni þegar hann grípur til samlíkingar um það sent hér hefur verið að gerast nú, og DV hefur haft helst til skemmtunar lesendum sínum að undanförnu, og þess sem gerðist í sambandi við Árneskirkju árið 1654, þegar 3 eða 4 bændur í sókninni voru brenndir á báli, sakaðir um galdra. Svo slæmt hefur ástandið ekki orðið. En það hafa menn fyrir satt, að stórt slys hefði mátt henda sveitina, að það hefði vegið þyngra en það sem yfir hefur gengið síðustu misserin í sambandi við þessi mál. Og ég hélt að aðeins ein hugmyndafræðileg persóna gæti hlakkað yfir hvernig mannlífi er komið í Árnessókn. En svo virðist sem þær séu fleiri. Stærð kirkjunnar Eitt af því sem stöðugt er tönnl- ast á, af þessari kirkjudeild DV, er stærð kirkjunnar. Talað er um að sóknarnefndin, og þá sérstaklega sóknarnefndarformaðurinn (eins og hann sé einn þar til umráða) sé að byggja eitthvert gímald sem sé langt umfram það sem hæfi söfn- uðinum. Þetta gímald sé til sölu, og annað álíka gáfulegt. - Engin ástæða er til að standa í orðaskaki við blaðamenn DV um þá hluti eða ansa þeim upp á slíkt tal og spurn- ingar. Þeim kemur málið einfald- lega ekkert við. Þeir hafa þar engan íhlutunarrétt og bera engan kostnað af byggingu kirkjunnar. Það er mál heimamanna og þeir ,hafa að miklum meirihluta sam- þykkt stærð og gerð kirkjunnar og bera þar af leiðandi kostnað af byggingu hennar. Um það liggur fyrir samþykkt frá síðasta safnað- arfundi frá 3. júní s.l. án þess að nokkur kveddi sér hljóðs við að gera orð á þeirri skoðun að í ofstórt væri ráðist. Það liggur því eitthvað annað bak við þá spurn- ingaþvælu blaðsins, en umhyggja fyrir málum Ámessóknar. Álit Jakobs á Gjögri um stærð Árnes- kirkju er ekki annað en staðfesting á því að engin kirkja er svo lítil, að hún megi ekki kallast of stór ef enginn (eða aðeins örfáir) telja sig hafa neitt að sækja til þjónandi <9j<B leikfElag RF,YK|AVlKUR VH Leikritasamkeppni í tilefni af opnun Borgarleikhúss efnir Leikfélag Reykjavíkur til leikritasamkeppni. Frestur til að skila inn leikritum er til 31. október 1988 og mun dómnefnd skila úrskurði sínum 15. janúar 1989. Dómnefndina skipa Hallmar Sigurðsson, leikhús- stjóri, Hafliði Arngrímsson tilnefndur af Rithöfunda- sambandi íslands og Sigríður Hagalín, leikari. Samkeppnin er tvíþætt, þar sem annars vegar verða veitt verðlaun fyrir barnaleikrit og hins vegar leikrit sem ekki er bundið því skilyrði. Verðlaunaupphæð nemur samtals kr. 1.000.000, og er upphæðin bundin lánskjaravísitölu nóvem- bermánaðar 1987,1841 stig. Veitt verða ein fyrstu verðlaun í hvorum flokki, ekki lægri en kr. 300.000 hver, en að öðru leyti hefur dómnefnd frjálsar hendur um skiptingu verðlauna. Verðlaun eru óháð höfundarlaunum ef verkin verða valin til flutnings hjá félaginu og áskilur Leikfélag Reykja- víkur sér forgang að flutningsrétti á öllum innsend- um verkum í samkeppnina. Leikritum skal skila með dulnefni eða kenni og skal fylgja lokað umslag merkt sama dulnefni eða kenni með réttu nafni höfundar. HR REYKJKMÍKURBORG HR '1' AeuutVt Stöeáii 'I' Baðvörður Baðvörð vantar í Sundhöll Reykjavíkur-karlaböð. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14509, og á kvöldin í síma 681458. Nú sér hann einu lausnina aö sóknin (svo) sameinist um að byggja nýja kirkju. - Þaö hefði mátt koma frá honum fyrr. - En framhjá því verður ekki gengið, að afskipti séra Einars eru orðin söfn- uði Árnessóknar dýr í fleiri en einum skiln- ingi. prests. En slíkt heyrir til undan- tekninga. Vitnað er til þess að kirkjan hafi þjónað tilgangi sínum í hartnær 100 ár, því eigi hún eins að geta það um næstu 100 ár eða lengur. Hér er vísvitandi gengið framhjá því að nú eru allt aðrir möguleikar til kirkjusóknar en var fyrir aðeins örfáum áratugum að því er samgöngur varðar. Kirkju- sókn takmarkaðist þá af erfiðum samgcngum. Nú er hinsvegar kom- inn akvegur heim í hvers manns hlað og öll heimili eiga einn eða fleiri bíla. Ekkert er því til fyrir- stöðu að öll fjölskyldan setjist upp í bíl sinn og aki til kirkju. Slíkt var óhugsandi áður og þennan mun sér hver heilvita maður, þó reynt sé að rugla fyrir sjálfum sér og öðrum með slíku tali. Er varla svaravert nema vegna þeirrar þráhyggju, sem þar býr að baki. f þessu sambandi er hægt að benda á, að í þau 25 ár, sem séra Andrés Ólafsson þjónaði Árnes- kirkju frá Hólmavík, að í hvert sinn sem hann messaði hér mátti heita að kirkjan væri fullsetin og meira en það. Hvað þá þegar um stærri athafnir var að ræða, s.s. við fermingar og jarðarfarir. Þá varð hluti kirkjugesta að láta sér lynda að standa utan dyra. Slíkt getur varla talist góður kostur, þó helst megi skilja orð og gerðir einstakra manna að þetta sé æskilegt og til bóta. Enn er eitt ótalið í sambandi við gerð og stærð sveitakirkna, sem mig langar til að koma inn á, án þess kirkjudeild DV gefi tilefni til þess. Nokkuð er um það, að listamenn ýmsir og kórar leggi leið sína út um land til að gefa fólki kost á að njóta listar sinnar. Hvert byggðarlag, ekki síst þar sem hagar til eins og hér, mundi telja sér ávinning í að fá slíkar heimsóknir. En til þess að svo megi verða þurfa að vera til skilyrði og húsakynni til að taka á móti slíkum gestum. Hvað væri æskilegra í því sambandi en góð og rúmgóð kirkja með góðum hljóm- burði, svo almenningur fengi að njóta þeirrar listar, ef það væri í boði. Það er því ekki úr vegi að renna augum til þessa möguleika þegar ákveðin er stærð og gerð kirkna, sem þarf að endurbyggja. Ég varpa þessu hér fram án þess að ræða það nánar. - Bygging Árnes- kirkju er ekkert feimnismál og engan þarf að biðja afsökunar á þeirri framkvæmd. Ég hefi hér að framan farið orðum um sumt það sem Innan- sveitarkronika DV hefur gefið til- efni til. Ýmsu er þó ósvarað af mér, en hefur verið gert að nokkru af formanni sóknarnefndar, þó auðsýnilega hafi orð hans verið löguð til, að geðþótta blaðamanna. Öllum er Ijóst að hér er ekki um fréttaskrif að ræða í venjulegum skilningi, heldur eru þetta hlutdræg og villandi skrif, um mál sem þeim er með öllu óviðkomandi. -Mér er ekki grunlaust um að þeir sem blaðið hefur tekið upp á arma sína kunni því litlar þakkir fyrir það sem komið hefur í Ijós í sambandi við þau skrif. Með aiveg sérstökum hætti hefur blaðið lagt sig fram um að gera þann mann, sent borið hefur hita og þunga áf flestum okkar málum og mörgu góðu komið til leiðar, tortryggilegan með allskyns spurn- ingum, útúrsnúningum og aðdrótt- unum um misferli, í augum al- mennings, og þeirra sem lítið eða ekkert þekkja til málanna. En þann minnihlutahóp, sem farið hefur fram með löglausum og sið- lausum hætti, hafa þeir reynt að hefja til skýjanna sem fórnfúsar hetjur og slá um þá dýrðarljóma á sama hátt og ýmsir hafa látið sér sæma um þá sérvitringa og öfga- menn, sem létu hlekkja sig við hvalveiðibátinn fyrir skömmu. Til- gangur beggja hefur misheppnast. Við byggjum okkar kirkju, þó steinn hafi verið lagður í götu, eins og áformað var. Og hvalveiðarnar héldu áfram þrátt fyrir heimskulegt tiltæki hinna svokölluðu hvalavina. En hvað er framundan, hefur verið spurt og því hefur verið svarað af formanni sóknarnefndar, Gunnsteini Gíslasyni, í þeim við- tals glefsum, sem DV hefur eftir honum. - Og svarið er aðeins eitt: Leggja verður höfuð áherslu á að hraða byggingu hinnar nýju kirkju með samstilltu átaki þess meiri- huta, sem stendur að byggingu nýju kirkjunnar og væntanlegum stuðn- ingi velunnara sveitarinnar. - Sá stuðningur fór vel af stað í sumar þar til tortryggni var vakin á að hér Og hvalveiðarnar héldu áfram þrátt fyrir heimskulegt tiltæki hinna svokölluðu hvalavina. væri ekki um alvöru verkefni að ræða, með þeim hætti sem það var gert. Stórfelldar gjafir voru farnar að berast og áberandi menn höfðu veitt stuðning sinn. En það féll að mestu niður þegar upp komst að nafn Árneskirkju hefði verið mis- notað í fjáröflunarskyni og DV hóf sinn fréttaflutning um málið, sem gengið hefur linnulítið síðan. Menn hikuðu við að láta verða af liðveislu sinni meðan það mold- viðri stæði yfir. - Það fólk þarf að fullvissa um að ekki verði aftur snúið með þá framkvæmd svo lið- semd þess skili sér. Heimamenn þarf ekki að hvetja í þeim efnum. Þeir vita hvað skyldan býður þeim. - ég hefi áður heitið á góða menn til stuðnings þessa framtíðarverks. Ég endurtek hér með þá hvatningu mína í von um að vel verði við brugðist. Það gætu orðið mín síðustu orð til sveitunga minna og annarra vina okkar á fjarlægum slóðum, því falls er von af fornu tré. Bæ, 10. október 1987 Guðmundur P. Valgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.