Tíminn - 31.10.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 31.10.1987, Qupperneq 7
Laugardagur 31. október 1987 Tíminn 7. Notaðir bílar um 20% alls bílainnflutningsins: Um 66% þýskra bíla fluttir inn ,,gamlir“ Verður afleiðing þess hve verði notaðra bíla er haldið háu hér til þess að bílasalar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar nái stór- um hluta af sölu notaðra bíla hér á landi? Nær 5. hver innfluttur fólksbíll frá áramótum til septemberloka var fluttur inn notaður. Af öðrum bílum en japönskum og sovéskum voru um 66% fluttir inn notaðir en aðeins um 33% nýir. Alls voru tæplega 3.400 notaðir fólksbílar fluttir til landsins þessa níu mán- uði, samanborið við 857 notaða bíla á sama tíma i fyrra. Svo dæmi sé nefnt, voru 426 notaðir Bensar fluttir inn þessa 9 mánuði, eða um tíu sinnum fleiri en nýir. Til marks um „góðærið“ má nefna að mun fleiri hafa keypt sér Mercedes-Benz nú í ár heldur en létu eftir sér kaup á nýrri Lödu á sama tíma fyrir tveim árum. Alls voru nú fluttir inn um 1.340 notaðir bílar frá Þýskalandi, samanborið við 666 nýja bíla og tæplega 800 notaðir bandarískir bílar saman- borið við um 560 nýja. Innflutningurinn var kominn f 19.230 bíla nú í septemberlok samanborið við um 11.430 á sama tíma í fyrra. Aukningin er um 68% frá metárinu í fyrra. (Fyrir árið 1986 voru metár í bílainnflutningi um 10.000 bílar á ári.) Fólksbílarn- ir eru nú 17.550 samanborið við 10.861 í septemberlok á síðasta ári. Það svarar til þess að um 10. hver íslendingur sen kominn er á „bílprófsaldur“ hafi keypt sér ný- innfluttan fólksbíl á árinu. Af um 14.160 nýjum fólksbílum eru um 7.750 japanskir, um 2.390 Lödur (um 6. hver nýr bíll) en um 4.026 samtals frá öllum öðrum löndum. Þar til viðbótar voru 723 af notuðu fólksbílunum japanskir, en 2.665 frá öðrum löndum. -HEI _ Gömlum bílum haldið dýrari hér en úti: I sumum tilf ellum verið að plata fólk „Við erum búnir að segja fram- leiðendum Mercedes-Benz frá þessum mikla innflutningi notaðra bíla og benda þeim á að þetta sé ekki skemmtileg þróun fyrir okkur - hvaða áhrif sem það síðan hefur. Það sem mestu máli skiptir er að biðtíminn eftir nýjum bílunum styttist," sagði Hallgrímur Gunn- arsson hjá Ræsi. Hann taldi að umboðið mundi hafa stærri hlut- deild af sölu á Bens ef það fengi fleiri bíla, þ.e. að fleiri mundu þá kaupa nýja bíla en notaða. Hallgrímur sagði sjálfsagt marg- ar skýringar á hinum gífurlega innflutningi notaðra bíla nú í ár. Notaðir bílar lækki almennt hlut- fallslega meira í verði við hvert ár erlendis en hér á landi. Og dæmin um þá heppnu, sem hagnast á kaupum notaðra bíla erlendis frá, séu nægilega mörg til þess að flestir trúi því að slík kaup séu gróðaveg- ur. Hinir sem hafa tapað hafi hljótt um það. Aðspurður sagði Hallgrímur þá hjá Ræsi hafa rekist á nógu mörg slík dæmi til þess að ráðleggja mönnum sem hyggja á kaup not- aðra bíla að fara varlega og kynna sér málin sem allra best. „Við skiljum manna best menn sem langar í Bens og gefum þeim allar upplýsingar sem við búum yfir - enda breytir það okkar sölu ekkert." í sumum tilfellum sagði Hallgrímur raunverulega verið að plata fólk - þ.e. að bílarnir séu miklu meira keyrðir en kíló- metramælirinn segir til um. Það skýri svo að hluta sögusagnir um hvað menn fái bílana ódýra. En af hverju fara þeir hjá Ræsi ekki út í innflutning notaðra bíla? „Við höfum skoðað það mál. En niðurstaðan varð sú að hagnaðar- vonin væri ekki nógu mikil á móti áhættunni. Kaupendur notaðra bíla mundu einnig og eðlilega gera miklu meiri kröfur til okkar en t.d. einhvers bílasala". -HEI Gömul árgerð af Mercedes-Benz. Jón Sigurðarson ráðinn forstjóri Jón Sigurðarson framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar SÍS hefur verið ráðinn forstjóri hins nýja ullariðnað- arfyrirtækis sem stofnað var á grunni Álafoss og ullariðnaðar Iðnaðar- deildar Sambandsins fyrir stuttu. Þá hefur dr. Gylfi Þ. Gíslason verið valinn fimmti maður í stjórn félags- ins. Fyrir voru í stjórn hins nýja fyrir- tækis þeir Sigurður Helgason sem er stjórnarformaður og Brynjólfur Bjarnason, en þeir voru skipaðir af Framkvæmdasjóði íslands, og Valur Arnþórsson og Guðjón Ólafsson sem voru skipaðir af Sambandinu, en Framkvæmdasjóður sem var eig- andi Álafoss og Sambandið eiga sinn helming hvort af hlutafé hins nýja fyrirtækis. Þetta nýja ullariðnaðarfyrirtæki var stofnað í kjölfar þeirra erfiðleika sem ríkt hafa í ullariðnaði á íslandi undanfarin ár og er því ætlað að bæta samkeppnisstöðu íslensks ullariðnaðar í erlendum mörkuðum. Töldu sérfræðingar samruna Álafoss og ullariðnaðar Iðnaðardeildar SÍS Jón Sigurðarson. einu leiðina til þess að tryggja áfram- haldandi ullariðnað í landinu og tryggja þannig atvinnuöryggi fjölda fólks sem annars hefði misst atvinnu sína. -HM Til sölu Tilboðóskast í eftirfarandibifreiðarog tæki: 1. Isusu pickup árg. 1982 2. Hino vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1980 3. International vörubifreið 22. tonna árg. 1981 4. M. Benz 608 vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1974 5. M. Benz 608 vörubifreið með 6 manna húsi árg. 1974 6. VW DC með palli og 6 manna húsi árg. 1981 7. VW DC með palli og 6 manna húsi árg. 1981 8. SusukiAlto árg. 1984 9. SusukiAlto árg. 1984 10. VW sendibíll (rúgbrauð) árg. 1981 11. Chevrolet Van sendibíll árg. 1979 12. Vélaflutningavagn 25 tonna 13. Efnisflutningavagn 14 M3 14. VW sendibíll (rúgbrauð) árg. 1981 Tækin verða til sýnis í porti Vélamiðstöðvar, Skúlatúni 1, frá mánudegi 2. nóvember til fimmtu- dags 5. nóvember kl. 12.00 á hádegi. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Fjölskyldudeild óskar eftir fósturheimilum fyrir börn 6 ára og eldri. Hjón sem óska eftir að taka barn/börn í fóstur til frambúðar eða eru tilbúin að taka barn/börn í vistun til skemmri tíma, geta fengið upplýsingar hjá Helgu Þórólfsdóttur félagsráðgjafa í síma 25500 og Áslaugu Ólafsdóttur félagsráðgjafa í síma 685911 e.h. & HF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Postholf 10180 m BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715 23515 BORGARNES: ........ 93-7618 BLONDUOS:..... 95-4350 4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJORÐUR...... 96-71489 HUSAVIK:..... 96-41940 41594 EGILSSTADIR: ...... 97-1550 VOPNÁFJORÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 interRent REYKJKIÍKURBORG Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27. Starf vaktstjóra er laust til umsóknar, sjúkraliða- menntun áskilin. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 alla virka daga. Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 ’82, Honda Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada ’82, Bronco 74, Daihatsu Charmant 79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flesta aðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.