Tíminn - 31.10.1987, Side 14

Tíminn - 31.10.1987, Side 14
14 Tíminn , Laugardagur 31. október 1987 FRÉTTAYFIRLIT LUNDÚNIR - Bandaríkja- dalur varö stöðugari á gjaldeyr- ismörkuðum heims og það varð til þess að hlutabréf hækkuðu í verði á verðbréfa- mörkuðum. Sérfræðingar sögðu þó að bandaríski dalur- inn væri enn undir miklum þrýstingi vegna hins gífurlega fjárlaga- og viðskiptahalla Bandaríkjanna. Stöðugleika dollarans í gær mátti reyndar rekja til þess að mánuðinum var að Ijúka og margir þurftu að kaupa gjaldmiðilinn til að koma lagi á bókhald sitt áður en nýr mánuður gengi i garð. TOKYO — Vöruskipta- jöfnuður Japana frá septem- berlokum ársins í fyrra til sept- emberloka nú var ekki eins hagstæður og tímabilið þar á undan og var þetta fimmta árið í röð sem það gerist. Hag- fræðingar sögðu verðbréfa- hrunið i Wall Street myndi jafnvel enn hraða þessari þróun. MOSKVA — Pravda, dag- blað sovéska kommúnista- flokksins, réðist enn á ný á skrifræði og sagði að sumar stofnanir innan flokksins virtust ekki geta fylgst með umbótum þeim sem Mikhail Gorbatsjov leiðtogi landsins hefði unnið að. TEL AVIV — ( opinberri skýrslu sem birt var í Israel í gær voru starfsmenn leyni- þjónustu landsins, Shin Bet, sakaðir um að hafa logið vísvit- andi fyrir dómstólum og iðkað slíka iðju í sextán ár, þó án vítneskju ráðamanna landsins. 'j TOKYO — Yasuhiro Nakas- one forsætisráðherra Japans lét formlega af starfi sínu sem formaður Frjálslynda lýðræðis- flokksins, stjórnarflokksins í landinu. Þessi afsögn þýðir að í næstu viku mun Nakasone einnig láta af starfi forsætisráð- herra og við honum tekur No- boru Takeshita fyrrum fjármálaráðherra. MOSKVA — Hun Sen fors- ætisráðherra Kambódíu sagði á blaðamannafundi að hann væri reiðubúinn til að hitta hinn útlæga leiðtoga stjórnarand- stöðunnar Norodom Sihanouk prins i París í desem- bermánuði. Sen vill ræða við Sihanouk um leiðir til að binda enda á margra ára ófrið i landinu. BRÚSSEL — Joseph Mic- hel innanríkisráðherra Belgíu sagðist vera reiðubúinn til að biðja hvern þann afsökunar sem tæki nærri sér ummæli hans þar sem hann lýsti sum- um innflytjendum sem „barbör- um“. Michel sagði í viðtali við tímarit eitt að hætta væri á að eins færi fyrir Belgum og Róm- verjum er máttu þola innrás barbara. ÚTLÖND Björninn og örninn hittast ekki í Reykjavík: Leiðtogafundur í Washington Washington, Reuter Reagan Bandaríkjaforseti lýsti því yfir síðdegis í gær að Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði þekkst boð sitt um leiðtogafund í Washington hinn 7. desember nk. Ætlunin er að Reagan og Gorbatsjov komist að samkomulagi um algjöra útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuvopna. For- setinn lýsti einnig von sinni að geta heimsótt Moskvu á næsta ári til frekari afvopnunarviðræðna. Van- gaveltum um að Reykjavík væri hugsanlegur fundarstaður er því lokið. Reagan segist ekki vita hve langur fundurinn í Whasington geti orðið né hvort Gorbatsjov muni ferðast um Bandaríkin, svo sem forsetinn hefur lagt til. Spurður hvað valdi skyndilegri hugarfarsbreytingu So- vétleiðtogans sem aftók fund fyrir skömmu í viðræðum við Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist forsetinn aldrei hafa orðið var við neikvæða afstöðu Gorbat- sjovs í þessum efnum. Reagan vitnaði til bréfs, frá Gor- batsjov, þar sem hann gerir grein fyrir sínum skoðunum á frekari afvopnun en meðaldrægum vopnum og hann telur nauðsynlegt að ræða á fundin- um. Bandaríkjaforseti vonast að sögn til að undirrita samning um frekari afvopnun þegar hann sækir Gorbat- sjov heim til Moskvu á næsta ári. Reagan og Gorbatsjov við Höfða. Það varð ekki úr að þeir hittust hér aftur. (Tíminn: Sverrír) Tilnefning hæstaréttardómara í Bandaríkjunum: Bandaríkin: Reagan tilnefnir annan íhaldsmann Dauði í reykja- svælu Reagan Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt annan íhaldssaman dómara til að taka sæti í hæstarétti landsins en orðstír hans er þó engan veginn sá sami og orðstír Robert Borks. Donald Ginsburg heitir sá sem Reagan vill nú fá í hæstarétt eftir að öldungadeild þingsins hafnaði Bork í embættið. Ginsburg er 41 árs gamall, menntaður frá háskólanum í Chic- ago og hefur verið lagaprófessor í Harvardháskólanum. Hann hefur ekki verið í sviðsljósinu eins og hinn sextíu ára gamli Bork og raunar liggur lítið eftir hann á prenti. Afstaða Borks til margvíslegra mála var svo íhaldssöm að lands- samtök voru stofnuð til að berjast gegn útnefningu hans. Ginsburg er samstarfsmaður Borks og íhalds- maður er hann sannarlega þótt ekki sé hann umdeildur á borð við Bork. Viðbrögðin í gær við tilnefningu Reagan voru frekar hófsöm, margir vildu þó ekkert láta hafa eftir sér fyrr en þeir hefðu kynnt sér feril Gins- burgs betur. Ljóst er þó að Reagan á mun meiri möguleika á að koma þessum manni sínum að í hæstarétti heldur en Bork. Fari svo að Ginsburg verði sam- þykktur mun hann taka sæti hins Wales: Lélegur þjóf ur Góðu fréttirnar fyrir innbrots- þjófinn John George frá Wales voru þær að tveir menn er áttu leið framhjá gátu bjargað honum út úr loftræstikerfi verksmiðju þeirrar sem hann ætlaði að brjót- ast inn í. John sat þar fastur í þröngum ganginum og gat sig hvergi hreyft en mennirnir náðu að draga hann út. Slæmu fréttimar voru þær að mennirnir tveir voru lögreglu- menn og John var því sektaður um 75 Sterlingspund fýrir tilraun til innbrots. hb hófsama dómara, Lewis Powell. Ginsburg mundi þá verða yngsti dómarinn í fimmtíu ár til að eiga sæti í hæstarétti landsins og gæti haft áhrif á ákvarðanatöku þar í tugi ára þar sem um æviráðningu er að ræða. Hann yrði einnig fyrsti gyðingur- inn í hæstarétti síðan Abe Fortas lét af störfum árið 1969. Reuter/hb Corazon Aquino forseti Filippseyja: Getur ekki bara hoppað upp úr rúminu og hafið störf. Fleiri og fleiri Bandaríkjamenn deyja af völdum sjúkdóma vegna reykinga. Þetta kom fram í skýrslu frá bandarískri heilbrigð- isstofnun sem birt var í gær. f skýrslunni var sagt að rúm- lega 315 þúsund menn hefðu látist af völdum reykingatengdra sjúkdóma árið 1984 en það eru nýjustu tölur sem liggja fyrir varðandi tengsl reykinga og dauða. Árið 1982 var talan 314 þúsund og árið 1980 dóu 270 þúsund manns af völdum reykinga. „Sjúkdómsáhrifin af völdum reykinga í Bandaríkjunum halda áfram að vera gífurleg... “, sagði í skýrslunni. Helstu sjúkdómamir er tengj- ast reykingum eru öndunarfæra- sjúkdómar s.s. lungnakrabbi og hjartasjúkdómar. Af þeim fjölda sem lést árið 1984 létust rúmlega 200 þúsund manns úr slíkum sjúkdómum. Reuter/hb Corazon Aquino forseti Filippseyja: Andlitsfarðinn gerir starf ið erfiðara en ella Corazon Aquino sagði í gær að það væru öll smáatriðin sem konur hugsuðu um sem gerðu henni erfið- ara að gegna forsetaembættinu á Filippseyjum en ella. Karlmaður getur hoppað upp úr rúminu, greitt hárið og þá er hann tilbúinn en fyrir konu er þetta miklu meira mál. Það þarf að hugsa um andlitsfarðann, sagði Aquino. Nóttina 28. ágúst var síðast reynt að bylta stjórn Aquino. Hún var þá vakin um miðja nótt er uppreisnar- hermenn reyndu að brjótast inn í forsetahöllina og viðurkenndi að sem snöggvast hefði hugurinn leitað til útlits hennar. Aquino sagði þetta í léttu hádeg- isverðarspjalli með erlendum blaða- mönnum í gærdag og bætti við að auðvita væri það hálfkjánalegt að vera annt um útlit sitt á sömu stundu og lífverðir hennar lögðu sig í lífs- hættu. Engu að síður skipti útlit hennar og framkoma máli, hún væri jú umkringd fréttamönnum og ljósmyndurum dag hvem. „Ég get ekki leyft mér að láta mynda mig þegar ég er nýstigin úr rúminu,“ sagði Aquino. Reuter/hb ÚTLÖND

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.