Tíminn - 31.10.1987, Side 24

Tíminn - 31.10.1987, Side 24
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUÐANKI ÍSLANDS HF. Leiðsögn um bætiefnafrumskóginn Námskeið um val vítamína, viku- lega í október og nóvember. Upplýsingar í síma 91-76807. Rannsóknarstofnun vitundarinnar Nnr. 7264-8382, Pósth. 8109,128 R. 1987 ^ . I /. MAK5 Timinn ■HBHHH ■'v Bmí!ÍSSÍíW^BbwBBbm^B Aflatregða báta við (safjarðardjúp: m ekki þorskinn , Fiskverkendur við ísafjarðardjúp eru sárir á þann frekar dræma afla sem að landi berst þessar vikurnar. Ekki þýðir að bjóða þeim pening fyrir fisk til vinnslu og ef einhvern vantar hráefni þá fæst það ekki nema gagn því sama síðar. Þannig er að oftast áður gátu menn keypt hráefni til vinnslu af því fiskverkunarfyrirtæki sem mest hafði hverju sinni. Nú virðast kaupin gerast þannig að hráefni er ekki afhent nema gegn þvi að jafn mikið af hráefni komi á móti næst þegar afli berst viðkomandi. Þetta kom fram í spjalli Tímans við einn útgerðarmanninn á Isafírði í gær. Kom þetta heim og saman við scgja- Kváðust viömælendur það sem aðrir höfðu um málið að Tímans ekki vera spenntir fyrir því að settur verði upp fiski- markaður í líkingu við þá, sem reknir eru á höfuðborgarsvæð- inu. Menn yrðu að fá að ráða yfir þeim afla sem á land berst með þeirra eigin bátum. Annað væri að halda illa á spilunum. Sáralítið fer af fiski í gáma frá djúpinu og er það vilji flestra viðmælenda Tímans að þannig eigi hlutirnir að vera á meðan lítið aflast fyrir verkunina. Útgerðarmenn á ísafirði og í Bolungarvík semja um fast verð á fiski við sjómenn sína. Síðast var samið 1. október s.l. Þá var verðið á þorski frá 31,42 kr. á kg og upp í 43,95 kr. á kg. Fer verðið eftir því hvaða stærð er á þorskin- um og er 5 kg flokkurinn dýrast- ur. Verðið er miðað við kassa- uppbót. KB FRESTUR TIL FÆKKUNAR SAUDFJÁR FRAMLENGDUR Framleiðnisjóður landbúnað- arins hefur ákveðið að framlengja frest bænda til þess að gera fækk- unarsamninga á fullorðnu sauðfé til 15. nóvember. Frestur til bænda á mjólkurframleiðslu- svæðum til að óska eftir fullvirðis- rétti í mjólk gegn því að láta helmingi meiri rétt í kindakjöti, hefur einnig verið framlengdur til sama tíma. Framleiðnisjóður hefur samið við sláturleyfishafa um að slátra fé á vegum sjóðsins eftir því sem með þarf eftir hefðbundna slát- urtíð. Ákaflega litlar líkur eru á því að bændur fái nokkuð greitt fyrir framleiðslu sem er umfram fullvirðisrétt, en hins vegar fá þeir greitt fyrir ónotaðan fullvirð- isrétt._______ABS OSTAHÁTÍÐ AÐ BITRUHÁLSI í dag og á morgun eru Ostadagar en til þeirra efnir Osta-og Smörsalan á tveggja ára fresti. Ostadagar eru haldnir í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2 í Reykjavík. Úpphaf Ostadaga var í gær þegar 65 tegundir íslenskra osta allsstaðar að af landinu voru dæmdir af átta fagmönnum á sviði osta. Þegar ostadómum lauk var opnuð ostasýning fyrir boðsgesti og tilkynnt hvaða ostameistari hlaut flest stig. Það var Sigrún Guðmundsdóttir frá Mjólkurbúi Flóamanna sem var útnefnd Ostameistari fslands 1987. Haukur Pálsson hjá Mjólkursam- lagi Kaupfélags Sauðárkróks fékk 1. verðlaun fyrir Kúmen-maribo ost, fékk 12,71 stig fyrir hann, en hann fékk einnig 2. og þriðju verðlaun fyrir þennan ostaflokk en þau verð- launasæti skipust á fleiri ostameist- ara. Oddgeir Sigurjónsson hjá Mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri fékk 1. verðlaun fyrir gráðost. Ostasýningin er opin frá kl. 13:00 til 18:00. Á laugardag frá 9:15 til 12 verða einnig flutt fræðsluerindi á sænsku fyrir áhugamenn um osta. Um 8000 manns komu á Ostadaga sem haldnir voru árið 1985. Ef fjöldi gesta Ostadaga er í einhverju sam- ræmi við ostaneyslu íslendinga, koma væntanlega mun fleiri á Osta- daga nú. Árið 1983 var ostaneysla á hvern íslending 8,4 kg að meðaltali, en árið 1986 tæpu kílói meira eða9,l kg. A Ostadögum sem nú eru haldnir, eru nokkrar ostanýjungar kynntar, svo sem jöklaostur, hnoss, beikon- ostur, rifinn ostur með pizza-kryddi, rifinn - Mozzarella ostur, manda- rínukaka og rjómamysuostur. ABS Jón Helgason landbúnaðarráðherra smakkar hér Camenbertost við opnun Ostadaga 1987. Ostameistari 1987 er Sigrún Guðmundsdóttir hjá Mjólkurbúi Flóamanna, en hún er höfundur að rjómaosti með kryddi og rjómaosti með hnetum. Hún er lengst til vinstri á'myndinni. Tímamynd Pjctur Höfum ávallt á boðstólum mikið úrval af ættfræðiritum f undirbúningi eru m.a. eftirtalin niðjatöl: Reykjaætt - Briemsætt - Reykjahlíðarætt Thorarensenætt - Klingenbergsætt - Njarðvíkurætt Nikulásarætt - Niðjatal Bólu-Hjálmars - Engeyjarætt o.fl. Sjón er sögu ríkari Komið eða hringið og gerist félagar í Bókaklúbbnum. Sögusteinn bókaklúbbur, Lindargötu 14. Sími 91-13450

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.